Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Sigurður Ölafsson lyfsali - Minning Mjög varð mér hverft við, er ég fregnaði lát vinar míns, Sigurðar Ólafssonar, fyrrverandi lyfsala í Reykjavíkur Apóteki. Ekki þó svo að skilja, að lát hans kæmi mér algerlega í opna skjöldu, þar sem mér var vel kunnugt um að Sigurð- ur hafði um nokkurn tíma legið mjög sjúkur á hjartadeild Landspít- alans. Sigurður var fæddur á Brimils- völlum_ á Snæfellsnesi, sonur hjón- anna Ólafs Bjamasonar bónda þar og konu hans Kristólínu Kristjáns- dóttur. Rek ég ekki ættir Sigurðar hér. Aðrir mér færari munu án efa gera það. Kynni okkar Sigurðar hófust er hann var við nám við Menntaskól- ann í Reykjavík, en stúdent varð hann þaðan árið 1936. Höfðum við því þekkst í um 60 ára skeið. Þessi fyrstu kynni áttu síðan eftir að þró- ast í sanna og mikla vináttu er árin liðu, enda áttu leiðir okkar eftir að skarast mjög, þar sem svo vildi til, að við að stúdentsprófum loknum völdum okkur báðir sömu náms- braut til framhaldsmenntunar — lyijafræðina. Sigurður lauk fyrrihlutaprófí í lyijafræði (examinatus pharmaciae prófí) frá Lyíjafræðingaskóla ís- lands haustið 1941. Til þess að geta lokið fullnaðar- prófí í lyijafræði — kandídatsprófí — þurfti á þeim árum að fara utan til frekara náms. Var venjan að menn legðu leið sína til Danmerkur þeirra erinda, en vegna síðari heimsstyrjaldarinnar, er þá geisaði, voru öll sund lokuð til framhalds- náms í Evrópu. Þar eð allt var í óvissu um það hversu styijöldin gæti dregist á langinn, varð það að ráði að stjóm Lyfjafræðingaskóla íslands leitaði fyrir sér um skóla í Bandaríkjunum, er gæti tekið við stúdentum þeim, er hér höfðu lokið fyrrihlutaprófi í lyfjafræði og fullnumið þá til kandí- datsprófs. Að mjög vel athuguðu máli varð fyrir valinu elsti og virtasti lyfja- fræðingaskóli í Bandaríkjunum, Philadelphia College of Pharmacy and Science, stofnaður 1821. Það var ekki mjög algengt að menn færu til framhaldsnáms til Bandaríkjanna á þessum árum. En árið 1942 fór Sigurður (ásamt 3 öðrum) til framhaldsnáms í lyfja- fræði í fyrmefndan skóla. Skólahald í Bandaríkjunum var á þessum ámm með nokkuð öðru sniði en nú tíðkast, en þá var kennt viðstöðulaust alla mánuði ársins — án nokkurra frídaga milli anna. Lauk Sigurður fullnaðarprófí frá áðumefndum skóla í lyfjafræði (B.Sc.-prófí) haustið 1943 með miklum ágætum. Sá er þetta ritar átti því láni að fagna að bætast í ársbyijun í þenn- an hóp frumheija er nokkm áður höfðu hafíð nám við nefndan lyfja- fræðiskóla. Bjuggum við Sigurður í sama húsi ásamt fjölmörgum öðmm lyfja- fræðistúdentum, bæði þarlendum og erlendum, á nokkurs konar bræðralagsheimili, svonefndu USP House eða United States Pharmacopoeia Fratemity. Þarna áttum við Sigurður eðli- lega eftir að kynnast enn nánar en áður. Bundumst við þama góðum og innilegum vináttuböndum er héldust snurðulaust til æviloka. Enda var ekki erfítt að vingast við Sigurð sem var einstakt ljúfmenni, þægilegur í viðmóti og allri um- gengni, hjálplegur og góður dreng- ur og traustur í hvívetna. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast á það, að í húsi þessu, þar sem stúdentar frá flestum heimsins hornum vom saman komnir, var mjög til siðs að taka í spil sér til afþreyingar. Tókum við Sigurður fljótlega mjög virkan þátt í þessari „íþrótt". Er skemmst frá því að segja, að þessari iðju var framhald- ið, er heim var komið til íslands að námi loknu er við Sigurður stofn- uðum spilaklúbb ásamt nokkrum öðmm lyfjafræðingum — sem við höfum rækt allar götur síðan eða í um hálfa öld. Hygg ég að þetta sé með einum af elstu spilaklúbbum landsins. Má nærri geta að við Sig- urður bundumst traustum vináttu- böndum þótt ekki væri nema bara vegna þessa tómstundagamans okkar. M.a. vegna þess er að ofan getur em þær því orðnar nær óteljandi ánægjustundimar er ég hef notið á heimili Sigurðar og hans yndislegu konu, Obbu (Þorbjörgu). Þar var ávallt þennan hlýja heimilisbrag og miklu gestrisni að fínna, enda Obba einstaklega myndarleg húsmóðir og heimili þeirra notalegt. Vil ég með línum þessum þakka fyrir allar þær ánægjustundir er ég hef notið á heimili þeirra hjóna undanfarna áratugi. Fyrir utan tómstundagaman okk- ar Sigurðar er áður greinir áttum við margs konar önnur ánægjuleg samskipti. Sátum t.d. mörg ár sam- an í lyfjaverðlagsnefnd og í stjórn- um stéttarfélags okkar, svo eitt- hvað sé nefnt. Sigurður var félagslyndur maður í besta lagi og gat því ekki hjá því farið að á hann hlæðust ýmis trún- aðarstörf um dagana. Ytði of langt mál að tíunda þau störf öll. Þó skal þess getið, að hann var um skeið formaður Lyfjafræðingafélags Ís- lands og Apótekarafélags íslands. Um margra ára skeið í stjóm ís- lensk-ameríska félagsins og Rót- aryklúbbs Reykjavíkur og forseti þess félagsskapar 1981-1982. í stjóm Lífeyrissjóðs apótekara og lyfjafræðinga 1955-1961, formað- ur lyfjaskrámefndar 1963-1976 og í skólanefnd Lyfjafræðingaskóla íslands 1953-1957. Að loknu námi í Bandaríkjunum starfaði Sigurður sem yfírlyfjafræð- ingur í Reykjavíkur Apóteki uns hann varð þar lyfsali frá 1. júlí 1962 og stjómaði hann því fyrir- tæki þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, 75 ára gamall. Með þessum fátæklegu minning- arorðum um Sigurð vin minn sendi ég Obbu, konu hans, sonunum Ólafí og Jóni og fjölskyldum þeirra og öðmm ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. _ ívar Daníelsson. Láti ég hugann reika aftur í tím- ann, þótt ekki sé nema um fárra ára bil, fínnst mér orðið talsvert stórt skarð það, er hinn slyngi sláttumaður hefir höggvið í hóp kunningja, vina og vandamanna. Að þessu sinni var það Sigurður Ólafsson, lyijafræðingur og lyfsali. Ég hefí eiginlega þekkt Sigurð nánast frá því ég man eftir mér. Báðir vomm við vesturbæingar og þar að auki stutt á milli heimila okkar. Frá fyrstu ámnum er mér minnisstæðast þegar hann fór á kostum á „herrakvöldi" mennta- skólans, en svo nefndust leiksýning- ar, sem nemendur stóðu fyrir og standa enn. Síst bauð mér þá í gmn, að þessi ógleymanlega kvöldstund væri eins- konar forleikur að ótal leiftrandi samverustundum síðar, um hálfrar aldar skeið. Sigurður geystist að vísu ekki lengur um uppi á fjölunum og ég mændi ekki upp til hans, aðgerðarlaus niðri í áhorfendasaln- um, heldur var komið það jafnræði með okkur, að báðir lögðum við af mörkum auk þeirra mörgu merku félaga okkar, sem ekki síður hafa komið þar við sögu. En eftir sem áður hélt ég áfram að líta upp til Sigurðar, fyrst og fremst vegna þess hversu vel hon- um lét að lifa lífínu. Kom þar til jákvætt viðhorf hans til manna og málefna auk þeirra kosta, sem hann hafði sýnt á herrakvöldinu forðum daga, glaðværðar, bjartsýni og traustvekjandi framkomu. Ög ekki dáðist ég síður að leikni hans í tóm- stundagamni okkar félaganna, enda fór hann einnig þar æði oft með sigur af hólmi. Við félagarnir reyndum að hugga okkur með því að hann væri bara svo dæmalaust heppinn, enda þótt ljóst væri að fyrirhyggja hans og hugkvæmni skipti þar sköpum. Hitt skaðaði ekki, þegar heppnin kom og kórón- aði verkið, en hún virðist oft sækja þangað, sem koma hennar er best undirbúin. í h'fínu