Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÉTUR GUNNARSSON
Tæpur helmingur allra ofbeldis-
verka framinn í miðbænum
SKRÁNING Iögreglu gefur ekki til kynna að ofbeldisverkum i
miðborg Reykjavíkur fari fjölgandi frá því sem var fyrir 3-4
árum en hins vegar eru bæði lögregla og læknar á slysadeild
sammála um að aðfarir ofbeldismanna verði-sífellt harkalegri og
áverkar hættulegri. Rétt tæpur helmingur ofbeldisverka sem
upplýsingar eru til um á skrá hjá Iögreglu í Reykjavík það sem af
er þessa árs hefur verið framinn í miðbænum. I haust hefur tvíveg-
is litlu mátt muna að fórnarlömb líkamsárása í miðbænum hafi
komist lifandi undir læknishendur; annars vegar þegar 17 ára
piltur beitti hnífi þegar hann ásamt fleirum réðst á mann á þrít-
ugsaldri í Austurstræti og hins vegar um helgina þegar tvær 14
og 16 ára gamlar stúlkur gengu I skrokk á 15 ára stúlku þannig
að blæddi inn á heila hennar og hún missti meðvitund í lögreglu-
bíl á leið á slysadeild.
Fyrstu níu mánuði ársins hafa
lögreglunni í Reykjavík borist til-
kynningar um 290 líkamsárásir
og -meiðingar hvers kyns. 143
hafa verið framdar í miðbænum,
þ.e.a.s. á svæðinu milli Lækjar-
götu og Aðalstrætis, hafnarinnar
og Skothúsvegar, að viðbættum
Laugavegi vestan Hlemmtorgs.
Um er að ræða árásir og átök
utan dyra sem innan, á veitinga-
húsum, heimilum eða á almanna-
færi. Allt síðasta ár voru 227
meiðingar og árásir skráðar á
þessu svæði. í þeim 290 málum
sem kærð hafa verið í borginni í
ár hafa 330 einstaklingar verið
handteknir. Fimm þeirra eru
yngri en 14 ára, 44 eru 15-18
ára, 132 eru 19-24 ára, 126 á
aldrinum 25-60 ára og 23 kærð-
ir ofbeldismenn voru 61 árs eða
eldri. Aldursflokkun frá saman-
burðartímabilum var ekki tiltæk
í gær.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns er ljóst að fólk um og
undir tvítugu kemur oftast við
sögu árásarmála sem eiga sér
stað utandyra en eldra fólk á veit-
ingastöðum eða í heimahúsum.
Alvarlegustu líkamsmeiðingamál-
in eru send RLR til rannsóknar
og af um 60 líkamsmeiðingum
sem þangað bárust og framdar
voru í Reykjavík árið 1992 voru
23 taldar alvarlegar. Árið 1989
voru hins vegar 39 meiðingar í
Reykjavík taldar alvarlegar og
áríð 1990 voru þær 35 en 20 á
síðasta ári. -
Hending að fleiri liggja ekki
í valnum
Í þessari opinberu skráningu
endurspeglast þannig ekki það
sem viðmælendur Morgunblaðsins
í lögreglu, rannsóknarlögreglu og
á slysadeild Borgarspítalans telja
sig allir merkja og málin sem
komist hafa undanfarið í hámæli
eru til marks um, það er að aðfar-
ir ofbeldismannanna verði sífellt
miskunnarlausari og áverkarnir
sem af hljótast hættulegri. Sífellt
fleiri ungmenni gangi með hnífa
upp á vasann og beiti þeim í átök-
um með þeim afleiðingum að
hendingu einni megi þakka að
ekki hafí fleiri hlotið bana af en
raun ber vitni.
Lögreglan í Reykjavík telur, að
sögn Ómars Smára Ármannsson-
ar, að átak sem gert var í lög-
gæslu í miðborginni á árinu 1990
hafí skilað nokkrum árangri í þá
átt að fækka líkamsárásum og
vísar hann í fyrrgreindar tölur í
því sambandi, en árið 1990 fjölg-
aði kærðum líkamsárásum um
19% á sama tíma og komum á
slysadeild vegna líkamsmeiðinga
fækkaði um 11%, samkvæmt
tölum lögreglunnar. Auk þess tel-
ur Ómar Smári að áróður sem
ætlað var að hafa áhrif á almennt
viðhorf ungmenna til ofbeldis hafi
skilað nokkrum árangri.
Þeir sem hvorki eru börn né
afbrotamenn detta á milli
Hins vegar hafi gengið seint
að knýja fram úrbætur í málum
hluta ungmenna sem búi við erfið-
ar félagslegar aðstæður og lög-
reglan sjái smám saman leiðast
út í sífellt meiri óreglu og afbrot.
