Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 .O^SSSS^ <4 £ & £ C^GI65-S.** AFGASRULLUR fyrir bilaverkstæói '‘\\hrr Olíufélagið hf 603300 *®K) (xyw Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 SJÁLFVIRKI OFNHITASTILLIRINN Kjörhiti í hverju herbergi. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Hverra er ábyrgðin? eftirHelgaF. Arnarson Hinn 11. ágúst sl. birtist í Morg- unblaðinu undir þessari fyrirsögn grein um gervigrasvelli eftir Konráð Eyjólfsson. í greininni er gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að fram- kvæmdum á þessu sviði hér á landi af hálfu sveitarfélaganna en einnig er vegið að þeim íþróttafélögum sem átt hafa hlut að máli og þá sérstaklega Íþróttafélaginu Leikni. Þá eru í greininni nokkrar fullyrð- ingar sem eru hreinlega rangar. Hér á eftir verður leitast við að svara þeirri gagnrýni sem sett er fram í umræddri grein og leiðrétta þær rangfærslur sem þar eru. Greinarhöfundur telur óeðlilegt að sveitarfélögin hafi ekkert með val á efnum, gæði eða eftirlit með völlunum að gera, heldur sé það alfarið látið í hendurnar á stjórnum íþróttafélaganna sem enga sér- þekkingu hafi á þessu sviði. Litlu skipti þótt þau ráði sér einhveija verkfræðinga til ráðgjafar því að þeir hafi lítið að segja. Varðandi knattspymuvöll Leiknis, þá sótti félagið um styrk til Reykjavíkur- borgar vegna byggingar vallarins. Með þeirri umsókn voru lagaðr fram áætlanir um framkvæmdir, það er hvernig völlurinn yrði uppbyggður 0g kostnaðaráætlun vegna hans. Ekki var farið út í framkvæmdir fyrr en Reykjavíkurborg hafði sam- þykkt báðar áætlanimar. Reykja- víkurborg hafði þannig töluvert með það að gera hvernig völlurinn yrði byggður. Hingað til hef ég talið að menn réðu til sín verkfræðinga og aðra sérfræðinga til ráðgjafar á þeim sviðum sem þeir hefðu ekki sjálfir sérþekkingu á. Þeir verkfræðingar sem íþróttafélagið Leiknir fékk sér til halds og trausts við hönnun og byggingu á vellinum vora Árni Björn Jónasson og Guðmundur Þor- bjömsson hjá Línuhönnun hf. Þess má geta að Ámi átti aftur sæti í byggingamefnd vegna byggingar gervigrasvallar í Kópavogi. Guð- mundur var ráðgjafi við val á gervi- grasi Breiðabliks, sat í mannvirkja- nefnd KSÍ og á langan kanttspyrnu- feril að baki. Báðir þessir menn hafa því aflað sér mikillar þekking- ar og reynslu í byggingu gervigras- valla. Að sjálfsögðu höfum við ekki tekið ákvarðanir um framkvæmdir eða val á efnum sem ganga þvert á þeirra ráðleggingar. Þá hafa ver- ið haldnir fundir með fulltrúum Reykjavíkurborgar og mannvirkja- nefnd KSÍ, bæði til að fá upplýs- ingar frá þessum aðilum og eins til að upplýsa þá um gang mála. Varðandi val á milli svokallaðra hefðbundinna gervigrasvalla og sandgrasvalla þarf að hafa í huga í hvaða tilgangi verið er að byggja viðkomandi völl. Leiknir valdir sandgrasvöll sem uppfyllir kröfur KSÍ um gerð knattspymuvalla sem leikið er á í íslandsmóti. í Hafnar- firði var fyrst og fremst verið að byggja völl sem nýttur yrði til æf- inga þar sem á sama svæði er til staðar góður grasvöllur sem keppt er á. Með tilliti til þess er val þeirra Hafnfirðinga vel skiljanlegt þar sem viðhald og rekstur hefðbundins gervigrasvallar er auðveldari og kostnaður við rekstur þeirra vænt- anlega einnig minni. Þá skal greina- höfundi bent á að sjö til átta ár era síðan kanttspyrnuvöllur var síðast lagður á malbik og límdur niður. Slíkir vellir henta illa til knatt- spymuiðkunar þar sem þeir verða of harðir og að sjálfsögðu þjónar það litlum tilgangi að líma völl nið- ur á sand. