Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1993 5i Varði doktorsritgerð Morgunblaðið/Þorkell Við stjórnarráðið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Blöndal samgönguráð- herra með kínversku sendinefndinni. Rætt um að stofna kínverskt-íslenskt fyrirtæki í Kína OPINBER kínversk sendinefnd frá fylkinu Hebei sem hér er stödd í boði ríkisstjórnar íslands hefur viðrað þær hugmyndir sinar að kín- verskir og íslenskir aðilar stofni saman fyrirtæki um margvíslegan iðnrekstur í Kína. Rætt hefur verið um að stofnað verði eitt fyrirtæki fyrir ýmsa starfsemi, t.a.m. á sviði ullarvinnslu, fiskeldis, fjarskipta, vega- og hafnargerðar. Sendinefndin átti fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Blöndal í gær. Fyrstu tillögur sendinefndarinnar lúta að samstarfi um vegagerð í Kína og bjóðast Kínverjar til að fjármagna hana og undirbúa framkvæmdir hennar að nokkru leyti. Um er að ræða byggingu hraðbrauta til fólks- flutninga fremur en vöruflutninga, að sögn Þórhalls Jósepssonar, deild- arstjóra í samgönguráðuneytinu. Skoða innlend fyrirtæki Kínversku nefndarmennimir létu í ijós þann vilja sinn á fundi með Halldóri Blöndal samgönguráðherra að ljúka sinni heimsókn með undirrit- un viljayfírlýsingar um þessar fram- kvæmdir. Að baki fyrirtækinu myndu standa opinberir aðilar og einkaaðil- ar. Nefndarmenn munu skoða ullar- framleiðslu í landinu, fiskeldi og út- gerðarfyrirtæki. Þá munu þeir fara til Akureyrar og vilja þeir koma á vinabæjatengslum milli Akureyrar og Hebei-fylkis í heild. Þórhallur kvaðst eiga von á að það skýrðist á þessu ári hvort eitthvað yrði af þessu samstarfí.’ Tilgangur með komu sendinefndarinnar hingað til lands var að ræða þessi mál við íslensk stjómvöld, en héðan heldur vallarþekkingu á stærðfræði, tekið ákvörðun um hvern hann á að kjósa til að leysa þessi mál. Þetta eru miklu flóknari vandamál en fólk þurfti að takast á við fyrir fimmtíu árum. Gæðastjórnun krefst þekkingar á stærðfræði Vinnustaðirnir eru líka að breyt- ast. Það er krafa hjá sumum stómm fyrirtækjum að allir starfsmenn hafí grundvallarskilning á töluleg- um upplýsingum því þær eru stór þáttur í gæðastjórnun. Hvað sem maður vinnur við í þess háttar fyrir- tæki verður maður að geta séð hvort gæði þess verks sem maður skilar sé komið niður fyrir ákveðið gæðastig. Til þess þarf maður að geta lesið tölur. Þess vegna hafa stórfyrirtæki eins og t.d. Ford-sam- steypan ákveðið að senda alla starfsmenn sína á námskeið í stærðfræði." - Til að ná því marki, sem þú ræðir um hlýtur eitthvað meira að þurfa að koma til en að breyta mati á námsárangri nemenda. „Þetta mat, sem ég hef rætt um, er aðeins hluti af stærra kerfi. Annar mikilvægur þáttur er að kenna kennurunum og það er nauð- synlegt að þeir trúi á þetta. Annað atriði er breytingar á kennslubók- um þannig að markmið séu skýr og tölvur þurfa að vera aðgengileg- ar fyrir nemendur. Við verðum einnig að fá samþykki og skilning almennings, foreldra, löggjafa og yfirvalda til að þessar hugmyndir nái fótfestu og geti breiðst út.“ SP nefndin til írlands i sömu erinda- gjörðum. Reyndar viðrar sendinefnd- in þessar hugmyndir sínar ekki við aðra en íslendinga og íra. Þann 24. nóvember síðastlið- inn varði Gísli Guðmundsson doktorsritgerð sína við fylkishá- skólann í Tempe, Arizona. Titill ritgerðarinnar er: Effect of pressure on the ferric/ferrous ratio in tholeiitic basaltic melts: An experimental study. Ritgerðin samanstendur af þrem- ur greinum, sem byggðar eru á niðurstöðum sjálfstæðra bergfræði- rannsókna. Greinarnar hafa verið eða er verið að birta í erlendum vísindatímaritum. Fyrsta greinin fjallar um aðferð við að mæla súr- efnisþrýsting í sýnahylkjum sem notast er við í