Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1993 21 Benedikta Jónsdóttir heldur hátíð fyrir fjölskyldufólk um helgina á Kjalamesi Langar til að fjár- magna byggingn hótels á Esjunni ÚTIHÁTÍÐ verður haldin á Kjalarnesi næstu helgi, eða 28. til 29. ágúst, og það er Benedikta Jónsdóttir verslunareigandi sem ætlar að standa fyrir hátíðinni á jörð sinni, Sjávarhólum. Hátíðin er fyrir fjölskyldufólk og auk ýmissa uppákoma verða haldnir dansleikir, annars vegar fyrir unglinga og hins vegar fyrir fullorðna. Þá verð- ur hægt að fara í þyrluferðir yfir Kjalarnesið og í hestaferðir. Benedikta segir að hátíðin sé aðeins upphafið að fjáröflun til að láta einn af mörgum draumum sínum rætast, að byggja hótel úr gijóti og gleri uppi á Esju. Auk þess segir hún að verslunarrekstur sé nokkuð erfiður um þessar mundir og því sé þetta einnig sjálfs- bjargarviðleitni, en hún er eigandi verslunarinnar Töfra í Borgar- kringlunni. Benedikta hefur fengið til liðs við sig þá Kristján Hauksson og Svein Kjartansson til að undirbúa útihátíðina. Hún segist hafa feng- ið hugmyndina að hátíðinni rétt fyrir síðustu verslunarmannahelgi og því hafi ekki gefist mjög mik- ill tími til undirbúnings, en bætir því við að hún vinni best undir álagi. „Það hefur gengið mjög vel fyrir okkur þrjú að vinna saman og ég hefði sjálfsagt ekki getað staðið í þessu án þeirra. Það á mjög vel við mig að vinna að svona skipulagningu og þetta er mjög gaman. Það er alltaf gaman að setja markið hátt og komast yfir það,“ segir Benedikta. Ýmsar uppákomur Útihátíðin hefst kl. 12 á hádegi bæði laugardag og sunnudag og. að sögn Benediktu verður mikið um ýmiss konar uppákomur. Með- al skemmtana sem boðið verður upp á verða þyrluferðir á Esjuna og yfir Kjalarnesið, hestaferðir, mótorhjólaferðir, gönguferðir á Esjuna með leiðsögumanni, leik- sýning, ungur mótorkross-öku- maður ætlar að stökkva í gegnum eld á torfæruhjóli sínu, auk þess sem samba-dansarar koma á hey- vögnum og mynda karnival- stemmningu undir stjórn Auðar Haralds. Þá verða tónleikar og dansleik- ir bæði á laugardags- og sunnu- dagskvöld. „Við ætlum að vera með ekta hlöðuball í hlöðunni og fjósinu fyrir unglinga og koma ýmsar hljómsveitir fram á tónleik- um. Svo leikur hljómsveitin Örkin hans Nóa í 400 fermetra tjaldi, sem verður sett upp, fyrir dansi fyrir eldra fólkið. Það verða einn- ig sölu- og kynningartjöld þar sem ýmis fyrirtæki kynna starfsemi sína og svo ætlum við einnig að selja heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur auk ýmiss konar sælgæt- is,“ segir Benedikta. Hugmyndir um byggingu hótela Hún segir að þetta sé aðeins fyrsta skrefið til að fjármagna hugmynd sína um byggingu hót- els úr gijóti og gleri á Esjunni, sem hún hefur áhuga á að fram- kvæma á næstu árum. „Ef þessi hugmynd verður að veruleika þá Morgunblaðið/Kristinn Útihátíð skipulögð BENEDIKTA Jónsdóttir ætlar að standa fyrir útihátið um helg- ina á jörð sinni, Sjávarhólum, en þar býr hún ásamt hundunum sínum tveimur, Bogart og Brandy, sem eru af Sankti-Bernhards- kyni. hef ég fullt af fleiri hugmyndum. Ég fer alltaf nn'nar eigin leiðir og dey aldrei ráðalaus. Ef þetta gengur ekki upp þá geri ég bara eitthvað annað. Það hefur