Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Minning Einar Steinþór Jóns- son frá Lambhól í dag er kvaddur hinstu kveðju tengdafaðir minn Einar Steinþór Jónsson frá Lambhóli við Skeija- flörð. Hann lést að morgni 13. ág- úst sl. á 96. aldursári. Einar fæddist árið 1897 í Lamb- hól við Skeijafjörð, sonur hjónanna Ragnhildar Einarsdóttur frá Heggs- stöðum í Andakíl og Jóns Magnús- sonar, Magnússonar sjómanns í Lambhól. Þau Ragnhildur og Jón bjuggu einnig allan sinn búskap í Lambhól. Þau eignuðust níu börn. Börn þeirra voru, talin í aldursröð: Magnús Helgi, prentari í Reykjavík og um árabil formaður Hins íslenska prentarafélags, Einar Steinþór, stundaði sjómennsku, lengst af sem matsveinn, Helga Sigurbjörg, hús- móðir í Reykjavík, Jens Vilhjálmur Jóhann Edvarð, matsveinn á togur- um, Benedikt Ágúst, stýrimaður, Helgi Sigurður, bifreiðastjóri, Tryggvi, vélstjóri, Sigurbjörn, Iést ungbarn, og Sigurrós, hárgreiðslu- meistari, hún starfaði við Þjóðleik- húsið. Fjórir þeirra bræðra létust á besta aldri. Edvard drukknaði þegar togarinn Skúli fógeti strandaði við Grindavík 10. apríl 1933. Benedikt, Helgi og Tryggvi veiktust allir af berklum og létust á Vífilsstaðaspít- ala, þeir Benedikt og Helgi með dags millibili, 29. og 30. desember árið 1930, en Tryggvi lést 9. júlí 1944. Æska Einars markaðist af þeim kjörum sem íslenskar verkamanna- fjölskyldur bjuggu við fyrri part þessarar aldar. Það voru sannarlega „erfiðir tímar og atvinnustríð". Verkamenn máttu sæta þeim kjörum að hafa ekkert atvinnuöryggi. Dag- launamaðurinn fór gjaman að heim- an að morgni dags óviss um hvað dagurinn bæri í skauti sér. Ef hann var heppinn fékk hann vinnu við höfnina eða í fiskvinnu á Kirkju- sandi. En það voru líka margir dag- ar sem enga vinnu var að hafa. Kæmi hann ekki heim þegar líða tók á daginn hafði vonin um vinnu ræst. Þá var gjaman einhver sendur með mat til heimilisföðurins, en ef til vill þurfti þá að leita að honum. Væri hann ekki við höfnina gat þurft að leita á þeim stöðum þar sem vinnu var helst að hafa. Þeir báru ekki þungan nestismal til vinnu sinnar íslenskir verkamenn þessa tíma. íjölskyldan í Lambhól var ein þeirra íjölskyldna sem bjó við slík kjör. Þar kom að hún neyddist til að leita ásjár hreppsfélagsins. Full- trúar hreppsins vildu taka eitthvað af bömunum og koma þeim fyrir, eins og tíðkaðist á þeim tíma. Ragn- hildur tók slíkt ekki í mál og kvað eitt mundu yfir þau öll ganga. Samd- ist svo um að hreppsnefndin veitti þeim styrk til framfæris. Dagurinn sá gleymdist ekki ungum bömum. Einar lýsti því oft hve þung spor þeirra bræðranna hefðu verið er þeir voru sendir að Nýjabæ til að sækja styrkinn. En betri tíð fór í hönd. Eftir því sem bræðurnir eltust fóru þeir að vinna heimilinu og hag- ur þess fór batnandi. Þar kom að þau gátu endurgreitt styrkinn. Það voru glaðir ungir menn sem þá gengu milli Lambhóls og Nýjabæjar til að gera upp við sveitarfélagið og sporin létt. Jón Magnússon lést aðeins 52 ára að aldri 16. febrúar árið 1921 eftir langt og erfítt sjúkdómsstríð. Ragn- hildur var því orðin ekkja er hún varð fyrir þeirri miklu sorg að