Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 15 „Mínn herra á öngvan vin“ eftir Sighvat Björgvinsson Ólafí Ragnari Gímssyni er ómögu- legt að segja satt. í grein í Morgun- blaðinu sl. föstudag fullyrðir hann að engin fordæmi séu fyrir ráðningu aðstoðarmanns ráðherra til embætt- islegra stjórnunarstarfa í ráðuneyt- um nema ráðning núverandi ráðu- neytisstjóra í viðskipta- og iðnaðar- ráðuneyti í umhverfísráðuneyti. Önn- ur sambærileg fordæmi séu ekki til. Bjöm Bjamason núverandi alþing- ismaður var ráðinn deildarstjóri og sérstakur aðstoðarmaður Geirs Hall- grímssonar þáverandi forsætisráð- herra 25. október 1974. Þann 16. septemer 1975 var Björn Bjamason skipaður skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu og varð staðgengill ráðuneytisstjóra. Bjöm var skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu þeg- ar Ólafur Jóhannesson tók við for- sætisráðherraembættinu vorið 1978 og starfaði sem skrifstofustjóri til 1. október 1979 þegar hann sagði því starfí lausu til að taka við starfí á Morgunblaðinu. Helga Jónsdóttir var ráðin aðstoð- armaður Steingríms Hermannssonar í forsætisráðuneytinu fyrst í júlí 1983. Hún var skipuð deildarstjóri í ráðuneytinu í ágúst 1989 og skrif- stofustjóri í september 1989. Sólrún Jensdóttir var ráðin aðstoð- armaður Ragnhildar Helgadóttur í menntamálaráðuneytinu þann 15. október 1983. Hún var sett skrif- stofustjóri i sama ráðuneyti þann 1. mars 1984 og skipuð skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu þann 20. mars 1984 Ósannindi aftur Ólafur Ragnar Grímsson getur ekki sagt satt. í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 18. ágúst segir hann að margir einstaklingar hafí orðið að- stoðarmenn ráðherra _ en þeir hafí allir farið úr ráðuneytunum um leið og ráðherrarnir. Fóru Björn Bjarna- son, Björn Friðfinnsson eða Magnús Jóhannsson? Hvað um Helgu Jóns- dóttur í forsætisráðuneytinu eða Sólrúnu Jensdóttur í menntamála- ráðuneytinu? Björn Bjarnason sá um ritun fund- argerða ríkisstjórnarfunda í forsætis- ráðherratíð Geirs Hallgrímssonar. Svavar Gestsson krafðist þess í ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar að Bimi Bjarnasyni yrði vikið úr starfí sökum þess að hann hefði verið ráðinn til starfa á jiólitískum forsendum. Því hafnaði Olafur Jóhannesson algjör- lega. Skyldi ekki Ólafur Jóhannesson vera dómbærari á „anda laganna" en Ólafur Ragnar Grímsson? Helga Jónsdóttir, sem ráðin var sem aðstoðarmaður Steingríms Her- mannssonar, var ritari ríkisstjórnar- funda þegar ráðuneyti Davíðs Odds- sonar tók við af ráðuneyti Steingríms Hermannssonar. Helga hélt áfram því starfi þar til hún fór til starfa hjá Alþjóðabankanum. Hún naut fulls trausts sem embættismaður þó hún hafi upphaflega verið ráðin „póli- tískur" aðstoðarmaður. Telur Ólafur Ragnar Grímsson að Þorkell Helga- son sé síður traustsins verður? Ósannindi enn Ólafur Ragnar Grímsson getur ekki sagt satt. í viðtali við Stöð 2 sagði hann að óheimilt væri að veita þeim leyfi frá opinbemm störfum sem réðust til starfa sem fram- kvæmdastjórar eftirlitsstofnunar EFTA, og átti þá við Bjöm Friðfinns- son, ráðuneytisstjóra, sem fengið hefur launalaust leyfi til að gegna því starfi. Ólafur taldi sig vita fyrir víst að slíkir aðilar yrðu að skera á öll tengsl við embættiskerfi heima- landsins og segja starfí sínu lausu. Þetta er ósatt. Knut Almestad er einn af nýráðnum framkvæmdastjór- um eftirlitsstofnunar EFTA. Hann er í launalausu leyfi frá norska utan- ríkisráðuneytinu. Pekka Sáila er annar