Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 48

Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 48
N • A • M • A • N Landsbanki íslands Bankí allra landsmanna FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 MORG UNBLÁÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVlK SlMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. •• + Orn Kjærnested formaður Verktakasambands Islands Gjaldþrota fyrirtæki á markaðnum mjög tíl baga ÖRN Kjærnested, formaður Verktakasambands íslands, segir að það sé tvennt sem einkum valdi atvinnugreininni erfiðleikum, annars vegar svört atvinnustarfsemi og hins vegar, og það sé kannski stærra vandamál, fyrirtæki sem hafi verið rekin nánast gjaldþrota árum saman, skipt um nafn og kennitölur og haldið áfram rekstri. Skatt- rannsóknastjóri segir í Morgunblaðinu í gær að byggingaverktakar segi að þeir séu ekki lengur samkeppnishæfir vegna þess að aðrir verktakar bjóði verk niður á grundvelli svartrar atvinnustarfsemi. Loðnuaflinn í haust Verðmæti 3 milljarð- arumfram áætlanir LOÐNUAFLINN á sumar- og haustvertíðinni stefnir í að verða sá mesti í áratug og allar líkur eru á að 720.000 tonna kvóti náist fyrir áramót. Þar með yrði ársafl- inn 1.200.000 tonn eða 400.000 tonn umfram það sem lagt var til grundvallar í þjóðhagsspá í maí. Þessi 400.000 tonn auka útflutn- ingsverðmæti íslendinga um 3 milljarða króna á árinu og hafa þau áhrif að hagvöxtur verður jákvæður en ekki neikvæður eins og spáin gerði ráð fyrir. Hásetahluturinn á góðu loðnu- skipi sem aflað hefur um 20.000 tonna sl. tvo og hálfan mánuð er um hálf milljón króna á mánuði. Er þá miðað við að 4.400 krónur fáist fyrir tonnið og að 15 manns séu á skipinu. Kvótinn aukinn Við síðustu mælingar á loðnu- stofninum kom í ljós að hann er gríðarlega sterkur. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hafrannsóknarstofnun eru allar líkur á að kvótinn verði aukinn eftir mælingar í október og þá jafnvel svo mikið að ekki takist að veiða hann allan á vetrarvertíð- inni. Sjá bls. 6 „Loðnuaflinn...“ —..-. ♦------- Bílar lentu á umferöareyju FJÓRIR bílar stórskemmdust á Reykjanesbrautinni í fyrrinótt er þeir lentu upp á umferðareyjum á miklum hraða og bókstaflega flugu yfir hana. Unnið er að vega- framkvæmdum á einum kafla brautarinnar og sett höfðu verið upp blikkandi aðvörunarljós. Óhöppin urðu eftir að einhveijir stálu ljósunum. Að sögn lögreglunnar í Keflavík urðu óhöppin við Voga og við Grinda- víkurafleggjarann. Verið er að breikka Reykjanesbrautina á þessum stöðum og setja upp umferðareyjur á henni. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. Örn sagði að þegar húsum sé til dæmis skilað tilbúnum undir tréverk sé nánast allt sem gert sé eftir það unnið af aðilum sem ekki borgi skatta. Þá séu hús einnig byggð og fengin til þess húsnæðislán og lóða- úthlutanir án þess að það sé nokk- urt eftirlit með því hvort skilað sé sköttum og öðrum gjöldum af því sem verið sé að framleiða og selja. „Þetta hefur náttúrulega verið at- vinnugreininni til mjög mikils baga, því fyrirtæki sem eru í þessu af al- vöru geta auðvitað ekki stundað svona starfsemi. Maður veit ekki hversu víðtækt þetta er en það virð- ist vera talsvert um þetta,“ sagði hann. Örn sagði að hins vegar væru gjaldþrota fyrirtæki á markaðnum mjög til baga. „Fyrirtæki fer í nauðasamninga og borgar kannski 5% af kröfunum og það borgar 5% af því sem það hefur tekið