Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 Framleiðsla Ullarvörur tengist íslandi eins og vín Frakklandi Framleiðendur og seljendur ullarvöru stofna samtök NÝLEGA voru stofnuð samtök fyrirtekja í framleiðslu og sölu uliarvöru. Samtökin kallast Ullarráð Islands, og eru stofnaðilar þrjátíu fyrirtæki sem annað hvort framleiða eða selja ullarvörur innanlands. I samþykktum félagsins segir að tilgangurinn sé að gæta sameiginlegra hagsmuna félaganna, kynna ullarvörur og koma fram fyrir félagana gagnvart stjórnvöldum, ferðamálaaðilum og öðrum. Endurklœbum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. BólstninÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. Aðdraganda að stofnun Ullar- ráðs íslands má rekja til fundar sem haldinn var sl. vor með aðilum í ullariðnaði þar sem kom fram mikill vilji fyrirtækja í greininni fyrir því að þau hefðu með sér samstarf í kynningu á ullarvörum. í tilkynningu frá Ullarráði segir að það sé álit þeirra sem að ráðinu standa að sala á vörum til ferða- manna hafi orðið rækilega undir í allri umræðu og umfjöllun um ferðamál á íslandi og að í fjölmörg- um vönduðum bæklingum um Is- BOKA- ÚTGEFENDUR Skilafrestur vegna auglýsinga í íslenskum bókatíðindum 1993 rennur út 18. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á íslandi. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4a, sími 38020. Skilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1993 rennur út 29. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Kaupmenn athugið! Frá og með 1. október ber ykkur skylda til að veita lántakendum upplýsingar um kjör neytendalána. Forritið Tryggur reiknar út lánsupplýsingar skv. nýju lögunum. Menn og mýs hf. Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími: 91-694938, fax: 91-694991. landi komi sjaldan fram að fram- leiddar séu vörur hér á landi. Þessu vill Ullarráðið breyta. Ennfremur segir: „Mörg fyrirtækjanna í þess- ari grein eru lítil og hafa ekki bol- magn ein og sér til þess að standa að umfangsmikilli kynningu á vör- um sínum, og ekki styrk til þess að standa fyrir máli sínu gagnvart stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ýmiskonarv Sameinuð í félagi eins og Ullarráði íslands þar sem bæði framleiðendur og seljendur snúa bökum saman myndast hins vegar möguleiki á því að sækja fram og vinna ullarvörum þann sess sem þær eiga skilið.“ Þá segir að loka- takmarkið sé að ullarvörur verði eins tengdar íslandi og blóm eru tengd Hollandi og vín Frakklandi. Stjórn Ullarráðs íslands skipa eftirtaldir: Logi Úlfarsson formað- ur, Islenskum markaði, Guðjón Kristinsson gjaldkeri, ístex, Valtýr Valtýsson ritari, Foldu, Gerður Hjörleifsdóttir meðstjómandi, ís- lenskum heimilisiðnaði og Ágúst Eiríksson meðstjórnandi, Icewe- ar/Drífu. Myndband Starfsmenn ogleiðir til nð ná betri árangri MYNDBÆR hf. hefur hafið dreifing-u á nýju myndbandi, Starfsmaðurinn - leiðir til betri árangurs. „Möguleikar þjóðarinnar felast í að nýta þekkingu og hæfni þjóðarinn- ar betur en gert hefur verið. Það er forsenda framfara og myndbandinu er ætlað að minna á þau atriði sem starf- maðurinn þarf að tileinka sér til að ná betri árangri,“ segir Jóhann Briem hjá Myndbæ. Jóhann