Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 VEIÐARISLENDINGAIBARENTSHAFI Fundað um fiskimál Norræna fiskimálaráðstefnan hófst í Karlstad í Svíþjóð í gær, en hana sækja sjávarútvegsráð- herrar Norðurlandanna ásamt embættismönnum og hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi. Deilan um veiðar íslenzkra togara í S'mug- unni hefur væntanlega sett mark sitt á hana. Samningafundur ís- lendinga og Norðmanna verður haldinn í Stokkhólmi dag, en hér eru þeir Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra, Karl-Erik Olsen, landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Svíþjóðar og Jan Henri T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs við upphaf ráðstefnunnar í gær. r» Jk . 'JSk jw&É&Mzi \ i £ ■ / i 1 33 1 *J\ m m Mat sljórnvalda á áformum togaranna um veiðar við Bjarnarey Hefðu stórspillt fyrir málstað Islendinga EF ÍSLENSKU togararnir sem eru við veiðar í Barentshafi hefðu gert alvöru úr því að sigla tii svæðisins við Bjarnarey, sem er innan fiskvemdunarsvæðis sem Norðmenn hafa lýst yfir á 200 mílna svæði umhverfis Svalbarða, hefði komið upp ný staða í deilunum á milli ríkjanna. íslensk stjómvöld mátu það svo, að búast mætti við hörðum viðbrögðum norsku strandgæslunnar, og að veiðar á svæðinu hefðu stórspillt málstað íslendinga, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Einn- ig var litið svo á að viðræðum ríkjanna, sem eiga að hefjast í Stokk- hólmi í dag, hefði verið stefnt í voða og jafnvel að ekkert yrði af fundinum. Þá er talið að smáfiskaveiðar togaranna í Smugunni og sú staðreynd að togararnir héldu áfram veiðum yfir helgina, þrátt fyrir undirmálsfisk í afla, hafi þegar veikt samningsstöðu Islendinga. í kjölfar samráðs á milli sjávarút- vegs-, utanríkis- og forsætisráðu- neytis sendi sjávarútvegsráðuneytið skipstjórunum skeyti síðdegis á iaugardag þar sem þeir voru hvattir til að hefja ekki veiðar á svæðinu, búast mætti við „beinum afskiptum Norðmanna", og íslensk stjómvöld gætu ekki veitt skipunum vernd við slíkar veiðar. Jafnframt var iýst ánægju með þá ákvörðun skipstjór- anna að hætta veiðum vegna smá- físks í afla. Skipstjórarnir hættu hins vegar við fyrirætlanir sínar um að sigla til Bjarnareyjar á laugardag þegar fannst fiskur um 30 míiur norðvest- an við það svæði sem flotinn var á í Smugunni og var veiðum haldið áfram. Haldnir voru fundir í utanrík- is- og sjávarútvegsráðuneytinu fram eftir degi og síðdegis var skipstjór- unum svo sent svar stjórnvalda. Hvatt til að hefja ekki veiðar við Bjarnarey Skeyti sjávarútvegsráðuneytisins til skipanna er svohljóðandi: „Vísað er til símbréfs yðar frá því fyrr í dag varðandi fyrirhugaðar veiðar 27 íslenskra togara á haf- svæðinu við Bjamarey. Af því tilefni vill ráðuneytið að höfðu samráði við forsætis- og utanríkisráðuneytið benda á að réttarstaða á hafsvæðinu við Svalbarða er óljós. Noregur hefur lýst 200 mílna svæði umhverfis Svalbarða fisk- vemdunarsvæði og tekið sér vald til stjórnar á veiðum þar, en forræði Noregs hefur ekki verið viðurkennt formlega af íslandi né ýmsum öðrum þjóðum þótt margir fylgi í reynd ákvörðunum Noregs um nýtingu á þessu svæði. Af þessum sökum mega þeir sem hefja veiðar á svæðinu búast við beinum afskiptum Norðmanna. Áhættu sem þeim afskiptum er sam- fara verða útgerðir að meta en ljóst er að hvað sem líður afstöðu til for- ræðis Norðmanna geta íslensk stjómvöld ekki veitt skipum vernd við slíkar veiðar. í Ijósi þessa hvetur ráðuneytið skipstjóra eindregið til að hefja ekki veiðar innan svonefnds vemdar- svæðis við Svalbarða. Jafnframt fagnar ráðuneytið þeirri ábyrgu afstöðu skipstjóranna að hætta veiðum í Smugunni sem svo er kölluð eftir að í ljós er komið hve smáfiskur er stór hluti aflans.