Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 19 OJafur Ragnar kynnir „þriðju leiðina“ í efnahagsmálum Utflutningnr verði for- gangsatriði í hagstjórn ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði við umræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra á Alþingi sl. þriðjudagskvöld að Alþýðu- bandalagið hefði að undanförnu mótað nýja leið til að fást við efnahagsvandann, „þriðju leið- Islenskur jazzdiskur kominn út GENGIÐ á lagið er heitið á geisladiski Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og tónskálds sem er nýútkominn hjá Jazzís- útgáfunni. A disknum flytur Sigurður ásamt félögum tíu jazzlög eftir sjálfan sig en disk- urinn var tekinn upp í Hljóð- smiðjunni um það leyti sem hljómsveitin lék á Listahátíð í Hafnarfirði í sumar. Með Sigurði leika danski bassa- leikarinn Lennart Ginman, Pétur Östlund trommuleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari og sænski trompetleikarinn Ulf Adá- ker. Tónlistin er fjölbreyttur og kraftmikill órafmagnaður jazz þar sem bregður fyrir blúsum, völsum, sömbum, ballöðum og ýmsu fleiru. Sigurður Flosason hefur verið í hópi atkvæðamestu jazzleikara íslands um árabil. Hann hefur leik- ið víða erlendis og hlotið viður- kenningar fyrir leik sinn og tón- smíðar. Jazzís er nýtt útgáfusamlag Jazzdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakning- ar. Japis dreifir disknum og stefnir hljómsveitin að formlegum útgáfu- tónleikum þegar nær dregur jól- um. GENGIÐ á lagið, nýr jazzdiskur frá Sigurði Flosasyni. firfi GíEcfa « « eldhús- innréttin^: HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 I3ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu IMN Vinn ngstölur 6. okt. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING a 6 af 6 0 80.325.000 a 5 af 6 +bónus 0 673.295 ð 5af6 9 58.779 a 4 af 6 433 1.943 a 3 af 6 +bonus 1.553 232 Aðaltölur: ®<§)@ @@@ BÓNUSTÖLUR (7) @(48) HeildarupphæO þessa viku 82.728.921 á isi.: 2.403.921 UPPLYSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 nim MCt) FYRIRVARA UM PRENTVILUUR ina“, sem hann kallaði svo, og sagði hana byggða á rannsóknum fremstu hagfræðinga á Vestur- löndum. Ólafur sagðist hafna leið ríkis- stjórnarinnar, sem hann sagði að fælist í samdrætti og niðurskurði og einnig þeirri leið sem Jóhanna Sigurðardóttir hefði verið að gæla við að undanförnu, sem fælist í að gefa hallanum lausan tauminn og taka erlend lán í trausti þess að ný eftirspurnaralda myndi keyra þjóðfélagið upp úr öldudalnum. Ólafur sagði þriðju leiðina fela í sér að útflutningurinn yrði gerður að forgangsatriði í hagstjóminni, að breyta áherslum banka og lána- sjóða og skattamála á þann veg að smáfyrirtæki og miðlungsstór fyrir- tæki fengju forgang til að efla hag- vöxtinn, útflutningsstarfsemina og framleiðsluna, og að búa til víðtækt samstarf atvinnulífs, stjórnvalda, launafólks, fræðimanna, vísinda- manna og hugsuða til að fara nýjar leiðir og nýta hugvitið og beita réttri hagstjórn til að skapa hagsæld á nýjan leik. Frá Vedes leikfangaversluninni í Fákafeni f.v. Edda Smith, Anna Sigurðardóttir og Kolbrún Jónsdóttir. Vedes leikföng flylja VEDES leikföng hafa flutt sig frá Grensásvegi í Fákafen 9, gegnt McDonalds-skyndibita- staðnum. Verslunin er í 500 fm húsnæði og er meðlimur í samnefndu inn- kaupasambandi, því stærsta í Evr- ópu. Leikföng eru fyrir krakka á öllum aldri. Vedes leikföng eru einnig í Kringlunni 8-12. Eigend- ur eru Guðberg Kristinsson og Kolbrún Jónsdóttir. Nýtt forrit Fyrirtækið Menn og mýs hf. hef- ur hannað nýtt forrit fyrir út- reikning neytendalána. A mynd- inni er Sigurður Ragnarsson, einn af höfundum forritsins. Nýtt forrit fyrir neyt- endalán FYRIRTÆKIÐ Menn og mýs hf. hefur sett á markað nýtt forrit, Trygg, sem vinnur úr upplýs- ingum um neytendalán. Með forritinu er unnt að reikna út greiðslubyrði, heildarlántöku- kostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Þessar upplýsingar þurfa að liggja fyrir hjá fyrir- tækjum sem veita neytendalán samkvæmt nýjum löguin sem tóku gildi um mánaðamótin. Forritið skrifar út sérstakt fylgiskjal með lánssamningi sem lánveitandi og lánþegi geta undir- ritað til að staðfesta sameiginleg- an skilning á kjörum og greiðslu- byrði. Þar er að finna upplýsingar um heildarlántökukostnað, árlega hlutfallstölu kostnaðar, sundurlið- un afborgana og lánskjör, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. (9&9 kynnir Kringlukast KRINGWN ,o^uiuoitm 1 vikunni 'A, T-v Afgrciðslutlmí Kringlunnar: Mánudaga til fimmtudaga 10 -18.30 föstudaga 10 - 19, laugaidaga 10 -16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.