Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 41 elst Sigurður upp í fjörmiklum systkinahópi. Að barnaskólanámi loknu sest hann I Gagnfræðaskóla Reykvík- inga, sem þá var í Iðnskólahúsinu við Tjörnina. Þar lenti Sigurður í bekk með undirrituðum og mörgum ágætum unglingum. Ég nefni tvo, Ingólf Ágústsson og Rögnvald, nafna minn Þorkelsson, en við mynduðum vinahóp, sem var mikið saman alveg til stúdentsprófs. Sig- urður hafði að mínum dómi ótví- rætt forustu í hópnum þótt aldrei væri á slíkt minnst og ekki um það hugsað. Öll heimili þessa vinahóps stóðu okkur opin, en mest sóttum við til Ingólfs því hann átti heima inn við Elliðaár. Faðir hans var stöðvartjóri í Rafstöðinni þar og stöðin, og reyndar Elliðaárdalurinn allur, voru ævintýraland. Þar var svo margt við að vera, meira að segja var á þessum árum tennisvöll- ur þarna, sem við fengum að leika okkur á, og á vetrum var hægt að renna sér á skíðum í Ártúnsbrekk- unni. Alltaf var gestrisni frú Sigríð- ar Pálsdóttur, móður Ingólfs, söm við sig. Þegar í gagnfræðaskóla var öll- um ljóst að Sigurður var vel mælsk- ur og hafði skörulega framkomu. Þetta kom fram á málfundum. Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík kunnu ekki síður að meta forustuhæfileika Sigurðar, því hann var kosinn inspector scolae í harðri samkeppni við annan mikils metinn nemanda. Svo slær hann okkur öllum við með því að taka að sér hlutverk Bartholos læknis í leikritinu Rakar- inn frá Sevilla á Herranótt Mennta- skólans. Leikritið var sett upp sem söngleikur, og lögin voru ekki sótt til útlanda. Bekkjarbróðir okkar Gylfi Þ. Gíslason frumsamdi smellin og falleg lög sem féllu vel að texta. Framsetning Sigurðar á hlutverk- inu vakti mikinn fögnuð leikhús- gesta, svo augljóst var að hann hafði tök á hlutverkinu og hefði orðið frábær leikari ef hann hefði lagt á þá braut. Að loknu stúdentsprófi 1936 dreifðist hópurinn. Þrír fóru til sitt hvors lands á Norðurlöndum í verk- fræði, en Sigurður fór fyrst í lækna- nám í tvö ár, en ákvað svo að fara í lyfjafræði. Hann byrjar námið í Reykjavíkur Apóteki og lauk exam. pharm. prófi frá Lyíjafræðinga- skóla íslands haustið 1941. Allt samband við Danmörku var rofið á stríðsárunum, svo Sigurður sótti framhaldsnám til háskóla í Philad- elfíu í Bandaríkjunum og lauk prófi þaðan 1943. Heimkominn réðist hann til Reykjavíkur Apóteks og starfaði þar upp frá því, fyrst sem lyfjafræðingur, þá yfirlyfjafræðing- ur og 1. júlí 1962 tekur hann við lyfsöluleyfinu. Sigurður afsalar svo leyfrnu til Háskóla íslands 1982, en rak lyfjabúðina áfram fyrir hönd Háskólans til ársins 1991. Hann var afburða vel liðinn sem yfirmað- ur, réttara væri að segja hann var ERFIDRYKKJUR * x Veiðfrakr. 850- P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð Megir salirogmjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR hötel LorneiiiK dáður sem yfirmaður svo vel hélt hann á málum. Of langt mál yrði að telja upp öll hans störf að félagsmálum, nefnda- og formannsstörf. Auk allra annarra starfa samdi hann bókina Lyfjasamheiti, sem verður að telja afreksverk. Sigurður vann að endurnýjun bókarinnar síðustu ár ævinnar og hafði nær lokið henni þegar hann dó. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín að heilbrigðis- málum. Sigurður var lánsamur bæði í starfi og einkalífi. Hann kvæntist 15. desember 1944 Þorbjörgu, dótt- ur Jóns Kristjánssonar læknis og Emilíu Sighvatsdóttur. Þau kynnt- ust í Reykjavíkur Apóteki, þar sem hún starfaði þá. Þau studdu hvort annað með ráðum og dáð og lifðu í farsælu hjónabandi í nær hálfa öld. Tvo syni eignuðust þau, Ólaf byggingaverkfræðing, kvæntan Helgu Kjaran, kennara, og Jón svæfingalækni, kvæntan Ásdísi Magnúsdóttur, lyfjalækni. Niðjarnir nú eru orðnir 10 talsins. Vinahópurinn frá námsárunum dreifðist eftir stúdentsspróf eins og áður er getið. Það varð vík milli vina, öllu heldur heimshöf