Fullyrt er að mjög oft eigi þeir
sem þannig er ástatt um hlut að
alvarlegum líkamsárásum. Lög-
reglumenn sem Morgunblaðið
ræddi við segjast telja að annað-
hvort virki ekki þau úrræði sem
barnaverndaryfirvöld eiga til að
grípa inn í mál unglinga sem ekki
nái fótfestu í samfélaginu eða þá
að tregðu gæti við að beita þeim.
Erfiðast sé að fá gripið inn í mál
einstaklinga sem hvorki teljast
ófullveðja börn né fullharnaðir
afbrotamenn.
Rannsóknarlögreglumaður
sagði í samtali við Morgunblaðið
að augljóslega væru afleiðingar
alvarlegra líkamsárása sífellt að
verða alvarlegri. Ekki taldi hann
að væri hins vegar unnt að full-
yrða að sérstök vatnaskil væru
að verða í þessum efnum um þess-
ar mundir og minnti á að auk
þess sem umræður um ástandið
í miðborginni hefðu orðið árlega
haust og vor undanfarin ár væru
aðeins um það bil tvö ár frá því
að ungur maður var drepinn í
ráni sem tvö ungmenni frömdu í
miðbænum eftir að hafa fyrr um
nóttina rænt og slasað annan
mann.
Órannsakaður
„ofbeldiskúltúr"
Viðmælandi blaðsins sagði að
þótt sér virtist sem hlutfallslega
margir þeirra sem við sögu kæmu
í þessum árásarmálum byggju við
erfiðlega félagslega stöðu hefðu
ekki nægar rannsóknir verið gerð-
ar á félagslegum aðstæðum, hug-
arheimi og bakgrunni þeirra ung-
menna sem sæktu í miðbæinn til
þess að unnt væri að fullyrða um
þá hluti og segja að úrbóta væri
fremur þörf á einhveiju ákveðnu
sviði öðrum fremur.
Læknir á slysadeild Borgarspít-
alans sagði við Morgunblaðið að
sér virtist að augljóslega hefði
orðið breyting á þessum málum
undanfarin ár. Engin heildarrann-
sókn hefði farið fram á orsökum
og meiðslum en tilfinning manna
væri tvímælalaust sú að yngra
fólk en áður ætti hlut að árásar-
málum, áverkar væru alvarlegri
en fyrr og hnífum væri meira
beitt en áður. Til dæmis væri ljóst
að hending ein hefði ráðið því að
stúlkan sem varð fyrir árás nú
um helgina hefði ekki dáið og
svipað mætti segja um fleiri nýleg
árásarmál.
Þegar litið væri yíir langt tíma-
bil virtist sem einhvers konar „of-
beldiskúltúr" væri að ná fótfestu
í þjóðfélaginu. „Fyrir nokkrum
árum voru nokkrir bandíttar sem
gengu lausir og slógu fólk. Það
var hægt að telja þá á fingrum
sér og lögreglan vissi um þá en
núna er það að sýna sig að ungt
fólk er farið að koma svona fram
og gera af sér hluti sem fólk hefði
ekki trúað fyrir nokkrum árum.
Þetta eru svo alvarlegir hlutir að
það þarf þjóðfélagsumræðu á
breiðum grundvelli um þetta og
hvort það er hægt að finna skýr-
ingar á þessu.“
Lokun Gunnarsholtsheimilisins
Yistmenn munu
fá sömu þjónustu
„ÞARNA er elnfaldlega verið að hagræða. Það er hægt að sinna
sömu þjónustu við þessa skjólstæðinga með jafn góðum hætti en
fyrir minni fjármuni og þess verður gætt að enginn vistmanna lendi
á götunni ef sannanlega er þörf á áframhaldandi meðferð," sagði
Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra þegar hann var
spurður um ástæður iokunar Gunnarsholtsheimilisins.
Ýmis meðferðarúrræði
fyrir hendi
Að sögn Guðmundar verður gert
nákvæmt vistunarmat á öllum vist-
mönnum í Gunnarsholti, en í for-
könnun sem var gerð áður en
ákvörðunin um að loka vistheimil-
inu var tekin kom í ljós að ýmis
úrræði komu til greina um vistun.
