Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 43

Morgunblaðið - 05.10.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 43 komandi vetri. Þessi stuttu kynni af honum sýndu mér og öðrum kennurum hans tilfinninganæman og dulan einstakling, er bjó yfir hæfileikum sem hefðu getað nýst ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. í samtali við mig lét Pétur Ingi í ljós mikla gleði yfír þessum nýja áfanga í lífi sínu og hugði gott til framtíðar. Hann féll vel í hóp þeirra kappsömu er nú hófu listnám við MHI. Trúna á lífið og framtíðina átti hann með þeim. í fornámsdeild- inni ríkir söknuður eftir sviplegt fráfall hans. Kennarar og starfsfólk Myndlista- og handíðaskóla íslands votta aðstandendum hans dýpstu samúð. Björgvin Sigurgeir Haraldsson. Við viljum með fáum orðum minnast bekkjarfélaga okkar, Pét- urs Inga. Þrátt fyrir stutt kynni var greinilegt að þar fór hæfileikaríkur ungur maður. Hann sýndi mikla kímnigáfu, var félagslyndur en jafnframt hlédrægur. Við vottum aðstandendum og vinum alla okkar samúð. Kveðja frá bekkjarfélögum í fornámsdeild Myndlista- og handiðaskóla Islands. Að morgni mánudagsins 27. september barst okkur nemendum Menntaskólans í Reykjavík sú harmafregn að félagi okkar, Pétur Ingi Þorgilsson, hefði látist af slys- förum þá um helgina. I dag kveðjum við hann í hinsta sinn, full sorgar og trega. Góður félagi og vinur er horfinn á braut. Pétur hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1989 og var þar allt til síðasta vors en í haust hóf hann nám í myndlistarskóla. Ekki hafði hann setið lengi á skóla- bekk Menntaskólans þegar flestum nemendum var ljós hin mikla sköp- unargáfa sem hann bjó yfir. Eink- um lagði Pétur stund á myndlist og hljómlist og liggja eftir hann og vin hans, Kristján Eggertsson, íjög- ur lög á hljómplötum útgefnum í skólanum sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Pétur var drengur góður og hvers manns hugljúfi. Alltaf hafði hann tíma til að spjalla við mann svo glaður og reifur sem hann var að jafnaði. Við munum ævinlega minn- ast hans bæði með gleði og sökn- uði. Guð blessi minningu hans. Aðstandendum Péturs og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. F.h. nemenda Menntaskól- ans í Reykjavík, Sveinn H. Guðmundsson, inspector scholae. Hann er mér í fersku minni. Ég býst hálfpartinn við að hitta hann á næsta götuhorni. Vinaleg kveðjan og skemmtileg framkoman. Furðu- legt handabandið og sérkennilegur talsmátinn. Pétur Ingi er dáinn. Þetta eru aðeins orð. Það tekur lengri tíma að átta sig á hvað í þeim felst. Ég man hvemig hann heilsaði. Það var alltaf eins og hann væri að sjá mig í fýrsta sinn eftir fimm ára fjarveru. Þannig var hann. Hlý- leg framkoman var ekki aðeins bundin við mig. Pétur átti enga óvini. Við vorum saman í skóla. Áttum það reyndar sameiginlegt að gera flest annað en sækja kennslustund- ir. Pétur var ekki maður sem hægt var að fella inn í eitthvert sýstem. Skikka í eitthvert kerfi sem segði honum hvenær hann ætti að sitja og standa. Hann var sveimhugi, náttúrubarn. Áður hélt ég að þau væru aðeins til í bókum. Hann var gjörólíkur öllum sem ég hef kynnst. Ég stjórnaði litlu nemendafélagi. Hann var tónlistarmaður. Fyrir fé- lagið spilaði hann inn á tvær plötur og kom