Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 35 Vinum Dóra líður vel Pelican gengnr aftur Hljómplötur Árni Matthíasson Blúsvinir þekkja orðið út og inn Vini Dóra, enda hafa fáar sveitir verið eins duglegar við spilirí síð- ustu misseri. Fyrir stuttu sendi sveitin frá sér safndiskinn Mér líður vel, með þrettán lögum, þar sem ýmsir góðir gestir frá Chicago troða upp, Pinetop Perkins, Chicago Beau McGraw, Billy Boy Amold, Jimmy Dawkins, Deitra Farr, Shirley King og Jimmy McCracken. Upphafs- og titillag disksins er Mér líður vel, þar sem Dóri, Halldór Bragason, og félagar í vinum Dóra, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson og Ásgeir Óskarsson, fara lipurlega með fremur veigalít- inn blús eftir Halldór. Þá taka gest- irnir við, fyrstur Billy Boy Amold. Þeir sem fylgst hafa með heimsókn- um þessara gesta minnast heim- sóknar Billys Boys með einnar mestrar ánægju, því þó hann sé ekki besti munnhörpuleikari Chicagoblúsins, er hann þar framarlega í flokki og fáir standa honum á sporði í lagasmíðum. Billy Boy á tvo blúsa á disknum og sá seinni, Trouble Blues, stendur upp- úr. Fleiri heimsóknir voru eftirminni- legar, þar á meðal Jimmy Dawkins, sem var stirður í gang, en sýndi á sér allar sínar bestu hliðar sem frábær gítarleikari og fyrirtaks söngvari. Pi- netop Perkins náði líka því besta fram í sveitinni eftir eina tónleika og á eftir- minniiegum kveðjutónleikum hans „svingaði" hún eins og hún hefði ekki gert annað en spila í einhverri Chicago- búllu í áratugi. Deitra Farr var og skemmtileg, en Shirley King, þó vel ættuð sé, er aftur á móti ekki mik- il söngkona, en þó betri en margan minnti ef marka má blúsinn Oh Johnny. Annar sem kom skemmti- lega á óvart var Tommy McCrac- ken, sem sýndi ekki síðri takta sem soulsöngvari. Ekki má svo ganga fram hjá Chicago Beau, sem skekur húsið í magnaðri útgáfu á Hoodoo Man. Stjörnu gítarleikur Guðmundar Péturssonar skín hvarvetna í gegn á disknum, sem vonlegt er, en Hall- dór Bragason sýnir að hann er kom- inn í fremstu röð blúsgítarleikara, með taugaendana tengda við strengina í hveijum snjöllum ein- leikskaflanum af öðrum. Það kann að hafa virst góð hug- mynd á pappírnum að endurvekja hljómsveitina Pelican og rúlla upp nokkrum böllum í sumar. Ekki gæti skemmt fyrir að Pétur Kristjánsson átti eftirminnilegt „comeback" sem söngvari með Sálinni fyrir jól og að í sveitina var genginn Guðmundur Jónsson, helsti popplagasmiður landsins. Þegar haustar sjá þeir sem vilja að fléttan gekk ekki upp; Pelic- an átti erfíða daga á sveitaböllum þrátt fyrir góða frammistöðu á þeim böllum sem gengu upp, og plata sveitarinnar, sem hér verður gerð að umtalsefni, er, satt best að segja, steindauð. Á plötunni Pelican, sem kom út í sumar, ber lítið á spennandi uppá- komum, enda er hinn gullni meðal- vegur þræddur af íþrótt þar sem Guðmundur Jónsson sér um lungann af lagasmíðum. Sumir hafa viljað halda því fram að á plötunni séu afgangslög Guðmundar frá Sálar- dögum hans, en því er öðru nær, því mörg laganna eru lipurlega sam- in. Hver sér það þó í hendi sér að ólíku er saman að jafna hljómsveit sem hefur þrælað saman í marga mánuði, eða tónlistarmenn, þótt góð- ir séu, sem kallaðir eru saman til að henda upp plötu og spila út sum- arið. Eins og áður segir hefur Pelican- platan selst langt undir væntingum manna, sem er nokkur synd, því hún er illskárri en margt sem selst hefur betur. Til _að mynda eru lög eins og Ástin er, Á ystu nöf, og Sofa í minn haus í góðu meðallagi og í vígahug er þokkalegt þó það detti niður eftir skarpa byrjun. Gaman hefði aftur á móti verið að fá fleiri „Pelicanlög", eins og Beggja hagur eftir Ásgeir Óskarsson og Engum líkur og Ég var ekki ég eftir Björgvin Gíslason, sem eru um margt dæmigerð fyrir Pelican fyrri ára. Morgunb./Bjami Halldðr Bragaon Nýtt Bókhaldsnám 36 klst. Ókeypis hugbúnaður innifalinn VIRÐISAUK