Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 39 Jónína Guðrún Jóns dóttir — Minning Fædd 13. ágúst 1900 Dáin 16. ágúst 1993 Dauðinn kemur ávallt óvænt, þó hans hafí lengi verið von, þessi milda lausn frá erfíðleikum og amstri dæ- granna gerir ekki boð á undan sér. Hringrás lífs og dauða sem enginn fær stöðvað hversu almáttugur sem hann er. Hér sit ég einn í friðsælum skugga dauðans og minnist þín, móðir. Hug- urinn reikar fram og aftur um tím- ann, óvænt atvik gleði og sorgar rifj- ast^ upp. Ég minnist lítils drengs umvafínn ástúð móður sinar er leggur hann í rúmið sitt, les yfír honum bænir og syngur litla vögguvísu uns hann sofn- ar. Ég minnist hins góða anda sem ríkti heima, þegar við sátum öll sam- an í eldhúsinu pabbi söng og sagði sögur, þú hjálpaðir okkur að draga til stafs. Þó auraráð væru ekki mikil en fátæktin því meiri man ég ekki til þess að hafa lagst svangur til svefns. Ég minnist skeleggrar baráttu þinnar í verkalýðsmálum, baráttu fyr- ir betri launum og betra lífi, jafnaðar- stefna þín var hrein og bein, jafn- rétti, frelsi og bræðralag. Ég minnist þess er sorgin knúði dyra við andlát pabba, Margrétar systir og Þóris bróðir, hversu sterk þú varst í trú þinni á Guð og það sem hann gerði væri ásættanlegt. Ég minnist þess að hvað miklu æðruleysi og krafti þú barðist við sjúkdóm þinn, sem þó var svo langur og erfiður. Ég minnist allra fallegu kvæðana og vísnana sem þú ortir, þér til hugar- hægðar en okkur til gleði og ánægju. Nú ertu horfín, en ekki farin því minningin lifír. Minningin um dula og hægláta konu, sem ekki bar tilfínn- ingar sínar á torg en var þó svo fús að gefa af þeim, það var alltaf pláss í hjarta þínu og húsi fyrir þá sem máttu sín lítils. Minning um göfugt hjarta, sem trúði ekki neinu illu upp á nokkum mann og fús til að fyrir- gefa öllum allt. Fyrir mig varstu sem óijúfanlegt bjarg þar sem ég á mínu hripleka fleyi gat leitað vars í stormi og stórsjó ævi minnar og fundið þar öryggi og frið. En ekkert fær staðist brimrót áranna, sem braut að lokum bjargið, sem er horfíð en ekki farið, það býr í hjarta mínu. Mitt stolt er að hafa átt slíka móð- ur. Sárt er nú saknað. Sorgin umvefur. Dýrðarins Drottinn dásemd þér veiti. Gengur Guðs vegu. Gef mér ó Guð. Huggun í harmi. Hvíl móðir í friði. E.K. Mig langar að minnast langömmu minnar um leið og ég þakka henni allar góðu stundirnar sem ég átti með henni. „Langa“ var ótrúleg kona, stolt sjálfstæð með sterkan persónuleika og ákveðnar skoðanir. Btómwtoýi fhðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Hún var þannig persónuleiki að allir hefðu haft gott af því að kynnast henni. Mér er sérstaklega minnisstætt sumarið 1989 er ég heimsótti hana daglega. Enda þótt aldursbilið hafí verið mikið gat ég talað við hana um allt. „Langa“ hafði skoðanir á öllu hvort sem það voru stjómmál, ástarmál mín eða tilveran yfir höfuð. Er ég heimsótti hana ásamt dóttur minni á 93. afmælisdegi hennar 13. ágúst sl. kvaddi hún mig með þeim orðum að þetta yrði vonandi hennar síðasti afmælisdagur. Á leið út af Sólvangi sem var heimili hennar í tæp 19 ár spurði fimm ára dóttir mín hvort „langa, langa“ væri að deyja. Svaraði ég því hlæjandi að svo væri ekki því að hún yrði allavega 100 ára. En „löngu“ varð að ósk sinni því að aðeins þremur dögum síðar kvaddi hún þennan heim. Elsku „langa“ fyrir hönd okkar Möggu, Sjafnar og Jónasar langar mig að þakka þér allt er þú gafst okkur. Elsku mamma, Sigga og Elli miss- irinn er mikill, en við vitum að nú líður henni vel og vel hefur verið tekið á móti henni. ' Guðný Anna. Hinn 16. þessa mánaðar var mér færð sú fregn að ástkær amma mín væri látin. Hún hafði náð háum aldri, en þrátt fyrir að ég væri búinn að gera mér grein fyrir, að senn væri æviskeið hennar á enda, var mér brugðið við þessa fregn. Nú renna í gegnum hugann allar þær góðu stundir sem ég átti með henni ömmu minni. Þó að líf hennar hafi ekki verið sífelldur dans á