og síðan heimssstyrjöld og þá var ekkert samband. En viti menn, hinn 9. júlí 1945, þegar ms Esja, að lokinni styrjöld, rennir sér upp að hafnar- bakkanum, standa Sigurður og Þor- björg þar að fagna gömlum vinum. Þar urðu fagnaðarfundir. Rifjuð upp gömul kynni. Kona mín Thora, sem þá kom til íslands í fyrsta sinn og ekki þekkti neinn nema manninn sinn, man alltaf hve vel þau tóku á móti henni og er þeim ætíð þakk- lát fyrir. Fjölskyldur okkar hafa upp frá þessu umgengist og fylgst hvor með annarri. Þegar börnin voru að stálpast var farið í útilegur með þau og alltaf hlökkuðu börnin okkar til að fara í ferðalag með Sigga og Obbu. Ferðalög með þeim voru allt- af skemmtileg og ef eitthvað á bját- aði reyndust þau alltaf vinir í raun. Þegar veikindi Sigurðar elnuðu stóð Þorbjörg sig eins og hetja. Það var aðdáunarvert að sjá hve vel hún hlúði að honum og hve mikil ástúð ríkti milli þeirra. Fjölskylda þeirra studdi hana líka á alla lund. Fjölskylda okkar kveður Sigurð Ólafsson með þessum orðum og sendir samúðarkveðjur til Þorbjarg- ar og hennar ijölskyldu. Rögnvaldur Þorláksson. Fleira en frímerki vakti athygli sýningargesta á EYFRÍM 93. EYFRÍM 93 ________Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti varð ekki lokið við að segja frá EYFRÍM 93 og því helzta, sem fyrir augu bar. Verður þeirri frásögn nú haldið áfram. Í svonefndri Kynningardeild voru allmörg söfn, sem sýndu hveiju má safna, þegar menn beita hugar- fluginu. Hér átti að koma fyrir söfn- um tveggja dómara, sem að réttu lagi hefðu átt heima í sérstakri dómaradeild, en hins vegar var ekki gert ráð fyrir henni á sýning- unni. Reyndin varð sú, að einungis annað safnið var sýnt þar, safn Sigurðar R. Péturssonar af Tveggja kónga frímerkjunum frá 1907- 1915. Ekki neita ég því, að ég dáist að þeirri hugkvæmni, sem margir safnarar sýna i sambandi við frí- merki. Fanney Kristbjamardóttir sýndi í einum ramma efni, sem hún kallaði Úr ýmsum áttum. Hér setti hún saman öll jólafrímerki póst- stjórnarinnar frá upphafi eða árinu 1981, og voru þau stimpluð. Jafn- framt var teiknara hvers árs getið. Þá voru í þessum ramma frímerki af þremur fyrstu forsetum lýðveld: isins og rakinn æviferill þeirra. í öðrum ramma átti Fanney svo efni, sem hún kallar Konur og íslenzk frímerki. Hér leysir hún úr verkefni sínu á stórskemmtilegan og hug- myndaríkan hátt. Hún rekur þau störf, sem íslenzkar konur hafa innt af höndum í áranna og ald- anna rás, eins og lesa má út úr myndefni íslenzkra frímerkja. Þetta sýningarefni Fanneyjar hefur ekki síður fallið öðrum sýningargestum en mér í geð, því að safn hennar fékk flest atkvæði þeirra gesta, sem greiddu atkvæði um áhugaverðasta sýningarefnið, og hlaut fyrir heið- ursverðlaun. - Þriðja sýningarefn- ið, sem vakti athygli mína fyrir frumleik, átti Friðrik Ketilsson. Nefnir hann það Fossar á íslandi. Þar rekur hann sögu þeirra ís- lenzkra fossa, sem komið hafa á frímerkjum okkar allt frá 1931, þegar fyrstu Gullfossmerkin komu út. Tengir hann þetta síðan við skip með fossanafni, sem komið hafa á frímerkjum, sbr. Gullfoss- merkið frá 1964. Eins teygir hann sig svo langt að taka með frí- merki, stimpluð á póststöðvum, þar sem heitið foss kemur fyrir, sbr. Fosshól í S.-Þingeyjarsýslu. Þetta, sem hér hefur verið rakið, sýnir okkur, hvemig nota má mynd- efni frímerkja á margsvíslegan hátt og fræðandi um sögu þjóðarinnar og eins íslenzka náttúru. Ekki kæmi mér á óvart, að ungir safnarar dragi hér lærdóm af, enda þarf þetta söfnunarsvið ekki að kosta mikið fé, heldur einungis hugmyndaflug og smekkvísi. EYFRÍM 93 hefur nokkra sér- stöðu meðal landssýninga, sem haldnar hafa verið fram að þessu. Eins og minnzt var á í síðasta þætti, mátti sjá þarna góðan þver- skurð af því efni, sem mönnum getur dottið í hug að safna saman. Vissulega er matsatriði, hvað menn eiga að ganga langt í söfnun sinni, bæði um efnisval