sjálfu fannst mér Sigurð- ur einnig vera heppnismaður. Ung- ur valdi hann sér það lífsstarf, sem hann auðsjáanlega hafði unun af að rækja og svo vel tókst honum til, að lyfsali sá, sem hann starfaði hjá, kaus hann sem eftirmann sinn. Segir það sína sögu. Nokkru eftir að Sigurður varð lyfsali, áttum við tal um skæða inflúensu, sem þá var að stinga sér niður. Já, inflúensa, sagði hann, ég hefi ágæt lyf við henni, sem þú getur tekið og orðið góður eftir viku, en þú getur líka hrist hana af þér án lyija — það tekur einnig viku. Auðvitað fylgdi ég þessu ráði hans sem öðrum í lyfjamálum, en hitt þótti mér meir um vert að hann var auðsjáanlega blessunarlega laus við að hafa áhuga á að nota lyfsöluleyfið til þess að raka saman fé. í einkalífi lék lánið einnig við Sigurð. Hann eignaðist öndvegis konu og mannvænleg börn og er það ekki mikilvægasta lífslánið, þegar alls er gætt. Síðustu árin átti Sigurður við nokkur veikindi að stríða, en þau bar hann svo æðrulaust, að við von- uðum að hann væri að sigrast á þeim og að þegar hann var sestur í helgan stein og meira að segja orðinn vesturbæingur á ný, þá væri framundan friðsælt og ánægjulegt ævikvöld. Sigurður hafði alla tíð yndi af ferðalögum og fór víða, bæði innan- lands og utan. Þegar hann nú hefír hafíð ferð sína yfir móðuna miklu, biðjum við hjónin honum fararheilla um ókomna stigu. Horfínn er traustur vinur og drengur góður. Eftir sitja minningarnar, sem seint munu hverfa úr huga. Jón Bjarnason. Það fylgdi honum ferskur og heillandi blær. Þegar hann kom inn úr dyrunum lifnaði yfír mannskapn- um og umræður urðu fjörugri. Glettni og gamansemi voru sér- kenni Sigurðar allt fram á síðustu stund og þó sambandið við umheim- inn væri honum erfítt síðustu dag- ana tókst honum að gera að gamni sínu við barnabömin svo fundir þeirra yrðu bömunum ekki of þung- ir. Hjartahlýjan á bak við glettnina leyndi sér ekki. Sigurður fæddist að Brimilsvöll- um á Snæfellsnesi, sonur hjónanna Ólafs Bjarnasonar, bónda og hrepp- stjóra, og Kristólínu Kristjánsdótt- ur, konu hans. Systkinin voru sjö talsins. Fjögur þeirra em á lífí, þau Björg, Rögnvaldur, Bjami og Hlíf. Látin eru Hrefna og Kristján, sem dóu ung, og nú Sigurður. Ekki kann ég að rekja ættir þeirra, en veit að þeim stóðu fjölhæfír og listrænir stofnar. Á stórbýlinu Brimilsvöllum t Faðir okkar, séra ÞÓRARINN ÞÓR fyrrverandi prófastur á Patreksfirði, lést í Landsspítalanum 21. ágúst. Margrét Þór, Jónas Þór, Viihelmfna Þór. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafrian til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró, Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. . if SS. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, lést sunnudaginn 22. ágúst í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur okkar, RAGNAR ÓLAFSSON, lést sunnudaginn 22. ágúst. Ólafur R. Karlsson, Hrefna Einarsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Miklubraut 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Gunnar Kr. Gunnarsson, Rúna Marsveinsdóttir, Hannes Gunnarsson, Björgvina Magnúsdóttir, Kristrún Gunnarsdóttir, Egill Ingólfsson, og barnabörn. + innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, EYSTEINS JÓNSSONAR fyrrverandi ráðherra, Miðleiti 7. -Sólveig Eyjóifsdóttir, Sigríður Eysteinsdóttir, Jón Kristinsson, Eyjólfur Eysteinsson, Þorbjörg Pálsdóttir, Jón Eysteinsson, Magnúsina Guðmundsdóttir, Þorbergur Eysteinsson, Anna Margrét Marísdóttir, Ólöf Steinunn Eysteinsdóttir, Tómas Helgason, Finnur Eysteinsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.