Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Erla Gunnars- dóttir - Minning Þriðjudaginn 28. september sl. andaðist Erla Gunnarsdóttir, Stóra- gerði 16, eftir áralanga baráttu við skæðan sjúkdóm. Það kólnaði snögglega í kring um mig þegar ég heyrði lát Erlu, enn einn vinurinn „farinn heim“ eins og við skátar nefnum hinstu ferðina. Erla átti sín bernsku- og ung- lingsár á Akureyri og þar kynntist hún skátahreyfingunni. Hún fluttist til Reykjavíkur þegar hún giftist Jósúa Magnússyni og bytjaði sinn búskap. Fljótlega kom Erla til starfa í Kvenskátafélagi Reykjavíkur, og það má nú geta nærri að það var fengur fyrir félagið að fá að njóta foringjahSefileika hennar. Sumir eru fæddir til foringja og aðrir til fylgilags, hún Erla tilheyrði fyrrnefnda hópnum. Ég átti því láni að fagna að vinna með Erlu að ýmsum málum í þess- ari alheimshreyfingu, sem átti hug okkar allan, trúandi því, að það væri eitt af því besta, sem gæti . hent ungmenni, að kynnast skáta- hreyfíngunni. Erla var mikil félagsvera og óeig- ingjörn í starfi. Hún var næm á að skilja hismið frá kjarnanum og málalengingar voru henni ekki að skapi. Mér fannst Erla njóta sín best þegar verkefnin voru stór og þurfti að skipuleggja fram í tímann. Hjá Bifreiðastöð íslands vann Erla lengi og þar lágu leiðir okkar einnig saman um tíma. Seinna fór hún að vinna við að skipuleggja ráðstefnur, fyrst hjá ferðaskrifstof- unni Sunnu og síðar hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins. Þá komu skipulags- hæfileikar hennar vel í ljós. Síðustu árin vann hún sem læknaritari. Erla og Jósúa eignuðust tvær dætur: Ragnheiði, hún vinnur hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, hennar maður er Ingi Þ. Gunnars- son vélstjóri, þau eiga einn son; Borghildi, kennara á Akranesi, gift Sveini Kristinssyni kennara, þau eiga tvö böm, dreng og stúlku. Borghildur var gift áður Ingvari Sigfússyni og með honum á hún dótturina Erlu, sem nú er skiptinemi í Danmörku. Þrátt fyrir mikla vinnu utan heimilis var móðurhlutverkið í fyrir- rúmi hjá Erlu og það var ánægju- legt að sjá dæturnar og hana sam- an við leik og störf. Þegar bama- börnin fæddust átti hún stórt hlut- verk sem amma. Það er svo margs að minnast þegar hugsað er til samverastunda með Erlu Gunnars. Skátafundir þar sem rædd voru skipulagsmál fram- tíðar, varðeldar þegar sungið var svo undir tók í fjöllum, eða kyrrlát heimferð eftir viðburðaríkan dag. Þá var oft sungið „Dona nobis pac- em, pacem“ raddað, og hugurinn varð hreinn og tær. Þessar stundir era dýrmæt minning. Fjölskylda mín öll, sendir með mér, innilegar samúðarkveðjur til dætra Erlu, tengdasona og barna- bama. Guð blessi minningu Erlu Gunnarsdóttur. Edda Jónsdóttir. í dag kveðjum við elsku ömmu Erlu. Með söknuði minnumst við allra góðu stundanna sem við áttum með henni. Árlegar ferðir í leikhús voru fastir punktar í lífi okkar og voru þær alltaf vel heppnaðar og veittu okkur mikla ánægju og ömmu fannst líka svo gaman. Við fengum oft að gista hjá henni okk- ur til mikillar ánægju. Þá vora tekn- ar videóspólur, keyptar skrúfur og ís með súkkulaðibitum. Svo sat amma og pijónaði um leið og hún horfði á með okkur. Stundum bauð hún okkar út að borða eða fór með okkur í bíó. Við lærðum líka að spila Matador með ömmu og hún var mjög dugleg að föndra með okkur. Hún fór á hveiju ári með Ragnari Ingá í jólaföndur í skólan- um hans. Hún pijónaði líka mikið handa okkur og þegar við erum í peysum sem hún hefur pijónað, spyr fólk iðulega hvaðan þær séu, því þær eru svo vel gerðar og fallegar. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur, kenndi okkur margt og gerði fyrir okkur allt það sem hún gat. Þegar við verðum gömul og förum að hugsa um okkar eigin barnabörn, eigum við örugglega eftir að hugsa til ömmu Erlu. Um leið og við kveðjum ömmu þökkum við henni fyrir allt sem við áttum saman. Erla og Ragnar Ingi. Okkur sem störfuðum með Erlu Gunnarsdóttur kom andlátsfregn hennar ekki á óvart. Við vissum að hún hafði sl. þijú ár barist við ill- kynja sjúkdóm, sem síðan lagði hana að velli. í bijósti okkar er mikill söknuður og sársauki yfir að hafa misst góðan vinnufélaga og vin. Okkar litli vinnustaður hefur misst mikið við fráfall hennar. Ég kynntist Erlu fyrir réttum 12 árum, þegar hún var læknaritari í Sigtúni 1, en þar fór m.a. fram kennsla í heimilislækningum, heil- brigðisfræði og félagslækningum fyrir læknanema. Síðar lágu leiðir okkar saman þegar hún réðst árið 1984 sem læknaritari að Heilsu- gæslustöðinni í Fossvogi, þar sem hún var læknafulltrúi lengst af. Það fór ekki fram hjá neinum að það sópaði að Erlu. Hún var skapfestu- manneskja og hafði ákveðnar skoð- anir á flestum hlutum. Hún var hörkuduglegur starfskraftur og hlífði sér aldrei. Oft kom fyrir að hún sinnti brýnum verkefnum um helgar, sem henni bar þó ekki skylda til. Hún átti sem læknafulltrúi þátt í að byggja upp starf læknaritara á heilsugæslustöðinni, sem þarfnast útsjónarsemi og árvekni. Þegar skráning samskipta hófst fyrir fimm árum með aðstoð tölvu átti hún frá upphafi þátt í að móta það starf, sem við vinnum eftir í dag. Hún var vakandi yfir að við eignuðumst eins fullkomna tölvu og kostur var á þá, enda þótt skortur á fjármunum og þrengsli húsnæðis hafi staðið þeirri þróun fyrir þrifum sem við óskuðum eftir. Ef vantaði upplýsingar úr tölv- unni, t.d. fyrir gerð ársskýrslu, þá var Erla lykilmanneskja. Eins og áður segir hafði Erla skoðanir á flestum hlutum. Oft voru umræður fjörlegar, enda varði hún sitt mál einarðlega. Mér er minnis- stætt þegar rædd voru dægurmál eða ýmis heilbrigðismál, þá hafði Erla ætíð myndað sér skoðun um málið. Erla var ákveðin, en hafði um leið sterka réttlætiskennd og fann til með þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hún hafði mikinn áhuga á kjörum launafólks og hafði sterka og ákveðna stéttarvitund. Oft voru umræðurnar kryddaðar með kaffisopa og kringlum eða öðra bakkelsi, sem Erla keypti fyrir okk- ur hin. Þá hafði Erla unnið mikið að ferðamálum áður en hún réðst að heilsugæslustöðinni og var hafsjór af reynslu og fróðleik varðandi ráð- stefnuhald og ferðamál. Hún þekkti reyndar fjölda fólks gegnum fyrri störf sín og ósjaldan mátti sjá til Erlu fá sér sæti hjá sjúklingunum, sem biðu hjá okkur á biðstofunni, og spjalla við þá í nokkrar mínútur. Það stytti biðina fyrir marga auk þess að draga úr skrekknum við að fara inn til læknisins. Erla var afar barngóð og oft kom fyrir að hún og aðrir ritarar gættu ungabarna í nokkrar mínútur, með- an móðir þeirra fór inn til læknis- ins. Greinilegt var að böm hændust að henni, enda kom oft fyrir að barnabömin kæmu í heimsókn. Eins og áður segir veiktist Erla fyrir þremur árum af þeim sjúk- dómi, sem dró hana til dauða. Hún tók örlögum sínum af miklu æðru- leysi og þegar við ræddum um veik- indi hennar fyrir nokkram vikum og henni var ljóst hvað í vændum var þá var henni efst i huga að hún hefði átt tvö góð ár eftir að hún greindist með sinn sjúkdóm. Þrátt fyrir að hún væri illa haidin síðustu mánuði sótti hún vinnu nærri því til hinstu stundar. Hún var ákveðin í að beijast til þrautar. Það lýsir henni vel að hún bar alltaf hag vinnustaðarins fyrir bijósti og dag- Minning * Karl Oskar Jóns- son skipstjóri Fæddur 13. júní 1906 Dáinn 28. september 1993 Andlát afa bar ekki snöggt að. Engu að síður rifjuðust upp fyrir okkur frændunum ýmsar æsku- minningar tengdar honum og ömmu. Okkur finnst við hæfi að kveðja hann með nokkram ánægju- legum minningarbrotum. Afí var togaraskipstjóri lengst af og öll sín bestu ár. Við kynnumst honum hins vegar ekki fyrr en eftir að hann hættir sjósókn. Gaman var þó að heyra hann segja okkur frá hetjudáðum í stórsjó og mokfi- skeríi. Siglingaferðir til Englands í stríðinu innan um kafbáta og or- ustuskip höfpu einnig mikið aðdrátt- arafl. „Þá þurfti maður að standa klár á sínu.