sagði reynsluna sýna að myndbandið nýttist betur ef leiðbeinandi hefði ákveðinn for- mála að sýningu hennar og tiltæki jafnvel þau atriði sem hann vildi leggja sérstaka áherslu á. Meðal efnis í myndinni má nefna starfsval, sjálfsmat einstakl- inga og sjálfsvirðingu, áhuga, dómgreind, framkomu, skipulag og ábyrgð, geymslu upplýsinga og flokkun, vinnustaðinn, kynningu, frítíma, gæðamál og frammistöðu- mat. Stjórnun Nýsköpun Morgunblaðið/Emilía HUGVITSFÓLK — F'orstjóri Kassagerðar Reykjavíkur af- henti fulltrúum samstarfshóps um nýsköpunarkeppni grunnskólanem- enda leiðbeiningabók fyrir unga hugvitsmenn nýlega, en Kassagerðin styrkti útgáfu og gerð bókarinnar. Bókin gefur hugvitsmönnum upplýs- ingar um fyrstu skrefin og sé leiðbeiningum hennar fylgt út í æsar getur hún haft sönnunargildi varðandi einkaleyfisumsóknir. Bókin er nefnd Bókin hans Braga eftir Braga Einarssyni hugvitsmanni sem tók saman efni og teikningar. Á myndinni eru talin frá vinstri Bragi Ein- arsson, Áslaug Brynjólfsdóttir, Guðrún Þórsdóttir og Stefán L. Aðal- steinsson. Morgunblaðið/RAX KEPPNISSTJORINI — Á myndinni má sjá nokkra aðstand- endur Samnorrænu stjórnunarkeppninnar á íslandi. Frá vinstri eru Jóhann Friðleifsson, Hlynur Hreinsson og Eiríkur Aðalsteinsson. Samnorræna stíórnun- arkeppnin að hefjast SKRÁNING í Samnorrænu sljórnunarkeþpnina stendur nú yfir, en keppnin hefst um miðjan október nk. Keppnin á rætur sínar að rekja til ársins 1983 þegar nemendafélag háskólans í Helsinki setti á fót keppni fyrir stjórnendur fyrirtækja í heimalandi sínu. Síðar var ákveðið að gefa stjórnendum á hinum Norðurlöndunum kost á að taka þátt í keppninni. fslendingar tóku fyrst þátt í þessu samstarfi árið 1987 þegar AIESEC tók að sér að skipuleggja keppnina hér á landi. Á íslandi er liðum skipt í riðla og tvö efstu lið úr hveijum riðli fara áfram í íslensku lokakeppnina í mars á næsta ári. Tvö efstu liðin þaðan mæta svo meisturum ann- arra Norðurlanda í Kaupmannahöfn í apríl nk. Hver riðill er hugsaður sem sér- stakur samkeppnismarkaður þar sem hagkvæmni þeirrar ákvörðunar sem hvert lið tekur fer eftir ákvörð- unum hinna liðanna um sama efni. í upphafi fá liðin í hendur upplýs- ingar um ímyndað fyrirtæki, rekst- ur þess sl. 3 ár auk upplýsinga um aðstæður í hagkerfinu í heild. Hlut- verk liðanna er síðan að reka þetta fyrirtæki í sex ár, þar sem ein keyrsla telst vera eitt ár, og safna á þeim tíma sem mestum hagnaði. Ákvarðanir sem liðin þurfa að taka um reksturinn felast m.a. í vöru- verði, fjárfestingum, sölumagni og markaðsmálum. Aðalmarkmiðið með keppninni er að bæta samvinnu starfsmanna og stjórnenda í ákvarðanatöku auk þess sem henni er ætlað að víkka sjóndeildarhring þátttakenda. Þátt- tökugjald á hvert lið er 80 þúsund krónur, og rennur hagnaður ef ein- hver er, óskiptur til AIESEC. Keppnisskráningu lýkur 14. októ- ber og keppnin hefst degi síðar. Skráning fer fram í síma 629932. •t < se/n /, .. . r lftt9 Hcilsukodda Rúmbot nar ' Lystafjaðradýnur Lystalatexdýnur Lystasvampdýnur "m Opið lauyar- daya hl. 10—14 ell •ess LYSTADÚN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11 • Sími 814655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.