Morgunblaðið - 14.09.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEITEMBER 1993
+
Hörmuleg byijun Shorts
-___________Skák______________
Margeir Pétursson
HEIMSMEISTARINN í skák, Gary
Kasparov, 30 ára, hefur tekið ör-
ugga forystu í byrjun í einvígisins
við Englendinginn Nigel Short,
28 ára. Kasparov vann þriðju
skákina á laugardaginn og hefur
nú hlotið tvo og hálfan vinning,
en Short aðeins hálfan. Alls verða
tefldar 24 skákir. Þrátt fyrir rýra
uppskeru hefur Englendingurinn
sýnt af sér afar góð tilþrif, en
tímahrak hefur mjög háð honum
í ölium skákunum þremur. I þriðju
skákinni átti hann aðeins 5 mínút-
ur til að leika 14 leiki á meðan
Kasparov átti helmingi meiri tíma.
Skákin á laugardaginn fór afar
rólega af stað. Byijunin var spánski
leikurinn rétt eins og í fyrstu skák-
inni. Jonathan Speelman, einn helsti
aðstoðarmaður Shorts, var ánægður
með stöðuna eftir 11 leiki. En Short
virtist ragur við að taka af skarið
eftir að hafa hlotið gagnrýni fyrir
vanhugsaðar framrásir í fyrstu skák-
inni. Þetta hik notfærði Kasparov sér
til að ná biskupaparinu og ívið betri
stöðu. Speelman gat ekki annað en
viðurkennt að Short tefldi byijanirn-
ar ekki nægilega hlutlægt.
Kasparov byggði stöðu sína hægt
og örugglega upp og Short átti í
raun vart um annað að velja en
freista þess að ná árás á hvíta kóng-
inn. Báðir eyddu miklum tíma og
þegar til tíðinda dró í 26. leik var
ljóst að mikill darraðardans væri
framundan. Þá var orðið ljóst að
sókn Short stæðist ekki ströngustu
kröfur, en Kasparov urðu á mistök
i vörninni og gaf kost á glæsilegri
og snarpri árás. En á úrslitastundu
sagði tímahrakið ti! sín, Short láðist
■v að leika bráðnauðsynlegum millileik
og með einföldum riddaraleik náði
heimsmeistarinn að hrinda sókninni.
Með manni meira fyrir aðeins tvö
peð veittist honum eftirleikurinn síð-
an auðveldur.
Kasparov viðurkenndi eftir skák-
ina að heppnin hefði verið með hon-
um. Short var fremur daufur í dálk-
inn en sagðist tefla stíft til vinnings
og í því væri fólgin mikil áhætta.
Það virðast nú sárafáir veðja á
sigur Shorts í einvíginu. Fyrir þriðju
skákina höfðu veðbankar þegar
Kasparov við upphaf þriðju skákarinnar. A minni myndinni er Jonathan Speelman, aðstoðarmaður Shorts
og félagi í enska landsliðinu, sem var ánægður eftir 11 leiki, en fljótlega kom annað hljóð í strokkinn.
lækkað möguleika hans í 1:5, en lík-
ur á sigri Kasparovs 5:6. Það er samt
alltof snemmt að afskrifa Short.
Hann hefur vaxið með hverri raun á
leiðinni í HM og verið undir í þremur
síðustu einvígjum sínum, þó aldrei
hafi munað tveimur vinningum hon-
um í óhag eins og nú.
Það er ekki hægt að segja að
Gary Kasparov hafí sýnt nein snilld-
artilþrif í einvíginu fram að þessu.
Samt hefur hann náð að vinna tvær
skákir af þremur. Sú spuming hlýtur
að vakna, hvað verði um Short þegar
Kasparov fer að ná sínum hættuleg-
um sóknum og að nýta yfirburða-
þekkingu sína á byijunum.
3. einvígisskákin: Hvítt: Gary Ka-
sparov
Svart: Nigel Short
Spánski leikurinn
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 -
a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6.
Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. a4
Enn treystir Kasparov sér ekki til
að mæta Marshall árásinni sem kem-
ur upp eftir 8. c3 — d5 og beitir
„Anti-Marshall“ afbrigði. í fyrstu
skákinni svaraði Short þessu óvænt
með 8. — b4, en nú velur hann eðli-
legri leik.
8. - Bb7 9. d3 - He8 10. Rbd2 -
Bf8 11. c3 - h6
Hér eða í næsta leik var mögulegt
að leika d7—d5. Öfugt við fyrstu
skákina teflir Short nú fullrólega
eftir byijunina.
