Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 4 Um fimm hundruð Islendingar sóttu mótið og fylgdu íslenzku keppendunum fast eftir. Heimsmeistaramótið í Spaarnwoude í Hollandi Islendíngar höfðu Þjóðverja undír í baráttunni um gullin Fern gullverðlaun og tvenn silfur þegar liðið náði besta árangri sem náðst hefur Hestar Valdimar Kristinsson Fern gull og tvenn silfur var uppskera íslendinga á heims- meistaramótinu í Spaarnwoude í Hollandi. Er þetta tvímælalaust besti heildarárangur okkar manna frá upphafi og tókst nú að leggja helstu keppinautana Þjóðverja að velli, en þeir hlutu þijú gull og eitt silfur. Sigur- björn Bárðarson sem keppti á Höfða frá Húsavík vann þrenn gullverðlaun, í fimmgangi, gæð- ingaskeiði og varð stigahæstur keppenda. Hinrik Bragason vann svo gullið í 250 metra skeiði. Þá var árangur kynbótahrossanna vel viðunandi, tvenn gull af fjór- um mögulegum. Allt gekk upp Frammistaða íslenska liðsins var hreint út sagt frábær og langt fram yfir það sem vænst var. Þar kemur tvennt til, í fyrsta lagi voru allir hestarnir í góðri uppsveiflu og knap- amir í góðu jafnvægi og í öðru lagi voru sumir keppinautanna ekki eins sterkir og búist hafði verið við. Allar áætlanir íslendinga gengu vel upp frá byijun til enda og mikil stemmn- ing ríkti meðal íslendinga á móts- staðnum en þeir voru á að giska fimmhundruð. Sigurbjöm sigldi af miklu öryggi í gegnum allar greinar þótt ýmsir teldu,að Höfði hefði sést betri í fimmgangi. Þá fór Sigurbjörn með hann í fyrsta skipti í 250 metra skeiðið en það hafði hann aldrei gert áður. Sagðist Sigurbjörn ekki einu sinni hafa lagt hann á móti öðmm hesti í ftjálsri reið. í fyrri umferðinni náðu þeir 23,4 sek. en eftir for- keppni í fimmgangi var ljóst að hann yrði að gera betur í seinni umferð- inni. Þá skeiðaði Höfði á 23,03 sek. og ljóst að sigur í stigakeppninni var í höfn. Sigurinn í gæðingaskeiðinu var pottþéttur eins og búist hafði verið við en það var raunar eina greinin þar sem reiknað var með öruggum sigri. Sigurður V. Matthíasson á Þráni, númer fimm í Atli Guðmundsson á Reyni frá Hólum, þriðja sæt- fjórgangi. ið í fimmgangi. Einar Öder Magnússon á Funa frá Skálá sýndi mikið harðfylgi í töltinu er hann vann sig upp í annað sæti í úrslitum þótt ekki ætti hann mögu- leika á að sigra Jolly Schrenk á hin- um stórbrotna Ófeigi sem enginn veit hvaðan er. Það ríkti nokkur eftir- vænting um hver yrði árangur Ein- ars í fimmgangi því Funi hefur á stundum verið fjórtaktaður á skeið- inu. í forkeppninni gáfu þýsku dóm- ararnir honum, líklega réttilega, 0 fyrir skeið. í úrslitunum voru þeir enn við sama heygarðshornið og töldu margir að þar hafi klárinn Baldvin A. Guðlaugsson á Nökkva, númer fimm í tölti Reynir Aðalsteinsson á Skúmi, númer þijú í slak- taumatölti. skeiðað og átt að fá einkunn. Þetta var erfiður dagur hjá þeim Einari og Funa því strax að loknum fimm- gangsúrslitum beið þeirra þátttaka í töltúrslitunum. Funi stóðst raunina þótt sjá hefði mátt þreytumerki á honum í lokin. Þá var dagurinn ekki síður erfiður Reyni Aðalsteinssyni og Skúmi frá Geirshlíð. Þeir tóku þátt í B-úrslitum í fimmgangi um morguninn sem þeir unnu í sem aft- ur þýddi að þeir þurftu að mæta í A -úrslitin síðar um daginn. Daginn áður höfðu þeir unnið i B-úrslitum í tölti T-2 og voru því með í A-úrslitum þar