ASKAnUR AFSTEMMINGAR, FRÁGANGUR, UPPGJÖR LeiAbeinandi: Katrín H. Ámadóttir, viftskiptafrseöingur. Leitiö nánari upplýsinga hjá Viðskiptaskólanum sími 624162 VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! RADA UGL YSINGAR 4ra herb. íbúð í Kópavogi óskast til leigu Leigutími frá 1. september. Upplýsingar í síma 42338. Málverkauppboð Gallerí Borg heldur málverkauppboð á Hótel Borg sunnudaginn 5. september. Tekið er á móti verkum daglega frá kl. 12-18. BOKG v/Austurvöll, sími 24211. Fimleikar - fögur íþrótt Innritun Innritun fimleikadeildar Gerplu hófst mánu- daginn 16. ágúst og stendur til laugardags- ins 28. ágúst. Tekið verður við beiðnum um innritun byrjenda 12 ára og yngri í síma 74925 virka daga milli kl. 14 og 21. Boðið verður uppá morgunæfingar fyrir 4ra-6 ára. Stundaskrár verða afhentar miðvikudaginn 1. september kl. 17.00-18.30 fyrir byrjendur og kl. 18.30-20.00 fyrir framhaldshópa. Athugið breytt innheimtufyrirkomulag. Greiða þarf alla önnina í upphafi tímabils. Geymið auglýsinguna! SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Málverk - Kristján Davíðsson Höfum verið beðnir að útvega eldri málverk eftir Kristján Davíðsson. Vinsamlegast hafið samband við Gallerí Borg í síma 24211 frá kl. 12-18 daglega. BORG v/Austurvöll, sími 24211. Atvinnumál kvenna Starfshópur um atvinnumál kvenna auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnuskap- andi verkefna fyrir konur. Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um úthlutun sérstaks fram- lags úr ríkissjóði til atvinnuskapandi verkefna fyrir konur. Meginmarkmið við úthlutun styrkjanna eru eftirfarandi: ★ Atvinnulausar konur hafi forgang til starfa. ★ Styrkir renni einkum til aðhlynningarstarfa hverskonar. ★ Styrkir renni að öllu jöfnu til ótímabund- inna verkefna. Til greina kemur að veita stofnframlög til nýsköpunar verkefna, svo og styrki til þróun- ar og markaðssetningar. Umsóknir skulu berast félagsmálaráðuneyti fyrir 1. september nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í félags- málaráðuneyti. Félagsmálaráðuneytið 20. ágúst 1993. Starfshópur um atvinnumál kvenna. 303 fm á jarðhæð til leigu við Hafnarstræti 7, Reykjavík. Símalagnir, tölvulagnir, loft- ræstib., vandaðar innréttingar. Laust strax. Húsnæðinu mætti skipta í tvo hluta. Áhugasamir sendi fyrirspurnir til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „G - 5588“. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Kvöldferð fimmtud. 26. ágúst Ævintýraferð með feróanefnd- inni. Dagsferðir sunnud. 29. ágúst Kl. 08.00 Básar í Þórsmörk. 2. áfangi Þingvallagöngunnar kl. 10.30 Mosfellsheiði - Seljadals- leið. Kl. 13.00 Mosfellsheiði - Bringnaleið. Brottför í ferðirnar frá BSf, bens- ínsölu, miðar við rútu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Helgarferöir 27.-29. ágúst 27.- 29. Pysjuferð til Vest- mannaeyja. Siglt til Eyja á föstu- dagskvöldi. Gengið verður um eyjuna og pysjum hjálpað i sjó- inn, þá er möguleiki að spranga. 27.- 29. Básar í Þórsmörk. Gist í tjaldi eða skála. Eldhús, grill, heitar sturtur. Gönguferðir. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Utlvistar. Ársrit Útivistar 1993 er komið út. Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS Síðustu dagferðirnar til Þórs- merkur í sumar verða þessa daga: Miðvikudaginn 25. ágúst, sunnudaginn 29. ágúst og mið- vikudaginn 1. sept. Brottför í ferðirnar er kl. 08. og verð kr. 2.500. Ath. hagstætt verð á dvöl milli ferða. ( Skagfjörðsskála/Langadal er allt sem þarf til þess að vel fari um gesti. Gönguferðir í óviðjafn- anlegu umhverfi auka á ánægju gesta á vegum Ferðafélagsins í Þórsmörk. Helgarferðir 27.- 29. ágúst: 1) Ovissuferð. Ferðinni er heitið á forvitnilegar slóöir í óbyggð- um. Gist í svefnpokaplássi. 2) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Ferðafélag fslands. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.