rósum, þá kunni hún margar skemmtilegar sögur sem hún deildi með okkur hinum. Amma hafði einnig gaman af því að fara með ljóð og gátur og þá ekki síst eitthvað af því sem hún sjálf hafði samið. Ætíð hafði ég unun af þessum frásögnum hennar og verður þessara stunda okkar sárt saknað. Þrátt fyrir slæma sjón ömmu hafði hún yndi af hvers kyns handavinnu og ósjaldan átti hún vettlinga, dúka eða annað sem hún laumaði að okk- ur krökkunum þegar við komum í heimsókn. Amma dvaldist langdvöl- um á Sólvangi í Hafnarfírði. Líðan hennar var misjöfn, en samt var allt- af grunnt á léttlyndi hennar og alltaf fylgdi hún gestum sínum í átt til dyra þegar komið var að því að kveðja. I dag kveðjum við ömmu þegar við fylgjum henni til hinstu hvíldar. Það er alltaf erfítt að kveðja ástvini í hinsta sinn en það er þó huggun harmi gegn að ástkær faðir minn, afí og frænka munu taka vel á móti henni. Og sá tími kemur að við munum öll sameinast á ný. Guðrún J.M. Þórisdóttir. Margt hendir á mannsins ævi, bæði slæmt og gott. Mín stutta ævi er prýdd minning- um um þær stundir sem ég fékk notið með iangömmu minni, Guðrúnu Jónsdóttur. Eg er þakklátur fyrir þessar stundir, því að þær fylla mig gleði og kæti nú þegar sorgin knýr dyra. Ævinlega, og um allar aldir, mun langamma eiga vísan stað í hjarta mínú eins og allra þeirra sem þekktu hana. Hún var góð kona og styrk í þeim erfiðleikum sem komu upp á hennar æviskeiði. I hjarta mínu fínn ég að persóna hennar mun verða ungdómnum til eftirbreytni. Það kenndi hún okkur, að ekki þýðir að láta bugast, hvað sem á gengur. Þó kom að því að hún þurfti að játa sig sigraða, því að dauðinn spyr ekki til nafns. Nú fær hún verðskuldaða hvíld á friðsælum stað, meðal látinna ætt- ingja og vina. Við sem eftir lifum látum svo ljós hennar skína gegnum minningar okkar og tilfinningar. Þannig mun hún lifa að eilífu. Hrólfur Sæmundsson. Ástkær amma mín lést mánudag- inn 16. ágúst á St. Jósefsspítala og verður í dag til grafar borin. Blessuð sé minning hennar. Aðeins þrem dögum fyrir andlát hennar heimsótt- um við hana á 93 ára afmælisdaginn á Sólvang, þar sem hún hafði dvalið um árabil. Hún lék á als oddi, spurði frétta af sínu fólki og sagði okkur fréttir, því að hún fylgdist vel með og var minnug og vitur kona allt fram til hins síðasta dags. Hún kunni ógrynni kvæða og ljóða, og sum þeirra hafði hún sjálf saman sett. Hún var vön að fara með kveðskap þegar við hittumst og auðgaði um- ræðurnar með vel til föllnum vísuorð- um. Hún hafði sérstakan húmor hún amma, dálítið kaldhæðnislegan og sá kómísku hliðamar í sínum eigin hörmum og annarra. Á bak við var djúp alvaran og lífsspeki konu, sem hafði fengið sinn skerf af sorgum og andbyr. Mér fannst þó fas hennar eitthvað mildilegra en vanalega á okkar síðasta fundi. Hún virtist svo sátt og þakklát, og það var svo mik- il ró yfir henni, eins og hún fyndi fyrir náð guðs. En stutt var í brosið er hún þakk- aði guði fyrir að hafa ekki tapað glórunni komin á þennan aldur. Þrem dögum seinna var hún öll. Guðrún Jónsdóttir var fædd í Hafnarfirði aldamótaárið. Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson sjómaður frá Garða- hverfi og Guðrún Gunnarsdóttir frá Mosfellssveit. Hún var yngst sex systkina, en tvö þeirra dóu barnung. Hún óx upp í nokkurri fátækt, þó oftast hefði verið nóg að bíta og brenna. Hún talaði oft um hve sárt henni þótti að hafa ekki getað geng- ið menntaveginn, eins og hugur hennar stóð til, sakir fátæktar. Árið 1923 giftist hún Sæmundi Sigurðssyni verkamanni frá Akur- húsum í Garði, f. 4. febrúar 1894. Þau hjónin bjuggu lengst af á Urð- arstíg 6 í Hafnarfirði, þar sem þau reistu hús sitt 1928. Þau eignuðust fjögur böm, Margréti, f. 16.4. 1925, d. 11.1. 1949; Sigurbjörgu, f. 24.9. 1928; Erlend, f. 11.5. 1931 og Þóri, f. 7.11. 1935, d. 5.4. 