Morgunblaðið - 19.09.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
35
ATVIN N1IA UGL YSINGA R
Útgefendur
Vanur þýðandi (þýska, enska) getur bætt við
sig verkefnum í haust og í vetur.
Upplýsingar í síma 96-23996.
Aðstoðarmann
vantar í prentsmiðju, vanan og reglusaman.
Þarf að geta hafið störf strax.
Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild
Mbl. fyrir 23. september merktum:
„Ekki reykingar - 3863“.
lL
ST. JÓSEFSSPÍTALI
LANDAKOTI
Hjúkrunarfræðingar
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga á eftirtaldar
deildir:
Augnlækningadeild 1B
Hjúkrunarfræðing á 60% næturvaktir. Á
deildinni eru 16 rúm og er hún lokuð um
helgar.
Nánari upplýsingar veitir Sigurborg Sigur-
jónsdóttir, hjúkrunarstjóri, s, 604380.
Hafnarbúðir
Hjúkrunarfræðing á næturvaktir við hjúkrun
aldraðra. Lítil og heimilisleg deild.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Jóna Her-
mannsdóttir, hjúkrunarstjóri, s. 604300.
Lyflækningadeild 3B
Hjúkrunarfræðing á vaktir eða eftir sam-
komulagi. Á deildinni eru 16 rúm.
Nánari upplýsingar veitir Þórunn Kristjáns-
dóttir, hjúkrunarstjóri, s. 604330
Góður aðlögunartími. Leikskólapláss fyrir alla
aldurshópa á góðum leikskólum.
Starfskraftur
Einn af umbjóðendum mínum hefur beðið
mig um að auglýsa eftir starfskrafti.
Um er að ræða tiltölulega stórt fyrirtæki á
sviði útflutnings- og innflutningsverslunar.
Leitað er eftir starfsmanni, sem annast
mundi sölu og samningagerð á frystum sjáv-
arafurðum.
Staðgóð þekking á sjávarútvegi og góð mála-
kunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: J - 4751“, fyrir 28. sept. nk.
BÖKHALD OG
ENDURSKOÐUN
Jón Ólafsson
LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI
SKIPHOLTI 35 105 REYKJAVlK SlMI 680522
txi
Þroskaþjálfi
í Seljahverfi í Breiðholti er sambýli fyrir fatl-
aða unglinga. Sambýlið tók til starfa í maí
sl. og er öll starfsemi enn í mótun. Þar bráð-
vantar þroskaþjálfa til starfa. Um er að ræða
vaktavinnu.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og ber
að skila umsóknum til Svæðisskrifstofu.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún í síma
870370.
Svæðisskrifstofa málefna fatiaðra,
Nóatúni 17,
105 Reykjavík.
Framtíðarstarf
22 ára stúlka óskar eftir framtíðarstarfi við
skrifstofustörf. Hefur próf úr Skrifstofu- og
ritaraskólanum og reynslu.
Upplýsingar í síma 683715 eftir kl. 17.00.
Petrína.
Lögfræðingur
Lögfræðiskrifstofa Guðjóns Ármanns Jóns-
sonar hdl. óskar að ráða löglærðan fulltrúa
í fullt starf. Starfssvið fulltrúans yrði að
mestu leyti á sviði innheimtumála en á lög-
fræðiskrifstofunni er rekin viðamikil starf-
semi á því sviði.
Skriflegum umsóknum sé skilað til skrifstof-
unnar eigi síðar en mánudaginn 27. sept.
nk. kl. 15.00, en munnlegum fyrirspurnum
svara Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Sif
Konráðsdóttir hdl. á opnunartíma skrifstof-
unnar.
Guðjón Ármann Jónsson hdl.
SUÐURLANDSBRAUT 30 5. HÆÐ • 108 REYKJAVÍK S 687999
Lögreglumaður
Laus er til umsóknar afleysingastaða aðstoð-
arvarðstjóra á Seyðisfirði.
Staðan veitist frá 18. október nk. til
1. október 1994.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi í lög-
regluskóla ríkisins.
Skriflegar umsóknir skulu hafa borist fyrir
lokun skrifstofunnar fimmtudaginn
30. september nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir undirrit-
aður í síma 97-21407.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
15. september 1993,
Lárus Bjarnason.
