Morgunblaðið - 19.09.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
mmm pól vbuuu
sm BHKI
mHETJUHUM
Upplausn ríkir á kægri vængnum og fyrrum
kommúnisttum er spáó sigri i kosningunum i dag
Andúó á st jórnmálamönnum
Hanna Suchocka skreytir kosningaspjald Lýðræðisfylkingarinnar. Líkt og myndin sýnir hafa Iistamenn
götunnar látið forsætisráðherrann reka tunguna framan í kjósendur og textanum hefur verið breytt
þannig að í stað „Efnahagurinn í fyrirrúmi“, sem er kosningaslagorð flokksins, segir: „Fyrst hrynur
efnahagurinn.“
eftir Ásgeir Sverrisson
NÓBELSVERÐLAUNASKÁLDH)
Alexander Solzhenitsyn lýsti ný-
verið vonbrigðum manna í Rúss-
landi vegna efnahagsþrenginga og
misskiptingar auðsins á þann veg
að landar hans væru teknir að þrá
á ný hið „fullkomnajafnræði hinna
allslausu." í Rússlandi líkt og víðar
í Sovétríkjunum sálugu hafa versn-
andi lífskjör orðið til þess að þeim
fjölgar ört sem teknir eru að sakna
hinna gömlu daga, sem að sönnu
voru ekki góðir en báru þó fátt
óvænt í skauti sér. Nú sjá margir
ofsjónum yfír uppgangi hinna
framtakssömu, og eignatilfærslan
og mafíustarfsemin hefur sann-
fært þá sem fyrir utan standa að
allt illt komi úr vestri. Afkomu-
öryggið er ekkert, algjör upplausn
ríkir á mörgum sviðum þjóðlifsins
og hugarfar margra mótast enn
af reglum alræðisins. Þessi lýsing
hefur nú um nokkurt skeið átt við
um Rússland og önnur fyrrum lýð-
veldi Sovétrílganna en að hana
megi einnig að nokkru leyti heim-
færa upp á Pólland heyrir til tíð-
inda. Alltjent hefur andúð á stjórn-
málamönnum og vaxandi óánægja
getið af sér pólitískt minnisleysi í
Póllandi; vera kann að vonsviknir
kjósendur leiði flokk fyrrum
kommúnista til sigurs í þingkosn-
ingunum sem fram fara í dag.
Pólverjar fóru fremstir í flokki
er þjóðirnar í Austur-Evrópu
risu upp gegn alræði kom-
múnismans. Samstaða, verkalýðs-
hreyfingin óháða, var sú fyrsta sem
hlaut viðurkenningu stjómvalda í
Austur-Evrópu og Lech Walesa, raf-
virkinn frá Gdansk, varð samnefnari
fyrir lýðræðiskröfur og frelsisþrá
pólsku þjóðarinnar. Nú er Walesa
vændur um þijósku, ofríki og ein-
ræðistilburði og einungis nokkur
hundruð manns sáu ástæðu til að
taka þátt í hátíðarhöldum sem boðað
var til fyrir skömmu er þess var
minnst að 13 ár voru liðin frá því
starfsemi Samstöðu var heimiluð.
Upplausn hefur einkennt pólsk
stjórnmál frá því í þingkosningunum
1991. Einungis innvígðir geta talið
upp alla þá sem gegnt hafa starfi
forsætisráðherra á þessu tímabili en
fasti punkturinn í stjómmálalífi
landsins hefur verið Lech Walesa
forseti. Nú þegar almenningur virð-
ist telja ríkjandi ástand óviðunandi
og kröfur um atvinnuöryggi og stöð-
ugleika verða sífellt háværari er
Walesa skyndilega ekki lengur sam-
einingartáknið sem vísar fram ,á
veginn í átt til lýðræðis og kapítal-
isma. Persóna forsetans er orðin
samnefnari fyrir upplausnina.
Efnahagur á uppleið
Pólveijar ákváðu að endurskipu-
leggja efnahagslíf landsins með mjög
snöggum hætti er kommúnisminn
leið undir lok og hlutu fyrir mikið lof
hagfræðinga á Vesturlöndum. Ávallt
var vitað að þessi umskipti, sem þykja
söguleg á vettvangi hagfræði, myndu
kosta miklar fómir og það mat reynd-
ist rétt; lífskjörin versnuðu til muna,
ævintýralegar verðhækkanir riðu yfir
og sala ríkisfyrirtækja gat af sér
mikið atvinnuleysi. Nú benda hagtöl-
ur hins vegar til þess að botninum
sé náð og raunar er því spáð að hag-
vöxtur verði á bilinu 3-4% á þessu
ári. Flest þendir til þess að tilraunin
hafi tekist.