12. Ba2 - d6 13. Rh4!
í þessari rólegu stöðu hefur Kasp-
arov tíma til að næla sér í biskupa-
parið. Svartur getur ekki leikið 13.
— Re7 vegna 14. Db3!
14. Rg6 - Re7 15. Rxf8 - Kxf8
16. f3
Styrkir miðborðið og undirbýr að
leika d3—d4 við tækifæri. Hvítur
stendur nú betur að vígi, svartur á
t.d. ekki lengur kost á d6—d5, því
þá kæmi hvítur strax riddara í öfluga
stöðu á c5.
16. - Had8 17. b4 - Rg6
Opnun stöðunnar yrði hvítum í hag
og eina áætlun Shorts er því að reyna
að byggja upp sóknarfæri á kóngs-
vængnum.
18. Rb3 - Bc8 19. Bbl - Rh5 20.
axb5 - axb5 21. Be3 - Rh4!? 22.
Ha2
Short er ekki farinn að hóta að
fórna á hvítu kóngsstöðuna, en Ka-
sparov treystir samt vamirnar. Hann
virtist ekki yfir sig ánægður með
stöðuna, sumir áhorfenda þóttust sjá
að hann væri orðinn rauður á eyrun-
um. Það er að sögn enskra skákský-
renda merki þess að honum hafí yfír-
sést eitthváð.
22. - He6 23. d4!
I mörgum kennslubókum stendur
að sókn á væng beri að svara með
aðgerðum á miðborði.
23. - Hg6 24. Khl
Kasparov varð að svara hótuninni
24. - Dh3.
24. - He8 25. dxe5 - Hxe5
Það kom ekki til greina fyrir Short
að gefa kost á drottningakaupum í
stöðunni, en samt notaði hann fimm
mínútur á leikinn og átti 14 mínútur
eftir fram að 40 leik, en Kasparov
13. Short hefur nú náð að koma öll-
um mönnum sínum i sóknina, sem
er athyglisverður árangur útaf fyrir
sig, en gallinn er sá að þeir þvælast
nokkuð hver fyrir öðrum og Ka-
sparov á tvær leiðir til að vinna lið
í stöðunni, 26. f4 og 26. g4. Leið sú
sem hann velur er líklega traustari.
26, g4 - Hf6
í þennan leik fóru hvorki meira
né minna en níu dýrmætar mínútur
og Short átti aðeins fimm mínútur
eftir. Hann getur ekki komist hjá
því að fórna manni fyrir tvö hvít peð
á kóngsvæng, 26. — Rf6 er svarað
með 27. Bf2. Eins og kemur í Ijós í
framhaldinu hefur Short séð mjög
langt á þessum níu mínútum og eft-
ir skákina benti hann á að sterkasti
leikur Kasparovs í stöðunni væri 27.
Rd4! sem tryggir hvítum vinnings-
stöðu. Þá er bæði 27. — Rf4 og 27.
— c5 svarað með 28. Rf5! Ef hvítur
tekur manninn strax nær svartur
hins vegar öflugu spili eftir 27.
gxh5?! - Rxf3.
27. Bd4?
27. - Rg3+!!
Stórkostlegur leikur og miklu
sterkari en 27. — Rxf3? 28. Bxe5 —
Dxg4 29. Ha8 og hvítur vinnur auð-
veldlega.
28. hxg3 — Rxf3 29. Bxe5 — Dxg4
30. Hh2 - Rxel! 31. Dxel
« b c d • ( g h
31. - dxe5??
Með glæsilegri taflmennsku hefur
Short skapað sér stórhættuleg færi,
en hér bregst honum bogalistin með
afdrifaríkum afleiðingum. Nauðsyn-
legt var að skjóta inn milliskákinni
31. — Df3+! 32. Kgl og leika síðan
32. — dxe5. Hvítur á þá við miklu
erfiðari vandamál að stríða en í skák-
inni og jafntefli er líklegasta niður-
staðan. Besti leikur hvíts er þá 33.
Hd2 (Nú gengur 33. Rd2 ekki vegna
33. - Dxc3) en eftir 33. - Bh3 34.
Bd3 — Kg6 35. Kh2 — Dh5 á hvítur
vart neitt betra en að bjóða upp á
jafntefli með 36. Kgl, því 36. Be2
— Bg4+ 37. Kgl - Bf3! 38. Bxf3
— Dxf3 39. Hg2 — Hd6 er mjög
varasamt. Eftir þessi mistök
Shorts á Kasparov einfaldan varnar-
leik dregur tennurnar úr svörtu sókn-
inni. Með mann yfir fyrirtvö peð eru
vinningsmöguleikar hvíts orðnir
miklir.