líka aldrei verið jafnrólegt í verslunar- rekstri og einmitt núna og þessi hugmynd kom nú líka þess vegna,“ segir Benedikta og bætir því við að önnur hugmynd sé að byggja ráðstefnuhótel við sjóinn á Kjalarnesinu. Er að læra á þyrlu Benedikta er að læra bæði hefð- bundið flug og þyrluflug en segist ekki hafa getað flogið neitt í ár vegna fjárskorts. Þá segist hún hafa fengið pláss á frystitogara eftir áramót. „Ég ætla að fara einn túr til að byija með og ég er búin að lofa að ef ég standi mig ekki eins vel og strákarnir fyrri hluta túrsins ætli ég að vinna launalaust seinni hluta túrsins.“ Þegar Benedikta er spurð að því hvaðan hún fái allt þetta þrek og allar þessar hugmyndir segir hún að þetta sé sjálfsbjargarvið- leitni. „Það eru fyrirtækin í land- inu sem halda því gangandi og ef fólk legði ekki út í hluti myndi ekkert gerast á íslandi. Það er lykill að velferð okkar að það sé hlúð að fyrirtækjum í landinu og einnig að reynt sé að gera þeim sem hafa hugmyndir og eru fullir sjálfsbjargarviðleitini auðvelt fyr- ir, en ekki bremsa það af og loka fyrir hugmyndir þess,“ segir Benedikta. Sr. Þórarínn Þórfyrr- um prófastur látinn SR. ÞÓRARINN Þór, fyrrum prófastur í Barðastrandarpróf- astsdæmi, lést síðastliðinn laug- ardag, 21. ágúst, á 72. aldursári. Sr. Þórarinn fæddist 13. október 1921 á Akureyri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1943 og embættjs- prófi í guðfræði frá Háskóla ís- lands árið 1948. Hann sat á Reykhólum 1948 til 1969 og síðan á Patreksfirði til ársins 1987. Frá 1960 til 1987 var hann prófastur í Barðastandarpró- fastsdæmi. Hann gegndi aukaþjón- ustu í Flateyjarprestakalli frá 1955-58 og aftur frá 1959-69, í Bijánslækjarprestakalli frá 1967 til 1970 og Sauðlauksdalsprestakalli frá 1969 til 1970 og þeim tveim prestaköllum sameinuðum í eitt, Sauðlauksdalsprestakall, frá 1970 til 1987. Sr. Þórarinn var skólastjóri Iðn- skólans á Patreksfirði 1969-76, formaður fræðsluráðs Austur- Barðastrandarsýslu 1958-69 og formaður skólanefndar í Reykhóla- skólahverfi sama tíma. Hann var í sáttanefnd á Reykhólum frá 1948 Þórarinn Þór til 1969 og á Patreksfirði frá 1970. Hann var í stjórn Eyrarsparisjóðs frá 1970 til 1987. Kona Þórarins, Ingibjörg Þór Jónsdóttir, lést árið 1978. Morgunblaðið/Sverrir Skreytt undirgöng STÓR hópur skólafólks hefur á vegum Vegagerðar ríkisins unnið að því í sumar að mála og skreyta undirgöng fyrir gangandi veg- farendur á þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur. Þessar stelpur skreyttu m.a. undirgöngin undir Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Þær eru hér við hluta skreytingana, frá vinstri Addý Henrýsdóttir, Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir. .HORD Vatnsfælur — SILAN — SILOXANE — SILIKON Þaulprófuð og með reynslu !l steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777. Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda PÖSTUR OG SÍMI *150.50 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Japan á næturtaxta m.vsk. ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR ^hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Simi 813555 og 813655 íþróttaskór, iþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.