1993. Barna- börnin urðu fímmtán og síðan öll barnabarnabörnin og barnabarna- bamabörnin, enda sagðist amma vera orðin langalanga löng, þótt hún væri að skreppa saman. Sæmundur dó af slysförum langt um aldur fram 1945 og syrgði amma hann sárt. Elsta dóttirin, Margrét, andaðist 1949 og gekk amma þá eldra bami hennar, Særúnu, í móður- stað. Amma vann lengst af við fisk- vinnu, oft myrkranna á milli. Hún var krati af gamla skólanum og áhugasöm um félagsmál. Hún sat um skeið sem fulltrúi Verkakvenna- félagsins Framtíðarinnar á þingum ASI. Lífsbaráttan var hörð, en amma var sterk og hélt þessari stóm fjöl- skyldu saman. Foreldrar mínir bjuggu líka á Urðarstígnum og ég er ævinlega þakklátur að fá að vaxa úr grasi hjá ömmu og oft varð ég gagntekinn af sögunum og ævintýr- unum hennar á síðkvöldum. Þá var huldufólk í hraunklettunum á lóðinni heima. Amma var skorin upp höfuðskurði í Kaupmannahöfn bæði 1952 og 1953 vegna æxlis við heiladingul. Heilsan var ágæt þar til hún veiktist af sama sjúkdómi 1974 og var þá vart hugað líf. Hún átti í erfiðum veikindum næstu árin og hafði nær enga sjón. Hún var þá lögð inn á elliheimilið á Sólvangi, þar sem hún dvaldist upp frá því. Það bráði af henni smám saman og varð hún furðulega ern allt fram til dauðadags. Árin inni á Sólvangi urðu átján og hefur henni trúlega stundum þótt það langur tími og dauflegur. Hún eignaðist góða vini og þakka ber starfsfólki Sólvangs fyrir umhyggju- semina og hina góðu aðhlynningu sem amma fékk þar. Alltaf var jafn gaman að fara að heimsækja hana ömmu eða fá hana í heimsókn og hún var jafnan hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboðum. Á alvarlegri stundum eins og við jarðarför Þóris sonar hennar núna í apríl síðastliðn- um voru huggunarorð hennar svo gæskurík og næm. Amma fór stundum með ljóð, sem hún hafði gert í minningu um sinn ástkæra eiginmann Sæmund eftir sviplegt andlát hans og talaði þá um að brátt kæmist hún á hans fund. Hneig þá sól við sjónhring ævi minnar. Kaldur gustur lék mér þá um kinnar er ég frétti dauðaslysið þitt, fannst mér ætla að bresta hjartað mitt. Og eftir skamma stund kom kaldur dauðinn og þá missti allan hjartaauðinn. Féll í valinn öll mín sterka vörn eftir átti fjögur sorgmædd böm. Þá stóð ég eftir ein og starði út í bláinn ég skildi ei guð að vinur minn var dáinn sem gekk að heiman fyrir skammri stund nú hafði sofnað hann sinn hinsta blund. Og einmana ég eftir stend í heimi og einmana ég minning þína geymi og einmana ég bíð svo enn um stund og einsömul svo kem ég á þinn fund. Elsku amma mín, ég vil þakka þér. fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar, sem þekktu þig. Guðs náð og kærleikur umvefji þig. Sæmundur Haraldsson. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 22. ágúst. Ingólfur Ólafsson, Obba, Maggi, Hjörtur, Reynir, Hanna, Viðar, Karen og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HANNESSON fyrrverandi bifreiðastjóri, frá ísafirði, til heimilis í Vallargerði 34, Kópavogi, lést sunnudaginn 22. ágúst. Anna Málfríður Sigurðardóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Kristín Anna Bjarkadóttir, Eiríkur Hans Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir og barnabörn. LEQSTEINAR HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI ■ SÍMI 652707 I + Móðir mín og tengdamóðir, VILBORG BJÖRNSDÓTTIR kennari, Bólstaðarhlíð 45, andaðist 22. ágúst. Guríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Gunnar Þór Þórhallsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÁVARÐUR VALDEMARSSON fyrrv. stórkaupmaður, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, (áður Grenimel 15), lést aðfaranótt 22. ágúst. Ásta Margrét Hávarðardóttir, Loftur Jónsson, Hannes Hávarðarson, Ingibjörg Loftsdóttir, Ágúst Arason, Jón Loftsson, Sonja Hrund Ágústsdóttir, Ásta Karen Ágústsdóttir. í þœgilegu umhverfi með gódri þjónustu. Glœsilegt kaffihladbord á hóflegu verdi. HOTBL UHP Rauöarárstig 18 ^ 62 33 50 --------------------------------- Almenna auolvslnaastolan ht.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.