Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
■ „Vid þurfum aó ná sáttum, og ég vona aö þaó vcrói
rætt á landsfundinum, um aó huga aó breytingum
á kjördæmaskipuninni þannig aó þar náist meira
jafnvægi milli atkvæóisréttar einstaklinga.*'
það verði rætt á landsfundinum, um að huga
að breytingum á kjördæmaskipuninni þannig
að þar náist meira jafnvægi milli atkvæðisrétt-
ar einstaklinga. Þótt jafnvægi hafí verið tryggt
milli flokkanna er grundvallaratriði lýðræðisins
réttur einstaklingsins, en ekki flokkanna. Það
er mál sem ég tel mikilvægt að ræða á þessum
landsfundi. Þetta er átakamál í sjálfu sér, en
flokkurinn hefur áður náð saman um slík mál
þótt hagsmunirnir séu mismunandi.
Ég tel þarft að ræða landbúnaðarmálin í
nýju Ijósi. Við þurfum að leggja áherzlu á
það, sem er rétt, en ekki falskenninguna sem
nú er uppi, að fiokkurinn ber fyrir bijósti hag
bæði neytenda og landbúnaðarins og telur að
með réttu geti þeir hagsmunir farið saman.
Önnur grundvailaratriði verða rædd, en ég
vil nefna þessi sérstaklega. Málefnastarfíð mun
einnig verða með hefðbundnum hætti. Lands-
fundurinn er líka til þess hugsaður að sjálf-
stæðisfólk og forystumenn flokksins alls staðar
af landinu geti hitzt og borið saman bækur
sínar og skynjað þá samkennd, sem er meðal
þessa fólks. Landsf'-ánr e? ; rauninni heiit
ævintýri, og hefur alltaf verið það í mínum
augum, hvort sem niðurstaðan hefur verið
mikilvæg stefnumörkun eða ekki. Hver lands-
fundur hefur mikil áhrif til framtíðar, oftast
óbein en stundum einnig bein.“
— Þú minntist áðan á þau vandamál, sem
væru oft samfara flokksstarfínu á milli lands-
funda, einkum þegar flokkurinn er í stjórn.
Þetta er auðvitað langvarandi vandamál og
ekki nýtilkomið. Ef þú lítur til framtíðar, telur
þú að flokkurinn verði að gera einhveija grund-
vallarendurskipulagningu á innra starfí sínu í
Ijósi nútímaaðstæðna til þess að flokksstarfið
verði öflugra, ekki aðeins í kringum landsfund
og kosningar, heldur til þess að virkja hinn
almenna flokksmann þar á milli?
„Ég held að boðleiðimar innan flokksins
þurfi að vera ljósari og hraðari, auðvitað í
báðar áttir en ekki sízt frá forystunni til flokks-
manna. Þar hefur mönnum mistekizt í áranna
rás. Þegar tekið var upp styrktarmannakerfí
Sjálfstæðisflokksins var gert ráð fyrir að leitað
yrði eftir skoðunum flokksmanna með reglu-
bundnum hætti. Það hefur ekki verið gert og
ég tel að þar verðum við að taka okkur á. Það
var óbeint loforð, sem tengdist styrktarmanna-
kerfinu, og það er kostur fyrir flokkinn að
efna það. Þegar dægurmál eru uppi myndi
flokkurinn eflaust fá slæmar fréttir úr þeim
herbúðum í mörgum tilfellum, því að menn
svara með mismunandi hætti eftir því hvernig
vindar blása. -Þetta þarf flokkurinn að bæta.
Með nýrri tækni á okkur að vera auðveldara
en áður að upplýsa flokksmenn. Við höfum
kannski treyst um of á gamla kerfíð, sem var
fyrir hendi í þeim efnum en er ekki lengur.
Þetta þarf að breytast og er eitt meginatriðið
í rekstrarhaldi flokksins."