“ Lítill afli og undirmálsfiskur Lítil sem engin veiði var hjá ís- lensku togurunum í Smugunni á sunnudag og í gær. Dreifðu togar- arnir sér á stærra svæði en áður en skv. upplýsingum Tilkynningaskyld- unnar töldu skipstjórarnir lítið útlit fyrir að veiði myndi glæðast en mik- ið hefur verið af smáfiski í aflanum. Á sunnudagskvöld héldu tveir togar-' ar, Ljósafellið og Siglfirðingur, af stað heim á leið og fleiri fylgdu í kjölfarið í gær. Ljósafellið var þá komið með 40 tonna afla eftir 12 daga túr. Að sögn Eiríks Ólafssonar útgerðarstjóra ætlar togarinn ekki að reyna veiðar við Bjarnarey þar sem réttarstaða togaranna þar er veikari en í Smugunni og sagði hann að togarinn myndi halda beina leið til íslands. Hann útilokaði þó ekki að skipið yrði síðar sent á verndar- svæðið við Svalbarða. Sagði hann að ástæður þess að þeir hefðu ákveð- ið að hætta veiðum í Smugunni ver- ið hve lítið veiddist og að mikið var af smáfiski í aflanum. Þrátt fyrir lélega veiði halda margir togaranna sig enn á svæðinu vegna samningafundar íslenskra og norskra ráðherra í Stokkhólmi í dag. í gær sendi hins vegar Landsam- bands íslenskra útvegsmanna skip- stjórum togaranna skeyti um að framkvæmdastjórn LÍÚ teldi það ekki skaða samningahagsmuni ís- lendinga á ráðherrafundinum í dag þótt skipin tækju ákvörðun um að hætta veiðum í Smugunni vegna mikils smáfisks í afla og halda heim- leiðis. Ákvörðun um slíkt væri þó á valdi skipstjóra og útgerða viðkom- andi skipa. Ekkert misræmi í laga- túlkun nú og árið 1979 - segir Gunnar G. Schram prófessor „ÞAÐ er ekki um neitt ósamræmi að ræða milli lagalegrar túlkunar minnar á loðnudeilunni milli íslendinga og Norðmanna árið 1979 og lögfræðiálits um fiskveiðiréttindi íslendinga í Barentshafi nú,“ segir Gunnar G. Schram prófessor. Eins og fram hefur komið í blaðinu sagði Gunnar i Morgunblaðsgrein sumarið 1979 að íslendingar hefðu rétt til fiskvemdaraðgerða utan efnahagslögsögunnar. Bæri Norðmönnum að takmarka veiðar úr stofnum sem gengu út úr lögsögu íslands, til að vernda þá gegn ofveiði. Gunnar segir að ef íslensk skip stunduðu ofveiði í Smugunni ætti ríkisstjórnin að takmarka veiðarnar. Gunnar bendir á að íslendingar ríkjum til þess að gera ráðstafanir hafí á sínum tíma ekki krafist algers til að vemda fiskistofnana gegn of- banns við veiðum á úthafinu, líkt og Norðmenn geri nú. Aðeins hafi verið farið fram á að veiðar norskra skipa yrðu stöðvaðar um sinn vegna hættu á ofveiði úr loðnustofninum. „Jafn- framt sömdu íslendingar síðan um að Norðmenn fengju vænan kvóta úr loðnustofninum sem þeir hafa haft síðan. Norðmenn hafa hins veg- ar engan kvóta veitt íslenskum skip- um í Barentshafi en á þv! verður vonandi breyting í kjölfar síðustu atburða þar,“ segir Gunnar. „í lögfræðiáliti mínu um Barents- hafsveiðarnar vitna ég til sömu rétt- arreglna og sjónarmiða og í loðnu- deilunni. Ég vek einnig athygli á fleiri þjóðréttarreglum sem voru ekki til umræðu á þeim tíma, enda eru þess- ar tvær deilur ekki sambærilegar í öllum atriðum," segir Gunnar. „I áliti mínu er, eins og í greininni 1979, bent á þá lagaskyldu sem hvílir á veiði í úthafinu. í því felst að tak- marka veiðar ef það reynist nauðsyn- legt.“ I áliti Gunnars, sem birt hefur verið í heild í blaðinu, segir: „Við notkun þessa frelsis [til veiða á út- hafínu] þarf eðlilega að hafa nokkur sjónarmið í huga, fyrst og fremst þau að gerðar séu ráðstafanir við slíkar veiðar af hálfu ríkisins eða í samvinnu við önnur ríki sem nauð- synlegar kunna að vera til að vernda hinar lífrænu auðlindir úthafsins, eins og það er orðað í 117. gr. [Ha- fréttarsáttmálans]. Jafnframt segir í 118. gr. að ríki skuli starfa hvert með öðru um vemdun og stjórnun lífrænna auðlinda á úthafssvæðum. Skulu þau m.a. hefja samningavið- ræður með það í huga að gera nauð- synlegar ráðstafanir til verndunar hinna lífrænu auðlinda sem um ræð- AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON ísland er ekki aðili að Svalbarða- sáttmála 40 ríkja Veiðiréttur Islend- inga við Bjarnar- ey talinn hæpinn SKIPSTJÓRAR togaranna 27 í Barentshafi sem hugðust halda til veiða við Bjarnarey