Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 49

Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 49
I I I 1 i I I I I 0 + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 49. Hvert stefnir í vímuefnamáliim? Frá Halldóri Kristjánssyni: ÁFENGISMÁL koma öðru hvoru í fréttum. Það gerist ýmsilegt sem talið verður til tíðinda þar sem menn eru ölvaðir. Hinu ráða atvik- in hversu nærri er höggvið hverjutn og einum. Sárust er jafnan sú frétt- in sem snertir einhvern nákominn. Og jafnan er einhver nákominn þeim sem óhappið hendir. Notkun — misnotkun Menn eru alltaf að leita ein- hverra ráða til að fækka slyslum og vetjast óhöppum. Okkur er sagt að verulegur hluti umferðarslysa verði rakinn til áfengisneyslu. Það segja þeir sem best vita og kunnug- astir eru þessum málum, læknar °g löggæslumenn. Fjölmiðlar koma þessari vitn- eskju áleiðis til okkar. Fréttamenn- irnir orða það þá gjarnan svo að misnotkun áfengis valdi. En því láta þeir ekki næga að segja notk- un áfengis? Það segir þó allt sem segja þarf. Þegar orðalagið „misnotkun áfengis" er valið er því hvíslað að okkur að notkun sé allt annað en misnotkun, neysla annað en of- neysla. Nú er vel hægt að halda sér við þá fræðilegu staðreynd að svo lítil getur neysla áfengis verið að áhrif hennar séu vart eða ekki merkjan- leg. En hver getur dregið markal- ínu milli notkunar og misnotkunar fyrir hvern einstakan? Það er þraut- in þyngri og í mörgu tilfelli ofraun. Vandfundinn mun sá maður sem ekki veit og viðurkennir að menn eigi ekki að aka bíl undir áhrifum áfengis. Samt er það staðreynd að í hverri viku er hópur manna stað- inn að þeirri óhæfu. Þá hefur notk- unin orðið misnotkun þegar sest var undir stýrið eða hvað? Áhrif áfengis eru meðal annars þau að það sljóvgar dómgreindina. Það getur meðal annars lýst sér í því að menn telji sig örugga og hæfa þar sem það á ekki við. Það er engin nauðsyn að tala um misnotkun áfengis í sambandi við slys. Notkun áfengis segir allt sem segja þarf. Það orðalag leysir menn alveg frá öllu mati á því hvernig flokka skuli notkun og misnotkun. Hvert erum við að fara? Leiðtogar okkar í SÁÁ munu telja sig vita öðrum betur eða a.m.k. manna best um ástand og horfur í áfengismálum hér á landi. Því skal á engan hátt mótmælt hér. En hveijar eru þá horfurnar að þeirra mati? Þar er skjótt frá að segja að þeir sjá það nú fyrir að meira en einn af hverjum þeirra fjögurra sveina sem nú eru ungir þurfi að leita meðferðar vegna drykkjufýsn- ar áður en lýkur. Hins vegar mun ekki nema ein af hvetjum níu ungra meyja þurfa slíka meðferð. Þær eru þetta á eftir piltunum vegna þess að svo stutt er um liðið síðan stelp- ur fóru að drekka jafnt og strákar, en kvenþjóðin dregur óðum á hitt kynið. Þetta væri nú e.t.v. þolanlegt ef hver sá sem skryppi í meðferð fengi þar með fullan bata. En það er nú öðru nær. Á sama tíma óg tíu þús- und byrjendur koma nýir í meðferð á Vogi koma þar tuttugu þúsund sem fyrr hafa fengið meðferð. Þetta vita SÁÁ-menn manna best. Stöð 2 hefur sýnt okkar eins konar fréttaauka um útigangsfólk vegna eiturlyfja, þ.e. öðru fremur áfengis. Okkur er sagt að slíkir skipti tugum í höfuðstaðnum. Og kunnugir fullyrða að miklu séu þeir fleiri úr þeim hópi sem nú séu horfnir, en hafi týnt