“ Eftir að amma lést og aldurinn færðist yfir afa gerðist hann æ ein- rænni. Óhapp varð þess valdandi að hann missti heyrn og átti hann erfítt með að fylgjast með samræð- um í kringum sig. Hann lét.þó lengi vel ekki bilbug á sér finna og gisk- aði jafnvel í eyðurnar eftir bestu getu. Árin liðu og afi fjarlægðist okkur æ meira. Honum brást minnið og þurfti stöðuga umönnun síðustu árjn. Átakanlegt var að sjá hann í þessu ástandi, hann sem alltaf hafði verið svo sterkur og sjálfum sér nógur. Ferðirnar á elliheimilið urðu ekki eins margar og maður hefði viljað, enda afí ekki sá maður sem við þekktum. Yfír afa hvíldi einhver ævintýra- ljómi, allt sem hann átti og gerði var heillandi. Hann var rólegur, yfir- vegaður og glaðlegur, þéttur á velli, sterkur og með húðflúr á báðum handleggjum, sem hann vildi þó ekki mikið um tala. Afi var alltaf vel til hafður, nýrakaður og ilmaði af Old Spice. Þegar við fyrst kynnumst afa keyrði hann ægilegan Bedford-vöru- bíl með krana. Það var að okkar mati stórkostlegasta starf sem til var, og að fá að fara í bíltúr á trukknum var ólýsanleg reynslafyr- ir okkur ungu drengina. Við vorum tíðir gestir hjá afa og ömmu á Bárugötunni. Amma vildi allt fyrir okkur gera og ætlaði að gefa okkur allt þegar hún ynni í happdrættinu, enda voru þau með eindæmum gjafmild og greiðvikin. I minningunni er heimili þeirra fullt af hlutum sem heilluðu unga stráka. Afi var mikill og vandvirkur módelsmiður og hafði gert fjölmörg og stórkostleg skipalíkön, allt frá víkingaskipum og seglskipum með fullum reiða, til nútímaherskipa. Hann sagði okkur sögur af skipun- um og fengum við jafnvel að hand- leika þau með varúð. Afí kunni einn- ig að hnýta, flétta og splæsa hin ótrúlegustu listaverk. Horfðum við oft agndofa á, og honum þótti gam- an að reyna að kenna okkur þessa list. Á Báragötunni mátti einnig finna endalausa stafla af Andrésblöðum, hasarblöðum og ævintýrabókmennt- um. Þar kynntumst við frændur fyrst alheimshetjunum Súpermann, Batmann, Spædermann og hinum ægilega Hulk. Þegar við vorum bún- ir að þessu öllu var samt nóg eftir. Við gátum farið í kvistgluggann og virt fyrir okkur skipaferðir, eins og afí, með forláta sjónauka. Og það var enginn venjulegur sjónauki, heldur kíkir síðan í stríðinu ættaður úr þýskum kafbát, með innbyggðum mælikvarða. Heimili afa og ömmu var snyrti- legt og þar var allt í röð og reglu. Við gátum gengið að hveijum hlut vísum þar inni og auk þeirra sem áður eru upp taldir minnumst við rafmagnsofnsins sem glóði eins og arinn og varð draugalegur á nótt- inni. Lesstóllinn hans afa var tækni- undur í hugum okkar. Honum mátti ekki bara snúa í hringi heldur voru á honum gírar til að stilla hann í hinar ótrúlegustu stöður. Svalirnar, þar sem oft hékk siginn fiskur, voru hins vegar bannaðar börnum, en afi og amma áttu heima á fjórðu hæð til að geta horft út á sjóinn og yfír höfnina. Auðvitað vorum við strákarnir alltaf svangir á þessum árum og auðvitað var amma alltaf tilbúin með einhveijar kræsingar. Hún dró þá gjarnan fram rúgbrauð með hun- angi eða appelsínu með sykurmola innan í, en hún lagði mikið upp úr því að við borðuðum ávexti. Mest spennandi var þó þegar við fengum að sofa hjá afa og ömmu. Fyrst sváfum við á milli þeirra en seinna var búið til rúm fyrir okkur úr tveimur hægindastólum sem sett- ir voru andspænis hvor öðram, svo að úr þeim varð í huga okkar hið besta skip, sem sigldi með okkur inn í nóttina. Jóladagsboðin