nýráðinn framkvæmdastjóri eftirlitsstofnunar EFTA. Hann er í launalausu leyfí frá fínnska utanríkisráðuneytinu. Allt samkvæmt fullum heimildum. Ósannindi enn og aftur Ólafur Ragnar Grímsson getur ekki sagt satt. í grein í Morgunblað- inu sl. föstudag segir hann það lygi- mál að hann hafi verið ijarverandi frá starfi prófessors við félagsvís- indadeild Háskóla íslands lengur en fímm ár. Það er ekki lygimál. Ólafur hefur verið fjarverandi nú í fímm ár sam- fleytt en samtals hefur hann verið ijarverandi úr prófessorsstarfí og haldið starfínu í á níunda ár. Það er tæplega einu ári lengur en það hámark sem félagsvísindadeild Há- skóla íslands samþykkti á fundi árið 1991. í viðtali við Stöð 2 þann 18. ágúst sl. neitaði Ólafur að kannast við að félagsvísindadeild Háskóla íslands hafí nokkuð ályktað um sín mál. Það er með algjörum ólíkindum. Ólafur Ragnar sendi deildinni bréf með beiðni um framlengingu á launalausu leyfi frá störfum bæði 12. júní 1991 og aftur árið 1992. Það er með ólík- indum ef hann veit ekki hvernig bréf- in voru afgreidd! Þann 4. september árið 1992 var bókaður deildarfundur í félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Tekin var fyrir beiðni Ólafs Ragnars Grímsson- ar um að framlengja launalaust leyfí frá prófessorsstörfum um enn eitt ár til viðbótar. Vísað er til bréfs um sama efni frá sama manni dagsett 12. júní 1991 og afgreiðslu þess þá svo og til samþykktar deildarinnar frá því fyrir einu ári um hámarks- lengd fjarveru úr starfi. Samþykkt var tillaga frá deildar- forseta um að veita Olafi viðbótar- leyfi frá 1. ágúst 1992 til 1. ágúst 1993. Tillagan er samþykkt með sextán atkvæðum gegn þremur. Að því loknu lagði deildarforseti fram tillögu um að í samræmi við sam- þykkt deildarinnar frá því fyrir einu ári síðan verði slíkt leyfi til Ólafs Ragnars Grímssonar ekki framlengt frekar. Sú tillaga var samþykkt með fímmtán atkvæðum gegn fjórum en fimm atkvæðaseðlar voru auðir. Þetta jafngildir því að deildin segi Ólafí Ragnari Grímssyni upp störfum með eins árs fyrirvara. Engu að síð- ur sat Ólafur Ragnar Grímsson í starfinu nærfellt allan uppsagnar- frestinn! Er trúlegt, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekkert um það vitað? Fagurt fordæmi? Lög um Stjórnarráð íslands heim- ila ráðherra að ráða sér einn aðstoð- armann tímabundinni ráðningu. „ Að því loknu lagði deildarforseti fram til- lögu um að í samræmi við samþykkt deildar- innar frá því fyrir einu ári síðan verði slíkt leyfi til Ólafs Ragnars Grímssonar ekki fram- lengt frekar. Sú tillaga var samþykkt með fimmtán atkvæðum gegn fjórum ert fimm atkvæðaseðlar voru auðir.“ Ólafur Ragnar Grímsson réði sér þijá. Már Guðmundsson var ráðinn hag- fræðimenntaður aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar í fjár- málaráðneytinu þann 1. október 1988. Már aðstoðaði Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þar til í maí 1991 en þá hvarf aðstoðarmað- urinn til fyrri starfa í Seðlabankan- um. Svanfríður Jónasdóttir var ráðin til starfa sem aðstoðarmaður Ólafs Ragnars í íjármálaráðuneytinu þann 12. október 1988. Hún lauk starfi í maímánuði árið 1991 við stjórnar- skipti. Mörður Árnason var ráðinn til aðstoðar Óiafi Ragnari Grímssyni sem fjölmiðlafulltrúi hans þann 15. júlí 1989. Hann hætti aðstoðinni í maí 1991. Lungann úr starfstíma Ólafs Ragnars Grímssonar í íjármálaráðu- neytinu hafð hann þrjá aðstoð- armenn þó lögin um Stjómarráð ís- lands heimiluðu honum aðeins einn. Þetta er fordæmi Ólafs Ragnars Grímssonar og enginn brestur