Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Starfsmenn í bönkum og sparisjóðum 1980-1992 JUWðDHIWU —| •'ÍÍ' F<fýr" . •' k m Landsbanki og Samvinnubanki frú og með 1989 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1.300 1.200 1.100 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 i 100 0 1992 ÍSLANDSBANKI Útvegsbanki, Iðnaðarbanki og Verslunarbanki irá og með 1989 ------------T*----------------- -i------r 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 900 800 700 600 500 400 300. 200 100 —r 0 1992 Verðbréf Heildartap á rekstri verðbréfa fyrírtækja var 26 milljónir 1992 Arðsemi annarra fyrirtækja en Fj árfestingarfélagsins Skandia jókst um 4,9% á árinu TAP varð á rekstri verðbréfafyr- irtækja í heild sem nemur 26 milljónum króna á siðasta ári. Þar munar mest um tap Fjárfest- ingarfélagsins Skandia hf. að fjárhæð 46 milljónir króna, en arðsemi eigin fjár annarra verð- bréfafyrirtækja var 4,9% á árinu miðað við 2,0% árið 1991. Af- koma annarra verðbréfafyrir- tækja en Fjárfestingarfélagsins batnaði því á síðasta ári. Þetta kemur fram í hefti Bankaeftirlits þar sem m.a. eru birtar kennitöl- ur úr rekstri og efnahag innláns- stofnana árið 1992. 1991. Þannig var arðsemi eigin fjár fyrirtækjanna 5,8% í fyrra saman- borið við 9,6% árið áður. Lind hf. var með besta afkomu á síðasta ári eða 16,3% arðsemi eigin fjár. Arðsemi eigin fjár hjá Féfangi hf. var hins vegar lökust eða 0,8%. Hjá Glitni hf. var arðsemin 1,6%, 7,8% hjá Lýsingu hf. og 10,2% hjá Steini hf. Samkvæmt lögum skal eigið fé eignarleigufyrirtækis, að viðbættum víkjandi lánum, á hverjum tíma ekki vera lægri en sem svarar 10% af heildarskuldbindingum þess. Öl! eignarleigufyrirtækin uppfyiltu þessa kröfu um síðustu áramót. Eig- infjárhlutfallið var 51% hjá Steini þannig reiknað, 20,9% hjá Lýsingu, 14,2% hjá Glitni, 12,3% hjá Féfangi og dótturfélögum og 10,4% hjá Lind. Verslun Burstagerðin gefur ú t 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 SPARISJÓÐIR Meðtalin stððugitíi hjá Sambandi Isi. sparisjóða. Lánastoinun Sparisjóðanna hl. og TötvúmiðstöÖ sparisjóðanna hl. 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 REIKNISTOFA BANKANNA 1987 1988 1989 1990 1991 1992 ---200 '100 ' 0 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 LEIÐRÉTTING. Vegna mistaka í vinnslu viðskiptablaðs síðastliðinn fimmtudag speglaðist línurit á forsíðukorti blaðsins þar sem sýna átti breytingar á fjölda starfsmanna í íslandsbanka og Búnaðarbanka frá árinu 1980. Kortið birtist því hér aftur í heild sinni um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. Landsbréf hf. voru með 13,4% arðsemi eigin fjár á síðasta ári og var afkoma þeirra best verðbréfafyr- irtækjanna. Arðsemi annarra verð- bréfafyrirtækja var frá -33,6% hjá Fjárfestingarfélaginu Skandia hf. til 8,0% hjá Handsali hf. Arðsemi eigin fjár hjá Kaupþingi hf. var 3,9% og 0,6% hjá VÍB. Eiginfjárhlutfall verðbréfafyrir- tækja í árslok 1992 var á bilinu 25% hjá Landsbréfum til um 80% hjá Fjár- festingafélaginu Skandia. Hjá VIB, Kaupþingi og Handsali var eiginfjár- hlutfallið á bilinu 60-67%. Samkvæmt lögum um verðbréfa- viðskipti og verðbréfasjóði skal eigið fé verðbréfafyrirtækis nema a.m.k. 2% af höfuðstól verðbréfasjóðsins eða samanlögðum höfuðstól þeirra verð- bréfasjóða sem verðbréfafyrirtækið rekur. Öll verðbréfafyrirtækin upp- fylltu þetta skilyrði á síðasta ári. Afkoma eignaleigufyrirtækja var nokkuð lakari á síðasta ári en árið HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSNÆÐISBRÉF I. FLOKKUR 1993 7. Uppboð - 24. ágúst 1993 Sjöunda uppboð húsnæðisbréfa fer fram 24. ágúst n.k. Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og þurfa bindandi tilboð í bréfin að hafa borist Húsnæðis- stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Húsnæðis- bréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með 39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit ásamt tilboðsgögnum liggja frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og nánari upplýsingar um útboðið veitir vcrðbréfadeild stofnunarinnar. HANDSAL H F LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI • AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGI ISLANDS ENGJATEIGI 9 ■ 105 REYKJAVÍK • SÍMI 686111 • FAX 687611 heimagerðan vörulista BURSTAGERÐIN hf. í Garðabæ hefur sent frá sér nýjan vörulista yfir framleiðslu fyrirtækisins og innfluttar vörur. Vörulistinn, sem er 40 blaðsíður að stærð og með lit á öllum síðum, er að öllu leyti hannaður og brotinn um í mark- aðs- og auglýsingadeildinni „Við sjálf“. Það er deild sem komið var á fót innan Burstagerðarinn- ar í júní 1991 og þjónar að auki tveimur öðrum fyrirtækjum. Nýi vörulistinn skiptist í tvo kafla. Fyrstu 20 blaðsíðurnar sýna aðallega framleiðsluvörur fyrirtækisins, en blaðsíðurnar þar á eftir sýna úrval plastvöru, búsáhalda, málningar- verkfæra o.fl. sem fyrirtæki flytur inn. Tilgangurinn með útgáfu vörulist- ans er að auðvelda viðskiptavinum innkaup og sýna það mikla vöruúr- val sem Burstagerðin hf. hefur á boðstólum eins og segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Við hönn- un bæklingsins var notuð öflugusta tegund af Macintosh tölvubúnaði ásamt hugbúnaði til umbrots og hönnunar. Með þeim búnaði eru hannaðar allar umbúðir fyrir fram- leiðsluvörur Burstagerðarinnar, aug- lýsingar, kynningarefni, eyðublöð, vörulistar o.fl. Vörulistinn er gefinn út í 5.000 eintökum og verður dreift af sölu- deild Burstagerðarinnar til núverandi viðskiptavina. Nýjum viðskiptavinum er velkomið að hafa samband og fá sendan vörulista. Fyrirtæki Aukið rekstrartap hjá Hoogovens VERÐ á hlutabréfum í Hoogovens & Staalfabrieken hækkaði um 10% fyrr í mánuðinum þegar tilkynnt var, að tap á fyrra helmingi ársins hefði aukist verulega. Skýringin er sú, að það jókst allmiklu minná en spáð hafði verið auk þess sem horfur eru á betri afkomu stálframleiðslunnar á síðara misseri ársins. Á því fyrra minnkaði sala á áli um 8,5%. Nettórekstrartap á fyrra helmingi ársins nú var 189 millj. gyllina, um sjö milljarðar ísl. kr., en var 49 millj. gyllina, um 1,8 milljarðar, á sama tíma fyrir ári. Því hafði hins vegar verið spáð, að tapið gæti orðið allt að 250 millj. gyllina. Hoogovens reiknar með, að staðan muni batna á síðara árshelmingi vegna betra verðs á mörkuðum, einkum stál- markaðinum, en þó er margt á huldu með það. Eins og aðrir stálframleið- endur bíður Hoogovens eftir marg- boðuðum bata í efnahagslífi Evrópu- ríkjanna en hann hefur nokkuð látið standa á sér. Á fyrra helmingi ársins minnkaði heildarsala Hoogovens um 9,5%, fór úr 3,9 milljörðum gyllina í 3,53 millj- arða, en álsalan minnkaði um 8,5%, úr 1,08 milljörðum gyllina í 987 millj- ónir. Tap á álframleiðslu fyrir skatta var 128 milljónir gyllina en 58 millj. fyrir ári. Álverð er mjög lágt vegna offram- boðs og að sögn talsmanna Hoogo- vens aðallega vegna „gífurlegs inn- flutnings“ á áli frá Rússlandi og sam- veldisríkjunum. Sala á stáli minnkaði einnig dálítið en svo var líka með tapið og Hoogovens telur sig í stakk búið til að hækka verð á sumum stál- afurðum. Fjarmagn til framnðar hagstæb kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiÖlar IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.