Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 52

Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 52
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK slm 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Beðið eftir pabba 3.559 manns tóku þátt í Reykja- víkurmaraþoninu á sunnudaginn, fleiri en nokkru sinni fyrr. Meðal áhorfenda var þessi unga telpa, Malena Þórisdóttir, sem beið föð- ur síns, Þóris Brynjólfssonar, við endalínuna. Þórir lét ekki bíða eftir sér lengur en nauðsynlegt var og varð fimmti í hálfmara- þoni. Sjá nánar bls. B/7 Viðræður Norðmanna og íslendinga um veiðar í Barentshafi hefjast í Stokkhólmi í dag Reynt að semja iim stöðvun smáfískadráps til bráðabirgða Mörg íslensku skipanna eru á heimleið Stokkhólmi. Frá Ólafi Þ. Stephensen, hladamanni Morgunblaðsins. VIÐRÆÐUFUNDUR Norðmanna og íslendinga vegna deilunnar um fiskveiðar í Barentshafi hefst í Stokkhólmi í dag. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja útilokað að málið verði leyst í heild sinni á fundinum, til þess sé það of flókið og viðamikið. Hins vegar er talið líklegt að ríkin reyni að ná samkomulagi til bráðabirgða, sem tryggi að íslenzku togararnir í Barentshafi stundi ekki smáfiskadráp. Fundur sendinefnda ríkjanna hefst í norska sendiráðinu í Stokk- hólmi um þijúleytið í dag, og ráð- gert er að hann standi ekki lengur en í þrjár til fjórar klukkustundir, enda eru norsku ráðherrarnir tíma- bundnir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ólíklegt að á þess- um stutta tíma takist að ná heildar- samkomulagi um lausn jafnflókins og viðkvæms deilumáls og veiðar íslenzku togaranna í „Smugunni" eru. Hins vegar telja menn líklegt að reynt verði að ná bráðabirgða- samkomulagi, sem tryggi að íslenzk- ir togarar stundi ekki smáfiskadráp á uppeldissióðum Norður-íshafs- þorsksins. Samkomulag af því tagi gæti samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins orðið í formi gagnkvæms samnings um að taka sama tillit til fiskverndarsjónarmiða við úthafs- veiðar og gert er við veiðar innan lögsögu hvors ríkis um sig. Ef slíkur samningur verður gerður gætu lög um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi íslands frá 1976 orðið virk í þessu sambandi og hægt yrði að beita þeim til þess að banna íslenskum skipum veiðar í Barentshafi. Framhaldsviðræður á breiðum grundvelli Að fengnu bráðabirgðasamkomu- lagi með vísan til fiskvemdarsjón- armiða, sem báðir aðilar gætu sætt sig við, er sennilegt að samningavið- ræðum verði haldið áfram til lengri Stefnir í 380 millj. tap Flugleiða Breytingar á áætlunarflugi til Gautaborgar og Amsterdam fyrirhugaðar FLEST bendir nú til þess að verulegt tap verði af rekstri Flugleiða á þessu ári. I endurskoðaðri rekstraráætlun félagsins frá síðastliðnu vori var gert ráð fyrir 180 milljóna króna rekstrarhalla, en nú er útlit fyrir að hann verði tvöfalt meiri eftir því sem Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið. Ahrif geng- > isfellingarinnar í júní sl. eru óveruleg, enda er hlutfall tekna og gjalda Flugleiða í íslenskum krónum nyög svipað. Á aðalfundi Flugleiða í mars síð- astliðnum sagði Sigurður Helgason að áætlanir gerðu ráð fyrir að rekst- ur félagsins yrði í járnum á þessu ári. Eftir endurskoðun rekstrar- áætlunar í vor var gert ráð fyrir 180 milljóna rekstrarhalla á árinu, en nýjustu upplýsingar úr rekstri gefa til kynna að endanlegt tap ársins kunni að verða tvöfalt meira eða um 360 milljónir króna. Sigurður sagði að Flugleiðir hefðu ekki náð þeirri sætanýtingu sem