Höfum farió crfióu leióina
— Snúum okkur að einu af stærstu baráttu-
málum Sjálfstæðisflokksins allt frá stofnun,
sem er ráðdeild í ríkisflármálum. Þú sagðir í
ræðu þinni á síðasta landsfundi: „Þegar litið
er til skattahækkanaáforma vinstri flokkanna
er það heilmikil yfírlýsing af hálfu Sjálfstæðis-
flokkanna að segja: Við munum ekki hækka
skattana." í ræðunni sagðir þú einnig: „Þegar
við segjum: Við munum ekki hækka skattana
- skulum við segja það með þeim hætti að
okkur verði trúað. Þá spyija andstæðingamir:
Fyrst þið viljið ekki hækka skatta, hvar ætlið
þið þá að skera niður? Við þekkjum þennan
söng. Ég segi þetta er fyrst og fremst spurn-
ing um hugarfar en ekki sundurliðun á einstök-
um þáttum þar sem niðurskurðarhníf verði
beitt. Hér reynir á grundvallarafstöðu og þær
pólitísku hugsjónir sem menn hafa. Ef stjóm-
málamenn gefa sér fyrirfram, að sú leið sé
alltaf fær að hækka skattana, þá brotnar nið-
ur fyrirstaðan á öðrum sviðum." Nú hljóta
menn að spyija hversu trúverðug sú stefna
Sjálfstæðisflokksins sé að hækka ekki skatta
heldur skera niður útgjold, þegar ástandið í
ríkisfjármálunum er eins og það er. Ríkissjóður
stefnir í að vera rekinn með yfír 20 milljarða
halla á tveimur ámm. í þessari sömu ræðu
sagðir þú að „sérstaka ráðsnilld“ þyrfti til að
reka hann með 30 milljarða halla á fjórum
ámm. Það, sem einstaklingar sjá á sínum skatt-
seðli, er að tekjuskatturinn hækkar og hækk-
ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur öðmm flokkum
fremur lagt áherzlu á lækkun útgjalda, en virð-
ist ekki standa sig betur við fjármálastjórnina
en aðrir.
„Þegar þessi ræðukafli er lesinn, þá kemur
í ljós að þetta viðhorf hefur verið látið gilda.
Menn hafa ekki leyft það við umræður um
ljárlög að tekjuhliðin yrði rædd fyrr en menn
hafa djöflazt svo vikum skipti í gjaldahliðinni.
Margir ráðherrar hafa spurt: Hvenær fáum
við að fara að ræða tekjuhliðina? — til þess
að geta ýtt vandanum af niðurskUrðinum yfír
á tekjumar. Vinstrimennirnir ræddu alltaf
tekjuhliðina fyrst, af því að það var auðvelt
að ná í tekjur. Við höfum farið erfíðu leiðina
og þess vegna hafa öðm hveiju borizt fréttir
af sundurlyndi í ríkisstjóminni, sem menn telja
vera galla. Við höfum skorið niður. Störfum
hefur fækkað hjá ríkinu. Við höfum ekki hækk-
að skattinn til ríkisins, en það er auðvelt að
gera það tortryggilegt þegar menn horfa á
skattseðilinn sinn af því að við höfum fært
skatta frá fyrirtækjum til einstaklinga. Heild-
arskattbyrðin gagnvart ríkinu er óbreytt. Þetta
gerðum við í sátt við aðila vinnumarkaðarins
að mestu leyti, til þess að stuðla að því að við
þrengri kjör gætu fyrirtækin gengið. Og þau
hafa gengið. Það er athyglisvert hvað okkur
hefur tekizt vel, til að mynda varðandi atvinnu-
stigið, miðað við það sem gerist í öðmm lönd-
um. Þegar ég hitti félaga mína, eins og á fundi
lýðræðisflokka í Búdapest á dögunum, spyija
þeir um efnahagstölur — verðbólgu, viðskipta-
halla, skatta og atvinnuleysi. Maður svarar
þessu samvizkusamlega og þá er sagt að ís-
lendingar hljóti að standa afskaplega vel efna-
hagslega.
Þetta em staðreyndirnar, en við höfum ver-
ið klaufar að koma þeim á framfæri, eins og
þessar skoðanakannanir, sem þið vitnuðuð til
í upphafí, sýna. Þessi ríkisstjórn hefur, við
erfíðar aðstæður, gert kraftaverk að þessu
leyti. Verðbólgan er lág, og þótt komið hafí
kippur í hana er hún að hrynja niður aftur.