margoft fram. Hann var þannig. Og alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Leyfa okkur að njóta hæfileikanna. Ég held að fjöl- hæfnin hafi miklu fremur verið meðfædd en áunnin. Hann spilaði á öll hlióðfæri op- málaði Það vnr sama hvað það var. Öll list lék í höndunum á honum. Eins og hann hefði fundið hana upp. Þegar ég heyrði um lát hans var orðið ranglæti það fyrsta sem kom upp í hugann. Nú sé ég að stundum er tilveran hvorki réttlát né rang- lát. Sumt gerist bara. Hann lifir alltaf í minningunni. Ég gleymi Pétri aldrei. Ég vil fyrir hönd þeirra sem nutu hæfileika hans og störfuðu með honum síðasta skólaár í félagi nem- enda í Menntaskólanum í Reykja- vík, Framtíðinni, votta fjölskyldu hans og vinum dýpstu samúð. Gauti Bergþóruson Eggertsson. Dauðinn er óumflýjanlegur en samt er það einkennileg tilfinning sem grípur mann þegar fréttist af andláti. Sérstaklega þegar um vin og jafnaldra í blóma lífsins er að ræða. Sviplegur dauðdagi sem þessi sýnir að einhvern tímann vitjar dauðinn allra án þess að spyrja um aldur. Pétur Ingi var bekkjarfélagi okk- ar í 5. B veturinn 1992-1993 og persóna hans geislaði af gleði, kæti og hlýju. Hans var því saknað er hann yfirgaf bekkinn og hvarf frá námi síðastliðið vor. Fregn af svip- legu andláti hans vakti mikinn óhug og andrúmsloftið í bekknum, sem og skólanum öllum, einkenndist af deyfð. Listin átti hug Péturs allan. Mátti því bóklegt nám sitja á hakanum og þoka fyrir áhugamálunum, tón- list og myndlist. 1 haust hóf hann nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og þar hefðu hæfileikar hans blómstrað. Þeim hæfileikum höfðum við menntskælingar kynnst og fengið að njóta. Hann átti m.a. þátt í að semja árshátíðarlög sem gefin voru út á hljómplötum og teikningar hans í síðustu Faunu bera vott um mikla myndlistarhæfi- leika. Þessi verk halda minningu hans á loft meðal okkar, en umfram allt minnumst við góðs drengs. Við vottum aðstandendum hans og vinum innilega samúð. Kveðja, 6. bekkur B í MR veturinn 1993-1994. Þó að árin hans Péturs hér á jörð hafi ekki orðið mörg þá skilur hann eftir sig dýpri spor en margur eldri maður, bæði í verkum og minningu. Pétur kom fyrst á heim- ili okkar þegar hann varð skólabróð- ir sonar okkar í Hagaskóla. Fljót- lega urðu þeir bestu vinir og óað- skiljanlegir. Sameiginlegt áhuga- mál þeirra var tónlist af öllu tagi. Þeir söfnuðu að sér hljóðfærum, spiluðu og sungu saman og voru sífellt að semja og útsetja ný lög. Pétur átti einstaklega auðvelt með að eignast vini og varði miklum tíma með þeim. Hann varð sam- ferða helstu vinum sínum í Mennta- skólann í Reykjvík. Þar var hann þó ekki á réttri hillu. Tónlistin tók allt of mikinn tíma og fór loks svo að hann hætti námi þar og sótti um inngöngu í Myndlista- og hand- íðaskólann. Annað helsta áhugamál hans var teikning og myndlist og ég held síst minna en tónlistin. Hann fékk inngöngu enda voru hæfileikarnir ótvíræðir. Þeir komu snemma í ljós og 12 ára gamall gerði Pétur um- slag barnalagaplötu sem gefín var út til minningar um kennarann og tónskáldið Magnús Pétursson. Eng- inn sem sér þetta listaverk gæti trúað því að það sé eftir svo ungan dreng. Á öllum skólaferli sínum var Pétur stöðugt að teikna myndir og myndasögur í skólablöðin. Á