gert var ráð fyrir og átti að eyða áhrifum lækkandi fargjalda á árinu. Vantar 17.000 farþega „Flugleiðir fluttu á síðasta ári um 650.000 farþega í millilanda- flugi og var gert ráð fyrir nokkurri aukningu á þessu ári. Annars vegar var stefnt að henni með betri sæta- nýtingu og hins vegar með nýjum flugleiðum, m.a. á milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Það sem af er sumri vantar um 17.000 farþega upp á áætlun,“ sagði Sig- urður. í kjölfarið hafa Flugleiðir ákveðið nokkrar breytingar á vetr- aráætlun félagsins. Þannig verður flug til Gautaborgar tvisvar í viku lagt niður og eftir áramót verður vikulegum ferðum til Amsterdam fækkað úr fjórum í þijár. Stöðugildum hjá Flugleiðum hef- ur fækkað um 110 á einu ári og að sögn Sigurðar verður haldið áfram að reyna að fækka starfs- fólki án þess að grípa þurfi til fjölda- uppsagna. tíma. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja íslenzk stjórn- völd nauðsynlegt að fara yfir vítt svið í slíkum viðræðum og ræða ýmis hagsmunamál varðandi sam- skipti íslands og Noregs í sjávarút- vegsmálum. Fyrir sendinefnd íslendinga fara þeir Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra og Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra. Norskir starfsbræður þeirra, Johan Jörgen Holst utanríkisráðherra og Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráð- herra, fara fyrir norsku sendinefnd- inni. Skip á heimleið Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru áframhaldandi veiðar íslenskra skipa í Smugunni yfir helg- ina og í gær, þrátt fyrir hátt hlut- fall smáfisks í afla, taldar hafa skað- að samningsstöðu Islands í viðræð- unum sem hefjast í dag. 1 gær sendi framkvæmdastjórn LÍU togaraskip- stjórunum í Smugunni og útgerðum skipanna skeyti um að það myndi ekki skaða samningsstöðu íslend- inga þótt skipin hættu veiðum í Smugunni og sneru heim á leið. Tveir togarar, Ljósafell og Sigl- firðingur, héldu af stað heim á sunnudagskvöld og fleiri voru á heimleið í gær, a.m.k. átta. Akur- eyrin var norðarlega í Smugunni í gær en hafði engan afla fengið. Sturla Einarsson skipstjóri sagði að óvíst væri hvenær þeir hættu veiðum á svæðinu. Sjá einnig fréttir á bls. 2 og 20. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Um 50 þúsund fylgdust með Björk á Wembley UM 50 þúsund manns fylgdust með þegar Björk Guðmundsdóttir hit- um að undanfömu. Plata Bjarkar stígur nú örugglega upp bandaríska aði upp fyrir írsku hljómsveitina U2 á Wembley-leikvanginum í Lundún- breiðskífulistann og hefur nú selst í um 500 þúsund eintökum. um á laugardag. Mikið hefur verið fjallað um Björk í breskum fjölmiðl- Sjá einnig bls. 7: „Hálf milljón eintaka..." Þorsk- stofninn minnkar á kulda- skeiðum SVEIFLUR í veðurfari og þorsk- afla við Island virðast hafa farið saman á árunum 1600 til 1900 samkvæmt rannsóknum Jóns Jónssonar, fyrrum forstjóra Haf- rannsóknastofnunar. Rannsóknir Jóns sýna, að í kjölfar hafísára og kulda hefur þorskafli á um- ræddu tímabili dregizt saman. Rannsóknir frá Noregi benda til *^að það sama eigi við þar. Þessar upplýsingar komu fram á alþjóðlegri ráðstefnu um þorskinn og áhrif veðurfars á vöxt hans og við- gang, en ráðstefnan er haldin í Reykjavík. Þar kom ennfremur fram að allt fram á þessa öld var það veð- urfarið, sem hafði mest áhrif á þorsk- stofninn og það er ekki fyrr en kem- ur fram á þessa öld að veiðar fara að hafa afgerandi árhrif á vöxt og viðgang fiskistofnanna. Sjá bls. 26: „Fylgni milli...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.