missa syni sína fjóra í blóma lífsins. Þegar ég tengdist ijölskyldunni í Lambhól var Ragnhildur látin. Einar sagði mér frá henni og lýsti henni sem afar sterkri og dugmikilli -konu. Hann dáði móður sína mjög og oft lýsti hann þeirri skoðun sinni að móðurástin væri óeigingjamasta og sannasta ást sem til væri. Ragnhild- ur lést 27. desember árið 1948. Árið 1922 var gamli bærinn í Lambhól rifinn og Magnús og Einar hófust handa við byggingu nýs húss. Þeir gerðu samkomulag við H. Bene- diktsson & Co, sem þá rak bygginga- vöruverslun á Grímsstaðaholti. Ekki voru teknir víxlar eða skrifað undir skuldabréf, heldur treyst á munn- lega samninga — orð skyldu standa. Byggingarefnið var síðan tekið út eftir því sem verkinu miðaði og greitt mánaðarlega upp í skuldina. Brátt var risið myndarlegt tveggja hæða hús í Lambhól. í því húsi bjuggu þeir bræðurnir Magnús og Einar síð- an með fjölskyldum sínum. Árið 1926 gekk Einar að eiga Valgerði Eyjólfsdóttur. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Sveinsson og Sigríður Helgadóttir. Valgerður fæddist í Skálholti en var tekin í fóstur af Maríu Jónsdóttur á Bóli í Biskupstungum og naut Valgerður ástríkis þeirrar góðu konu fyrstu ár ævi sinnar eða þar til María lést 62 ára að aldri. Eftir að María lést dvaldist Valgerður áfram á Bóli hjá Bjarna syni hennar og konu hans Maríu Eiríksdóttur ljósmóður. Einar og Valgerður bjuggu í Lambhól allan sinn búskap. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Mar- ía, gift Ólafi G. Jónssyni, Jón Ragn- ar, kvæntur Erlu Elíasdóttur, Stein- þór, kvæntist Ásthildi Jóhannsdótt- ur, þau slitu samvistum, Sigrún, dó ungabarn, yngst er Hrefna, gift Sig- urði Gunnarssyni. Bamabörnin urðu fjórtán og bamabamabömin eru orðin tuttugu og eitt, Valgerður andaðist 17. júní árið 1969. Eins og áður segir ólst Einar upp í stómm systkinahóp. Hann var næstelstur sinna systkina og fór barnungur að vinna. Fimmtán ára fór hann að heiman til sjós, fyrst á kúttera, en í fyrri heimsstyijöldinni var hann á seglskipum sem sigldu með saltfisk til Spánar, Ítalíu og Grikklands. Hann var á togurunum Valpole RE 239 og Ráninni ST 50 sem gerð var út frá Hafnarfirði en lengst var hann á Belgaum RE 153. í upphafi seinni heimsstyijaldarinn- ar hætti hann á sjónum og fór að vinna í landi og vann lengst af hjá sandgryfjum Reykjavíkur, sem skrif- ari. Síðar fór hann aftur á sjóinn og var um tíma á togaranum Þorf- inni RE 33. Eftir að Einar hætti á sjónum hóf hann störf hjá Eimskipafélagi ís- lands þar sem hann vann almenna verkamannavinnu. Hjá Eimskip vann hann síðan þar til hann varð 72 ára, hafði fengið að vinna tveim- ur árum lengur en 70 ára reglan sagði fyrir um. Hann vann eftir það um tíma í prentsmiðjunni Odda og einnig hjá íþróttafélaginu Val þar sem hann sá um drengjaböðin á vetuma en á sumrin vann hann við vellina. Eftir að Einar fór að stunda vinnu í landi keypti hann sér bát og stundaði hrognkelsaveiðar á vorin, fyrst með sonum sínum og seinna einnig með Birni Guðmundssýni. Hrognkelsaveiðin var stunduð sem aukastarf, til að drýgja tekjurnar. Einar var tengdur sjónum sterkum böndum og