menntaskólaárunum jókst tón- listarsamstarf vinanna stöðugt og voru þeir saman við spilaæfingar og samningu árshátíðarlaga skól- ans og einnig tónlist við leikritið Drekann eftir Jevgeny Schwarz, sem sýnt var á Herranótt 1993. Pétur var að sjálfsögðu fenginn til að teikna myndir af mörgum vinum sínum í Faunu 1993 og einnig for- síðuna. Enginn annar kom til greina. Ekki kom heldur til greina að vinir hans færu saman í skóla- ferðalag 5. bekkjar til Portúgals án Pét.nrs. Slíkt vnr óhucrsandi. Fyrir stuttu fluttist hann að heiman og leigði íbúð með Ingimar vini sínum á Lynghaga 17. Hann var mjög ánægður með að vera kominn í réttan skóla og farinn að læra það sem hann hafði svo mikinn áhuga á. Pétur var einlægur, hug- myndaríkur og hrókur alls fagnaðar meðal vina sinna og endalaus upp- spretta skemmtilegra uppátækja og tilsvara. Hann var sannkallaður gleðigj afi og fylgdi honum alltaf birta í hvert skipti sem hann kom. Alltaf voru verkefnin óþrjótandi í lagasmíðinni og þurfti að hafa hrað- ann á. Pétur verður ógleymanlegur þeim sem þekktu hann og við mun- um alltaf verða þakklát fyrir þann góða tíma sem hann og Kristján áttu saman. Péturs er sárt saknað á okkar heimili og við sendum for- eldrum hans og ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Eggert Sigfússon, Guðrún Kristjánsdóttir. í dag kveðjum við góðan vin, Pétur Inga, sem alltaf var til staðar til að hugga okkur og gleðja. Hans mun verða sárt saknað. Við viljum minnast hans með þessu broti úr Sólarljóðum: Hér vit skiljumsk ok hittask munum á feginsdegi fira. Dróttinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. Erla og Saga. Friður í sál, friður í anda. I þeim hluta af mér sem ég tileinkaði þér, er nú tóm. En ég reyni að fylla það tóm með minningunni um þig, geymi þig í mínu hjarta og á þann hátt fmn ég fyrir nærveru þinni, er ég hugsa til þín. Ég bið æðri öfl að varðveita þig og gefa mér styrk til að halda áfram án þín. Skil sorg og söknuð eftir að baki og kveð þig úr mínum heimi. Friður í anda, friður í sál. Heiðar vinur þinn. Fyrir þremur árum kynntist ég Pétri. Leiðir okkar lágu saman í Menntaskólanum í Reykjavík og átti hann einn stærsta þáttinn í að gera dvöl mína þar, og reyndar flestra skólasystkina sinna, skemmtilega. Pétur hafði fremur lítinn áhuga á skólabókunum, en vildi ljúka stúd- entsprófi til að komast í listaskóla. Hann einbeitti sér að því að semja lög og teikna, enda voru hæfileikar hans á því sviði. Ef hann vildi hins vegar standa sig vel í einhverju fagi, gerði hann það. Hann trúði nefnilega á það, að ef viljinn væri fyrir hendi, væri allt hægt. Það var ekki til neitt sem hét fýla eða geðvonska í Pétri. Eitt sinn þegar við sátum í tíma hafði hann strítt mér svo mikið, að sjálfsögðu í góðu, að ég sendi honum miða þar sem á stóð að ég ætlaði aldrei, aldrei að tala við hann aftur. Eftir nokkra stund fékk ég þetta svar: „Ókei, þú sagðir ekkert um það að þú ætlaðir ekki að skrifa við mig aftur. Skrifaðu! Hæ Hulda, hvað skrifar þú gott?