32. Rd2 - Hd6 33. Bc2 - Be6 34.
Kgl - Kg8 35. Rfl - Dg5 36.
De3 - Dd8 37. Hd2 - c6 38. Hxd6
— Dxd6 39. Dc5 — Dxc5+
*
Skákþing Islands
'Helgi Ólafsson og Jóhann
Hjartarson jafnir í efsta sæti
___________Skák_______________
Bragi Kristjánsson
FIMM umferðir hafa verið
tefldar í landsliðsflokki á Skák-
þingi íslands, BYKO-mótinu,
þegar þessar línur eru ritaðar.
Keppnin um Islandsmeistaratit-
ilinn stendur á milli stórmeist-
aranna. Jóhann Hjartarson og
Helgi Ólafsson hafa 4 vinninga
hvor, en Hannes Hlífar Stefáns-
son hefur 3 vinninga og eina
frestaða skák. í umferðum helg-
arinnar bar það helst til tíðinda,
að Jóhann vann Hannes Hlífar
og Þröstur Þórhallsson vann
Helga Ólafsson. íslandsmót
kvenna er teflt á sama stað og
hafa verið tefldar þrjár umferð-
ir. Keppendur eru aðeins fjórir,
og er staðan þessi: 1. Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir, 1 lh v. (af
2); 2. Anna Björg Þorgrímsdótt-
ir, l'/i v.; 3. Helga Guðrún Ei-
ríksdóttir, V2 v. (af 1); 4. Guðný
Hrund Karlsdóttir, Vi v. (af 2).
Það var mikið um að vera í
Skákmiðstöðinni í Faxafeni 12 um
helgina. Helgarmót var teflt í
Skákskóla íslands, þar sem 30
þátttakendur tefldu fimm umferð-
ir, en sjötta og síðasta umferð var
í gærkveldi (mánudag). Efstu
menn fyrir síðustu umferð voru:
1.-2. Kristján Eðvarðsson og
Magnús Örn Úlfarsson, 4'A v.
hvor; 3.-4. Ólafur B. Þórsson og
Ingvar Þ. Jóhannesson, 4 v.; 5.-7.
Arnar E. Gunnarsson, Bergsteinn
Einarsson og Davíð Kjartansson,
3 V2 v. hver.
Til viðbótar við þessi þijú skák-
mót gátu skákunnendur fylgst
með heimsmeistaraeinvígjunum á
Englandi og Hollandi, en leikirnir
berast jafnóðum frá þeim.
Keppnin í landsliðsflokki hefur
verið skemmtileg, en eins og við
er að búast, eru það stórmeistar-
arnir, sem beijast um sigurinn.
Þröstur Þórhallsson gæti þó hugs-
anlega blandað sér í baráttuna um
efstu sætin, en hann vann mikil-
vægan sigur á Helga Ólafssyni í
mikilli baráttuskák í Ijórðu um-
ferð. Helgi lenti í þrengingum í
byrjun, en í tímahrakinu gerðist
margt. Þröstur fórnaði manni, en
Helgi fann snjalla vörn og fékk
unnið tafl, sem hann lék niður í
tap í framhaldinu. Jóhann og Helgi
Ólafs hafa teflt mjög vel á mótinu
og virðast ekki líklegir til að gefa
eftir. Hannes Hlífar tapaði fyrir
Jóhanni í fimmtu umferð og á eft-
ir að hafa svart gegn Helga Ólafs
í kvöld, en hann stendur vissulega
vel að vígi með 3 vinninga og fre-
staða skák. Um aðra keppendur
er það helst að segja, að Guðmund-
ur Gíslason hefur staðið sig vel til
þessa, og Haukur Angantýsson
hefur barist mjög vel, þótt ekki
hafi hann ráðið við stórmeistarana
þijá. Björgvin og Jón Garðar hafa
hins vegar teflt langt undir styrk-
leika.
Staðan í landsliðsflokki er þessi
eftir 5. umferð: 1.-2. Helgi Ólafs-
son og Jóhann Hjartarson, 4 v.
hvor; Hannes Hlífar Stefánsson, 3
v. og frestaða skák; 4. Guðmundur
Gíslason, 3 v.; 5. Þröstur Þórhalls-
son, 2V2 v. og frestaða skák; 6.-7.
Andri Áss Grétarsson og Sævar
Bjarnason, 2V2 v.; 8.-9. Helgi Áss
Grétarsson og Tómas Björnsson,
2. v. hvor; 10.-11. Björgvin Jóns-
son og Haukur Angantýsson, U/2
v. hvor; 12. Jón Garðar Viðarsson,
IV2 v.