Kaupmáttur lægst launaða fólksins hefur ekki
skerzt á þessu ári, en minnkað hjá hinum, sem
varð að gerast. Erlendar skuldir þjóðarbúsins
em ekki að aukast. Þær standa í stað eða em
að lækka að raungiidi í fyrsta sinn í langan
tíma, sem er afskaplega merkilegt við þessar
aðstæður. Viðskiptajöfnuðurinn er að breytast
okkur í hag. Við flytjum út miklu meira af
vömm en við flytjum inn, í peningum mælt,
og erlendu skuldirnar eru að lækka. Svo geta
menn auðvitað borið þær saman við þjóðar-
framleiðsluna, sem hefur dregizt saman, og
hlutfall skuldanna hækkar örlítið, en að raun-
gildi hafa þær lækkað.
Við fómm í kjarasamninga með það fyrir
augum að tryggja vinnufrið. Það vom okkur
dýrir samningar en nauðsynlegir fyrir atvinnu-
lífíð, þannig að það hefði öryggi fram í tím-
ann. I þeim samningum fólst að skattar myndu
lækka nokkuð, þannig að matarskatturinn mun
laskka, sem hjálpar hinum lægst launuðu mest.
A móti munu aðrir skattar hækka, en nettó
munu skattar lækka. Pjármálaráðherrann seg-
ir stundum við mig í gríni að þetta sé bijáluð
ríkisstjórn; engin önnur ríkisstjóm á Vestur-
löndum láti sér detta í hug að lækka skatta
við núverandi aðstæður. En við emm að reyna
þetta og það tekst.
Það er líka stundum sagt um okkur, og
Steingrímur Hermannsson hefur étið það upp
aftur og aftur, að þessi stjóm geri ekkert fyr-
ir atvinnulífið. Það segir mér bara að hann
viti ekkert hvað stjómmál em og viti ekki
hvað á að gera fyrir atvinnulífið. Við emm
ekkert að þvælast um gangana hjá einstökum
fyrirtækjum og dæla þangað peningum al-
mennings. En engin ríkisstjóm hefur gert jafn-
mikið fyrir atvinnulífíð við erfíðar aðstæður
og þessi. Við höfum létt af atvinnulífinu skött-
um og tekið á okkur óvinsældir vegna þess
að þeir fluttust annað, við höfum borgað kjara-
samninga dým verði til að tryggja atvinnulíf-
inu vinnufrið, við höfum tryggt útflutningsiðn-
aðinum hagstæðasta raungengi, sem hér hefur
nokkurn tímann verið, og það er að skila sér
hjá mörgum fyrirtækjum, til dæmis í ferðaiðn-
aðinum. Hagsmunir atvinnulífsins hafa aldrei
verið settir í öndvegi eins og nú. Við höfum
farið út í einkavæðingu, í því skyni að minnka
hlut ríkisins í atvinnulífinu. Það gengur hægt,
en hefur þó gengið. Þarna er um gmndvallarat-
riði að ræða, sem hafa gengið eftir.“
Mcstur sparnaöur hjá okkur
— Sjálfstæðisflokknum virðist þó ekki hafa
tekizt að takast á við stærstu útgjaldaliðina í
ríkisrekstrinum, sem em menntamál, heilbrigð-
ismál og tryggingamál. í stjómarsamstarfi
hlýtur leiðandi flokkurinn að hafa eitthvað um
þetta að segja, þótt hann ráði til dæmis ekki
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu eða fé-
lagsmálaráðuneytinu. Af hveiju hefur ekki
verið tekið á þessum útgjaldaliðum, sem í fram-
tíðinni munu líklega hafa mesta útþenslu rík-
istúgjalda í för með sér, til dæmis lífeyris-
greiðslum?