í skatta síðustu mánuði. Það segir sig sjálft að það fæst ekki mikið út úr fyrir- tæki sem fer með mörg hundruð milljónir í nauðasamninga og þessi fyrirtæki halda áfram að keppa á markaðnum. Þessi fyrirtæki semja um opinber gjöld, peninga sem þau eru búin að taka af fólki og eiga náttúrulega að skila. Maður skilur ekki hvernig löggjöfin getur heimil- að slíkt. Það er boðist til að borga 40%, en það eru borguð 5% við samn- ingana, önnur 5% eftir einhvern ákveðinn tíma og restin í einhveijum óverðtryggðum pappírum. Það er alveg ljóst að svona fyrirtæki mun aldrei standa við þessa samninga. Þessi fyrirtæki eru búin að valda verktakaiðnaðinum ómældu tjóni og alveg með ólíkindum hvað opinberir aðilar eru búnir að taka mikinn þátt í því að viðhalda þessari starfsemi," sagði Örn ennfremur. Hann sagði að þetta væri eitt aðalvandamálið í verktakaiðnaðin- um. Mjög mikið væri um þetta í jarð- vinnugeiranum. Menn væru með tæki á kaupleigu, sem þeir ættu kjördæmamálin til umræðu. „Við verðum að ná sáttum, og ég vona að það verði rætt á landsfund- inum, um að huga að breytingum á kjördæmaskipaninni þannig að þar náist meira jafnvægi milli atkvæðis- réttar einstaklinga. ... Þetta er átakamál í sjálfu sér, en flokkurinn hefur áður náð saman um slík mál þótt hagsmunirnir séu mismunandi." í viðtalinu, þar sem Davíð ræðir stöðu Sjálfstæðisflokksins, kemur ennfremur fram að formaður Sjálf- stæðisflokksins telur að þó að ekki sé nú raunhæft að ganga í Evrópu- bandalagið geti þeir tímar einhvern ekkert í. Þegar þeir yrðu gjaldþrota héldu þeir tækjunum og héldu rekstrinum áfram undir nýjum nöfn- um. „Ég held það væri mjög hollt fyrir þjóðfélagið að hefja umræðu um þessi skattsvikamál vegna þess að eins og hefur komið fram skiptir velta þessarar starfsemi einhveijum milljörðum króna og skekkir sam- keppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem fara að lögum og reglum," sagði Örn að lokum. tímann komið, ef breytingar verði á bandalaginu. „Við hljótum að vera því fylgjandi að [Evrópubandalagið] breikki frekar en dýpki, og þá getur staðan breyst fyrir okkur ... Evrópu- bandalagið getur þróast yfir í allt annað bandalag, og við erum ekki hræddir við að taka þátt í slíku bandalagi, enda tæki það tillit til fullveldishugsjóna þjóða og nauð- synjar þess að þjóðir hafí úrslita yfirráð fyrir sínum grundvallarat- vinnuvegum," segir Davíð Oddsson meðal annars. Sjá nánar viðtal við Davíð Oddsson á bls. 10-12. Ljósmynd/Morgunblaðið í fæði við Blönduvirkjun BÖRN starfsmanna Blönduvirkjunar hafa haft yrðling í fæði og uppihaldi frá því í vor og ekki annað að sjá en refurinn uni vistinni hið besta. Refaskytta kom með hann agnarsmáan ofan af heiði í maí og setti í fóstur hjá börnunum. Refurinn hefur stækkað mjög í vistinni enda mun hann stríðalinn. Til skamms tíma deildi hann kofa með tveimur St. Bernharðshvolpum en þeir ráku hann á dyr nýlega, víst orðnir þreyttir á lyktinni af honum, að sögn starfsmanns við Blöndu. Refurinn étur flest er að kjafti kemur og ekki fúlsar hann við hálfri rækjusamloku eins og sést á myndinni. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins Kjördæmamál verði rædd á landsfundi DAVIÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir £ viðtali við Morgunblaðið að hann telji mikilvægt að á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í næsta mánuði, verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.