Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Snorri Guðvarðsson stundaði kennslu í sautján ár án kennsluréttinda Eins o g að aka um um á óskoðuðum bíl Áhöfnin á Sléttbak með 13 rétta í getraunum Giskuðu hjá Þórsurum sem eru að byrja söluátak SNORRI Guðvarðsson hefur stundað kennslu síðustu 17 árin í grunnskólum á Akureyri, en ekki haft kennsluréttindi. Það var því ekkert hik á honum þegar ákveðið var að setja á stofn kennaradeild við Háskólann á Akureyri, hann skráði sig hið snarasta og segir að sér lítist vel á. Áhætta „Ég hef kennt í 17 ár, hef rúntað á milli flestra grunnskólanna í bæn- um, en einhvem veginn líður manni alltaf eins og maður sé á óskoðuðum bíl,“ segir Snorri. „Þetta hefur verið svolítið einkennilegt ástand, allt sum- arið hefur sú hætta vofað yfir að réttindakennari fengist til starfa og maður missti þar af leiðandi vinn- una. Nú síðustu ár hefur þetta verið meira áberandi, þegar þrengist um í þjóðfélaginu þá sækja kennarar aftur í sín fyrri störf. Ég var orðinn leiður á að taka þessa áhættu ár eftir ár.“ „Kennaradeildin við Háskólann á Akureyri leysir þetta mál fyrir mig, ég hef ekki átt heimangengt til að stunda það syðra,“ segir Snorri, en hann býr með syni sínum sem er 13 ára og byijar innan skamms nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri, þar sem hann verður næstu þrjú árin rétt eins og Snorri í Háskólan- um. „Við erum báðir að byija á námi sem tekur þijú ár og ætlum báðir að klára. Mér líst vel á mig hér, það er þrælgaman að vera kominn í skóla aftur,“ segir Snorri sem varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri fyr- ir 20 árum, en á því tímabili stund- aði hann nám við Verkmenntaskól- ann á Akureyri og lauk þaðan mál- araprófi. Lítill tími til að lesa Snorri ætlar að reyna að komast Morgunblaðið/Golli Aftur í skóla SNORRI Guðvarðsson hóf nám við kennaradeild Háskólans á Akureyri í gær, en hann hefur stundað kennslu í 17 ár án þess að hafa réttindi og finnst það vera svipað og að aka um á óskoðuðum bíl. hjá því að taka námslán meðan á námi stendur, „Ég gríp í kennslu með, hef alltaf verið mikið í forfalla- kennslu, nú svo ætlað ég að mála eitthvað með náminu og svo spila ég með Hljómsveit I. Eydal eins og ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann og bætir við að hann geri sér fullkomna grein fyrir að lítill tími gefist til að lesa, en ekki þýði að hafa af því áhyggjur fyrirfram. ÞEIR eru getspakir strákarnir í áhöfninni á Sléttbak EA, frysti- togara Útgerðarfélags Akur- eyringa. Um helgina giskuðu þeir á 13 rétta leiki í getraunum og fengu í sinn hlut tæpar þrjár milljónir króna. Þeir voru með opinn seðil upp á 1.152 raðir sem kostaði þá 11.520 krónur. Slétt- baksmenn giskuðu hjá knatt- spyrnudeild Iþróttafélagsins Þórs sem er að hefja átak í sölu getraunaraða. Sveinbjöm Jónsson er getrauna- stjóri hjá Þór og mun hann sinna þessum þætti fyrir félagið í vetur. Hann hefur sótt námskeið hjá ís- lenskum getraunum og kynnt sér flest það sem í boði er fyrir einstakl- inga og hópa á getraunasviðinu. Fyrirhugað er að sinna fyrirtækj- um, einstaklingum, áhöfnum skipa og ölium þeim sem áhuga hafa af kostgæfni. Stefna á stóran pott „Það er mikill áhugi fyrir þessu hér á Akureyri, Golfklúbbur Ak- ureyrar hefur um nokkurt skeið verið stærsti söluaðilinn á landinu og það er greinilegt að það eru margir sem vilja vera með. Við höfum nú fengið okkar gamla get- raunanúmer, 603, og ætlum að reyna að auka söluna og gera svolít- ið átak í því efni. Það geta allir sem Getr aunastj ór inn Morgunblaðið/Golli SVEINBJÖRN Jónsson er nýráðinn getraunastjóri Þórs, en um helgina, sem er sú fyrsta sem Þór hefur sér númer, fékk áhöfnin á Sléttbak EA 13 rétta og varð við það tæpum þremur milljón krónum ríkari. vilja verið með í húskerfi sem við erum með, en þar gæti verið eftir þó nokkru að slægjast, við stefnum að því að hafa pottinn stóran í fram- tíðinni," sagði Sveinbjöm. Hann sagði að óneitanlega væri það góð byijun að fá 13 rétta fyrstu helgina í átakinu sem nýhafið er. „Það gefur okkur byr undir báða vængi og við erum