sjaldan sá ég hann glað- ari en á vorin þegar hann ýtti úr vör til að leggja fyrstu netin. í síð- asta róðurinn fór hann 89 ára gam- all. Tengdafaðir minn var viðkvæmur maður í lund þótt hann ætti vissu- lega til mikið skap og bráður gat hann orðið þegar honum mislíkaði. Hann var fyrirhyggjusamur atorku- maður. Sérstaklega barngóður var hann og barnabörnin hans öll voru honum hjartfólgin. Mig langar að minnast sérstaklega á samband hans og Æsu Bjarkar, en þau voru bæði svo lánsöm að eiga nána samleið um tíma. Milli Æsu og Langa, eins og hún kallaði langafa sinn ævinlega, ríkti gagnkvæm ást og virðing sem auðgaði líf þeirra beggja. í frístundum sínum las Einar mik- ið og hann átti góðar bækur. Mesta ánægju hafði hann af þjóðlegum fróðleik ýmiss konar og sögum um líf og störf genginna kynslóða. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og lét sig gang þeirra varða. Hann var sonur aldamótakynslóðarinnar og þekkti af eigin raun langa og stranga baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum af eigin raun. Síðustu árin dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann naut góðrar umönnunar. Hvað ertu líf nema litur? Ljósblettir ótal, á dauðasæ lypum er leiftra í lífssólar skini. Hví ertu lífröðull ljósi svo ljúfur og fagur? Hvi ertu helsærinn kyrri svo hulinn og djúpur? (St. Thorsteinsson) Já, hvað ertu líf nema litur? Öll erum við að mála heiminn, hvert með sínum lit. Þegar ástvinir og samferðamenn hverfa yfir helsæinn eigum við sem eftir stöndum í hug- um okkar minningar — myndirnar, sem við litum hvert fyrir annað með samskiptum okkar og tilveru. Þær eru margar myndimar sem ég á í hugskoti mínu frá samveru okkar Einars. Samleið okkar í lífinu varð nánari en við sáum fyrir daginn sem Jón kynnti mig fyrir honum sem verðandi tengdadóttur. Hann bauð mig velkomna í Lambhólsfjölskyld- una en bætti síðan við: „Það er eng- inn vandi að vera trúlofuð, telpa mín, en að vera hjón, það er ævi- starf“. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti, nú þegar dagur lífs hans er liðinn. Megi hann hvíla í friði. Erla Elíasdóttir. Þegar ég frétti að móðurbróðir minn og vinur Einar Jónsson frá Lambhól væri dáinn kom mér í huga eftirfarandi vísa eftir Öm Amarson: Þó að Ægir ýfi brá, auki blæinn kalda, ei skal vægja, undan slá eða lægja falda. Einar sótti sjóinn svo lengi sem heilsan leyfði og hann átti heima við hafið alla sína tíð og hann „vægði ei“ og barðist ótrauður allt sitt líf fyrir velferð sinna. Þegar Jón Magnússon, sjómaður í Lambhól við Skerjafjörð, dó árið 1921 tæplega 52ja ára gamall stóð ekkjan Ragnhildur Einarsdóttir uppi með átta börn þeirra hjóna, en eitt höfðu þau misst komabarn, Sigur- björn. Þegar Ragnhildur Einarsdótt- ir dó árið 1948, 78 ára^gömul, voru fjögur þessara barna dáin, sem öll höfðu þó náð fullorðinsaldri undir verndarvæng þessarar dugnaðar- konu. Þrír bræðranna dóu úr berkl- um, þeir Benedikt, Helgi og Tryggvi, Eðvarð drukknaði þegar togarinn Skúli fógeti fórst. Nú þegar Einar Steinþór Jónsson er dáinn eru öll Lambhólssystkinin farin. Þremur þeirra kynntist ég vel, móður minni Sigurrósu, sem