á sunnudeginum. Þá bjó Skúmur vel að öllum fjallaferðunum sem hann hefur farið í á undanfömum árum. Vann Reynir sig upp í annað sæti í fimmgangi og þriðja sæti í tölti í T-2. Virtist Skúmur stöðugt bæta sig mótið út í gegn. Sigurbj örn gaf þriðja sætið I í skeiðinu Hinrik Bragason keppti í 250 metra skeiði og gæðingaskeiði. Fyr- irfram var reiknað með að hann ætti góða möguleika í 250 metrunum og tryggði hann sér sigurinn í öðrum spretti eftir að hafa misst Eitil upp í fyrsta spretti. Vera Reber, Þýska- landi, varð önnur á hinum tvítuga Frosta frá Fáskrúðarbakka og fyrr- um heimsmeistari í greininni, Ulf Lindgren, Svíþjóð, á Hrafnkatli, þriðji. Var þetta nánast eftir bókinni en í raun átti Sigurbjörn þriðja sæti ef reglunum hefði verið fylgt. Þar segir að aðeins skuli nota einn auka- staf aftan við kommu en Hrafnketill var á 22,97 sek. og var því hækkað- ur upp í 23 sek. en Höfði var á 23,03 og lækkaður niður í 23 sek. og þar sem hann hafði betri næstbesta tíma bar honum sætið. Sigurbjöm sagðist hinsvegar ekki geta tekið við verð- launum vitandi að Ulf og Hrafnket- ill væru í raun með betri tíma og eftirlét honum því verðlaunin. Sann- j ur íþróttamaður Sigurbjörn. j Atli Guðmundsson á Reyni frá Hólum varð þriðji í fímmgangi og er það í góðu samræmi við vænting- arnar. Hann hefði allt eins getað verið í efsta sætinu, kannski verið spurning um dagsformið. Knapamir á fjórgangshestunum, þeir Baldvin Ari Guðlaugsson á Nökkva frá Þverá og Sigurður Matt- híasson á Þráni frá Gunnarsholti, gerðu betur en þeim hafði verið ætl- • að. Í sannleika sagt var ekki búist, við neinum sérstökum árangri en báðir komust þeir í A-úrslit í fjór- gangi og Baldvin komst einnig í A-úrslit en Sigurður var þar í B- úrslitum. Sigurður, sem var eini nýl- iðinn, stóðst fmmraun sína á heims- meistaramóti með mikilli prýði og greinilegt að þar er taugakerfíð í góðu lagi. Tölthomið í járngreipum Þjóðverja Þjóðveijar komu ekki eins sterkir frá þessu móti eins og því síðasta. L Nú sem fyrr bára þeir höfuð og herð- ^ ar yfír aðrar þjóðir í fjórgangi og tölti en helst voru það íslendingar sem veittu þeim einhverja keppni auk r Maaike Burggrafer hinnar hollensku I sem er mörgum íslendingnum að r góðu kunn. Vann hún sig upp úr I B-úrslitum í báðum greinum í þriðja \ sæti og var hún að vonum vinsæl 1 meðal mótsgesta. Enn einu sinni í vinna Þjóðveijar tölthornið eftirsótta \ og var ekki að sjá að þeir ættu í c neinum vandræðum með það. Norð- i urlandaþjóðimar komu ekki sérlega e vel út úr mótinu, Svíarnir heldur lak- I ari en síðast en þó með menn í verð- { launasætum í fjóram greinum og s stigakeppninni. Danir komust aðeins c á pall í hlýðnikeppninni og Norðmenn s voru alveg út úr kortinu nema í kyn- t bótasýningunni. Finnar virðast held- \ ur vera að sækja í sig veðrið. Þijár þjóðir bættust nú í hóp þáttökuþjóða, I Færeyingar og Lúxemborgarar voru I með einn keppanda og Slóvenar, sem < kepptu sem gestir, voru með tvo \ keppendur. I Meiningarmunur milli | kynbótadómara I kynbótasýningunni stóðu tvö af < kynbótahrossunum frá íslandi efst. Léttir frá Grandarfírði varð efstur ' stóðhesta 5 og 6 vetra með 7,88 ' fyrir byggingu og 8,22 fyrir hæfi- leika og 8,08 í aðaleinkunn. Næstur I kom Ringo frá Ringerik í Noregi 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.