á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða aðfara- nótt laugardags lýstu því yfir í skeyti tii íslenskra ráðherra að með því vildu þeir fá úr þvi skorið hvort íslenskum skipum væru heimilaðar veiðar á verndarsvæðinu samkvæmt Svalbarðasáttmá- lanum frá 9. febrúar árið 1920. Deilt hefur verið um veiðiheimild- ir og yfirráðarétt á þessu svæði í áratugi, og aðeins Finnland hefur viðurkennt fiskverndarsvæðið sem Norðmenn lýstu yfir við Svalbarða 1977. Málið er hins vegar afar flókið. ísland er ekki aðili að sáttmálanum frá 1920 og er talið að réttur íslenskra skipa til veiða á svæðinu sé veikari fyrir vikið. Mátu ráðherrar og sér- fræðingar ráðuneytanna það svo á laugardag, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, að norska strandgæslan myndi örugglega láta til skarar skríða gegn islensku togurunum, hæfu þeir veiðar innan svæðisins. Svalbarði var formlega innli- maður í Noreg árið 1925 eftir að hafa verið einskismannsland um langan tíma. Alls höfðu 40 ríki undirritað Svalbarðasáttmálann frá 1920 sem er alþjóðlegur samn- ingur þar sem fullveldi Noregs yfír Svalbarða var viðurkennt en jafnframt var kveðið á um jafnan rétt aðildarþjóðanna til nýtingar auðlinda á Svalbarða. Nýtingar- rétturinn náði einnig til hafssvæð- is 3-4 mílur út frá ströndum Svalbarða. Norðmenn lýstu yfir fiskvernd- arsvæði 200 mílur út frá strönd- um Svalbarða árið 1977, sem þeir hafa umboð og eftirlit með en að þjóðarrétti hefur slíkt svæði aðra stöðu en efnahagslögsaga ríkja. Hefur það valdið verulegri óvissu um rétt Norðmanna. For- ræði Noregs yfir 200 mílna svæð- inu hefur ekki verið viðurkennt formlega af íslandi né flestum öðrum þjóðum þótt margir fylgi í reynd ákvörðunum Noregs um nýtingu á svæðinu. Helsti rök- stuðningur Norðmanna byggist á því að þeir hafi lögsögu á svæðinu skv. Svalbarðasáttmálanum. í fréttaskýringu í Morgunblað- inu í síðasta mánuði um deilurnar vegna veiða dóminikönsku togar- anna var haft eftir Þorsteini Páls- syni sjávarútvegsráðherra að fis- kvernd Norðmanna við Svalbarða væri í samræmi við stefnu ís- lenskra stjórnvalda, og það væri því gegn hagsmunum íslendinga að styðja við bakið á veiðum ut- anaðkomandi skipa á verndar- svæðinu. Viðvörunarskot við Bjarnarey Þrátt fyrir að norska strand- gæslan hafi haft afskipti af skip- um sem veitt hafa á svæðinu I heimildarleysi hefur því eftirliti ekki verið fylgt jafn fast eftir og þegar um landhelgisbrot innan norskrar efnahagslögsögu er að ræða. I síðasta mánuði var þó brugðist harðar við en áður vegna veiða tveggja dóminikanskra tog- ara í eigu Færeyinga við Bjarna- rey og var öðrum togaranum stuggað burt af svæðinu þegar norskt strandgæsluskip skaut við- vörunarskoti að togaranum. Skv. upplýsingum sem fengust í utan- ríkisráðuneytinu er Dóminikanska lýðveldið aðili að Svalbarðasátt- málanum, sem íslendingar eru ekki, eins og áður segir. Og því hefði sennilega verið brugðist enn harðar við veiðum íslenskra skipa á svæðinu. Er réttur íslendinga til veiða á svæðinu talinn hæpn- ari en ella þar sem við erum ekki aðilar að Svalbarðasáttmálanum og getum auk þess ekki gert kröf- ur til veiða þar á grundvelli veiði- reynslu og hefðarréttar. Norsk stjórnvöld hafa um ára- bil gefið út kvóta innan fískvernd- arsvæðisins. Hefur hluti hans far- ið til Norðmanna, hluti til Rússa og loks hafa „þriðju ríki“ fengið kvóta, eða 20 þús. tonn á þessu ári. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um veiðirétt íslenskra skipa á umræddu hafsvæði en haft var eftir Jóni B. Jónassyni, skrifstofu- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, í áðurnefndri fréttaskýringu í síð- asta mánuði að íslendingar gætu sennilega stundað veiðar við Sval- barða með sama rétti og aðrar þjóðir sem þangað senda skip til veiða. Hins vegar væri ólíklegt að það gerðist, þar sem það myndi efalaust valda kuldakasti í diplómatískum samskiptum ís- lands og Noregs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.