Margir ráðamenn innan Kommún-
istaflokksins gengu í gegnum
ákveðna sálarhreinsun á árunum
1989-1990, sumum var sparkað og
nýir menn tóku við. Stofnað var
„Lýðræðisbandalag vinstri manna,“
sem í raun átti, á yfirborðinu að
minnsta kosti, fátt sameiginlegt með
kommúnistum fortíðarinnar og nor-
rænum vinstri sósíalistum. Þannig
lýstu talsmenn forvera þessara sam-
taka yfir því í samtali við Morgun-
blaðið vorið 1990 að þeir væm fylgj-
andi einkavæðingu, viðskiptafrelsi
og aðild Póllands að Evrópubanda-
laginu og Atlantshafsbandalaginu
væri hún í boði. Hinn pólitíski
ágreiningur snerist einkum um
hversu hratt skyldi farið og hvernig
milda mætti áhrif þeirra miklu um-
skipta sem væru í vændum.
Því er það svo að þótt talað sé
um flokk fyrrum kommúnista í Pól-
landi ber að varast að leggja þau
samtök fyllilega að jöfnu við þau sem
starfa t.a.m í Rúmeníu eða Sovétríkj-
unum sálugu. Þannig hafa þingmenn
„Lýðræðisbandalags vinstri manna“
stutt löggjöf um einkavæðingu á
pólska þinginu, Sejm. Sigur þessa
flokks í þingkosningunum myndi því
ef til vill fyrst og fremst hafa sálræn
áhrif bæði innanlands sem utan.
Verði flokkurinn stærstur þing-
flokka í Póllandi og leiðtogi hans,
Alexander Kwasniewski eða einhver
samstarfsmar.na hans næsti forsæt-
isráðherra munu með réttu eða
röngu vakna efasemdir um að fram-
hald verði á umbótastefnunni. Hinir
tortryggnu óttast að Kwasniewski
sé í raun valdalaus, hentugur og
orðheppinn fulltrúi gömlu forrétt-
indastéttarinnar.
Umskipti í þessa veru kunna aftur
að hafa áhrif erlendis og verða tæp-
ast til þess að greiða fyrir aðild
Póllands að Evrópubandalalaginu
eða NATO, sem stjórnvöld hafa lagt
ríka áherslu á. Erlend fjárfesting
gæti og dregist saman í Póllandi og
haft er fyrir satt að Borís Jeltsín
Rússlandsforseti hugsi til þess með
hryllingi að fyrrum trúbræður hans
taki við stjómartaumunum í Varsjá.
Upplausn á hægri vængnum
Hvaða líkur eru á því að fyrrum
kommúnistar fari með sigur af hólmi
í kosningunum í dag? Þær eru um-
Fölnandi Ijómi
frelsishetjunnar
ÞRÁTT fyrir að Lech Walesa, for-
seti Póllands, njóti afreka sinna
vegna yfirburðastöðu í stjórn-
málalífi landsins er Ijóminn um
hann tekinn að fölna. Forsetinn
hefur verið vændur um valdníðslu
og hroka og í nýlegri könnun
kváðust 45% þeirra sem þátt tóku
ekki treysta honum.
talsverðar ef marka má skoðana-
kannanir. Þó ber að hafa í huga að
flokkaflóran hefur verið fjölskrúðug
þar eystra og því nánast útilokað
að einhver einn flokkur tryggði sér
yfirburðastöðu í póiskum stjórnmál-
um. í kosningunum 1991 fengu 29
flokkar og kosningasamtök fulltrúa
á þingi. Nú hafa verið sett lög þess
efnis að 5% atkvæða þurfi til að til-
tekinn flokkur fái kjörinn fulltrúa
og 8% er þörf í þeim tilfellum þar
sem kosningabandalög hafa verið
mynduð. Þar sem upplausnin og
flokkadrættirnir hafa einkum verið
á hægri væng pólskra stjórnmála
aukast möguleikar sameinaðra
vinstri manna. Flokkar kaþólskra,
sem beittu sér fyrir setningu laga
um fóstureyðingar, sem trúlega eru
hin ströngustu í Evrópu, hafa átt
mjög undir högg að sækja í kosn-
ingabaráttunni. Einhveijir þeirra
munu heyra sögunni til eftir þing-
kosningarnar í dag.
Flokkur fyrrum kommúnista sæk-
ir einkum fylgi sitt til eldra fólks,
sem lífskjaraskerðingin hefur bitnað.
einna verst á og fyrrum flokksgæð-
inga auk þess sem óánægjufylgið
virðist ætla að vera óvenju mikið.
Því er haldið fram að flokkurinn fái
hugsanlega 20% atkvæða. Það væri
mikill sigur ekki síst sökum þess að
velgengni flokksins í síðustu kosn-
ingum vakti athygli víða um heim
en þá fékk hann um 12% greiddra
atkvæða. Flokkurinn hefur því
tryggt sér fastan sess í pólskum
stjórnmálum.
Umbótasinnar gegn
markaðsöflum
Hið sama verður ekki sagt um
hægri vænginn og þar ber Lech
Walesa mikla ábyrgð. Árið 1991
hleypti hann af stað miklum átökum
innan Samstöðu, sem leiddu til þess
að hreyfmgin klofnaði í nokkra smá-
flokka. Ein skýringin á þessu var sú
að Walesa vildi stuðla að sundrungu
til þess að ekki kæmi fram neinn
einn maður sem ógnað gæti yfir-
burðastöðu hans í pólskum stjórnmál-
um. Þetta tókst forsetanum. Forsæt-
isráðherrar komu og fóru sem og