“ Pétur kunni þá list að skemmta okkur krökkunum, enda var hann með vinsælustu piltum skólans. Hann og Krissi vinur hans sömdu þrælgóð árshátíðarlög og tónlist við leikritið Drekann, sem Herranótt setti á svið. Þá tók hann tvisvar þátt i söngvakeppni skólans með frumsamin, ógleymanleg lög. Til að kóróna þetta allt saman var hann „primus motor“ hljómsveitar- innar Invictus. Það var í byijun sumars sem Pétur ákvað að freista þess að sækja um í Myndlista- og handíða- skóla íslands. Honum var neitað í fyrstu um inngöngu því hann hafði ekki enn lokið ^túdentsprófinu. En forráðamenn skólans sáu sig um hönd be?ar beir sáu hvers konar hæfileikamaður var þar á ferð. Pét- ur var frábær teiknari með sinn eigin stíl og mikið ímyndunarafl. Ég hitti Pétur í síðasta sinn þann 24. september síðastliðinn þegar skólafélagi hans og sambýlismaður, Ingimar, hélt upp á tvítugsafmæli sitt. Við hittumst þarna hópurinn úr MR eftir langt sumar og við Pétur töluðum lengi saman. Hann sagði mér meðal annars hversu vel honum liði í Myndlistaskólanum og að sér fyndist hann nú í fyrsta sinn vera á réttri hiilu í lífinu. Við Pétur áttum margar yndis- legar stundir saman og fyrir tveim- ur árum, þegar vinskapur okkar var sem nánastur, töluðum við um dauðann. Við spáðum mikið í það hvað tæki við eftir þetta líf og kom- umst að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera eitthvað gott og fal- legt sem biði okkar. Seinna fannst okkur ótímabært að spá í svona hluti, við værum ung og ættum allt lífið framundan. En í dag kveð ég þennan elsku vin minn, dreng sem var svo hjarta- hlýr. Það er svo margt sem ég vil segja en kem ekki orðum að. Ég veit aðeins að ég á eftir að sakna þessa fallega drengs sem gaf mér og okkur öllum svo mikið af sjálfum sér og skildi þannig eftir lítinn Pét- ur í hjörtum okkar allra. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Pétri og sendi Áslaugu ömmu hans, Sólveigu og Þorgils foreldrum hans, Ingimar og öðrum aðstandendum, mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið góð- an Guð um að styrkja þau í sorg þeirra. Hulda Elsa Björgvinsdóttir. Allir eru þakklátir fýrir menn sem gefa lífinu lit. Slíkur maður var Pétur Ingi Þorgilsson, vinur okkar allra. Það var alltaf gaman að hitta Pétur og var þar engin undantekning að kvöldi 25. sept- embers. Við heilsuðumst, spjölluð- um og göntuðumst eins og við vor- um vanir og héldum síðan hvor í sína áttina. Því er undarlegt og sárt til þess að hugsa að aðeins nokkrum stundum síðar hafi hann látist í hræðilegu slysi. Pétur var samferða okkur, sem útskrifuðumst vorið 1993 í gegnum þriðja og fjórða bekk Menntaskól- ans í Reykjavík, en var bekk á eft- ir^okkur seinni tvö árin. Þó fylgdi hánn ávallt sínum jafnöldrum og kom meðal annars með okkur í út- skriftarferð til Portúgals fyrir rúmu ári. Hann hætti svo i skólanum um leið og við til að takast á við áhuga- mál sín, myndlist og tónlist. Pétur var kominn á rétta hillu í lífinu, hann fékk í haust inni í Myndlista- og handíðaskóla íslands vegna þeirra miklu myndlistarhæfí- leika sem hann bjó yfir. Nægir að benda á stórkostlegar „Faunu“ myndir sem hann teiknaði af einum útskriftarbekknum í vor því til stað- festingar. Pétur Ingi Þorgilsson skilur eftir sig fjölda verka, jafnt myndverka sem tónverka og bera þau hand- bragði Pebba gott vitni. Pétur átti, ásamt vini sínum Kristjáni Eggerts- syni, fimm lög á þremur árshátíðar- plötum sem út komu í Menntaskól- anum í Reykjavík. Þeirra á meðal er hið sígilda lag „Kærligheden blomstrer“ sem á eftir að lifa með okkur MR-ingum um aldur og ævi. Einn kunningi minn komst þann- ig að orði: „Það var engum illa við Pebba - ekki einu sinni köttunum í Portúgal.