Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Arásir í skjóli „ eftir Björn Grétar Sveinsson Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið mikil umræða um starf- semi verkalýðsfélaga og forgangs- réttarákvæði kjarasamninga og því verið haldið fram, að þessi ákvæði kjarasamninga séu brot á mann- réttindaákvæðum, sérstaklega hvað varðar hið svokallað neikvæða fé- lagafrelsi. Það er að mínu mati mjög einkennandi fyrir umræðuna, hvemig hápólitísk afstaða þeirra til óbeislaðrar ftjálshyggju er sveipuð bæði fræðilegri umgjörð og það sem verra er, ljóma frelsis- og mannrétt- indaástar. Þetta kom áberandi fram í tveggja síðna viðtali við Sigurð Líndal lagaprófessor í sunnudags- blaði Morgunblaðsins þann 15. ágúst sl., þar sem þessi atriði voru til umfjöllunar. Upphaf þess viðtals er mjög at- hyglisverð gagnrýni Sigurðar á túlkun m.a. Jóns Steinars Gunn- laugssonar á nýlegum dómi Mann- réttindadómstóls Evrópu í máli Sig- urðar Siguijónssonar leigubflstjóra. Þar dregur Sigurður fram ýmis vafaatriði varðandi þau gögn sem dómstóllinn lagði til grundvallar og hafnar því að rökbundin tengsl séu milli jákvæða og neikvæða félaga- frelsisins og áréttar að dómstólar hafa hingað til hafnað þessu við- horfi. Sigurður Líndal bendir rétti- lega á að það er verulegur munur á jákvæða og neikvæða félagafrels- inu, þar sem ýmis rök séu fyrir því að takmarka neikvæða félagafrelsið pg dregur í efa að það henti okkur íslendingum að taka upp lagahefðir Mið- og Suður-Evrópuþjóða. Bæði Mannréttindadómstóllinn í Evrópu og sérfræðinganefnd Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar hafa t.d. gert greinarmun á því hvort slík tak- mörkun eigi sér stað með lögskipuð- um hætti, eins og tilfellið er með Lögmannafélagið og Læknáfélagið, eða hvort það sé gert með fijálsum samningum, eins og tilfellið er með forgangsréttarákvæði kjarasamn- inga. Fræðimannsgríman fellur Þegar hér er komið í viðtalinu við Sigurð Líndal er augljóst að póltísk afstaða hans til þess hvern- ig hentugast sé að skipuleggja sam- skipti á vinnumarkaði, og sérstak- lega andúð hans í garð verkalýðs- hreyfingarinnar, verður fræði- mennskunni yfirsterkari. Sigurður veit mæta vel að hér á íslandi er í fyrsta lagi ekki skylduaðild að verkalýðsfélögum og að forgangs- réttarákvæði kjarasamninga er til- komið með fijálsum samningum milli verkalýðsfélaga og samtaka atvinnurekenda. En til þess að geta tortryggt verkalýðshreyfinguna verður hann að komast undan þeim greinarmun sem Mannréttindadóm- stóllinn og sérfræðinganefnd Al- þjóðavinnumálastofnunar gera á lögskipaðri og samningsbundinni takmörkun á neikvæðu félagafrelsi. Með því að álykta út frá því að vegna þess að ekki sé hægt að snið- ganga löglega gerða kjarasamninga og að aðilar vinnumarkaðarins hafi möguleika á því að beita gagn- kvæmum þvingunum til þess að ná samningi, þ.e. verkföllum eða verk- bönnum, býr hann sér til þá teng- ingu að hér sé lögbundin skylduað- ild að verkalýðsfélögum. Það er alveg furðulegt að laga- prófessor sem heita á sérfræðingur i vinnurétti skuli leyfa sér að grípa slíkar tengingar úr lausu lofti. Það að menn verði að fara eftir löglega gerðum kjarasamningum er í sjálfu sér ekkert sérstakt, þetta á við um alla samninga sem tveir eða fleiri aðilar standa að. Ef þessi túlkun lagaprófessorsins er færð í víðara samhengi þá má halda því fram að skylduaðild sé að öllum þeim félög- um og samtökum sem yfir höfuð gera einhveija samninga við aðra aðila. Það sama á við um vangavelt- niaimiétlinda“ „Ég velkist í það mmnsta ekki 1 vafa um það, að þessi umræða um neikvæða félaga- frelsið hefur ekkert með frelsis- eða mann- réttindaást lögfræð- inga samtaka atvinnu- rekenda, forystumanna í Sjálfstæðisflokknum eða þeirra svokölluðu fræðimanna sem að- hyllast óbeislaða frjáls- hyggju að gera.