lífi sínu langt fyrir aldur fram vegna vímuefn- anna. Varnarbarátta Meðferðin er dýr. Legudagar á Vogi árið 1992 kostuðu hver um sig um 5.980 krónur og hver sá sem inn var lagður var að meðal- tali 10,8 daga svo að veran þar kostaði 64.000 krónur til jafnaðar. Og ekki þarf að spyrja um vinnu þeirra sem þar liggja. Meðferðin hjálpar ekki öllum. Ef svo væri þá væri lítið efni í fréttaaukann hjá Stöð 2. Þá væru ekki þessir tugir heimilislausra ógæfumanna. Ogþá væri ekkijafn- margra að sakna. Á engan hátt skal lítið gert úr starfr SÁÁ. í nýlegu bréfi til félags- manna þar sem þeir eru minntir á að borga félagsgjaldið segir for- maðurinn: „Þau viðfangsefni sem SÁÁ þarf að einbeit'a sér að á næstunni eru margvísleg: Tryggja að meðferð standi áfram öllum til boða. Auka aðstoð og efla meðferðarúrræði fyrir aðstandendur alkóhólista. Áuka fræðslu um alkóhólismann og afleiðingar hans. Stuðla að því að fá virka alkóhólista til að taka fyrr á sínum málum. Halda úti öflugu félagsstarfr, sem hefur sýnt sig að skiptir miklu máli til að stuðla að bata margra alkóhólista, ekki síst ungs fólks. Efla og auka samskipti við aðra meðferðaraðila.“ Þetta er mikið verkefni og að- kallandi. En allt er það miðað við þá sem orðnir eru sjúkir af of- drykkju. Þörfin að hjálpa þeim sem í nauðum eru staddir er svo mikil og brýn að enginn tími er aflögu til að stöðva útbreiðslu þessara óskapa. Því verður þetta starf ekki annað en varnarbarátta þar sem ekki er tekið fyrir rætur meinsins. HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli. LEIÐRÉTTIN G AR Nöfn féllu niöur í minningargrein Þórs Jakobssonar veðurfræðings um Eystein Jónsson, fyrrverandi ráðherra, féllu niður nokkur nöfn í kafla, þar sem fjallað var um börn þeirra Eysteins og frú Sólveigar Eyjólfsdóttur. Birtist hann hér á eftir á nýjan leik og eru hlutaðeigendur innilega beðnir af- sökunar á mistökunum. „Börn Eysteins og Sólveigar Ey- jólfsdóttur eru sex talsins: Sigríður deildarstjóri, Eyjólfur verslunar- stjóri, Jón bæjarfógeti og sýslumað- ur, Þorbergur framkvæmdastjóri, Ólöf Steinunn húsmóðir og Finnur prentari. Fyrri maður Sigríðar, Sigurður Pétursson, lést 1967 (synir þeirra: Eysteinn og Pétur), en seinni maður hennar er Jón Kristinsson. Eyjólfur er kvæntur Þorbjörgu Pálsson (syn- ir: Ingi Valur, Eysteinn og Jón Páll), Jón er kvæntur Magnúsínu Guðmundsdóttur (synir: Karl, Ey- steinn og Guðmundur Ingvar), og Þorbergur er kvæntur Margréti Marísdóttur (börn: Óskar, Sólveig, Þorsteinn og Sigríður). Ólöf Stein- unn er gift Tómasi Helgasyni flug- stjóra, en sonur þeirra er Helgi.“ VELVAKANDI TÓNVAKAKEPPNI RÍKISÚTVARPSINS MARGT furðulegt gerist hér á þessu voru landi. Eg get ekki orða bundist og langar þess vegna að gjöra smá athugasemd í sambandi við keppni Ríkisútvarpsins um tón- listarverðlaun árið 1993. Eg á nefnilega mjög bágt með að skilja þá ákvörðun Rík- isútvarpsins að láta þessa áður- nefndu keppni vera á milli, annars vegar píanóleiks og svo hinsvegar einsöngs. Hvernig er hægt að gjöra samanburð á þessu tvennu? Allir fimm keppendur, sem í úrslit komust, stóðu sig mjög vel, hver á sínu sviði. En hver er mælikvarðinn þegar dæma skal á milli mannlegrar raddar, söngs sem sé, og hljóðfæra- leiks? Mér finnst persónulega að slíkt sé