Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 31
31 Kveðja frá Bandalagi ís- lenskra skáta Skátahreyfingin er æskulýðs- hreyfing sem margir kynnast á unglingsárunum. Mörg börn og unglingar taka þátt í skátastarfi um nokkra hríð og hverfa svo til ann- arra starfa og áhugamála. En stór hópur fólks tengist skátahreyfing- unni ævarandi böndum og teljast skátar allt sitt líf. Þeir eru reiðubún- ir til að taka að sér margvísteg störf um lengri eða skemmri tíma, en þess á milli fylgjast þeir með störf- um hreyfingarinnar í kyrrþey án þess að vera virkir félagar. Það er hreyfingunni ómetanlegur styrkur að eiga slíka bakvarðasveit og gerir hana miklu sterkari en skrá um virka félaga segir til um. Erla Gunnarsdóttir, sem jarðsett er í dag, var ein í hópi þeirra fjöl- mörgu sem var skáti alla ævi. Erla fæddist á Akureyri 12. júlí 1930. Á uppvaxtarárum Erlu og lengi síðan var gróskumikið skátastarf á Akur- eyri. Þar voru tvö skátafélög, Kven- skátafélagið Valkyijan og Skátafé- lag Akureyrar. í báðum félögunum var rekið þróttmikið skátastarf og meðal félaganna tveggja var mikið og gott samstarf. Akureyri er para- dís útistarfs, en innistarfið var einn- ig gott. Þar var mikið sungið og leikið á hljóðfæri. Tryggvi Þor- steinsson skólastjóri orti hvern nýj- an skátasönginn á fætur öðrum og þeir eru sungnir enn í dag. Skátar á Akureyri stofnuðu strengjasveit með gíturum, mandólínum og banjó- um og Erla var ein í þeim hópi. Erla var lífsglöð og kát stúlka og skátauppeldið á Akureyri var henni heilladrjúgt veganesti. Erla lauk gagnfræðanámi á Ak- ureyri og fljótlega kynntist hún mannsefni sínu, Jósúa Magnússyni. Þau hófu búskap á Akureyri, en 1952 fluttust þau til Reykjavíkur og settust að í Mávahlíð 22. Þau eignuðust tvær dætur, Ragnheiði, fulltrúa hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík, og Borghildi, kennara á Akranesi. Erla var dugmikil kona og félags- lynd. Hún tók að vinna hjá BSI í híutastarfi árið 1958 og fljótlega upp úr því kom hún inn í skátastarf í Reykjavík. Ákveðið var að halda landsmót skáta árið 1962 í tilefni af 50 ára afmæli hreyfingarinnar á Islandi. Þá hafði ekki verið haldið landsmót frá árinu 1948. Erla hafði tekið þátt í því og m.a. sýnt þar þjóðdansa með Akureyrarskátum. Eftir mótið hafði verið nokkur deyfð ekki mikið fyrir að bianda geði við aðra, hann kunni best við sig heima eða í fámenninu, en ætti maður afa sem vin, þá var hann traustur sem bjarg. Þá lagði hann sig allan fram við að hjálpa við það sem hann gat. Hann var mjög laginn í hönd- unum og eyddi mörgu ævikvöldinu í að setja saman módel og sauma út. Hinn 6. janúar 1927 giftist afi henni ömmu minni Þóru Ágústsdótt- ur. Amma var miklum kostum gædd, hún átti mikinn mannkær- leika og lagði mikið á sig til að hjálpa og gleðja aðra. Þau studdu hvort annað ótrúlega mikið afí og amma þó að þau hafi verið mjög ólík. Amma varð bráðkvödd 28. maí 1977, og eftir það fór afa að hraka. Það slokknaði á lífsneistanum og hann varð meira og meira einmana. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti honum afa af undangengnum ástvinum hans. Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra - leit auga þitt nokkuð fegra - en vorkvöld í vesturbænum? (Tómas Guðmundsson) Karl Óskar var Reykvíkingur fæddur í þeim hluta bæjarins sem upp ól flesta sjósóknara og skip- stjóra, í Vesturbænum, nánar tiltek- ið í Péturshúsi við Bræðraborg- arstíg. Þar bjuggu foreldrar hans Elísabet Bjarnadóttir saumakona frá Saurum í Miðfirði og maður hennar Jón Guðmundsson stýrimað- ur og seinna seglasaumari hjá Veið- arfæraversluninni Geysi. Jón var frá MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER 1993 yfir skátastarfi í landinu, en allan 6. áratuginn var vaxandi kraftur í starfinu og um 1960 var skátastarf mjög öflugt. Erla tók sæti í lands- mótsnefnd og vann þar af mikilli atorku að keppni milli flokka alls staðar að af landinu, og skyldi henni ljúka á mótinu. Er skemmst frá því að segja að mótið gekk mjög vel og átti Erla dtjúgan hlut að því. Á þessum árum voru tvö skátafélög í Reykjavík, Skátafélag Reykjavíkur (SFR) og Kvenskátafélag Reykja- víkur (KSFR). Erla Gunnarsdóttir tók sæti í stjórn KSFR árið 1962. Reykjavík þandist mjög út á 6. og 7. áratugnum. Skátar í Reykjavík höfðu þá aðstöðu í Skátaheimilinu við Snorrabraut, bröggum sem voru leifar frá hernámsárunum. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja í aug- um þeirra sem voru að vaxa úr grasi, athafnasemi og Ijör, en ljóst var að það stæði ekki til frambúðar. Það varð verkefni þeirrar stjórnar, sem Erla tók sæti í, að endurskipuleggja starfið og skapa aðstöðu fyrir skáta- starf úti í hverfunum. Á sjöunda áratugnum var unnið að því að flytja út í hverfin. Var þar mikið og vanda- samt verk. Finna þurfti húsnæði á mörgum stöðum í bænum og að því kom að Skátaheimilið var lagt niður árið 1967 ogjafnað við jörðu. Sam- band Reykjavíkurfélaganna, Skáta- samband Reykjavíkur, SSR, var stofnað árið 1963. í fyrstu var það samstarfsvettvangur félaganna tveggja, en árið 1969 voru félög stofnuð úti í hverfunum og KSFR og SFR leyst upp. Kapítula í sögu hreyfingarinnar var lokið og ný öld var runnin upp. Svona breytingar gerast ekki af sjálfu sér. Þær krefj- ast mikillar vinnu og lagni til sam- starfs. Erla átti mikinn þátt í þess- um verkum sem stjórnarmaður KSFR og síðar félagsforingi á árun- um 1965-69 og hún átti einnig sæti í fyrstu stjórn SSR. Er óhætt að segja að þar hafi verið unnið far- sælt starf. Á skátahreyfingin Erlu mikið upp að unna fyrir hið mikla starf sem hún innti af hendi á þess- um_ árum. Ég kynntist Erlu ekki mikið, þar sem aldurmunur var nokkur, og atvikin höguðu því þannig að við störfuðum aldrei saman. Þó er mér minnisstæð samvera á Skátaþingi á ísafirði í júní árið 1968. Við fundum okkur stað þar sem allir gátu hnapp- ast saman sitjandi á gólfinu til að syngja skátalögin og Erla var hrók- ur fagnaðarins. Og enn í dag er spurt: Getum við ekki haft það svona aftur? Að því kom að Erla gekk úr stjórn SSR. Þá var breytingunum lokið og hlutverk SSR orðið að vera sameig- inlegur málsvari skátafélaganna í Reykjavík. Eftir það hafði hún ekki fast starf á hendi fyrir skátahreyf- inguna, en hún var alltaf skáti, kom þegar eitthvað var um að vera og var alltaf kát og hress. Hagir henn- ar breyttust, þau Jósúa siitu sam- vistir og hún hætti að vinna að ferðamálum. Þar hafði starfssvið hennar verið frá 1958. Fyrst hjá BSÍ, síðan Umferðarmiðstöðinni og á ýmsum ferðaskrifstofum. Hún tók að starfa sem læknaritari, fyrst hjá læknadeild Háskóla íslands og síðan í Heilsugæslunni í Fossvogi, þar sem hún vann