“ Þetta er nærri sanni því í útskriftarferð okkar fyrir rúmu ári var köttur einn á vappi í kring- um hópinn á hótelinu. Flestir bönd- uðu honum frá sér með harðri hendi en Pétur sá aumur á greyinu, fór beint út í búð, keypti kattamat og gaf honum. Mér finnst þessi saga sýna einkar vel hversu góður Pétur var að eðlisfari jafnt við menn sem málleysingja. Flestir eiga eftir að minnast Pét- urs sem gáskafulls og gamansams náunga sem hafði ótvíræða lista- mannshæfileika. Náunga sem öllum var vel við og var ekki meðaljón í neinum skilningi þess orðs. Pétur átti marga góða vini og vona ég að heir standi sirr hrátt fvrir hað mikla skarð sem höggvið hefur ver- ið í vinahópinn. Fyrir hönd stúdentaárgangs 1993 frá Menntaskólanum í Reykja- vík flyt ég öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Pétri Inga Þorgilssyni. Kristján Guy Burgess. Við kynntumst Pétri fyrst í gegn- um sameiginlegan áhuga á tónlist í 7. bekk Hagaskóla. Fljótlega þró- aðist samband okkar í vináttu sem gleymist aldrei og þau áhrif sem Pétur hafði á líf okkar eru ómetan- leg. Þeirri vináttu sem við áttum með Pétri getum við ekki lýst í fá- einum orðum í minningargi-ein um besta vin okkar. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Kristján Eggertsson, Einar Valur Scheving. Elsku vinur, þú yndislega sál! Ég sé þig fyrir mér í, einni af þínum mörgu fantasíum, þar sem þú svífur með tónlistinni yfir mikla víðáttu. í fjarska er kastali, umlukinn risa- stórum trjám í öllum regnbogans litum. Roði kvöldsólarinnar lýsir upp umhverfið. Þú ert í einhvers konar sæluvímu, fjarri öllum, með uppáhaldstónlistina þína allt í kringum þig. Þær voru nú ófáar stundirnar sem maður upplifði þessa sælu með þér, þar sem við lágum heima hjá þér með Simple Minds eða U2 á fóninum. Það var ekki til nein sorg þá. Ekkert sem gat stöðvað okkur. Við þurftum engin orð til að lýsa þeirri væntumþykju og vináttu sem var okkar á milli. Pétur minn! Þú varst svo hjarta- hlýr og góður. Þú gast ekki hugsað þér að særa neinn, enda áttir þú enga óvini. Allir elskuðu þig. En hvers vegna ert þú hrifinn svona burt frá okkur? Þú varst svo ungur og áttir eftir að gera svo mikið. Ég ætla ekki að spyija þig hvað þú varst að gera uppi á þaki þessa örlagaríku nótt. Ég veit það. Og við sem þekktum þig best vitum það. Utsýnið úr gömlu íbúðinni heillaði þig. Þú hafðir svo oft talað um hvað þú saknaðir hennar. Þú varst staðráðinn í að kaupa hana. Manstu þegar við kölluðum þig Pétur „skútu“. Það var engin sér- stök ástæða fyrir því þá, en ég sé núna að það var engin tilviljun. Ekki vegna þess meðbyrs sem þú hafðir sjálfur í seglum þínum heldur einnig vegna þess meðbyrs sem þú gafst öðrum. Þú sást hæfileika í öllum og þú sparaðir ekki að segja frá því. Eg man t.d. þegar þú reynd- ir að láta mig syngja. Við sátum í heita pottinum í Vesturbæjarlaug- SJÁNÆSTUSÍÐU ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R l A N sími620200 Erfklrykkjur GlæsUeg kafli- hlaðliorð íallegir síilir og mjög góð þjónusta. lipplysingar ísúna22322 FLUGLEIDIR iSTEL LSFTLEIIll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.