Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 HreDpapolitik eoa hagræðing eftir Guðna Einarsson og Pól Þórhallsson. HUGMYNDIR um sameiningu sveitarfélaga hafa fundið mikinn hljómgrunn meðal sveitarstjórn- armanna þótt ekki ríki um þær einhugur. Vonir standa til að sameining þýði aukið hagræði og geri öflugri sveitarfélögum kleift að takast á við aukin verk- efni. Það þykir æskilegt að færa vald frá miðstjórn og nær þegn- um landsins og er mjög í anda þeirra hugmynda um valddreif- ingu sem hafa verið ofarlega á baugi í Evrópu undanfarin ár. Nú hafa komið fram tillögur umdæmanefnda úr öllum kjör- dæmum og verður gengið til at- kvæða um þær í viðkomandi sveitarfélögum 20. nóvember næstkomandi. Misjafnt er hversu langt er gengið í þeim tillögum sem fyrir liggja. Þær komu einna mest á óvart á höfuðborgarsvæð- inu þar sem tvö stór sveitarfélög eru ósnortin af tillögunum, þ.e. Kópavogur og Hafnarfjörður. Ef allar tillögur yrðu samþykktar, sem er einungis fræðilegur möguleiki, yrðu sveitarfélögin 43 en þau eru nú tæplega 200. Sá hugmyndafræðilegi grunnur sem liggur að baki samein- ingu sveitarfélaga var lagður með starfi tveggja nefnda á vegum félagsmálaráðuneyt- isins, nefndar um skiptingu landsins í sveitarfélög og sveitarfélaganefndar. í skýrslum þeirra koma fram helstu rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga. Mörk sveitarfélaga hafa samkvæmt því sem þar segir ekki fylgt eftir þeim gríðarlegu breytingum sem orðið hafa á búsetu, samgöngum og at- vinnulífi í landinu á þessari öld. Tal- ið er æskilegt að sveitarfélög veiti eins mikið af staðbundinni opinberri þjónustu og frekast er unnt. Til þess að slíkt sé unnt þurfi sveitarfélög að vera fjölmennari en nú er al- gengt. Sameining geti ennfremur treyst byggð í landinu og aukið skil- virkni stjórnsýslunnar. Fámenn sveitarfélög eiga erfitt með að upp- fylla kröfur um ýmsa þjónustu, til dæmis brunavamir, menntunarfram- boð, félagslega þjónustu og sorphirðu nema í samstarfi við önnur sveitarfé- lög. Hjá sumum fámennum sveitarfé- lögum, einkum þeim sem liggja nærri þéttbýli, eru samstarfsverkefnin orð- in svo mörg að nær engin úrlausnar- efni eru eftir sem sveitarstjómin sér um að leysa ein og sér. I raun er þetta spuming um framkvæmd lýð- ræðis, þ.e. hvort ekki sé rétt að íbú- arnir kjósi beint þá sem stjórna, fremur en að kjósa verkefnalitla sveitarstjórn sem síðan velur sér full- trúa, jafnvel utan sveitarstjómar, til þátttöku í samstarfsverkefnum sín- um. Talið er mjög æskilegt að sveitar- félög hafi a.m.k. þúsund íbúa til að geta sinnt hlutverki sínu í framtíð- inni og tekið við auknum verkefnum. Um helmingur íslenskra sveitarfé- laga hefur færri íbúa en tvö hundruð þannig að mikið verk er fyrir höndum við sameiningu. Mat á heppilegri stærð sveitarfélaga byggist á tveim- ur ólíkum mælikvörðum. Annars vegar þarf lágmarks íbúafjölda í hveiju sveitarfélagi til að standa undir lögbundnum verkefnum og kröfum íbúanna. Hins vegar þarf að líta til þess að sé svæði of víðfemt kann að vera erfitt að mynda eitt samfélag. Ef til víðtækrar sameiningar kem- ur mun í auknum mæli reyna á 58. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem segir að hátti svo til að einstaka byggðir innan stórra sveitarfélaga séu að- skildar frá meginbyggð sé sveitar- stjórn heimilt að kjósa nefnd sem fari með málefni byggðarinnar. Slíka nefnd má kjósa í almennum kosning- um í sveitarhlutanum. Formaður slíkrar nefndar yrði því nokkurs kon- ar umboðsmaður eða fulltrúi sveitar- stjórnar í byggðinni. Þá telur sveitar- félaganefnd eðlilegt að sveitarstjórn starfræki skrifstofur í helstu byggða- kjörnum sem íbúamir geti leitað til með margvísleg erindi. Tímafrekt ferli Nefnd um skiptingu landsins í sveitarfélög bauð upp á þtjá kosti. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsti 23. nóvember 1991 yfir stuðningi við svokallaða leið 2. Hún gerir ráð fyrir víðtækri sameiningu innan sýslna og héraða með það að markmiði að í landinu yrðu 30-35 sveitarfélög með helst ekki færri íbúa en þúsund. Var þar með hafnað svokallaðri leið 1 sem gekk mun skemmra og gerði ráð fyrir að yfirleitt sameinuðust 2-4 nágrannasveitarfélög og leið 3 sem mælti fyrir um aukið samstarf sveit- arfélaga fremur en sameiningu. Kosið verður um sameiningartil- lögurnar nú í nóvember og svo aftur um nýjar tillögur þar sem það á við fyrir marslok. Sameining getur tekið það langan tíma að ekki takist að sameina alls staðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar. Mörg rök hníga að því að heppileg- ast sé að sameina sveitarfélög um áramót. Reynslan erlendis frá sýnir að víð- tæk sameining hefur ekki náðst nema með lögbindingu. í sveitar- stjómarlögum er nú ákvæði um að lágmarksíbúatala í sveitarfélagi sé 50 og e.t.v. munu aukast kröfur um að hækka þau mörk ef sameiningin gengur ógreiðlega. „Verulegur árangur í stækkun sveitarfélaga hef- ur ekki náðst á Norðurlöndunum nema í kjölfar lagasetningar og það ákveðið ofanfrá hvaða sveitarfélög skuli sameinast, en þó hafa þau yfir- leitt umsagnarrétt. Sameining sveit- arfélaga af fúsum og frjálsum vilja hefur gengið mjög hægt þegar hún hefur verið reynd,“ segir í skýrslu sveitarfélaganefndar. Til þess að stuðla að sameiningu er gert ráð fyrir svokölluðum reynslusveitarfé- lögum, sem njóti mikils stuðnings við að axla aukna ábyrgð og taka að sér fleiri opinber verkefni. Þegar skoðuð eru fyrstu viðbrögð sveitarstjórnarmanna við þeim tillög- um sem fram eru komnar um sam- 43 sveitarfélög Sveitarfélðg á fslandi samkvæmt tillogum umdæmanefnda. Al- mennar kosningar um sameiningu tara fram 20. nóvember 1993 ► i ► einingu er áberandi að menn spyija hveijar forsendumar séu af hálfu ríkisvaldsins. Hvaða verkefni eigi að færa til sveitarstjóma og hvernig verður tekjuöflun þeirra háttað? Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst að allur undirbúningur kosninganna um sam- einingu einkennist af hroðvirkni og fljótræði. Spjótin hafa einkum beinst að félagsmálaráðuneytinu. Talsmenn minni sveitarfélaga hafa til dæmis viljað fá að vita hvað verður um Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga, hvernig verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verður háttað og hvemig sveitarfé- lögin eiga að afla nýrra tekna. Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra og for- maður sameiningarnefndarinnar, vísar þessari gagnrýni á bug. „Ollum framgangsmáta þessa máls hefur ekki verið stjómað af félagsmála- ráðuneytinu eða félagsmálaráðherra heldur eru þetta fyrst og fremst til- lögur Sambands íslenskra sveitarfé- laga og sveitarfélaganefndarinnar." Bragi bendir á að sveitarfélaganefnd hafi lagt fram ítarlegar tillögur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, tekjuöflun og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Bragi segir ekki hægt að ákveða hvenær og hvernig fyrir- huguð verkaskipting tekur gildi, fyrr en að lokinni atkvæðagreiðslunni. Ríkið geti ekki tekið einhliða ákvarðanir um verkaskiptingu, eða hlut Jöfnunarsjóðs, því um þessi málefni verði að semja við sveitarfé- lögin. Hér virðist því hvað stangast á annað horn, sveitarstjórnarmenn vilja ákveðnari stefnumótun fyrir kosningarnar og ráðuneytið telur ekki hægt að móta stefnuna til fulls fyrr en að kosningaúrslit liggja fyrir og séð verður hvernig skipan sveitar- félaga verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.