“ ur hans um það hvort kjarasamn- ingar séu í raun og veru fijálsir þar sem báðir samningsaðilar geti beitt þvingunum_ til þess að koma á samningi. Eg er ansi hræddur um að í öllum samningum sem tveir eða fleiri aðilar gera komi til ein- hverskonar þvingun af hálfu annars eða beggja samningaaðila, slíkt gengur undir nafninu góð eða slæm samningsstaða. Nýlegt dæmi um þetta eru veiðar íslenskra togara í Smugunni í Barentshafi, sem hefur breyttt vilja Norðmanna til þess að taka upp samningaviðræður um veiðar utan 200 mílna landhelgi. Hagsmunagæsla fyrir atvinnurekendur Þrátt fyrir þetta vil ég þakka Sigurði Línda! alveg sérstaklega fyrir það hversu opinskár og hrein- skilinn hann er í þessu viðtali sínu, því með því afhjúpar hann það póli- tíska innihald sem þessi umræða um neikvæða félagafrelsið hefur í raun og veru. Ég velkist í það minnsta ekki í vafa um það, að þessi umræða um neikvæða félaga- frelsið hefur ekkert með frelsis- eða mannréttindaást lögfræðinga sam- Björn Grétar Sveinsson taka atvinnurekenda, forystu- manna í Sjálfstæðisflokknum eða þeirra svokölluðu fræðimanna sem aðhyllast óbeislaða fijálshyggju að gera. Að baki þessari umræðu fel- ast auðvitað ekkert annað en hörð pólitísk átök um það hvort hér skuli ríkja óbeisluð fijálshyggja og þröng einstaklingshyggja eða hvort leggja beri áherslu á að byggja upp þjóðfé- lag „þar sem einstaklingurinn og svigrúm hans eigi samleið með vel- ferðarhugsjóninni" svo vitnað sé til Matthíasar Johannessen í vitali við Tímann 17. ágúst sl. Markmiðið með því að halda á lofti þessari kröfu um neikvæða félagafrelsið er að færa atvinnurekendum vald til þess að bijóta niður þá vörn sem einstakir félagsmenn hafa af þeim samtakamætti sem felst í því að hér er mjög almenn þátttaka í verkalýðsfélögum, þrátt fyrir að hún sé ekki skyldubundin. Á undanförnum árum hafa at- vinnurekendur, í skjóli slæms at- vinnuástands, gengið sífellt lengra Norræna húsið 25 ára Lifandi menningarstofnun í Vatnsmýrinni eftirHarald Ólafsson Sumar stofnanir eru þannig að manni finnst þær hafa verið til alla tíð, — að þær eigi sér eiginlega ekkert upphaf. Þetta á við um flest- ar þær stofnanir sem maður hefur hvað mest samskipti við og þarf mikið á að halda. Enda þótt það sé skjalfest að ekki sé liðinn nema aldarfjórðungur síðan Norræna húsið reis hvítt með bláum turni' í Vatnsmýrinni er það orðinn svo fastur liður í bæjarlífinu að manni finnst eiginlega að það hafi staðið þarna frá öndverðu. Svo kunnug- legt er það orðið í bæjarmyndinni og svo margvíslegu hlutverki gegn- ir það í íslensku samfélagi að erfitt er að ímynda sér hvernig hægt var að komast hjá því að hafa það þarna frá því að þéttbýli fór að myndast hér við flóann. Ekki ein- asta er húsið sérkennilega skemmtileg bygging frá sjónarmiði byggingarlistar, heldur er sú starf- semi sem þar fer fram svo fjöl- breytt að erfitt er að hugsa sér þá manneskju sem ekki getur fundið NÝLEGA gaf Skátafélagið Vffill út bæklinginn Nágrannaaðstoð í Garðabæ - Ertu góður granni. í bæklingnum eru leiðbeiningar til húseigenda um hvernir þeir eigi að ganga frá heimilum sínum þegar farið er að heiman. Astæða þess að farið