og eins, hversu langt skal haldið innan söfnunar- sviðsins. Ég játa, að á sumu varð ég hissa, en gat svo sætt mig við annað. Mynt- og seðlasöfnun hefur lengi þekkzt, svo að engan skal undra, þótt slík söfn væru á sýning- unni. Alþekkt er íslenzkt seðlasafn Páls A. Pálssonar, ljósmyndara á Akureyri, en það mun sennilega vera hið bezta í einstaklingséigu. Páll sýndi jafnframt safn banka- korta, en það kann ég tæplega að meta. Erik Jensen sýndi jólamerki, en þau hafa iengi verið eins konar hliðargrein við frímerkin. Þarna voru einnig sýnd spil og ölmiðar og málverkakort, en menn hafa um langt skeið safnað slíkum hlutum. - Þá er vel þekkt, að menn safna öl- eða bjórflöskum og töppunum af þeim og eins YÍnflöskum. Þetta sást allt á EYFRÍM 93. Hins vegar finnst mér söfnunin vera farin að teygja sig anzi langt, þegar menn safna fullum sígarettu- pökkum og eldspýtustokkum og jafnvel merktum kveikjurum. Þetta bar þarna fyrir augu. Eins mátti sjá gleraugu af ýmsum gerðum, vasahnífa og lyklakippur. Fingur- bjargir voru þarna enn fremur og margar með myndum og mjög fal- legar. Þá var þarna safn kúlupenna með mismunandi áletrunum. I fjór- um sýningarkössum sýndi Valgarð- ur Stefánsson hljómplötur og eins gömul prógrömm og fleira þessu skylt. Sýningargestir kunnu vel að meta þetta safn, því að svo margir þeirra greiddu því atkvæði, að Val- garður fékk sérstök heiðursverð- laun. í síðasta þætti 14. þ.m. var sagt frá sérstæðu safni, sem nefndist Verðbólgan, og þess getið, að það hefði fengið bronsverðlaun. Hið rétta er, að það fékk silfrað brons auk heiðursverðlauna. Biðst ég vel- virðingar á þessari missögn. Þegar á allt er litið, tókst EY- FRIM 93 mjög vel og var þeim, sem að stóðu, til sóma. Aðsókn var líka góð, enda ekki veður til útiveru á Akureyri þessa hvítusunnudaga. Er mér tjáð, að eitthvað á þriðja þúsund gesta hafi komið á sýning- una. Er það óvenjumikið á lands- sýningum hérlendis. Er ekki annað hægt en óska þeim norðanmönnum til hamingju með þetta framtak. Um leið vonast ég til, að EYFRÍM 93 lyfti frí- merkjasöfnun Eyfirðinga upp úr þeirri lægð, sem hún virðist hafa verið í undanfarin ár. Viltu virkja hœíileika þína til stóraukins árangurs og velgengni? Stöðugt fleiri bætast í hóp þeirra, sem mæla með þessu einstaka námskeiði, sem heitir „Phoenix - leiðin til árangurs“. Það stuðlar að stórauknum árangri í starfi jafnt sem einkalífi. Þetta námskeið er því fyrir alla. „Phoenix námskeiðið varþað besta scm kcnn fyrir mig og mina Jjölskyldu á síðasta ári. “ Þröstur Einarsson, vinnslustjóri Granda hf. „Phoenix námskeiðið er meðal bcstu uámskeiða sem ég hefsótt. A því lœrir hvcr og einn jákvxða sjálfsgagnrj’iii og að meta sjálfan sig og aðra að vcrð- leikutn. Þctta nátnskeið er fyrir alla sem þora að skoða hlutina eirts og þeir cm ( raunvemleikanum og vilja finna bestu hugsanlegu leiðina til að auka lífsátiœgju í starfi og lcik. Námsgögnin sem fylgja tryggja áframlialdandi nám og betri árangur en ég hef áður kynnst. Friðþjófur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri O. Johnson & Kaaber. ,, Þcita er jrábcert námskeið og það bcsta við það cr að það nýtist rnér jafn vel í dag og það gerði fyrir ári, þegar ég sótti námskeiðið." Hulda MjöU Hauksdóttir. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum af myndbandi með hinum þekkta fyrirlesara Brian Tracy. íslenskur skýringartexti fylgir. Fanný Jónxnundsdóttir leiðbeinandi fylgir þátttakendum í gegnum námsefnið með umræðum og íslenskri viimubók. Hljóðsnældur með fyrirlestrum BriansTracy fylgja öllu námsefni ef óskað er. Næstu námskeið: I Reykjavík: 1.-3. sept., 15.-17. sept. og 6.-8. okt. Á Egilsstöðum: 15.-17. október. Akureyri: 29.-31. október. Tracy International Stjórnunarfélag islands SKRANING OG ALLAR NANARI UPPLYSINGAR HJA STJORNUNARFELAGIÍSLANDS I SIMA 621066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.