BESSASTAÐAHREPPUR
Bókasafn
Bessastaðahrepps
auglýsir eftir umsóknum um stöðu forstöðu-
manns Bókasafns Bessastaðahrepps.
Um er að ræða hlutastarf.
Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í bóka-
safns- og upplýsingafræðum.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu Bessa-
staðahrepps í síðasta lagi þriðjudaginn 28.
september 1993 kl. 12.00.
Sveitarstjóri Bessastaðahrepps.
Við leitum að góðum
auglýsingateiknara
Vaka-Helgafell vill ráða hugmyndaríkan og
hressan auglýsingateiknara til starfa. Hann
þarf að geta unnið sjálfstætt, tekið þátt í
hópvinnu og verður að kunna á teikni- og
hönnunarforrit á Macintosh-tölvum. í boði
er skemmtilegt starf, góð laun og aðlaðandi
starfsumhverfi.
Ef þú heldur að þetta sé starf fyrir þig, sendu
þá inn skriflega umsókn til Vöku-Helgafells,
Síðumúla 6, 108 Reykjavík, merkt: „Auglýs-
ingateiknari" fyrir 28. september 1993.
VAKA-HELGAFELL
VINNU- OG DVAIARHEIMIU
SJÁLFSBJARGAR
Endurhæfingarstöð
Sjálfsbjargar
Staða sjúkraþjálfara til afleysinga er laus til
umsóknar í eitt ár. Um er að ræða 100%
stöðu sem veitist frá 1. janúar 1994 eða fyrr.
Umsóknir skulu sendar Kristínu E. Guð-
mundsdóttur, yfirsjúkraþjálfara, sem veitir
nánari upplýsingar í síma 29133 mánudag
og þriðjudag kl. 10-12 báða dagana.
LANDSPITALINN
Reyklaus vinnustaður
BARNASPITALI HRINGSINS
Nú þegar vantar hjúkrunarfræðing í dag-
vinnu. Um er að ræða starf á sjúkradeild.
Semja má um starfshlutfall og tímalengd
ráðningar.
Þeir sem vilja kynna sér hvað í boði er, leiti
nánari upplýsinga hjá Hertu W. Jónsdóttur,
hjúkrunarframkvæmdastjóra, í síma
601000/601033.
SKURÐDEILD LANDSPÍTALANS
Við skurðdeild Landspítalans eru lausar 2
stöður skurðhjúkrunarfræðinga. Starfsemi
deildarinnar er ákaflega fjölbreytt og býður
upp á mörg tækifæri. Boðið er upp á aðlög-
un með reyndum skurðhjúkrunarfræðingi.
Upplýsingar veitir Svala Jónsdóttir, hjúkrun-
arstjóri skurðdeildar, í síma 601317, og Anna
Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri,
sími 601366 eða 601300.
BLOÐSKILUNARDEILD
LANDSPÍTALANS
Hjúkrunarfræðingar óskast á blóðskilunar-
deild Landspítala. Um fullt starf eða hluta-
starf getur verið að ræða. Starfið felst í hjúkr-
un sjúklinga í blóð- og kviðskilun. Góð aðlög-
un er í boði og góður vinnutími.
Upplýsingar gefur Björk Finnbogadóttir,
hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601285, eða
Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 601303 og 601300.
HUÐ- OG KYNSJUKDOMADEILD
LANDSPÍTALANS
Staða hjúkrunardeildarstjóra á húð- og kyn-
sjúkdómadeild Landspítalans á Vífilsstöðum
er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til
30. september 1993. Upplýsingar gefur
Bjargey Tryggvadóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 602828.
ENDURHÆFINGAR- OG
HÆFINGARDEILD
LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI
Oskum að ráða þroskaþjálfa í deildarstjóra-
stöðu á barnadeild - deild 20. Staðan veitist
frá og með 1. janúar 1994. Umsóknarfrestur
er til 15. október nk.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Harðar-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, og Hulda
Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi, í síma 602700
frá kl. 8.00-16.00.
RIKISSPIT AL AR
Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri
meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með,
og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum.
Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.