til hinsta dags. Dæturnar uxu úr grasi og festu ráð sitt. Barnabörnin komu til sögunnar og Erla sinnti þeim af mikilli um- hyggju. Fjölskylduböndin voru sterk og þær mæðgur, Erla, Ragnheiður og Borghildur, voru mjög samrýmd- ar. Sambandið var ekki eingöngu eins og milli móður og dætra heldur miklu fremur á jafnréttisgrundvelli. Fyrir nokkrum árum tók Erla að kenna sjúkleika. Um stund tókst að vinna bug á honum, en síðan tóku veikindin sig upp aftur. Samt stund- aði hún vinnu allt til loka, var bjart- sýn á bata og var nýbúin að kaupa sér nýjan og hlýrri bíl til að geta sótt vinnuna í vetrarkuldunum þrátt fyrir lasleika. Þegar henni varð um megn að búa á fjórðu hæð í íbúð sinni í Stóragerði 16 flutti Erla til Ragnheiðar dóttur sinnar. Þar naut Ragnar Ingi þess að hafa ömmu á heimilinu og var mjög kært með þeim. Gengin er góð kona mjög um ald- ur fram. Fyrir hönd stjórnar Banda- lags íslenskra skáta vil ég þakka henni mikíl og góð störf í þágu hreyfingarinnar og votta dætrum hennar, tengdasonum og barna- börnum innilega samúð. Kristín Bjarnadóttir. Kveðja frá Félagi íslenskra læknaritara Félagar í Félagi íslenskra lækna- ritara kveðja í dag eina af ötulustu félagskonum sínum, Erlu Gunnars- dóttur, sem lúta varð í lægra haldi fyrir ilivígum sjúkdómi sem hún háði hetjulega baráttu við nú síð- asta árið. Erla var ein af þessum konum sem gaf sér tíma til þess að sinna málefnum læknaritara, enda var áhuginn óbilandi. Hún átti sæti í kjaranefnd félags- ins nú síðustu árin og vann ötullega að bættum kjörum stéttarinnar þó á brattann væri að sækja. Hún sat í undirbúningsnefnd fyr- ir norrænt þing læknaritara sem halda á hér á landi árið 1995. Þar hugðumst við njóta góðs af þekk- ingu hennar á ferðamálum, móttöku erlendra ferðamanna og skipulagn- ingu á ráðstefnum. Þar naut Erla sín vel og vissi hvernig skyldi standa að málum. Erla hafði mikinn áhuga á tölvu- væðingu í heilbrigðiskerfinu. Hún veitti forystu starfshópi læknaritara sem vinnur að undirbúningi á gerð hugbúnaðar fyrir heilsugæslustöðv- ar í samvinnu við hugbúnaðarfyrir- tækið Gagnalind. Hún hafði ákveðn- ar hugmyndir um hvaða kröfur yrði að gera til slíks hugbúnaðar, enda sjálf mikill áhugamaður um varð- veislu gagna í heilbrigðisstofnunum og hvernig tryggja mætti sem best öryggi sjúklinga hvað varðar upp- lýsingar úr sjúkraskrám og að allar reglur þar um væru í heiðri hafðar. Það sem hún hafði til málanna að leggja var sett fram á skipulegan hátt og var jafnan fengur að. Félag íslenskra læknaritara hefur misst mikið við fráfall Erlu, en við erum jafnframt þakklátar fyrir að hafa fengið að starfa með henni. Við vottum aðstandendum samúð okkar. í dag er gerð útför tengdamóður okkar, Eriu Gunnarsdóttur. Erla var fædd á Akureyri hinn 12. júlí 1930 og ólst þar upp. Hún var dóttir hjón- anna Gunnars Magnússonar sem ættaður var austan af Héraði og Ragnheiðar Hannesdóttur, en hún var ættuð úr Húnaþingi. Gunnar og Ragnheiður slitu samvistum þegar Erla var ung og ólst hún upp hjá móður sinni eftir það. Gunnar gift- ist síðar Brynhildi Baldvinsdóttur og fluttust þau suður 1944 og bjuggu í Hveragerði lengst af. Þau áttu eina dóttur, Dóróthe. Erla giftist Jósúa Magnússyni í desember 1950 og fluttist til Reykjavíkur haustið 1952 og stofn- aði heimili með eiginmanni sínum í Mávahlíð 