finnanlegur í siðferðisbjarginu í bijósti hans, eða hvað? Nokkur orð í lokin Árið 1987 var ég kjörinn til þings á ný eftir að hafa verið utan þings í fjögur ár. Ég var þá framkvæmda- stjóri Norræna féiagsins á íslandi. Ég sagði þá því starfí lausu, öfugt við það sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði hjá félagsvísindadeild Háskóla Islands þegar hann var endurkjörinn á þing. Stjóm Norræna félagsins óskaði eftir að ég héldi áfram störfum í hlutastarfi. Gerður var nýr ráðning- arsamningur. Ég var aðeins ráðinn milli þinga félagsins þannig að sér- hver ný stjórn gat ráðið nýjan fram- kvæmdastjóra frá fyrsta starfsdegi án þess að þurfa að segja mér upp fyrst. Þessi ráðningarsamningur var einu sinni endurnýjaður'og í bæði skiptin samþykktur einróma. I Norræna félaginu og í stjórn þess er fólk úr öllum flokkum. Ég eignaðist marga vini þar og stjóm Norræna félagsins þurfti ekki að álykta að tími væri til kominn að ég færi til þess að losna við mig. Öfugt við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands gagnvart Óiafi Ragnari Gríms- syni. Sighvatur Björgvinsson. Mér er gleðiefni að Ólafur Ragnar Grímsson skuli loksins fást til að við- urkenna kosti Þorkels Helgasonar og hæfileika hans til að gegna starfi ráðuneytisstjóra eins og hann gerir í Morgunblaðinu sl. föstudag. Það eina sem Ólafur Ragnar virðist fínna Þorkeli til foráttu er að hann hafi tengst vináttuböndum við mig. Það eitt geri hann óhæfan til embættis!! Ólafur Ragnar Grímsson hefur marga kosti sem stjórnmálamanður. Hins vegar er skapferli og starfsað- ferðum hans svo farið að við hæfi er að ljúka þessum orðaskiptum við hann með tilvitnun í þá ágætu bók, íslandsklukkuna: „Minn herra á öngvan vin.“ Ólafur Ragnar Grímsson er samt enginn Arnas Arnæus. Höfundur er viðskiptaráðherra. Rokksýning verður sett upp á Hótel íslandi á næstunni 12 söngvarar kom fram ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja upp rokksýninguna Rokk ’93 á Hótel Islandi og verður frumsýningin laugardaginn 4. septem- ber nk. „Þetta er sama sýning og sett var upp á Broadway fyrir 10 árum og sló þá rækilega í gegn. Þá varð að hætta sýningum fyrir fullu húsi og höfum við fengið fjölmargar áskor- anir um að taka sýninguna upp aftur,“ sagði Ólafur Laufdal veitingamaður á Hótel Islandi í samtali við Morgunblaðið. Þegar sýningin var fyrst sett upp á veitingahúsinu Broadway fyrri hluta árs 1983 átti hún að- eins að vera í eitt skipti en undir- tektir voru svo góðar að hún var sýnd til vors og komu mörg þús- und manns á sýninguna. Að sögn Ólafs Laufdal koma flestir sömu söngvarar fram að þessu sinni, ails 12 söngvarar. Þeir eru: Anna Vilhjálms, Astrid Jensen, Mjöll Hólm, Berti Möller, Einar Júlíus- son, Garðar Guðmundsson, Harald G. Haralds, Siggi Johnny, Sigurdór Sigurdórsson, Stefán Jónsson, Þor- steinn Eggertsson og Þór Nilsen. „Þetta er gamla rokklandsliðið," segir Ólafur Laufdal. Hyómar leika fyrir dansi Stórhljómsveit Gunnars Þórðar- sonar leikur undir með söngvurun- um, en hljómsveitina skipa auk Gunnars þeir Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen, Jón Kjell, Rúnar Georsson og Einar Scheving. Á eftir sýningu verður dansleikur, þar sem fyrsta bítlahljómsveit ís- lendinga, Hljómar, leikur fyrir dansi. Kynnir verður Þorgeir Ást- valdsson, eins og fyrir 10 árum. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð fyrir sýninguna og kostar hún ásamt sýningunni 3.900 krón- ur. Miðasala er hafín á Hótel ís- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.