Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Knútur Óskarsson forstöðumaður Reykíavíkurmaraþons Keppendumir hlaupa á sína eigin ábyrgð Keppendur í meiri vegalengdum skrifa undir ábyrgðaryfírlýsingu EKKERT eftirlit er með Iíkamlegu ástandi keppenda í Reykjavíkurm- araþoni áður en keppni hefst, og slíkt er heldur ekki venja erlendis, að sögn Knúts Óskarssonar, formanns stjórnar maraþonsins. í fyrsta skipti í tíu ára sögu félagsins varð alvarlegt slys í keppninni nú á sunnudag, er 83 ára gamall maður lést eftir að hafa lagt að baki 2-3 kílómetra í 10 kílómetra hlaupinu. Ekki hefur verið lögð rík áhersla á að keppendur í minni vegalengdum skrifí undir ábyrgðaryfirlýs- ingu, eins og gengið eftir með lengri hlaup. Fólk utanaf landi getur einnig átt erfitt með að nálgast pappirana, en tekist hefur samstarf við Edduhótelin og Ferðaskrifstofu ríkisins um að gegna því hlutverki. Varðandi heilsugæslu á mótinu margir byijendur, og okkur þótti það sagði Knútur lækna og hjúkrunar- fólk vera á staðnum, auk þess sem Hjálparsveit skáta færi um hlaupa- svæðið. Aðspurður kvað hann þó ekkert eftirlit vera með hverjir tækju þátt, og hvaða líkamlegu ástandi þeir væru í. „Við höfum hins vegar hvatt fólk til að ætla sér ekki um of. í sjö kílómetra hlaupinu í fyrra voru VEÐUR heldur erfitt fyrir þá. Þess vegna var ákveðið að gera breytingar, og gefa mönnum kost á að fara styttri vegalengd, eða 3 km.“ Knútur sagði það ekki óþekkt að dauðsföll verði í hlaupum erlendis, þótt það sé f fyrsta skipti nú, sem slíkt á sér stað í Reykjavíkurmara- þoni. „Við leituðum til Lundúna- maraþonsins og Berlínarmaraþons- ins varðandi fyrirkomulag heilsu- gæslu,“ sagði Knútur. „Bæði ís- lenskir og erlendir keppendur verða að skrifa undir ákveðna ábyrgðar- yfirlýsingu um leið og þeir skrá sig. Það er gengið sérstaklega fast eftir því varðandi lengri vegalengdimar, og þar er ákvæði varðandi það, að undirritaður staðfestir að hann er andlega og líkamlega fær um að ljúka þeirri vegalengd sem hann skráir sig í.“ Knútur sagði að sér væri ekki kunnugt um að keppendur í mara- þoni og hálfmaraþoni, hefðu farið til keppni án þess að hafá skrifað undir ábyrgðaryfirlýsinguna. Hins vegar muni verða lögð aukin áhersla á að fólk skrifi undir í framtíðinni. IDAG kl. 12.00 HeímikJ: Veöurstofa Islends (Byggt á veðurspó kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 24. AGUST YFIRLIT: Um 800 km suður af landinu er víðáttumikil 1.035 mb hæð en minnkandi lægðardrag fyrir Norðausturlandi fer austur. Um 400 km suður af Hvarfi er 1.000 mb lægð á hreyfingu norðnorðaustur. SPÁ: Suðvestan- og vestanátt, gola eða kaldi. Þokubakkar eða lítilshátt- ar súld verður á annesjum vestanlands og við suðurströndina en léttskýj- að verður um alit Norður- og Austuriand. Yfir daginn léttir víðast til vestanlands eftir þokuloft næturinnar. Hlýjast verður alit að 20 stig austan til en kaldast um 10 stig í þokuloftinu við suðvesturströndina. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A MIÐVIKUDAG: Suðvestlæg átt, víðast kaldi. Súld eða rign- ing um landið sunnan- og vestanvert en skýjað með köflum og úrkomu- lítið norðaustantil. Hiti verður á bilinu 9-17 stig, hlýjast norðaustanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg suðlæg átt. Skýjað og víða dálítil súld sunnanlands og við vesturströndina en annars léttskýjað víð- ast hvar. Hiti 9-18 stig, hlýjast norðanlands. Nýir veðurfregnatimar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veöurstofu Islands - Veöurfregnir: 990600. á Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda -a a Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld s Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir iandsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabflum, Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiðir ennþá ófærar vegna snjóa, sama er að segja um Hrafntinnusker. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðfn. VEÐUR VÍÐA UM HBM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma tliti veður Akureyri 17 léttskýjsð Reykjavík 10 þokafgrennd Bergen 14 hálfskýjað Helslnki 14 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Narssarssuaq 10 rigning Nuuk 7 þoka Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 14 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 25 skýjað Amsterdam 14 skýjað Barcelona 28 léttakýjað Berlín 16 skýjað Chicago 22 skýjað Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 14 rigning Glasgow 16 skýjað Hamborg 13 okúrir London 15 skýjað LosAngeles 17 þokumóða Lúxemborg 15 skýjað Madríd 30 skýjað Malaga 30 skýjað MaUorca 30 léttskýjað Montreal 16 hálfskýjað NewYork 22 skýjað Orlando 26 þokumóða Parl8 18 léttskýjað Madeira 24 léttakýjað Róm 31 heiðskírt Vfn 25 skýjað Washington 21 léttskýjað Winnipeg 19 8ÚW Sigurður Hermann Hannesson. Bráðkvaddur í Reykjavík- urmaraþoni SIGURÐUR Hermann Hannes- son, fyrrverandi leigubílstjóri á ísafirði, lést á sunnudag, 83 ára að aldri. Sigurður var til heimilis að Vallargerði 34 í Kópavogi. Hann var ekkill, en lætur eftir sig 3 uppkomin börn. Sigurður var fæddur 14. júlí 1910 á ísafirði og var elsti þátttak- andi í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni. Hann varð bráðkvaddur { hlaupinu. Reykjavíkurmaraþon Trygging- in gildir ekkium dauðsföll , Skandia slysa- tryggði þátttak- endur fyrir 5 milljónir TRY GGINGAFÉLAGIÐ Skandia ísland hf. tryggði alla keppendur Reykavík- urmaraþons gegn slysum við þátttöku í öllum vega- lengdum hlaupsins, sam- kvæmt samningi við móts- haldara. í tryggingarskil- málum segir að tryggt sé j gagnvart varanlegri ör- orku, og er vátrygging- arfjárhæðin fimm milljón- ir króna. Ingólfur Hannesson, við- skiptafræðingur hjá Skandia íslandi, sagði að tryggingin gilti eingöngu um örorku vegna slyss. Dánarbætur væru ekki í tryggingunni. Engin lög kvæðu heldur á um að bannað væri að undanskilja andlát úr slysatryggingum. Krislján Helgason varð heimsmeistari yngri snókerspilara 19 ÁRA Reykvíkingur, Krist- ján Helgason, sigraði á Heims- meistaramótinu í snóker í flokki keppenda 21 árs og yngri. Kristján sigraði alla andstæðinga sína á mótinu og vann sannfærandi sigur á Sri Lanka búanum Indika Dond- angoda í úrslitaviðureign í húsi TR á sunnudag. Indika var fyrir mótið talinn sterkasti keppandinn og varð hann annar á HM í snóker í sol- dánsríkinu Brunei í fyrra. Krist- ján vann sinn riðil með fullu húsi stiga og mætti Jóhannesi B. Jó- hannessyni í undanúrslitaleik mótsins. Kristján sigraði í viður- eigninni, sem var æsispennandi og vel leikin með 8-7. í hinum undanúrslitaleiknum lék Indika gegn Belganum Van Geothem og sigraði hann 8-5. Jóhannes tapaði síðan fyrir Belganum í leik um þriðja sætið. Kristján stefnir að því að hafa atvinnu af snókérleik og hyggst halda utan til Eng- lands í haust og reyna fyrir sér. Blaðamenn á enskum snóker- tímaritum, þar sem þessi íþrótta- grein er í hávegum höfð, fylgd- ust með gangi mála meðan á mótinu stóð en umfjöllun um þá í slíkum tímaritum getur skipt sköpum fyrir framtíðarhorfur þeirra í hörðum heimi atvinnu- mennskunnar. 60 milljónir til efl- ingar kvennastarfa SAMSTARFSHÓPUR um atvinnumál kvenna, sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins, hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til atvinnuskapandi verkefna fyrir konur en 60 milljónir króna eru til ráðstöfunar. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru að atvinnulausar konur hafi forgang til starfa. Til greina kemur að veita stofnfram- lög til nýsköpunar verkefna og styrki til þróunar, markaðssetningar og námskeiðahalds. Að sögn Huldu Finnbogadóttur, formanns starfshópsins, munu fram- lög hins opinbera til atvinnuskapandi verkefna nýtast konum mun verr en körlum. Þess vegna hefur 60 milljón- um af milljarði króna, sem ríkið veit- ir til atvinnuskapandi verkefna, ver- ið veitt til kvenna sérstaklega. 4,6-5,1% atvinnuleysi Hulda sagði að mun meira at- vinnuleysi væri hjá konum en körl- um. Hún sagði að þegar atvinnu- leysi mældist 3,2% yfir landið allt hefði atvinnuleysi kvenna verið 4,6% og atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð- inu væri 5,1% hjá konum en 2,5% hjá körlum. Atvinnuleysið væri mest meðal ófaglærðra kvénna, skrif- stofukvenna og kvenna í fiskiðnaði. Hulda sagði að starfshópurinn hefði sett þau markmið við úthlutun styrkja að atvinnulausar konur hafí forgang til þeirra starfa sem sköp- uðust. Styrkir renni einkum til að- hlynningarstarfa hverskonar, þar sem slík störf henta ófaglærðum konum. Tímabundin verkefni verða ekki styrkt að öllu jöfnu. Til greina kemur að veita stofnframlög til ný- sköpunarverkefna og styrki til þró- unar og markaðssetningar. Eins kemur til greina að styrkja nám- skeiðahald sem bætir stöðu ófag- lærðra kvenna sem eru atvinnu- lausar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.