22. Erla og Jósúa eign- uðust tvær dætur, Ragnheiði, f. 13. apríl 1951, og Borghildi, f. 10. des. 1952. Erla og Jósúa slitu samvistum 1977. Erla Gunnarsdóttir vann lengst af utan heimilis og þá einkum að ferðamálum. Hún vann lengi á Bif- reiðastöð Islands, síðar á Ferða- skrifstofunni Sunnu, einnig á Ferða- Hlíð í Garðahverfi Guðmundssonar, Eyjólfssonar í Móakoti. Karl var frumburður foreldra sinna en alls eignuðust þau átta börn, þijú dóu í bernsku, hin bjuggu hér í borginni og á lífi eru þær Ing- unn Lára hárgreiðslumeistari, gift Helga Helgasyni iðnaðarmanni, og Elísabet en maki hennar er Carl Wilhelm Kristinsson sem lengi starf- aði hjá Skeljungi. Karl gekk í KR og keppti með þeim í fótbolta í æsku. Þá var hann félagi í KFUM og hafði, eins og flestir sem þangað fóru, gott af þeirri fræðslu sem ungir menn þar hlutu. Snemma fékk Karl Óskar tækifæri til að fara á sjóinn, en ungur var hann tekinn sem fullgild- ur háseti á togara. Tvítugur innrit- aðist hann í Stýrimannaskólann og þaðan lauk hann prófi 1929, þá 22 ára gamall. Að prófi loknu hélt hann áfram á sjónum og fijótlega sem stýrimað- ur. Lengi var hann með hinum þekkta drengskapar- og aflamanni Hannesi Pálssyni, skipstjóra á Gylli, og mat Karl mikils mannkosti hans og hæfileika. Oft sigldi Karl Óskar með Gylli á stríðsárunum til Skot- lands og Englands þar sem aflinn var seldur. Þessar ferðir gengu yfir- leitt vel og trúði Karl Óskar því að með sér væri verndari. í einni slíkri ferð með Gylli, varð hann svo far- sæll að bjarga norskum sjómönnum. Þýsk flugvél grandaði skipi þeirra og fórust þá margir, en níu náðust um borð í Gylli. Fyrir þessa mann- björg fékk Karl Oskar viðurkenn- ingu, sem hann gerði ekki mikið úr, þegar hann var um spurður. Skipstjóri varð hann 1943, fyrst á Arinbirni Hersi, síðan á Skutli og loks á nýsköpunartogaranum Aski. Hann sótti Ask til Bretlands og var þar nokkurn tíma til að fylgjast með skipsbyggingunni. Askur var talinn gott skip. Árin sem Karl Óskar var skipstjóri á Aski voru góð ár, fyrir hann og fyrir útgerðina. Hann var mikill aflamaður, fór með vel og fékk sér jafnan úiTals- menn til starfa á skip sitt. Oft ræddi hann um það hvað miklu máli það skipti að hafa góða og duglega menn sér við hlið. „Það skiptir bara öllu, já alveg öllu,“ sagði hann með áherslu, þegar hann var að segja frá einhveijum ævintýrum sem hann lenti í á sjónum og þá helst í sam- bandi við mokafia. Hann ljómaði oft þegar hann sagði frá þessum „túr- um“ þegar allt var fullt af fiski og menn höfðu varla undan. Karl Óskar var vandaður maður í orði, hann talaði vel um fólk og stóð við loforð sín. Honum mátti treysta. Skipstjórn hætti hann um fimm- tugt, honum fannst heilsan þá ekki nægjanlega góð, en úr því rættist þegar hann kom í land og fékk létt- ari störf. Hann vann um tíma í Keflavík, en síðan í mörg ár hjá Dráttarvélum hf., þar sem honum líkaði ágætlega, bæði við starfið og við samstarfsfólkið. Karl Óskar kvæntist á þrettánd- anum 1927 Þóru Ágústsdóttur, fædd 10. mars 1907 á ísafirði. For- eldrar hennar voru Ingigerður Sig- urðardóttir af Steinhúsaætt í Réykjavík. Ingigerður dó 1918 frá sjö börnum, en sex vikum áður dó systir hennar, Kristjana Snæland, frá fimm börnum. Öll þessi tólf börn komust á legg og urðu nýtir og góðir borgarar, en erfitt hefur það verið fyrir