Við skulum að lokum sjá stór-
meistaraslaginn í fimmtu umferð.
Hvítt: Jóhann Hjartarson.
Svart: Hannes Hlífar Stefáns-
son.
Spánski leikurinn.
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3.
Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0
— Bé7, 6.Hel - b5, 7. Bb3 -
d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Bb7
(Þessi Ieið er þekkt eftir margar
geysiflóknar skákir í heimsmeist-
araeinvígjum Kasparovs og
Karpovs. Aðrir algengir leikir í
stöðunni eru 9. — Ra5, 9. — Rb8
og 9. — h6.)
10. d4 - He8, 11. Rg5 - Hf8,
12. Rf3 - He8, 13. Rbd2 -
(Friðsemdarmenn hafa notað
þetta afbrigði til að þráleika með
13. Rg5 - Hf8, 14. Rf3, en Jó-
hann hefur ekki áhuga á slíku.
13. - Bf8, 14. a4 - h6, 15.
Bc2 - g6
(I heimsmeistaraeinvígjunum
Kasparov — Karpov var leikið hér
15. — exd4, t.d. 16. cxd4 — Rb4,
17. Bbl - c5, 18. d5 - Rd7, 19.
Ha3 - f5!?, 20. Hae3 - Rf6, 21.
Rh2 — Kh8, 22. b3 — bxa4, 23.
bxa4 — c4I, 24. Bb2 — fxe4, 25.
Rxe4 — Rfxdö með gífurlega flók-
inni stöðu (20. einvígisskákin- í
Lyon 1990).)
16. d5 - Re7?!
(Riddarinn stendur illa á þess-
um reit. Betra var 16. — Rb8, t.d.
17. b3 — c6, 18. c4 — bxc4, 19.
bxc4 — a5, 20. Hbl — Dc7, 21.
Rb3 - Ba6, 22. Bd3 - Rbd7, 23.
Bd2 — cxd5, 24. Bxa5 — Da7,
25. cxd5 — Bxd3, 26. Dxd3 —
Rc5, 27. Rxc5 — Dxa5, 28. Rb3
— Dxa4 með jöfnu tafli (Ivansjúk
— Ljúbojevic, Monakó 1993).) 17.
b3 - c6, 18. c4 - Dd7, 19. Rfl
- Rh5, 20. Re3 - Rf4, 21. h4 -
bxc4.)
(Hannes hefði ef til vill átt að
reyna að loka taflinu á drottn-
ingarvæng.)
22. bxc4 - a5, 23. g3 - Rh5,
24. Rd2 - Rc8, 25. Rb3 - Rb6,
26. Bd2 - cxd5, 27. cxd5 -
Rxa4, 28. Rc4 - Hab8, 29.
Rbxa5 - Rc5, 30. Be3 - Dc8?!
(Hannes vill halda opnum
möguleika á að leika Dh3 ásamt
Rxg3, en hann hefði betur leikið
30. — Dc7, til þess að geta í 32.
leik drepið til baka á b8 með hrók.
í því tilviki hefði svartur komist
hjá að drepa með peði á c5 eins og
í skákinni, og gefa hvíti þannig
valdað frípeð á d5.)
31. Hbl - Ba6, 32. Hxb8 -
Dxb8, 33. Bxc5 — Bxc4, 34.
Rxc4 — dxc5
(Hvítur á nú unnið tafl, vegna
valdaða frípeðsins á d5, sem er
dyggilega stutt af riddara á c4 og
drottningu.)
35. Dd3 - Rf6, 36. Kg2 -
Dc7, 37. Hbl - Hb8, 38. d6 -
Dd8, 39. Hal - Rd7
(Svartur hefði getað reynt að
tefla vörnina virkt, en það hefði
litlu breytt, t.d. 39. — Hb4, 40.
Bb3 - Db8, 41. Ha3 - Db7, 4.2.
Rxe5! — Dxe4+, (42. — Hxe4, 43.
Df3), 43. Dxe4 - Hxe4, 44. d7 -
Be7, 45. Rxg6! - Rxd7, 46 Ha7
— c4, 47. Rxe7+ — Hxe7, 48. Ba4
og vinnur skiptamun.)
40. Ha7 - Ha8, 41. Hc7, Hc8,
42. Ba4 - Rb6, 43. Hxc8 -
Rxc8, 44. d7 - Re7, 45. Rxe5 -
Bg7
1