dó 17. maí sl., Helgu, sem dó 21. jan- úar 1984, og Einari, sem dó 13. ágúst sl. tæplega 96 ára gamall. Magnúsi bróður þeirra man ég ein- ungis eftir, en hann dó 19. desem- ber 1957. Einari man ég fyrst eftir þegar ég var smásnáði. Það var á vori þegar hann kom með „vorboðann", eins og Jón sonur hans kallar rauð- magann, heim til okkar. Þessum boltalega fiski var slengt í eldhúsva- skinn og ég og systur mínar þreytt- umst aldrei á að pota í hann, en þá átti hann það til að sprikla og ropa. Þetta var glænýr fiskur, sem Einar hafði fengið í netin sín á Skeija- firði. Mikið þótti manni til um þenn- an frænda sem fór tröppurnar í nokkrum skrefum og kom með svona góðan mat. Samofnar bernskuminn- ingunum eru jafnframt heimsóknirn- ar í Lambhól. Þegar Einar var heima, man ég hann sívinnandi, gerandi að fiski, að bæta netin, að líta til hænsna eða dyttandi að bátnum. Hann var þó aldrei það upptekinn að hann gæfi sér ekki tíma til að svara spurningum mínum, hversu barnalegar sem þær annars voru. Það var alltaf sama ævintýrið að koma í Lambhól, taka strætó með mömmu „Austurbær — Vesturbær", þetta var eins og að koma í annan heim og það var Einar sem var í aðalhlutverkinu, eins og klettur, óbifanlegur og skjól. I „gamla“ Lambhól bjuggu Einar og Valgerður kona hans á neðri hæðinni og var Hrefna dóttir þeirra þá enn hjá for- eldrum sínum. Eftir því sem ég best man bjó Sigurlína, ekkja Magnúsar bróður Einars, á efri hæðinni ásamt dóttur sinni, Unni, og syni hennar Rafni. í „nýja“ Lambhól bjuggu þá Jón sonur Einars ásamt Erlu og dætrunum í risinu. Ragnhildur dótt- ir Magnúsar á miðhæðinni ásamt Kristjáni og þeirra börnum og á neðstu hæðinni bjuggu María dóttir Einars og Ólafur með sín börn. Það var því marga góða að hitta í þessu stóra húsi þar sem afí minn og amma höfðu áður búið í torfbæ og alls staðar var maður aufúsugestur. Þetta var og er gott fólk. Ævintýri t Maðurinn minn, BERGSVEINN SKÚLASON frá Skáleyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 21. ágúst. Ingveldur Jóhannesdóttir. t Systir mín, LILY GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR, Laufásvegi 37, lést á Borgarspítalanum mánudaginn 23. ágúst. María Tryggvadóttir. t Okkar hjartkæra ARNDÍS EIRÍKSDÓTTIR tjósmóðir frá Fosshólum, andaðist sunnudaginn 22. ágúst í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. María, Sigurleif, Eirikur, Þórður Matthfas og Sigrún Sigurjónsbörn, tengdabörn, ömmubörn og langómmubörn. þessara heimsókna voru þó fyrst og fremst tengd Einari móðurbróður og því sem hann var að fást við og ég var sannfærður um það, þó að ég hefði séð og kynnast hærri mönn- um, að þá væri Einar móðurbróðir minn sterkasti maður íslands. Á unglingsárunum kynntist ég svo Einari frá öðru sjónarhorni en ég var svo lánsamur að fá vinnu við höfnina í þijú sumur og vann þá með Einari þar ásamt fleiri góðum körlum undir verkstjóm Björns vinar Einars, en þeir stunduðu gráslepp- una saman frá Lambhól í hinum svokölluðu frístundum. Þarna við höfnina undir handleiðslu Einars, er einn sá besti skóli sem ég hef kom- ist í kynni við. Einar var 15 árum eldri en móðir mín