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur í sínum mála-
flokkum, bæði . í landbúnaðarmálum og
menntamálum, skorið mikið niður. Þar er
árangur í niðurskurði langmestur. Landbúnað-
urinn stendur upp úr. Þar má þakka búvöru-
samningnum sparnaðinn að allverulegum
hluta, en jafnframt hefur orðið 30-40% spam-
aður síðan 1991. Sama má segja í menntamál-
unum, þar sem sparnaðurinn er nálægt tveim-
ur milljörðum á ári. Það er að vísu mest í
Lánasjóði námsmanna, en ef menn skoða þenn-
an spamað, er hann viðvarandi. Tveggja millj-
arða spamaður á ári þýðir átta milljarða á
kjörtímabilinu. í landbúnaðinum er verið að
spara fjóra milljarða á ári, sextán milljarða á
kjörtímabilinu. Bara í þessum tveimur ráðu-
neytum em skornir niður 24 milljarðar á kjör-
tímabilinu, sem er viðvarandi sparnaður. Áður
vom menn að skera niður brú hér og skóla-
mannvirki þar, en það var enginn sparnaður,
heldur bara frestun. Sama hefur reyndar gerzt
í húsnæðismálum, þar sem stefndi í algert
öngþveiti. Málunum var komið á hreint, þann-
ig að nú em veittar 900 milljónir á ári í hús-
næðiskerfið, en að öðm leyti ber þetta kerfi
sig, sem var að fara í algerar upphæðir í tvenn-
um skilningi þess orðs.
Hins vegar er tekjuþróunin erfíð, það er
staðreynd og því er hallinn meiri en skyldi.
Ef við tökum erlendar skuldir ríkisins, munu
þær vaxa um sex milljarða á næsta ári vegna
ríkissjóðshallans, en um tvo til þijá milljarða
til viðbótar vegna þess að við emm að ýta á
undan okkur atvinnutryggingarsjóðnum, sem
átti að bjarga öllu hér í tíð Steingríms Her-
mannssonar, en bjargaði engu, og við þurfum
jafnframt að takast á við þorskbrestinn. Þess-
um skuldum hefur orðið að fleyta áfram, þann-
ig að við þurfum að taka lán til að endurlána
sjávarútveginum. Ef þau tapast ekki, ættu þau
þó ekki að verða varanlegur baggi á ríkinu.“
Ekki hræddir vló breylt EB
— í nágrannalöndunum hafa sums staðar
verið tekin upp ný og breytt vinnubrögð í
stefnumótun, sem miða að því að setja fram
langtímamarkmið. Það er mikið umrót á mörg-
um sviðum og nýjar hugmyndir í umræðunni
hér á landi, til dæmis varðandi erlenda íjárfest-
ingu, markaðssókn erlendis, varnarmál, Evr-
ópumál og velferðarmál. Hveroj virðjsf Riálf,
StScC'isíiokkúrinn "hins vegar leiða umræðuna.
Stefnumótunin virðist einkennast af því að
hann bregzt við því, sem aðrir leggja til. EES-
málið var dæmi um þetta. Sjálfstæðisflokkur-
inn hafði í rauninni aldrei neina Evrópustefnu
fyrr en hann kom inn í ríkisstjórn og tók að
sér að klára EES-samningana. I öðrum löndum
hafa menn dæmi um að stjórnvöld láti taka
atvinnulífíð og stefnu stjórnvalda á ýmsum
sviðum til heildarskoðunar, eins og til dæmis
var gert með Lindbeck-skýrslunni í Svíþjóð og
nýrri skýrslu, Standort Deutschland, í Þýzka-
landi. Er ekki þörf á einhveiju slíku í íslenzku
þjóðfélagi — heildarstefnumörkun og skýrari
framtíðarsýn?
„Lindbeck-skýrslan var merkileg, en lítið
hefur verið farið eftir henni. Minn ágæti kol-
legi, Carl Bildt, lenti í því, þegar hann var að
reyna að bjarga sænsku krónunni, að semja
verulegan hluta af stefnu sinni frá sér á fjórum
dögum, þar með talið einkavæðinguna. Svo
hrundi gengið samt. Lindbeck-skýrslan lýsir
mörgum vandamálum, til dæmis varðandi upp-
byggingu atvinnulífs og stjórnkerfís, þrýsti-
hópa og kjördæmaskipan og svo framvegis.