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem við höfum frá Haukum eiga þeir ekki í vandræðum með völlinn vegna þess að hann sé að fjúka burt. Það er rétt að Leiknisvöllurinn er fyrsti völlur sinnar gerðar í heim- inum. Það sem þessi völlur hefur umfram aðra sandgrasvelli og hafði töluvert að segja við val á vellinum er að í honum er minni sandur og hann liggur ekki í yfirborðinu sem þýðir að hættan á sandfoki er mun minni en úr öðram tegundum sand- grasvalla. Þá segir í greininni að áður hafi komið fram nýjar tegund- ir gervigrasvalla sem ekki hafi stað- ist væntingar og vellirnir jafnvel reynst ónýtir að tveim til þrem árum liðnum. Þar sem greinahöfundur er ráðgjafi hjá einum af þeim aðilum sem voru með tilboð í völlinn þá ætti honum að vera ljóst að í út- borðsgögnum kom fram að gerð væri krafa um fimm ára ábyrgð á vellinum. Gerð skal árleg prófun á vellinum og ef hann stenst ekki þá staðla sem settir hafa verið um gervigrasvelli þá er það á ábyrgð seljandans og framleiðandans að bæta úr því. Áhætta Leiknis er því fyrst og fremst fólgin í því að við- komandi framleiðandi sé ekki leng- ur til staðar ef galli kemur fram í teppinu. Þar sem við erum að skipta við einn stærsta og virtasta fram- leiðanda á yfirborði fyrir íþrótta- velli, það er þýska fyrirtækið Bals- am, teljum við að áhætta félagsins í því sambandi sé í lágmarki. Þá má geta þess að einnig bárast til- boð frá umborðsmönnum tveggja dótturfyrirtækja Balsam, þar á meðal því fyrirtæki sem greinarhöf- undur var ráðgjafi fyrir. Balsam sér einnig um framleiðslu fyrir þessi dótturfyrirtæki sín og það er því undarlegt af þeim sem gefur sig út fyrir að vera ráðgjafi og þá væntanlega sérfræðingur á viðkom- andi sviði að lýsa með þessum hætti vantrausti á nýjungar frá því fyrir- tæki sem framleiðir og þróar þá vöra sem hann er að bjóða. Þá er gagnrýnt hvemig staðið var að útboði hjá Leikni. Það er rétt sem fram kemur í greininni að eitt tilboð hafi borist á telefaxi á síðasta degi án þess að því fylgdu tilskilin gögn, en fram kom að þau höfðu verið póstsend. Engar at- hugasemdir voru gerðar við það af hálfu annarra tilboðshafa enda var það tilboð með þeim hæstu sem bárust og eflaust hafa menn talið að litlar líkur væra á að það tilboð skipti einhverju máli. Varðandi þá fullyrðingu að tilboðshafar háfí ekki verið látnir vita þegar endanlega ákvörðun um val á teppi lá fyrir er það rangt. Haft var samband við alla tilboðsgjafa strax og ákvörðun Helgi F. Arnarson „Balsam sér einnig um framleiðslu fyrir þessi dótturfyrirtæki sín og það er því undarlegt af þeim sem gefur sig út fyrir að vera ráðgjafi og þá væntanlega sér- fræðingur á viðkom- andi sviði skuli að lýsa með þessum hætti van- trausti á nýjungar frá því fyrirtæki sem fram- leiðir og þróar þá vöru sem hann er að bjóða.“ lá fyrir, enda höfðum við verið í góðu sambandi við flesta af þeim frá því tilboðin voru opnuð. Varðandi ferð hluta byggingar- nefndarinnar og annars af verk- fræðingum félagsins til Evrópu þá skal tekið fram að eftir að auglýst var eftir tilboðum í yfírborð vallar- ins höfðu nokkrir umboðsmenn gervigrasframleiðanda samband og vildu bjóða til skoðunarferðar til sinna framleiðanda. Ákveðið var að fara ekki í slíka ferð fyrr en tilboð Græðgi — krabbamein þjóðarsálarinnar eftir Auði Guðjónsdóttur Áfram var vitnað í Alþýðublaðið og skrifað: „Það hlýtur að vera skýlaus krafa skattgreiðenda að undanþágur séu afnumdar í skatt- kerfinu, leikreglur verða að vera jafnar fyrir alla.