en þau voru afar góðir vinir og varð sú vinátta enn einlægari eftir því sem árin færðust yfir. Einar bar velferð hennar fyrir bijósti og rétti henni oft hjálparhönd. Ævinlega þegar Einar kom til okkar og síðar hennar kom hann færandi hendi. Mikið þótti manni og fróðlegt að sitja á spjalli við þau. Hlusta á þau riíja upp liðna tíð, tíð sem í raun er svo nálæg, en samt svo Ijarlæg og allt öðruvísi en við eigum að venj- ast. Þegar lífsbaráttan snerist um brauðið í bókstaflegri merkingu, en ekki um glys og gijót. Síðustu svona samfundi með þeim Einari og mömmu átti ég fyrir nokkrum árum er þau komu í mat á heimili okkar Kickiar. Mamma var þá orðin all- veik, en þó hress andlega og Einar var em og hress og bjó þá enn hjá syni sínum Jóni og Erlu á Seltjarnar- nesinu, en til þeirra fluttist hann úr Lambhól eftir að Valgerður kona hans dó. Þetta var ótrúlega skemmtileg stund og voru þau systk- inin svo sannarlega I essinu sínu. Minningarnar merluðu og við Kicki sátum hjá og nutum þess að hlusta. Maja, Jón, Steini, Hrefna og allt ykkar fólk, við Sigurrósar fjölskyld- ur sendum ykkur okkar einlægustu kveðjur. Magnús Einar Sigurðsson. í dag þegar afi okkar er borinn til hinstu hvíldar, koma upp í hug- ann hlýjar minningar um góðan mann sem kveður nú þennan heim saddur lífdaga. Hann var af þeirri kynslóð sem upplifði sjálfstæðisbaráttu okkar ís- lendinga, tvær heimsstyijaldir og mestu framfarif I tækniþróun heims- ins. Afi upplifði að sjá Island breyt- ast úr bændasamfélagi með tiltölu- lega fábrotinn tækjakost í nútíma- samfélag með öllum þeim tækninýj- ungum sem því fylgir. Hann var ekki alltaf sáttur við þessar breyt- ingar og fannst að sumar þeirra væru ekki til hins betra. Það var oft gaman að sitja með honum og ræða þessa hluti og heyra sjónarmið lífs- reynds manns sem hafði lifað tímana tvenna. Hann ólst upp í stórum systkina- hópi og er síðastur þeirra til að kveðja þennan heim. Hann stundaði sjómennsku stærstan hluta ævi sinnar. Lífsbaráttan var löngum erf- ið og afi þurfti að sjá á eftir mörgum góðum félögum í hina votu gröf. Þrátt fyrir erfiða tíma á þessum árum var þó aldrei mjög þröngt í búi á Lambhóli þar sem hann bjó með konu sinni Valgerði Eyjólfsdótt- ur sem lést 17. júní 1969. Eftir það bjó hann lengst af hjá Jóni, eldri syni sínum, og Erlu konu hans, á Seltjarnarnesi, þar sem hann naut uphyggju þeirra og átti góða daga. Við systkinin eigum mjög ánægju- legar minningar frá Lambhóli þar sem afi og amma bjuggu. Þangað var alltaf gaman að koma og í bams- minningunni eins og lítill ævintýra- heimur niðri við sjóo í Skeijafirðin- um. Margar minningar eru tengdar því þegar við biðum eftir að afi kæmi af sjónum og spennan og stemmningin þegar verið var að draga bátinn upp í vör. Eða þegar maður fékk að fara með afa út í hænsnahúsið að sækja egg. Allt var svo spennandi og framandi á Lamb- hóli. Við eigum okkar góðu minningar um afa og kveðjum hann með sökn- uði og jafnframt þakklæti fyrir allt sem hann var okkur og biðjum guð að blessa minningu hans. Þuríður, Einar og Trausti Steinþórsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.