En ég sé ekki að Svíamir taki mikið á þessum
vanda, þótt skýrslan sé góð* Það er eitt að fá
hugmyndir og annað að hafa tök á að koma
þeim í búning og hafa tök á að koma þeim
fram — það er spurning um raunsæi.
í stjómmálum er það alltaf þannig að stjórn-
málamenn verða að bregðast við atburðum.
Það er munurinn á stjórnmálamönnum og
sagnfræðingum, að þeir fyrrnefndu verða að
bregðast við, oft með litlar upplýsingar, en
sagnfræðingamir taka ákvörðun þegar allar
upplýsingarnar eru komnar fram, 30 árum
eftir að atburðirnir gerðust. Við lendum auðvit-
að í því að bregðast við slíkum hlutum.
Hvað Evrópumálin varðar, vorum við í
stjórnarandstöðu þegar EES kom upp á borð-
ið. Við töldum á þeim tíma að fara ætti í tví-
hliða viðræður og taka ekki þátt í EES-samn-
ingnum. Það var afstaða flokksins á þingi, en
varð undir og önnur leið var farin. Sú leið var
í miðju kafí, þegar við komum inn í ríkisstjórn
og það hefði verið út í bláinn að taka upp
okkar gömlu stefnu um tvíhliða viðræður. Það
var ekki hægt. Okkur þótti eðlilegt að fylgja
næstbezta kostinum fram, og ég tel að úrslitin
í afgreiðslu EES í þinginu sýni að engin önnur
ríkisstjórn hefði fylgt þessum samningi fram.
Það er alveg ljóst að það er ekki fylgi fyrir
því hjá þessari þjóð, og á þessu stigi málsins
á meðal sjálfstæðismanna, að ganga í Evrópu-
bandalagið. Það getur vel verið að þeir tímar
komi einhvern tímann, þegar Evrópubandalag-
ið hefur breytzt. Þótt EB sé mikið skrifræðis-
bákn er það laust í rásinni. Þegar maður talar
við evrópska leiðtoga, vita þeir í raun ekkert
hvert þeir eru að fara. Margir hafa efasemdir
um það nú, eftir kröfu Finna í landbúnaðarmál-
um — því að það eru fleiri með landbúnað en
við — að þeir muni nokkum tímann ganga í
EB. Þótt Gro Harlem sé að vinna góðan kosn-
ingasigur í Noregi, hafa margir efasemdir um
það vegna hagsmuna Norðmanna í- sjávarút-
vegsmálum, að þeir gangi nokkum tímann í
bandalagið. Einnig hefur EB-andstæðingum
fy'ölgað á Stórþinginu norska. Þá getur vel
verið að þrátt fyrir mikið harðlífí okkar góðu
nágrannaríkja, sem hafa verið dálítið undrandi
á því að ísland hefur ætlað að standa sér og
utan við, eins og rekald í hafínu, sitji þau
uppi með það blessuð, eftir allan bægslagang-
inn, að vera þar sem Islendingar kusu að vera
í upphafi.
Þá kemur næsti leikur, því að það er ljóst
að stefnt er að útvíkkun og breytingu á Evrópu-
bandalaginu. Það gæti orðið allt annað banda-
lag. Við hljótum að vera því fylgjandi að það
breikki fremur en dýpki, og þá getur staðan
breytzt fyrir okkur. Bandalagið getur í raun
snúizt meira um viðskiptasambönd og við-
skiptalíf, heldur en að verða eitthvert alræðis-
bandalag, sem ákveður hvaða títupijóna menn
eiga að nota eða bannar Bretum að nota
tveggja hæða strætisvagna, sem bandalaginu
kemur ekkert við. Evrópubandalagið getur
þróazt yfír í allt annað bandalag, og við erum
ekki hræddir við að taka þátt í slíku banda-
lagi, enda tæki það tillit til fullveldishugsjóna
þjóða og nauðsynjar þess að þjóðir hafí úrslita
yfirráð fyrir sínum grundvallaratvinnuvegum.“