Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVÁHfiHALMENNAR MOKGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VlK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík UNDIR REGNBOGANUM Morgunblaðið/RAX Fjármálaráðherra við utandagskrárumræðu um yfirvimiugreiðslur til hæstaréttardómara Framkvæmd ákvæðis um eftirlaun þarf að breyta RIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði við utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær um yfirvinnugreiðslur til hæstaréttardóm- ara að honum fyndist tími til kominn að 61. grein stjórnarskrár- innar yrði skýrð öðruvísi en hún hefði verið skýrð hingað til varðandi laun til eftirlaunamanna úr hópi hæstaréttardómara. „Þetta ákvæði hefur verið ofnotað," sagði Friðrik Sophusson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hefur verið nánast algilt að hæstaréttardómarar hafi fengið lausn frá störfum áður en þeir komust á eftirlaunaaldur. Það sýnist vera gert eingöngu til þess að þeir fái hærri eftirlaun en aðrir.“ Egilsstaðaflugvöllur Fyrstaflug þotu utan FYRSTA milliiandaflugið var frá nýjum Egilsstaða- flugvelli í gær. Þota frá Flug- leiðum fór í leiguflugi með 150 farþega á vegum Urvals- Útsýnar til Glasgow í Skot- landi. Flugvélin kom frá Keflavík með um 60 farþega og bættust aðrir 90 við af Austurlandi. Von er á hópnum til baka á sunnu- dagskvöld. 61. grein stjórnarskrárinnar er í heild svohljóðandi: „Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dóm- endum, sem ekki hafa að auki umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstól- ana. Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en eigi skal hann missa neins í af launum sín- um.“ Friðrik segir að réttur skiln- ingur ákvæðisins sé fyrst og fremst sá að um sé að ræða réttarvernd fyrir hæstaréttardómara til að koma í veg fyrir að löggjafinn eða framkvæmdavaldið víki dómurum úr embætti án þess að þeir haldi launum sínum. Aðspurður um hverju þurfi að breyta segir ráð- herrann: „Þetta er framkvæmdar- atriði en um það þarf að tala við dómsmálaráðherrann og forseta réttarins.“ Málið rætt utan dagskrár Ólafur Ragnar Grímsson, Ai- þýðubandalagi, hóf utandagskrár- umræðuna um laun hæstaréttar- dómara í gær. Vildi hann að það yrði íhugað í alvöru og af miklum þunga að sú ákvörðun forsætis- ráðuneytisins að samþykkja þessa sjálftöku Hæstaréttar verði aftur- kölluð. Sagðist hann ekki vera sam- mála því sem kom fram hjá Krist- ínu Ástgeirsdóttur, Samtökum um kvennalista, að hæstaréttardómar- ar væru ekkert of sælir af launum sínum. Dómarar væru á mjög góð- um launum og nytu þeirra einstæðu kjara ásamt forseta íslands að halda þessum launum til æviloka. Nú byggju níu fyrrverandi hæsta- réttardómarar við þessi kjör. Friðrik Sophusson, starfandi for- sætisráðherra, hafnaði því í um- ræðunum að hægt væri að aftur- kalla þessa hækkun til dómaranna sem nemur um hundrað þúsund krónum á mánuði. Hrafn Bragason, varaforseti Hæstaréttar, rökstyður greiðslurnar með auknu álagi á Hæstarétt síðastliðið haust. Sjá miðopnu: „Hæstiréttur tekur sér laun . . Lagt til að prófkjör verði hinn 31. janúar STJÓRN fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík mun leggja til við fund í fulltrúaráðinu í næstu viku að prófkjör verði haldið til uppstillingar á framboðs- lista fyrir kosningar til borgarstjórnar í vor og að prófkjörið verði haldið 31. janúar. Almennt prófkjör var ekki haldið fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar en fyrir tvennar kosningar þar á undan var prófkjör haldið fyrir áramót. Á fundi stjórnar full- trúaráðsins í gær ákvað meirihlut- inn, sem samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var níu fulltrúar, að leggja til að prófkjör yrði eftir áramót, hinn 31. janúar, en minni- hluti fundarmanna, átta stjórnar- menn, vildi að prófkjör færi fram fyrir áramót, þ.e. í lok nóvember eða byijun desember. Nær kosningum Ekki náðist í Baldur Guðlaugs- son, formann stjórnar fulltrúaráðs- ins, í gær og varaformaðurinn, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, vísaði á formanninn þegar leitað var eftir upplýsingum hjá honum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins taldi meirihlutinn að prófkjör í lok nóvember eða byijun desember væri of nálægt kosningum um sam- einingu sveitarfélaga og að betra væri að hafa prófkjör nær borgar- stjórnarkosningum en verið hefði. Þeir sem mæltu með prófkjöri fyrir áramót vildu ljúka því af, þannig að vinnutarnirnar yrðu tvær með góðu hléi á milli. Slíkt hlé væri einn- ig æskilegt til að menn sem keppt hefðu í prófkjöri gætu náð betur saman í kosningum. Tillagan um prófkjör 31. janúar verður tekin fyrir á almennum fundi í fulltrúaráðinu næstkomandi þriðjudag. Tekið upp séreftírlit með rússneskum togurum LÖGREGLAN og tollgæslan hafa ákveðið að taka upp sérstakt eftirlit með áhöfnum rússneskra togara sem koma inn til hafnar í Reykjavík. Togurunum verður eins og framast er unnt beint til þeirra hluta Reykjavíkurhafnar þar sem eru afgirt svæði sem auðveit er að hafa eftirlit með. Þá verða útivistarheimildir til sjómannanna að næturlagi takmarkaðar. Einn lögreglumaður og einn tollvörður fá það verkefni að fylgjast sérstaklega með áhöfn- um skipanna og verður rússnesku sjómönnunum m.a. gerð grein fyrir því að þeir geti átt von á að leitað verði í fórum þeirra áður en þeir fara um borð eftir landvist. Á fundi lögreglu og tollyfir- valda í gær var ákveðið að beina sérstöku eftirlitsátaki að áhöfnum rússneskra skipa sem hingað koma vegna umræðna um að sjó- mennirnir stundi viðskipti með áfengi og tengist þjófnaðarmálum og viðskiptum með -illa fengna vara- og aukahluti í bíla. Fylgst með ferðum sjómanna Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns var ákveðið að grípa til fyrr- greindra aðgerða í Reykjavík og standa vonir til að svipað fyrir- komulag verði tekið upp í Hafnar- firði og lögð áhersla á að fýlgst verði með ferðum sjómannanna að og frá borði þannig að Ijóst sé hvað þeir bera með sér um borð. Eins og kunnugt er fannst í liðinni viku þýfi af bílapartasölum um borð í rússneskum togara en auk þess eru uppi getgátur meðal lögreglumanna, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins þótt ekki liggi fyrir sannanir, að mikil alda innbrota í bíla sem gengið hefur yfir borgina undanfarið kunni að tengjast komum rúss- neskra togara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.