„Suma er hægt að útskrifa, sumir
hafa verið heimilisfastir í Gunnars-
holti um árabil og heyra ekki undir
virka áfengismeðferð. Sveitarfélög-
in munu koma inn í áframhaldandi
vistun þeirra ef þörf er á. Þeir sem
eru í virkri meðferð geta_ farið á
Vífílsstaði, á stofnanir SÁÁ og í
athvörf á höfuðborgarsvæðinu sem
hafa komið inn í þjónustu við þetta
fólk. Væntanlega verður meðferð
einhverra þeirra sem eru í Gunnars-
holti nú iokið fyrir áramót. Sem
betur fer eru ýmsir valkostir til
staðar og við getum borið höfuðið
hátt varðandi meðferðarúrræði fyr-
ir áfengissjúklinga. Biðlistar þeirra
sem þurfa á áfengismeðferð að
halda hafa ekki verið langir, fólk
hefur komist tiltölulega fljótt að og
ég vænti þess ekki að á því verði
mikil breyting til áramóta,“ sagði
Guðmundur Árni.
Aðspurður um yfírlýsingu starfs-
mannaráðs ríkisspítalanna þar sem
heilbrigðisráðherra er hvattur til að
draga ákvörðunina til baka sagðist
hann hafa skilning á því að þarna
væri einnig um störf fólks að ræða.
„Vissulega er erfítt með alla hag-
ræðingu og sparnað af þessum toga
en verkefnið er fyrst og síðast að
sinna þeim sem á vistun þurfa að
halda og ég hygg að það verkefni
megi leysa,“ sagði Guðmundur
Árni.
Sparnaður 43 milljónir á ári
Guðmundur Árni sagði að sparn-
aður af lokun Gunnarsholtsheimilis-
ins yrði 43 milljónir á ári og ekki
væri reiknað með neinum viðbótar-
útgjöldum. Þá sagði hann að nú
væri í athugun hvernig nýta mætti
húsnæði og tækjabúnað þann sem
fyrir hendi er í Gunnarsholti en þar
gæti ýmiss konar starfsemi farið
fram.
Morgunblaðið/Sverrir
Nýir þingmenn
ÞRIR nýir þingmenn hafa tekið
sæti á Alþingi, allir fyrir Alþýðu-
flokkinn. Þau eru Gísli R. Einars-
son, sem tekur sæti Eiðs Guðna-
sonar í Vestuylandskjördæmi,
Guðmundur Ámi Stefánsson heil-
brigðisráðherra, sem tekur sæti
Jóns Sigurðssonar í Reykjanes-
kjördæmi, og Petrína Baldurs-
dóttir, sem tekur sæti Karls Stein-
ars Guðnasonar, einnig í Reykja-
neskjördæmi. Á myndinni sjást
Guðmundur Árni og Petrína.
Fundur utanríkis-og fjármálaráðherra um 50 þjóðríkja í Washington
Lýst yfir stuðningi við frið-
arþróun í Mið-Austurlöndum
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríki|ráðherra, sat ráðstefnu sem
stjórnir Bandaríkjanna og Rússlands efndu til í Washington fyrir
helgi, en þar þinguðu utanríkisráðherra, fjármálaráðherrar og aðrir
fulltrúar tæplega 50 þjóðríkja. Fundurinn lýsti yfir jákvæðum við-
brögðum við áskorun um að styðja friðarþróun í Mið-Austurlöndum
og af hálfu Norðurlanda kom fram staðfesting á framlögum upp að
allt að 150 milljónum Bandaríkjadala. Jón Baldvin sagði í samtali við
Morgunblaðið að ísland myndi greiða sinn hlut samkvæmt reikniregl-
um norræns samstarfs og hafi íslensk stjórnvöld samþykkt framlög
að allt að 90 milb'ónum íslenskra króna en ekki hafi verið skilgrcint
á hversu löngum tíma þær verði greiddar.
Á ráðstefnunni kom fram að vil-
yrði þjóða heims fyrir styrkjum til
uppbyggingar ríkis Palestínumanna
næmu nú 600 milljónum dollara á
fyrsta ári stúðningsins, en að sögn
Jóns Baldvins telur Alþjóðarbankinn
að fjárþörf uppbyggingarinnar á
næstu fímm árum sé um 2,5 millj-
arðar dollara. Á blaðamannafundi
sem haldinn var að lokinni ráðstefn-
unni lýsti Lloyd Bentsen, fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna, því yfír að
útlit væri fyrir að takast myndi að
afla þeirra fjármuna á næstu fímm
árum. „Yfirlýsing Bentsen skiptir
sköpum að því er varðar vonir
manna um að friðarviðleitni í Mið-
Austurlöndum haldist," segir Jón
Baldvin. „Það er mikilvægt að Pa-
lestínuarabar og sérstaklega þeir
sem búsettir eru á Gaza-svæðinu
verði þess fljótlega áskynja að friður
borgi sig. Því skiptir máli að fram-
lög verði greidd sem fyrst og gert
verði samkomulegt hið fyrsta um á
hvaða hátt aðstoðin verði fram af
hendi reidd.“