Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 10
r r 10 vof>r v'jnp ciTír:/n:!utv ? >ri<>^ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 S,VEFI\LMS ISEATTLE „Ein besta mynd ársins. Ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séö lengi.“ Jeffœy Lyons, SNEAK PREVIEWS „Allir meö snefil af rómantík í kroppnum munu njóta 'þessarar myndar. Hún er ein sú besta fyrr og síðar. Nora Ephron er stórkostlegur leikstjóri." Michael Medved, SNEAK PREVIEWS „SVEFNLAUS í SEATTLE er Óskarsverðlaunamynd. Þiö verðiö ástfangin af þessari ástarsögu." Joel Siegel, GOOD MORNING AMERICA „4 stjörnur. Vel gerö, fyndin og áfeng. Hanks er i toppformi. Rayan dreifir sólargeislum yfirtjaldiö. Algert dúndur!" DETROIT NEWS „Töframynd! Rómantísk komedía sem stendurfyrir sínu. Hún er virkilega fagmannleg og geislar af fjöri.“ Michel Wilmington, LOS ANGELES TIMES „SVEFNLAUS í SEATTLE tekur þig meö trompi. Þær veröa ekki betri. Handritiö er sigurvegari ársins." Bob Strauss, LOS ANGELES TIMES „Ómótstæðileg. Hanks og Ryan gera hlutverkin trúverðug. Fáar myndir hafa höfðað jafnmikið til tilfinninga fólks án þess aö veröa væmnar." Víncent Canby, NEW YORK TIMES „Tom Hanks er í sérflokki." COSMOPOLITAN MAGAZINE „4 stjörnur! Full af kímni, hlýju og rómantík. Törfandi! Missið ekki af henni.“ NEW YORK POST „Hún nær tilgangi sínum og endurnýjar trú okkar á ástina. Hanks minnir helst á Cary Grant. Meiri hrós er ekki hægt að fá.“ US MAGAZINE „Loksins birtist rómantíkin aftur á hvíta tjaldinu og baðar mann töfraljósi. Manni hlýnar um hjartaræturnar." ABC RADIO „Rómantísk fullorðinsmynd. Hanks og Ryan er yndisleg, kát og skemmtileg. SVEFNLAUS fær bestu meðmæli." Gene Shalit, TODAY SHOW „Tom Hanks er upp á sitt allra besta í þessari dásamlegu gamanmynd. Hann hefur ekki gert betur síðan í BIG.“ SCENE MAGAZINE „Hressasta, fyndnasta og frábærasta mynd sem ég hef séð. Ephron er meiriháttar og tekst heldur betur að kitla hláturtaugamar." ROLLING STONE MAGAZINE „Hér gengur allt upp. Ephron veit hvað hún syngur.“ NEW YORK MAGAZINE „Hanks og Ryan eru stórkostlegt kvikmyndapar sem minnir á Hepburn og Tracy, Stewart og June Allyson. Þau ásamt Noru Ephron hafa skapað mynd sem aldrei gleymist." NEWS SERVICE MENNING/LISTIR Myndlist Listmunir unnir í steinleir og postulín í Stöðla- koti Ólöf Erla Bjarnadóttir opnar sýningu í Stöðiakoti við Bókhlöðustíg, laugar- daginn 16. október. Ólöf Erla sýnir list- muni, unna i steinleir og postulín. Mun- irnir eru ýmist renndir eða mótaðir og margs konar brennslutækni notuð við brennslu munanna. Munirnir eru allir nytjahlutir ýmis litlar seríur eða stakir hiutir. Sýningin stendur frá 16.-31. október og er opin frá kl. 14-18 alla daga. Torfi sýnir í Asmund- arsal Torfi Ásgeirsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu í Ásmundarsal Freyjugötu 41, laugardaginn 9. októ- ber. Málverkin á sýningunni eru unnin annarsvegar með olíulitum á striga og hinsvegar með vatnslitum á pappír. Myndefnið er landslag bæði í olíu- og vatnslitamyndunum og allar unnar á stílfærðan hátt frá hendi málarans. Sýningin stendur til sunnudagsins 24. október og er opin daglega frá kl. 14-22. Guðrún Guðjónsdóttir sýnir í Gallerí 11 Guðrún Guðjónsdóttir opnar sýningu á málverkum sínum í Gallerí 11, á morgun laugardaginn 9. október kl. 