bergfræðitilraunum, sem framkvæmdar eru við tiltölu- lega hátt- hitastig (>1200°C) og háan þrýsting. Aðferðin byggir á því að járn (Fe) hefur mikla til- hneigingu til að hvarfast við platin- ummálm (Pt), og við ákveðið hita- stig og þrýsting er samsetning (Fe- Pt) málmblöndunnar aðeins háð súrefnisþrýstingi. Ef sambandið milli virkni og samsetningar á járni í málmblöndunni er þekkt, er hægt að reikna út gildi fyrir ríkjandi súr- efnisþrýsting út frá samsetningu málmblöndunnár. Þessi aðferð er mjög hentug við bergfræðitilraunir þar sem járnið kemur frá sýninu sem verið er að rannsaka og sýna- hylki eru yfírleitt framleidd úr plat- inummálmi. Aðferðin hefur verið þekkt lengi og hafa margar vísinda- greinar fjallað um hana, en hún er fyrsta sinnar tegundar sem leyfir nákvæma útreikninga á súrefnis- þrýstingi. Önnur greinin fjallar um sam- setningu gasa í kerfinu kolefni-súr- efni við 1400°C og 15 kílóbör, sem fall af súrefnisþrýstingi. í þessu kerfi er kolmónoxíð (CO) innihaldið hæst við grafít mettun, en við auk- inn súrefnisþrýsting eykst hluti koldíoxíðs (C02). Tilgangurinn með rannsókninni var að afla varma- fræðilegra gagna um CO og Co2. Þriðja og síðasta greinin fjallar um áhrif heildarþrýstings á hlutfall- ið milli þrígilds og tvígilds járns í kviku (bráð). Við ákveðið hitastig, þrýsting og samsetningu er hlutfall- ið háð súrefnisþrýstingi kvikunnar. Niðurstöðurnar sýna að ef kvika rís frá upptökum til yfirborðs jarðar, við ákveðinn súrefnisþrýsting, mun hlutfallið milli þrígilds og tvígilds járns aukast. Þessar niðurstöður gefa mjög mikilvægar upplýsingar um eiginleika þrígilds jáms í kviku. Við þessa rannsókn nýttust bæði aðferðir og niðurstöður sem fengust í fyrstu tveimur greinunum mjög veL Á tímabilinu frá 1986 til 1988 starfaði Gísli við rannsóknir sem tengdust ræktun kvars-kristalla. í nútíma tækni em kvars-kristallar mjög mikilvægir og gildir þá miklu að hafa þá sem hreinasta. Gísli starfaði að rannsóknum sem beind- ust að því að koma í veg fyrir Dr. Gísli Guðmundsson myndun ákveðna efnasambanda, sem myndast iðulega við ræktun kvars-kristalla. Frá hausti 1990 til vors 1992 starfaði Gísli við rann- sóknir við háskólann í Bristol, Eng- landi. Þær fólust m.a. í því að mæla hlutfall þrígilds og tvígilds járns í náttúrulegun granötum. Markmið þessara rannsókna var að afla upplýsinga um súrefnisþrýst- ing ofarlega í möttlinum, þar sem þesir granatar mynduðust. Frá júní 1992 hefur Gísli starfað við Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Gísli er giftur Jóhönrið^ Einarsdóttur og eiga þau þijú böm. Endurbyggðu síðasta torfbæinn 1 byggð Stekkjarkot opnað við hátíðlega athöfn Njarðvík. STEKKJARKOT, síðasti torfbærinn í byggð í Njarðvík hefur nú verið endurbyggður í sinni upphaflegu mynd og var hann opnaður almenningi til sýnis við hátiðlega athöfn 18. ágúst sl. að viðstöddum forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Endurbygging bæjarins hófst í maí sl. og var stuðst við likan af Stekkjarkoti sem gert var af Gísla Björgvini Magnússyni, einum af síðustu íbúum bæjarins. Endurbyggingin var kostuð af Atvinnuleysistryggingasjóði og Njarð- víkurbæ og unnu 15 handverksmenn af atvinnuleysisskrá bæjarins við endurbygginguna. Við þetta tækifæri fluttu Ingólfur Bárðarson forseti bæjarstjórnar og Kristján Pálsson ávörp og kom fram hjá Kristjáni að bærinn Stekkjarkot væri hluti af sögu Njarðvíkinga og Suðurnesjamanna. Það væri von Njarðvíkinga að notkun bæjarins yrði sem íjölbreyttust, sem byggða- safn, sem kennslustaður fyrir grunnskóla um lifnaðarhætti fyrri tíma, sem skoðunarstaður fyrir ferðamenn og jafnvel sem gististað- ur fyrir hópa sem vildu fá tilfinn- ingu fyrir því við hvaða aðstæður þurrabúðarmenn