“ Tilvitnun lýkur. Jafnaðarhugsjónin er fögur hug- sjón, en þannig er nú einu sinni farið að vegna eðli sumra mála geta ekki alltaf gilt sömu reglur um lög fyrir alla þjóðfélagsþegna. Sú nefnd er nú situr við framvarps- smíðar á eflaust við vanda að etja, því ýmsir munu telja sig útvalda til undanþágu frá greiðslu fjár- magnstekjuskatts en ætlun ríkis- stjómarinnar mun víst vera sú að fáir eða engir verði kallaðir. Sú ákvörðun er væntanlega tekin með hliðsjón af fenginni reynslu á hinum svokölluðu „óprúttnu náungum“ sem ávallt reyna að nota sér smug- ur í kerfínu sjálfum sér til fram- dráttar og skiptir þá engu máli hvort siðleysi þeirra leiði til þess að aðrir líði fyrir. í því sambandi vil ég benda á að ungt fólk er hlotið hefur háa varanlega örorku, þegið slysa- skaðabætur sem er framfærslulíf- eyrir 0g reynir að fjármagna þær t.d. í ríkistryggðum skuldabréfum á meðan þau enn dvelja í föðurhús- um og þurfa ekki að framfleyta sjálfu sér. II Eins og fyrr segir eru slysaskaða- bætur framfærslulífeyrir sem fólki, sem lendir í skaðabótaskyldu slysi, er ætlaður til daglegrar framfærslu vegna þeirrar örorku er það hefur hlotið og valdið hefur viðkomandi fjárhagslegu tjóni og miska og óhæfni til að sjá sér og sínum far- borða að hluta eða öllu ieyti. Slysa- skaðabætur vegna líkamstjóns era því oft á tíðum einu lífstekjur þeirra er háa varanlega örorku hafa hlotið ásamt mánaðarlegum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og verða þær bætur að endast, jafnvel langa ævi. Uppgjör slíkra bóta jafngildir kjarasamningi, sem undirritaður er af bótaþega eða staðgengli hans og löglærðri manneskju. Ekki er heimilt samkvæmt lögum að skatt- leggja slysaskaðabætur og því síður hefur verið reiknað með því við uppgjör slíkra mála að fjármagns- tekjuskattur yrði lagður á áunna frámtíðarvexti bótanna. Þeir vextir hafa verið hugsaðir sem kauphækk- un bótaþega, þar sem lífslaun hans hafa verið gerð upp í eitt skipti fyrir öll, oft á unga aldri og heftir hann því ekki aðra leið færari en fjármögnun til að hækka laun sín i átt að þeim launahækkunum er verða á almennum vinnumarkaði. Löglært fólk er undirritar kjara- samninginn leggur ríka áhersla á við bótaþega, sérstakleg ef börn og Auður Guðjónsdóttir „í Staksteinum Morg- unblaðsins 18. ágúst síðastliðinn var vitnað í leiðara Alþýðublaðsins um að nefnd á vegum fjármálaráðherra sæti að störfum við að semja frumvarp til laga um fjármagnstekjuskatt. “ ungt fólk á í hlut, að ætlast sé til að bætumar séu ávaxtaðar við bestu mögulegu skilyrði. Fari svo að fjármagnstekjuskatt- ur verði lagður á áunna vexti af slysaskaðbótum bendir allt til að verið sér að ógilda löglega gerða kjarasamninga sem áratuga hefð er fyrir að undirritaðir séu á slíkan hátt. Efamál er hvort slík lögskipuð kjaraskerðing standist lög frekar ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.085 krónur. Þær heita Rósa Hildur Bragadóttir, Fjóla Kristín Bragadóttir og Svana Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.