14. Guðrún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977-79 og við California College of Arts and Crafts í Oakland, Kalifomíu 1979-81 og hlaut þar BFA gráðu í málun. Sýningin stendur til 21. október og er opin alla daga frá kl. 14-18. Stálkonan á Mokka Á Mokka við Skólavörðustíg opnar á sunnudaginn 10. október sýning á ljós- myndum af líkamsræktarkonum eftir Bill Dobbins sem búsettur er í Los Angeles í Kaliforníu og talinn er í hópi færustu myndasmiða á sínu sviði. Um myndir sínar segir Dobbins: „Vaxtarræktarfólk er listafólk og lík- amar þeirra fágætir skúlptúrar. En það er ekki nóg að skráfesta einfaldlega hvernig líkamar þeirra líta út. Að ná fínustu dráttunum á því sem þessar manneskjur hafa afrekað, hinum vöðva- stælta skrokki og festa það á filmu er einnig list í sjálfu sér. Til að draga upp viðunandi mynd af þrívíðum hlut eins og mannslíkamanum þarf að' beita öll- um tiltækum ráðum, túlkun og yfirvég- un, svo ekki sé minnst á mikið af sér- hæfðri tækni. Þessir einstaklingar hafa náð að þróa líkama. sinn á stig s_em er einstakt í mannkynssögunni. Ég lít þess vegna svo á að kröftum mínum sé vel varið við að reyna að fanga þessi hreystiverk þeirra.“ Sýningunni á myndum Dobbins á Mokka lýkur á sunnudaginn 7. nóvem- ber. Zacharias Heinesen sýnir í Gallerí Borg Færeyski listamaðurinn Zacharias Heinesen opnar sýningu á tuttugu málverkum í Gallerí Borg við Austur- völl á morgun, laugardaginn 9. október. Zacharias er fæddur í Þórshöfn 1936. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og við Konung- legu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1959-1963. Zacharias hélt sína fyrstu einkasýn- ingu í Þórshöfn 1952, síðan þá hefur hann haldið einkasýningar í Færeyjum og Danmörku og tekið þátt í fjölda samsýninga víðs vegar í Evrópu og hefur hann verið félagi í listamanna- samtökunum „De nordiske" frá 1972. Þetta er fyrsta einkasýning hans hér á landi, en hann sýndi ásamt öðrum í Norræna húsinu 1972. Listamaðurinn verður viðstaddur opnunina og rithöfundurinn Thor Vil- hjálmsson mun ávarpa gesti. Sýningin er opin virka daga frá kl 12-18 og um helgar frá kl. 14-18, en henni lýkur 24. október. Guðrún Hrönn, Elisa- bet og Pétur í Nýlista- safninu Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Elisa- bet Norseng og Pétur Magnússon opna sýningar í Nýlistasafninu á morgun laugardaginn 9. október. A efri hæðum sýnir Pétur Magnússon skúlptúra. Pétur stundaðr"nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám í Flórens og Bologna á Ítalíu. Hann tók lokapróf frá Ríkisaka- demíunni í Amsterdam 1986. Þessi sýn- ing er fyrsta einkasýning hans á íslandi. I forsal safnsins sýnir Elisabet Nors- eng frá Noregi. Hún stundaði nám við Statens Hándverks- og Kunstindustri- skole og Tegne- og malerskolen í Ósló. Elisabet útskrifaðist þaðan 1980. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndum, Ítalíu og í Þýskalandi. í Gryfjunni sýnir Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir skúlptúra. Guðrún stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Jan Van Eyck Aka- demíuna i Maastricht og útskrifaðist þaðan 1982. Guðrún, sem búsett er í Finnlandi hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum á Islandi, í Finnlandi, Noregi, Sviss og Hollandi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og henni lýkur sunnudaginn 24. október. Silki, teikningar og postulín í Nönnukoti Þóra Einarsdóttir og Yoko Þórðarson sýna verk sín í Nönnukoti í Hafnarfirði til 5. nóvember nk. Yoko sýnir s/h teikningar og hand- málað postulín og Þóra sýnir silkimynd- ir. Hugmynd — Högg- mynd Hugmynd — Höggmynd, úr vinnu- stofu Siguijóns Ólafssonar. 