er út í þessa útgáfu er að síðastliðinn vetur var þar eitthvað við sitt hæfi. Þegar Norðurlandaráð sam- þykkti árið 1962 að koma upp Norrænu húsi á íslandi var ef til vill ekki alveg ljóst til hvers væri ætlast af slíkri stofnun. Það hlaut að taka nokkum tíma að finna hástemmdum orðum um norræna samvinnu, norræna menningu, norrænan bræðrahug farveg í húsi sem átti að sameina margháttaða starfsemi. Það hlaut því að koma í hlut þess starfsfólks sem þangað réðist hvaða stefna yrði upp tekin. Þannig var gengið frá málum að forstjórar hússins voru ráðnir til fjögurra ára og mátti ekki endur- ráða þá. Þetta hefur reynst vel í framkvæmd. Þeir sem ráðist hafa til að hafa forystu um starfsemi hússins hafa án undantekninga verið ákaflega hæft fólk sem með litlum fyrirvara tók rösklega til hendinni og hefur hver forstjóri hagað framkvæmdum á sinn hátt, en allir af alúð og hugkvæmni. Þannig hefur skapast fjölbreytni, ekki síst þar sem einföld en óskrif- uð regla hefur ríkt um að forstjór- þó nokkuð um innbrot í Garðabæn- um og vilja skátar í Garðabæ vekja athygli bæjarbúa á því og einnig benda á atriði til að koma í veg fyrir slíkt. Bæklingurinn er unnin í sam- vinnu við Forvamadeild Lögregl- unnar, Bæjarstjórn Garðabæjar auk Sjóvá-Almennra trygginga. amir komi til skiptis frá Norður- löndunum. (Ekkert mælir gegn því að í framtíðinni komi forstjórar hússins frá Álandseyjum, Færeyj- um eða Grænlandi.) Hins vegar hefur ekki eins oft verið skipt um stjómarmenn húss- ins. Virðist sem þar hafi ætíð verið góð samvinna til hags fyrir starf- semi í húsinu. Forstjórar hússins hafa að sjálf- sögðu mótað starfsemi og þar eð þeir hafa ekki verið nema í fjögur ár hver þeirra hefur ekki skapast neins konar sjálfvirkni þar sem hlutimir ganga af gömlum vana. Nýjar hugmyndir, ný verkefni hafa stuðlað að því að sífellt er líf og fjör í kringum Norræna húsið. Hefur Norræna húsið náð þeim tilgangi sem því var ætlað, þ.e. að efla kynningu á Norðurlöndunum, menningu þeirra og þjóðlífi á ís- landi og að stuðla að kynningu á íslandi á Norðurlöndunum? Stundum er annarri spurningu varpað fram: Er þörf fyrir norrænt hús á íslandi? Einfalt svar við þeirri spurningu er að benda á þann mikla fjölda fólks sem kemur í Norræna húsið á ári hveiju, að jafnaði á annað hundrað þúsund manns að undanförnu (130.000 árið 1990, 150.000 árið eftir). En það er óþarfi að nefna tölur. Aðsókn að sýning- um, fyrirlestrum, tónleikum, bóka- safni sýnir að Norræna húsið upp- fyllir þörf. Það er ekki svo undar- legt þegar haft er í huga að hér á landi eru þúsundir manna sem stundað hafa nám og vinnu á Norð- uriöndunum. íslendingar hafa líka alla tíð haft mikinn áhuga á frænd- þjóðunum, bæði vegna sögunnar og menningar þeirra, sem um margt er skyld íslenskri menningu. Haraldur Ólafsson „Starfið í Norræna hús- inu í aldarfjórðung hef- ur sýnt að við getum ekki án þess verið.“ Hið nána samband við Danmörku hefur einnig haft sín áhrif. En hefur Norræna húsið staðið í stykkinu hvað varðar kynningu á Norðurlöndunum hér á landi? Því verður ekki svarað öðru vísi en játandi. Þrátt fyrir takmarkaðar ijárveitingar hefur ótrúlega margt verið gert. Mér eru ofarlega í huga fjölbreyttar kynningar á menningu Sama, Grænlendinga, Færeyinga, Álandseyinga. Sýningar á lista- verkum frá öllum Norðurlöndun- um, heimsóknir margra frábærra listamanna hvaðanæva að á Norðurlöndum, fyrirlestrar nor- rænna andans manna. Minnisstæðar eru hinar miklu bókmenntahátíðir þar sem ekki