lifðu. Talið er að Stekkjarkotsbærinn hafí verið reistur snemma á síðustu öld sem þurrabúð sem var íveru- staður fijálsra sjómanna. Þeir áttu ekki landið en leigðu af bændum skika undir hús og fengu aðgang að sjó. Slík hús voru reist víða um land í kringum aðsetur kaupmanna og voru víða fyrsti vísirinn að mynd- un sjávarplássa nútímans. Búið var í Stekkjarkoti allt til ársins 1924 og er nýi bærinn reistur á rústum þess gamla. Hann samanstendur af 19 fermetra baðstofu, 12 fer- metra gangi, 10 fermetra útihúsi og 8 fermetra kjallara - alls 41 fer- metri. Oft var gestkvænt í Stekkjar- koti og algengt að þar væru 6-7 næturgestir. -BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fólk klæddist fötum sem lýstu tíðarandanum þegar Stekkjakot var og hét. Frá vinstri: Ingólfur Bárðarson, forseti bæjarsljórnar, Einar Már Jóhannsson, Helga Ingimundarsdóttir, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, Tryggvi Hannesson, en hann var aðalsmiður Stekkjarkots, Helga Óskarsdóttir og Kristján Pálsson. Krislján Pálsson ávarpaði gesti í tilefni af opnun Stekkjarkots. Verðlækkanir á nautakjöti skila sér ekki til neytenda Sala á lambakjöti 1.300 tonnum minni en á síðasta verðlagsári VERÐLÆKKANIR bænda og afsláttur á nautakjöti hafa ekki slrilað sér til neytenda, segir í skýrslu um sölu á nautakjöti. Aðalfundir Landssambands kúabænda og Landssamtaka sauðfjárbænda hófust í gær og mun Ijúka í dag. Á báðum aðalfundunum ber hæst mark- aðs- og sölumál. Hjá sauðfjárbændum stefnir allt í að greiðslumark, öðru nafni framleiðsluheimildir, fyrir verðlagsárið 1994/1995 verði um 7.800 tonn og er það lækkun um 350 tonn frá yfirstandandi verðlagsári. Hjá kúabændum hefur framleiðsla á nautakjöti verið töluvert meiri en eftirspurn skv. skýrslu, sem lögð var fram á fund- inum í gær. í skýrslu stjórnar Landssam- taka sauðfjárbænda, sem lögð var fram í gær, segir m.a: „Ekki er því að neita að staða og fram- tíð sauðfjárræktarinnar er nokk- uð óljós um þessar mundir. Bændur hafa tekið á sig þungar byrðar, sem erfitt er að axla. Ýmislegt gefur þó von um betri tíð.“ í skýrslunni er einnig lögð áhersla á að nýta skuli þá kosti, sem búvörusamningurinn býður upp' á, í stað þess að hvetja til að honum verði breytt. Birgðir um 1.600 tonn í skýrslu samstarfshóps um sölu á lambakjöti kemur fram að sala kindakjöts á innanlandsmarkaði verðlagsárið 1992/1993 er áætluð rúmlega 7.100 tonn en það er um 1.300 tonnum minna en árið áður og líklegt er -að birgðir verði um 1.600 tonnþann 1. september næst- komandi. I sömu skýrslu kemur einnig fram að niðurgreiðslur á þessu verðlagsári séu fjórum sinn- um minni en á því síðasta og um 40% af niðurgreiðslum árin þar á undan. Offramboð á nautgripakjöti í skýrslu um sölu á nautgripa- kjöti segir: „Erfitt er að spá ná- kvæmlega um sölu [á nautgripa- kjöti] það sem eftir er af þessu ári, ræður þar mestu hver þróun verður í sölu á kindakjöti og svína- kjöti, en líklegt er að þar verði um talsvert offramboð að ræða.“ Síðar segir einnig að verðlækkanir bænda og afsláttur hafi ekki skilað sér nægjanlega til neytenda. 33. leikvika, 21. • 22. ágúst 1993 Nr. Leikur: RbOin: 1. Svfþjóð- Frakkland 2. Lulcá - Brommapojkama 3. OPE - A. Föreningen - X - - X - • - 1 4. GIF Sundsv. - Djiirgárdcn 1 - - 5. UMEÁ - Sirius 1 - - 6. Mjállby - Skövde 1 - - 7. Uddevaiia - Lund 8. Ipswich Town -Chdsea 9. Leeds - Norwich - 2 10. Sheff. Wed. - Arsenal - - 2 11. Swindon - Liverpool - - 2 12. Tottenham - Man. City 1 - - 13. Wimbledon - Aston Viila - X - HeUdarvinningsupphæðin: 82 milljón krónur | 13 réttir: 12 ríttir: 11 ríttin 10 réttin 1.825.050 J kr‘ 64.730 J\kr. 4.610 | kr- 1.130 J kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.