1 tilefni þess að fimm ár eru liðin frá vígslu Sigutjónssafns á Laugarnesi verður ókeypis aðgangur að safninu allar helg- ar í októbermánuði frá kl. 14-17. Sér- stök leiðsögn er um safnið á sunnudög- um kl. 15 fyrir börn og foreldra. Fimm ára starfsafmæli Hafnarborgar Frá 9.-25. október verður í Hafnar- borg sýning á verkum í eigu stofnunar- innar. Sýningin er haldin í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá stofnun Hafnar- borgar, en fimm ár frá formlegri opnun hennar 1988. Tíu ár eru liðin síðan dr. Sverrir Magnússon og kona hans Ingibjörg Siguþónsdóttir gáfu Hafnarfjarðarbæ húseign sína við Strandgötu, ásamt veglegu listaverkasafni og nokkrum bókakosti, en með þeirri gjöf var lagður grunnur að Hafnarborg. Á þessum tímamótum hefur verið gefin út bók sem inniheldur annál starf- seminnar síðustu fimm ár, auk gi'eina sem tengjast starfmu og skrár yfir lista- verkaeign Hafnarborgar. Fjallað er sér- staklega um listaverkagjafir þeirra Ei- ríks Smith og Elíasar B. Halldórssonar og um utangarðslist. í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá gjöf dr. Sverris og Ingibjargar hefur stjórn Hafnar- borgar verið afhent framlag til stofnun- ar minningarsjóðs um þau hjónin. Á bak við þetta framlag standa fimm menn, þeir Árni Grétar Finnsson, Einar I. Halldórsson, Ellert Borgar Þoi"valds- son, Sveinn Guðbjartsson og Þór Gunn- arsson, en þeir hafa lagt fé til sjóðsins ásamt fleiri einstaklingum og fyrirtækj- um. Framlagi þeirra fylgir tillaga að starfsemi og markmiði sjóðsins. I henni felst að veija skuli fé úr sjóðnum til að veita táknræna viðurkenningu til þess éða þeirra Hafnfirðinga sem vakið hafa verðskuldaða athygli á sviði lista og menningar. Tónlist Örfáar sýningar á Coppelíu í Islensku óperunni íslenski dansflokkurinn verður með nokkrar sýningar á Coppelíu í Islensku óperunni nú í október og nóvember. Coppelía var frumsýnd i Borgarleikhús- inu sl. vor og stjórnaði uppfærslunni Eva Evdokimova, ein þekktasta bal- lerína samtímans. í fréttatilkynningu segir: Coppelíu var vel tekið jafnt af gagnrýnendum sem og áhorfendum og urðu sýningar í apríl og maí alls níu. Þess má geta að uppfærsla Evdokimovu á Coppelíu hefur vakið athygli víðar en hér á landi, en Evu henni hefur m.a. verið boðið að setja Coppelíu upp fyrir Ballet Austin í Texas nú í haust. Auk dansara flokksins taka um 30 nemendur skólans þátt f sýningunni og 23 manna hljómsveit. Hljómsveitar- stjóri er Örn Óskarsson en leikmynd og búninga hannaði Hlín Gunnarsdóttir. Þau Lára Stefánsdóttir, Eldar Valiev, Paola Villanova og Mauro Tambone skipta með sér aðahlutverkunum í sýn- ingunum nú í haust. Fyrstu tvær sýningamar verða 22. bktóber og 24. október. Aðeins er gert ráð fyrir örfáum sýninum. Miðasala opnar 11. október í Islensku óperunni og verður opin daglega milli kl. 16 og 19. Þá verður einnig hægt að panta miða milli kl. 9 og 13. Tónleikar í Langholts- kirkju Fyrstu tónleikar Hljómsveitar Tón- listarskólans í Reykjavík á þessu skóla- ári verða haldnir í Langholtskirkju sunnudaginn 10. október kl. 17. Frumflutt verða lokaverk nemenda tónfræðadeildar skólans frá vorinu 1992 og vorinu 1993, Myndir af hafinu eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Klari- nettukonsert eftir Erik Júlíus Mogens- en, einleikari á klarinettu er Jón Aðal- steinn Þorgeirsson. Einnig verður flutt- ur Egmontforleikurinn op. 84. eftir Beethoven. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Bókmenntir Leikfélag Keflavíkur með bókmenntakynn- ingu Sunnudaginn 10. október kl. 14 mun Leikfélag Keflavíkur standa fyrir bók- menntakynningu á verkum Hilmars Jónssonar rithöfundar í húsakynnum Bókasafns Keflavíkur að Hafnargötu 57,í Keflavík. í fréttatilkynningu segir: „Hilmar Jónsson er Keflvíkingum að góðu kunn- ur ekki síst fyrir framlag sitt til menn- ingarmála á svæðinu en hann hefur m.a. verið einn aðal máttarstólpi Leikfé- lags Keflavíkur til margra ára og hefur nú verið gerður heiðursfélagi. Þekktast- ur er hann án efa sem bæjarbókavörð- ur Bókasafns Keflavíkur til margra ára, hann var einn aðalhvatamaður að byggingu nýs bókasafns og það er ekki síst honum að þakka að Bókasafn Keflavíkur flytur nú í nýtt húsnæði. Það á því vel við að Hilmar Jónsson skuli vera fyrsti rithöfundurinn sem fær verk sín kynnt í hinu nýja Bókasafni. Aðgangur að bókmenntakynning- unni er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Að dagskrá lokinni verða kaffiveitingar í boði Leikfélagsins. Fundur Félags áhuga- manna um bókmenntir Fyrsti fundur Félags áhugamanna um bókmenntir á þessum vetri verður haldinn á morgun laugardaginn 9. októ- ber kl. 14 i stofu 101 í Odda, húsi fé- lagsvísindadeiidar Háskóla íslands. Að þessu sinni mun Soffía Auður Birgis- dóttir íjalla um það hvað íslenskir kven- rithöfundar skrifa um í dag. Hún tekur fyrir verk eftir Svövu Jakobsdóttur, Jakobínu Sigurðardóttur, Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Fríðu Sigurðardótt- ur, Vigdísi Grímsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur og sýnir fram á saméigin- legar grunnhugmyndir í verkum þeirra. Soffía lauk cand. mag. prófi í íslensk- um bókmenntum frá Háskóla íslands árið 1989. Hún hóf síðan doktorsnám í almennri bókmenntafræði í Bandaríkj- unum. Hún vinnur nú að doktorsritgerð sinni jafnframt því sem hún er stunda- kennari við HÍ og dagskrárgerðarmað- ur hjá Ríkisútvarpinu. Á fundinum mun Kristín Ómarsdótt- ir lesa upp úr verkum sínum. Aðgangur að fundi num er ókeypis og allir velkomnir. Kvikmyndir Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 10. október kl. 16. verður sýnd norræna kvikmyndin Hip, Hip, Hurra! Hún fjallar um ævi og störf listamannanna sem dvöldu á Skagen. Þetta er leikin kvikmynd frá árinu 1987 og er hún tæpir 2 tímar að iengd. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Brúðumyndir fyrir yngstu börnin í Nor- ræna húsinu Sunnudaginn 10. október kl. 14. verða sýndar tvær danskar brúðumynd- ir fyrir yngstu börnin ! Norræna hús- inu. Annars vegar Tommelise (28 mín.) eða Þumalína, þetta er leikbrúðumynd sem byggð er á hinu fræga ævintýri eftir H.C. Andersen og Mise'ri Mo (31 mín.) ævintýri um konungsson sem rænt er af trölium, en honum til bjarg- ar kemur hin fallega og góða Miseri Mo. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Myndirnar eru með dönsku tali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.