ógerlegt. Því ekki tvennskonar keppni, einsöngur sér og hljóðfæraleikur sérstak- lega? Undirrituð hlutaði á alla fimm keppendur í útvarpi og stóðu þeir sig allir með ágæt- um. Sigurvegari varð píanóleik- ari og var hann sjálfsagt vel að sigrinum kominn, enda frá- bær á sínu sviði. Sannleikurinn er hinsvegar sá, eins og áður var sagt, að það er fáránlegt í keppni að ætla sér að dæma á einhveijum réttlætisgrundvelli milli ofan- greindra tveggja músík-greina, einsöngs annars vegar og hljóð- færaleiks hinsvegar. Hljómlistarunnandi. GÓÐ DAGSKRÁ MIG LANGAR að þakka fyrir góða dagskrá í Ríkisútvarpinu. Sérstaklega ber að þakka lestur á Ólafs sögu helga og skemmti- legar umræður á eftir ágætum lestri Olgu Guðrúnar Árnadótt- ur. Einnig á Illugi Jökulsson þakkir skildar fyrir áhugaverða þætti sína og óvenju þægilegan lestur. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði. TAPAÐ/FUNDIÐ Goritex-úlpa tapaðist BLÁ Goritex-úlpa með græn- um ermum af tegundinni Berg- house tapaðist einhvers staðar á ferð um hálendið í júlí. Skil- vís finnandi vinsamlega hringi í síma 657600 eða vinnusíma 812220. Fríður. GÆLUDÝR Högni í óskilum SVARTUR og hvítur 5-6 mán- aða högni hefur villst að heim- an og dvelur nú í Kögurseli. Hann er mjög blíður og er ábyggilega sárt saknað af ein- hveijum. Uppl. í síma 74478. Læða fæst gefins BRÖNDÓTT átta mánaða læða, hálf síams, fæst gefins. Hún er róleg og fyrirferðarlítil. Uppl. í síma 678299. Kœrar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig d 75 ára afmœlinu með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengda- börnum og barnabörnum fyrir að gera daginn mér svo eftirminnilegan. Sölvey Jósefsdóttir. - Góáar ástæður til að lesa áfram... Húsgagnahöllin er stærsta húsgagnaverslun landsins og þar er ávallt gott að koma og skoða húsgögn í fallegu umhverfi. Hvort sem þig vantar húsgögn í stofuna, eldhúsið, svefnherbergin eða forstofuna þá ættir þú að líta til okkar því úrvalið er mikið og svo er alltaf heitt á könnunni og næg bílastæði. Húsgagnahöllin er aðili að innkaupasamböndum eins og IDE MÖBLER á Norðurlöndum og REGENT MÖBEL í Evrópu. Amerísk húsgögn eru Ifka að verða sí vinsælli og hafa nú bæst við í úrvalið vel þekkt fyrirtæki eins og SERTA fyrir amerísku dýnurnar, BR0YHILL FURNITURE fyrir stofuhúsgögn og LAZY-B0Y hægindastólaframleiðandinn og ofl. Þessi hagstæðu innkaup okkar gera okkur kleift að bjóða ávallt alþjóðlegt úrval og lægsta verðið. CT' Klt Starfsfólkið okkar er vel þjálfað, glaðlegt og með góða vöruþekkingu. Við leggjum mikinn metnað í að viðskipta- vinir okkar verði sem ánægðastir f»ví vissulega er jrað undirstaða verslunarinnar. Við segjum já við viðskipta- vini okkar og leggjum okkur fram um að veita þjónustu. Hver einasta vara í versluninni er merkt með svokölluðum verðtryggingarmiða til að tryggja að viðskiptavinir okkar fái lægsta verðið á markaðnum. Enda þótt við séum í innkaupahringum þá erum við einnig með vörur sem fást víða annars staðar og pú getur verið örugg(ur) með að þær og allar aðrar vörur eru á besta verðinu hjá okkur. Við leggjum okkur öll fram um að taka vel á móti þér og veita þér góða pjónustu og efla það viðskiptatraust sem velferð okkar byggir á. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.