bjartsýnir á framhaldið." Morgunblaðið/Golli Kennaranemarnir GUÐMUNDUR Heiðar Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri, dreifir stundaskrá til nýnema í deildinni, en aðsókn að deildinni var svo mikil að leigður var salur í KA-heimil- inu til kennslunnar. Um 80 nemar í nýrri kennaradeild við Háskólann á Akureyri Margir biðu færis á að stunda námið heima KENNARADEILD, sem er nýstofnuð deild við Háskólann á Akur- eyri, tók til starfa í gærmorgun, þegar hátt í 80 nýnemar mættu til kennslu, sem fram fer í sal í KA-heimilinu við Dalsbraut. Með til- komu þessarar nýju deildar fjölgar mjög stúdentum við Háskólann á Akureyri og nemur fjölgunin milli ára rúmum 33%. Kennt er á fimm stöðum á Akureyri auk þess sem stúdentagarðar eru á tveim- ur stöðum í bænum, þannig að skólinn hefur dreift vel út sér um bæinn. Haraldur Bessason, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði að með stofnun kennaradeildar væri skólinn nú kominn inn á svið sem öllum háskólum bæri að fara inn á, það er inn á svið hugvísinda. Fram til þessa hafa greinar á sviði raunvís- inda einkennt skólann, en þar eru fyrir sjávarútvegdeiid, rekstrardeild og heilbrigðisdeild. Tengjumst þjóðinni „Það er alltaf talað um að háskól- inn verði að tengjast atvinnulífinu, ég veit ekki hvað átt er við með því, en ég held að við gerum það með kennaradeildinni. Umfram allt held ég þó að við tengjumst þjóðinni með því að hefja hér kennaranám," sagði Haraldur. I kennaranáminu verður öðrum þræði lögð áhersla á hugvísindi og sagði Haraldur það gera mönnum í framtíðinni hægara um vik að taka upp BA-nám í öðrum greinum hug- vísinda. „Það er enginn vafi á því að þessa nýja deild okkar skapar aukna breidd í starfsemi skólans og styrkir hann mjög á allan hátt,“ sagði Haraldur og bætti við að með tilkomu deildarinnar lækkaði einnig kostnað- ur við hvern nemenda skólans, en nemum í skólanum hefur fjölgað um rúmlega 30% milli ára. Merkur atburður „Ég held að menn átti sig ekki fyrr en eftir 100 ár á því hversu merkur atburður þetta er í rauninni. Það hefur tekið langan tima að fá þetta samþykkt og sumir voru í vafa um að nægilegur áhugi væri fyrir hendi til að fara af stað með kennara- nám hér fyrir norðan. Við töldum áhugann nægan ef 20 manns sæktu um, en við gerðum ráð fyrir áður en auglýst var eftir umsóknum að fá um 30 til 35 nema á fyrsta ár. Nú hefur komið á daginn að þeir eru nærri 80 talsins þannig að enginn vafi er á að margir hafa beðið eftir tækifæri til að stunda námið hér,“ sagði Haraldur Bessason háskóla- rektor. Franikvæmdastjón Slipp- stöðvarimiar lætur af störfum SAMKOMULAG hefur orðið um --- að Sigurður Ringsted hætti störfum sem framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar-Odda og lét hann af störfum á föstudag. Guðmundur Thulinius mun veita stöðinni forstöðu næstu þrjá mánuði. Guðmundur er skipaverkfræð- ingur og var m.a. yfírverkfræðingur hjá Slippstöðinni árin 1976 til 1980, en síðustu ár hefur hann starfað í Þýskalandi. Guðmundur kemur til starfa í næstu viku og mun hann gegna stöðu framkvæmdastjóra næstu þijá mánuði. Greiðslustöðvun framlengd Knútur Karlsson formaður stjómar Slippstöðvarinnar-Odda sagði að greiðslustöðvun fyrirtækis- ins rynni út á þriðjudag og þá yrði sótt um framlengingu hennar til þriggja mánaða. A greiðslustöðvun- artímanum yrði fjárhagur fýrirtæk- isins endurskipulagður og samið yrði við lánadrottna þess, en reikna mætti með að gerðir yrðu við þá nauðasamningar. Eldur í íþróttahúsi ELDUR kom upp í ný- byggðu iþróttahúsi á Þela- mörk eftir hádegi á sunnu- dag. Slökkvilið Akureyrar var kallað út kl. 13.30, en kviknað hafði í slípivél sem verið hafði í notkun nokkru áður. Enginn var í íþróttahúsinu sem verið hefur í byggingu í sumar þeg- ar eldurinn kom upp. Heimamenn brugðust við á réttu augnabliki að sögn Gísla Kr. Lórenzsonar slökkviliðs- stjóra og voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Hluti af gólfi íþrótta- hússins brann og húsið fylltist af reyk, en slökkvilið sá um að reykhreinsa það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.