Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 9 Kynning á Kripalujóga verður laugardaginn 9. október kl. 14.00. Einnig verður kynnt væntanlegt helgarnámskeið Gurudevs (Yogi Amrit Desai). Allir velkomnir. Jógastöðin Heimsljós, Skeifunni 19, 2. hæð, s. 679181. Franskar, mjúkar ullarpeysur, silki- og bómullarbolir TESS NEÐST VIÐ DUNHAGA, 622230. NEÐí kDsU' Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Útsalan hefst í dag 20-50% afsláttur Laugavegi 4 - Sími 14473 Áhyggjur Frakka Atriði úr frönsku kvikmyndinni Germinal sem Frakkar vona að eigi eftir að geta keppt við Jurassic Park að vinsældum í Frakklandi. GATT og menningin Deila EB og Bandaríkjanna um landbúnaðarmál er sá þáttur Uruguay-lotu GATT-viðræðnanna, sem hvað mest athygli hefur beinst að. Sú deila er samt ekki sú eina. Samningamönn- um þessara ríkja hefur ekki síður gengið erfiðlega að ná sam- komulagi um viðskipti með kvikmyndir og sjónvarpsefni. Bandaríkjamenn vilja að kvikmyndir verði hluti af nýju GATT- samkomulagi en sterk öfl innan EB, með Frakka í broddi fylk- ingar, hafa sett sig upp á móti því. Telja Frakkar að aukið frjálslyndi í þessum efnum myndi kaffæra Evrópu í fjöldafram- leiddri, bandarískri lágmenningu. Telja Frakkar menninguna of mikilvæga til að láta hinn frjálsa markað "Sjá um hana óá- reittann. Breska blaðið Finaiic- ial Times fjallar um þetta mál í leiðara á miðviku- dag og- segir þar m.a.: „Það væri fáránlegt að láta þessa deilu ógna samkomulagi um við- skipti í heiminum. Til- tölulega litlir efnahags- legir hagsmunir eru í húfi og þar að auki hafa hlutaðeigandi aðilai' ýkt og skrumskælt það sem málið snýst um. Þar af leiðandi eru hinar efna- hagslegu og menningar- legu hliðar málsins orðn- ar óþarflega ruglingsleg- ar. Að vissu marki má taka undir með Frökk- mn. Þeir eru ekki eina þjóðin sem hefur áhyggj- ur af menningarlegum sérkennum sínum á tím- um alþjóðlegrar fjöl- miðlaholskeflu. Þeir hafa að auki skiljanlegan áhuga á því að halda gangandi eina alvöin kvikmyndaiðnaði Evr- ópu. Menn ættu ekki að hafa miklar áhyggjur af þvi að hann hafi verið byggður upp með niður- greiðslum og sköttnm. Þegar öllu er á botninn hvolft eru aðrar list- gremar, s.s. tónlist og leiklist, niðurgreiddar alls staðar í heiminum. Það má þá ræða rök fyrir því að aðrar reglur gildi um kvikmyndir þar sem þær séu seldar á al- þjóðamarkaði. Það er hins vegar hæpið að halda því fram að ríkis- styrkur brengli sam- keppnisstöðuna í þessum iðnaði þar sem fjöldi áhorfenda skiptir mun meira máli fyrir fjár- hagslega afkomu mynd- ar en framleiðslukostn- aður. Bandaríkjameim ei-u að beijast við vind- myllur með þvi að reyna að ná samkomulagi urn að takmarka niður- greiðslur." Kvótar áKanann Áfram segir: „Fjögurra ára gömul ákvörðmi EB um að setja liámark á hlutfall þess sjónvarps- efnis sem má koma frá ríkjum utan bandalagsins er mun stærri þröskuldur í vegi frjálsra viðskipta. Þó að sú ákvörðun sé ekki bindandi er hún virt af flestum. Frakkar hafa jafnvel gengið skrefi lengra og sett frönskum sjónvarpsstöðvum emi fastari skorður. Banda- ríkjamenn ættu að beina spjótum sínum að þessu. Stuðningsmenn evr- ópskra kvóta segja þá nauðsynlega til að koma í veg fyrir að ódýrt bandarískt sjónvarpsefni, sem kostnaður við hefur þegar verið greiddur á heimamarkaði, einoki ekki markaðinn. Það er uppgjafartónn í rök- semdafærslu af því tagi og hún tekur ekki mið af því að Bandaríkjamenn eiga árangur sinn að stór- um hluta að þakka öfiugu markaðssetningar- og dreifikerfi í Evrópu- bandalagsríkjunum , sem heimamönnum hefur ekki tekist að halda í við.“ Ritskoðun og sjálfsblekking Loks segir í leiðara FTiÞað er líka rökleysa að ætla að meta kvik- myndir og sjónvarpsefni út frá því hvort að það Ijalli um hluti heima fyrir eða erlendis. Hvað þýðir það eiginlega í iðnaði þar sem fjármagn, hæfileikar og framléiðsluþættir þekkja engin landamæri og eiga í æ ríkara mæli uppsprettu sína um allan heim? A að skilgreina framleiðslu MCA kvik- myndaversins, sem er staðsett í Hollywood en í eigu Matsuhita, sem bandaríska eða japanska? Sterkustu rökin gegn kvótum eru hins vegar þau að í þeim felst ákveð- in tegund ritskoðunar. Það er ekki bara ámælis- vert í sjálfu sér. Kvótarn- ir eru líka sjálfsblekking af hálfu ríkisstjóma á sama tíma og ríkisrekin sjónvarpsfyrirtæki þurfa að glíma við aukna sam- keppni frá nýjum miðlum, s.s. kapalkerfum, gervi- hnattasjónvarpi og mynd- bandakerfum. Hvernig reglur eigi að setja um þá starfsemi er viðfangsefni sem er utan verksviðs Urugay-lotunn- ar. Eins og stendur ættu Bandarílgamenn og EB að leggja áherslu á að útrýma óþörfum og efna- hagslega skaðlegum hindrunum fyrir þennan iðnað.“ Inga Sigurður 1. Hvernig verður GOTT GERT BETRA? Viltu eiga ánægjulega og áhugaverða helgi með maka þínum á yndisiegum stað úti í sveit? Efni m.a.: Bakgrunnur - sameiginlegt leiksvið - hlut- verk - árekstrar - hindranir - væntingar - draumar - frumleiki - leikur - ást - vinátta - kynlíf. Staður: Leirubakki, Landssveit. Tími: Helgin 12.-14. nóv. '93. Leiðbeinendur: Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson, sálfræðingar. 2. Draumar og draumaúrvinnsla. Hefurðu áhuga á sálfræðilegri vinnu með drauma? Tími: Vikulega 1V2 tími í senn (alls 10 skipti). Átta saman í hóp. Leiðbeinandi: Inga Stefánsdóttir, sálfræðingur. Skráning og upplýsingar í síma 91 -11444. Blær sf., Laugavegi 59,101 Rvík pv SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FJÁR KLASSÍSKUR SÍMI í DAG Á KOSTNAÐARVERÐI byggtÖbCið I KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.