þá Ágúst og Pétur Snæ- land, mann Kristjönu, að mæta þeim erfiðleikum sem yfir dundu þetta haust. En þeir áttu góða að og iík- lega er á engan hallað þó að nafn Steinunnar í Sveinsbakaríi komi þar fyrst í hugann, en hún var systir þeirra Ingigerðar og Kristjönu. Karl Óskar og Þóra bjuggu alla tíð í Vesturbænum, fyrst í Péturs- húsi og síðan á Bárugötu 35. Þóra varð bráðkvödd 1977. Karl bjó áfram á Bárugötunni, en bjó hjá Ingigerði dóttur sinni um tíma áður en hann fluttist á Hrafnistu. Þar leið honum vel, og þar naut hann góðrar umhyggju hjúkrunarfólksins í veikindum sínum og fyrir það vilja aðstandendur hans þakka af alhug. Börn þeirra Karls Óskars og Þóru eru þessi: Ingigerður, maki Hjalti Pálsson lengi framkvæmdastjóri hjá Sambandinu, þau eiga þijú börn; Valdimar lengst af sjómaður, maki Steinunn Bjarnadóttir, börn Valdi- mars eru sex; Karl vélstjóri hjá Hita- veitu Reykjavíkur, kvæntur Önnu Maríu Valsdóttur, börn þeirra eru þrjú; Jón Þór verktaki, kvæntur Unni K. Sveinsdóttur, börn Jóns eru þijú. Nú er skip þitt, Karl Óskar, kom- ið í naust og þú farinn í ferðina sem við öll förum í fyrr eða síðar. Góðar óskir fylgja þér, þú færð meðbyr og þar bíða vinir í varpa. Því særinn er veraldarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn heimur sem kynslóðir hlóðu, með sálir sem syrgja og gleðjast og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. (Tómas Guðmundsson). Hjalti Pálsson. skrifstofu ríkisins og Flugleiðum. Hin síðari ár vann hún á Heilsu- gæslustöðinni í Fossvogi. Erla Gunnarsdóttir verður fyrir mat-gar sakir eftirminnileg kona. Hún var myndarleg í allri fram- göngu, örugg í fasi og lá ekki á skoðunum sínum. Hún hafði í aðra röndina á sér yfirbragð heimskonu og var höfðingjadjörf, en sýndi á hinn bóginn rólynda yfirvegun og hlýleika, sem kom svo vel fram í umgengni við ömmubörnin. Erla var félagslynd kona, henni var ekki umhugað að sitja heima yfir búsorg- um, heldur tók fullan þátt í félags- lífi og samtökum á sínum vinnu- stað. Af þessum sökum eignaðist hún marga vini og kunningja. Erla var vel að sér og skjót að draga fram kjarna hvers máls er bar á góma. Hún var hleypidómalaus um - menn og málefni,. en rökföst og enginn vingull. Þá var hún mikil hannyrðakona, pijónaði og saumaði mikið og bera munir hennar vitni um vandvirkni og handlagni svo að unun er að. Erla Gunnarsdóttir átti nú hin síðari ár í baráttu við sjúkdóm þann er að lokum hafði yfirhöndina. Af æðruleysi háði hún glímu sína, stundaði vinnu nánast til hinstu stundar og barmaði sér aldrei. í þessu sínu síðasta stríði hopaði hún ekki né játaði sig sigraða fyrr en öll sund voru lokuð. Að leikarlokum þökkum við af alhug fyrir samfylgdina í gegnum árin og allt sem hún hefur fært okkur. Tíminn deyfir tregann, en minningin vakir. Blessuð sé sú minning. Sveinn og Ingi. Fleiri minningargreinar um Erlu Gunnarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. rhilco mm Þvottavélar á verði sem allir ráða við! Þær nota HEITT OG KALT vatn - spara tíma og rafmagn •Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling •Sparnaöarrofi •Stilling fyrir hálfa hleðslu 64-600 sn. vinda. Verð 52.500,- 49.875,- Stgr. L85-800 sn. vinda. Verð 57.500,- 54.625,- Stgr. (D Aé% munXlán Heimilistæki hff SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.