á Bárugötunni voru fastur liður í tilverunni. Þar kom öll ættin og amma stjórnaði heimilinu eins og skipstjórinn skipi sínu. Þar var gaman fyrir okkur börnin. Hið sígilda hangikjöt og sviðakjammar með tilheyrandi með- læti var ávallt á boðstólum. Sérstak- inn fyrir andlátið spurði hún um og ræddi lengi hvernig gengi með að fá nýtt húsnæði fyrir heilsugæslu- stöðina, en það hafði verið áhuga- mál hennar lengi sem og okkar hinna. Það er mikill sjónarsviptir að Erlu. Hún var ein af þeim sem auðg- aði og betrumbætti mannlífið í kringum sig. . Starfsfólk Heilsu- gæslustöðvarinnar í Fossvogi sendir innilegar samúðarkveðjur til dætra og barnabarna Erlu. Guð blessi minningu hennar. Gunnar Helgi Guðmundsson. Það er oft erfitt að sætta sig við staðreyndir lífsins og getur tekið mann margar vikur, mánuði eða ár að viðurkenna þær fyrir sjálfum sér. Hún Erla vinkona mömmu er dáin. Mér fannst þessi frétt hljóma eins og orðin tóm. Erla og mamma voru vinkonur eins lengi og ég man eftir mér, vinskapur þeirra ein- kenndist af trausti, hlýju og heiðar- Ieika. Þau orð lýsa líka kynnum mínum af Erlu best. Síðustu mán- uði hagaði aðstæðum þannig til að samskipti okkar Erlu urðu nánari og töluðum við oft saman í síma. Umræðurnar byggðust uþp af móð- urlegri umhyggju, góðum ráðum og notalegheitum. Mér var farið að finnast ég hafa eignast aðra mömmu. Væri ég í vafa um ein- hvern hlut var sá vafi horfinn eftir að ég hafði spjallað við Erlu. Hún vissi alltaf hvemig leysa átti vanda- málin. Erla var með krabbamein en tók því með æðraleysi, það var eins og hún hefði ákveðið að bera sínar áhyggjur í hljóði. Ef hún var innt eftir eigin líðan var því fljótsvarað, hún vildi sem minnst um það tala og hafði meiri áhyggjur af því hvernig ég og mínir höfðu það. Ég hitti Erlu síðast fyrir þremur vikum og áttum við notalega stund saman, en það leyndi sér ekki að hún var orðin mikið veik. Elsku Erla hafðu þökk fyrir allt og allt, megir þú hvíla í friði. Viku af viku, nótt af nótt og dag af dag söng dauðans engill þér sitt beiska sorgarlag, - söng og skenkti sára kvala vín, - söng og spann þitt hvíta dáins lín. Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó, - heilög rödd, sem sagði: það er nóg! (M. Joch.) Elsku Ragnheiður, Borghildur og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Helga Nóa. lega minnumst við rófustöppunnar sem var einstakt lostæti. Eftir mat spiluðum við póker eða tuttugu og einn með þeim eldri þar sem túkall- arnir hans afa voru notaðir sem spilapeningar. Eitt er það þó sem við þökkum afa einna mest. Hann kenndi okkur að tefla skák. Hafði hann þann hátt- inn á að kenna okkur mannganginn og etja okkur síðan saman. Enn teflum við frændurnir og hugsum þá oft til afa og hversu gott var að koma til hans og ömmu því að þau leyfðu okkur krökkunum að vera börn. Afi saknaði ömmu mikið eftir að hún dó, enda voru þau mjög sam- rýnd. Hann var þess fullviss að hún biði hans fyrir handan og óskum við þeim friðar í nýjum heimkynn- um. Ágúst Karlsson, Páll Hjaltason. Það var orðið tímabært að hann elsku afi minn fengi hvíldina. Það var erfitt fyrir okkur ástvini hans að finna og sjá, hvað hann var orð- inn þreyttur. Dauðinn er okkur sem eftir sitjum alltaf erfíður, hann felur í sér söknuð og minningar. Minning- ar um allar þær stundir sem við áttum með ástvini okkar. Hann afi minn hét fullu nafni Karl Óskar, hann var Vesturbæing- ur og bjó þar nær allan sinn aldur, að frátöldum síðustu árunum sem hann var á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Laugarásnum. Hann fæddist í Péturshúsi við Bræðra- borgarstíg 6. júní 1907, en eftir að ég kynntist afa bjó hann á Báragöt- unni. Hann afí var ekki allra, hann var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.