Bæklingur um nágranna- aðstoð í Garðabæ í því að skerða kjör starfsmanna sinna með breyttum túlkunum á ýmsum ákvæðum kjarasamninga, sérstaklega í veikindaréttarmálum og nú vilja þeir beita sér fyrir nei- kvæða félagafrelsinu til þess að geta ráðið fólk til starfa á lakari kjörum en samið hefur verið um. Lesendur hafa væntanlega tekið eftir því, að það er ekki fólk á at- vinnuleysisskrám sem fyllir síður Morgunblaðisjns með kröfur um að fá að ráða sig til vinnu á lakari kjörum en samningar gera ráð fyr- ir. Nei, það eru lögfræðingar sam- taka atvinnurekenda, forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og núna síð- ast Sigurður Líndal lagaprófessor sem eru uppteknir af því að koma þeim pólitíska áróðri á framfæri að verkalýðshreyfingin sé ábyrg fyrir atvinnuleysinu „með því að ljá þeim aldrei mál á launalækkunum“ eða með því „að láglaunafólk er verð- lagt út af vinnumarkaði". Þegar þessa aðila skortir rök hika þeir ekki við að bera fram ásakanir um fjármálamisferli og sjóðasukk á hendur forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar til þess eins að tor- tryggja þann málstað sem hreyfíng- in hefur ávallt barist fyrir. í hugum þessara manna eru félagsleg rétt- indi launafólks á borð við lífeyris- sjóð, veikinda- og slysarétt og oro- lof ekkert annað en „félagslegir pinklar á launagreiðendum“ og vitnað til þeirra sem „öll launa- tengdu gjöldin". Ástæðan fyrir því að í kjara- samningum eru ákvæði um að fé- lagsmenn megi ekki vinna fyrir lak- ari kjör en samningur gerir ráð fyrir eru ekki sett félagsmönnum til höfuðs. Þvert á móti voru þau ,sett til þess að takmarka það vald sem einstaka atvinnurekendur hafa til þess að nýta sér m.a. það slæma atvinnuástand sem nú er við ákvörðun um launakjör starfs- manna. Þessi ákvæði eru því mjög veigamikill þáttur í því félagslega öryggiskerfi sem við búum við hér á landi sem mikilvægt er að veija. Höfundur er formaður Verkamannasambands íslands. aðeins ýmsir af fremstu skáldum og rithöfundum Norðurlanda komu fram heldur einnig frábærir rithöf- undar frá öðrum þjóðlöndum. En það eru ekki bara hin viða- miklu verkefni sem upp úr standa. Hin daglega starfsemi hússins er ekki síður merkileg. Bókasafnið gegnir mikilvægu kynningarhlut- verki. Þar liggja frammi nýjustu verk ungra höfunda við hlið sí- gildra meistaraverka, þar er hægt að fá lánaðar hljómplötur og mynd- ir norrænna listamanna og þar er hægt að lesa öll merkustu tímarit á Norðurlandamálum, á kaffistof- unni geta menn gluggað í tugi dagblaða frá Norðurlöndunum. Allt er þetta hluti af því starfi í Nor- ræna húsinu að kynna norræna menningu og norrænt þjóðlíf. í Norræna húsinu hafa kennarar í norrænum málum við Háskóla íslands aðsetur og hafa unnið að kynningu á tungu og bókmenntum landa sinna. Norræna húsið hefur ásamt sam- svarandi stofnunum á Álandseyj- um, í Færeyjum og á Grænlandi átt þátt í að styrkja Norðurlöndin á umbrotatímum í Evrópu. Öflug norræn menning er styrkur fyrir þá Evrópu er nú þokast mót óvissri framtíð. Norræna félagið hefur um langt skeið haft skrifstofu í Norræna húsinu og notið góðs af starfsemi þess. Hér hefur aðeins verið minnst á nokkur atriði er snerta starfið í Norræna húsinu. Þar fer fram mik- ilvægt starf sem auðgar menning- arlíf Islendinga og færir okkur nær frændþjóðunum. Starfið í Norræna húsinu í aldar- fjórðung hefur sýnt að við getum ekki án þess verið. Höfundur er formaður Norræna félagsins. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.