Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 15 Álar af öllum stærðum, bæði lifandi og dauðir, voru á Fiskmarkaðin- um í Tókýó. Japanir segja ála hið mesta lostæti og leggja stöðugt meiri áherslu á álaeldi, einkum í kvíum. Vinnusemi Japana er nánast goðsögn á Vesturlöndum. Á Fiskmarkað- inum í Tókýó slógu þeir ekki slöku við fremur en annars staðar. Það var ótrúlegt að fylgjast með vinnubrögðum þeirra; hröð hand- tök og snöggar hreyfingar. Einhvern veginn allt á útopnu. Það var eiginlega hægt að verða hálfstressaður bara af því að fylgjast með og forða sér frá vögnum og kerrum, þegar Japanirnir hentust áfram, ýmist með hlaðna vagna og kerrur í eftirdragi eða á undan sér. Öll matvara virðist vera rándýr í Japan. Til dæmis fannst ákveðin tegund af mjólkurverkuðu nautakjöti í glæsilegri matvöruverslun á 36 þúsund yen kílóið, sem jafngildir rúmum 25 þúsund krónum fyr- ir kilóið! Kílóið af þessari tegund skelfisks kostaði á Fiskmarkaðinum 8.500 jen, sem jafngildir tæplega sex þúsund krónum. Þeir sem buðu í túnfiskinn gengu um og kynntu sér hvern fisk áður en uppboð hófst. Þverskurður var á hveijum fiski, rétt framan við sporð, þannig að menn gátu skoðað kjötið, jafnvel krækt sér í smá- tætlu og bragðað á, svo þeir vissu í hvað þeir væru að bjóða. af með skilrúmi þar sem hægt var troða einum hægindastól eða svo, til þess að taka á móti gestum og ræða við þá. Ráðdeild hins opinbera Að vísu fannst mér einnig að það væri til stakrar fyrirmyndar hvernig farið var með almannafé að þessu leyti. Hvergi bruðl, engin listaverk á veggjum, hvergi óþarfa lúxus, hvergi var nokkuð að sjá sem gaf tilefni til þess að ætla að undanfar- in ár, jafnvel áratugi, hefði spilling og fégræðgi grasserað í stjórnkerf- inu með þeim hætti, sem á daginn hefur komið að gerst hefur. Enda hefur einnig verið upplýst að þeir sem gerðust mútuþægir nýttu í eig- inhagsmunaskyni fé það sem fyrir- tæki og einstaklingar báru á þá, til þess að þeir hlytu fyrirgreiðslu um- fram það sem eðlilegt getur talist. Ég deili þessum hugleiðingum mínurn með herra Takaoka og hann segir: „Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég útskrifaðist frá Tókýó-háskóla, sem þykir virðulegasta mennta- stofnun Japans. Samstúdentar mín- ir, sem útskrifuðust um leið og ég og fóru til starfa hjá einkageiran- um, hafa allir tvöföld eða þreföld laun á við mig. En svona er þetta bara hér í Japan. Fjármagnið liggur í einkafyrirtækjunum og þar af leið- andi getan til þess að greiða góð laun.“ Fótum fjör að launa Þetta var víst pólitískt innskot — svo ég hverf nú aftur að Fiskmark- aðinum í Tókýó. Raunar er það svo, þar sem menn æða áfram með vagna ýmist í eftirdragi eða ýta þeim á undan sér, að maður á stöð- ugt fótum fjör að launa, þar sem litlir stígar á milli uppboðsdeilda eru afar þröngir og líkast tii eru svona aðskotadýr eins og ég, með myndavélina á lofti og pennann að vopni, litin hálfgerðu hornauga. Að minnsta kosti hafði ég verið vöruð við áður en ég fór á markaðinn, en ég varð ekki vör við neitt annað en elskulegheit og hlýju, svo fremi sem ég passaði mig á því að þvæl- ast ekki fyrir vinnandi fólki. Þegar ég gekk ásamt fylgdar- manni mínum framhjá röðum af tunnum í einu horni þessa gríðar- stóra markaðar, gægðist ég ofan í eina tunnuna og hentist svo til baka í loftköstum og því miður verð ég að játa, með tilheyrandi skrækjum. Við þennan óhemjuskap minn kviknaði mikil kátína meðal Japan- anna sem voru að störfum á þessu svæði og þeir hermdu óspart eftir óhljóðum mínum. Innihald tunnunn- ar var iðandi kös af smáálum (sem fylgdarmaður minn nefndi „Baby- Éels“ og kvað vera hið mesta lost- æti). Mér kom þessi kös fyrir sjón- ir sem ógeðsleg iðandi kös af orm- um og tilhugsunin um að leggja sér ósköpin til munns fannst mér enn ógeðslegri en sjónin. Upp úr klukkan níu að morgni er fjörið svo búið þann daginn. Uppboðum er lokið og þeir sem keypt hafa undirbúa nú frekari vinnslu fisks síns, það að koma fisknum í neytendahæft form, og þá hefst sögun á risavöxnum tún- fiskum og menn bregða sveðjum svo stórum á loft, að hrollur fer um saklausan Frónbúann, en Japanirn- ir handleika þessar gríðarlegu sveðjur af slíkri list, að þær eru nánast eins og smákutar í höndum þeirra. Síðan heldur hvert vinnslu- stig áfram, á þeim fisktegundum sem á annað borð þarf að undirbúa frekar, áður en Japanir leggja sér fískinn til munns, en aðrar tegund- ir, skelfiskur hvers konar og guð má vita hvað, eru tilbúnar beint í pottinn, beint á pönnuna, beint í ofninn, eða bara beint í munninn, því engin þjóð leggur sér eins mik- ið af hráum fisk til munns og sú japanska. Slík „matreiðsla" fisksins nefnist Sushi. » I Dagur frímerkisins í tilefni af Degi frímerkisins 9. október verður frímerkjasýning í Kringlunni dagana 6.-9. október. Á Degi frímerkisins koma út ný frímerki tileinkuð gömlum flugvélum, svo og frímerkjablokk til minningar um hópflug ítala fyrir 60 árum. Verður hvorttveggja til sýnis og sölu á sýningunni í Kringlunni. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson fer í póstflug frá Reykjavík til Akureyrar á Degi frímerkisins. í tilefni af því verður sérstakur póst- stjmpill í notkun og verður tekið við bréfum til kl. 13.00 laugard. 9. okt. á pósthúsunum R-1 í Pósthússtræti 5, R-3 í Kringlunni. Auk þess veitir Frímerkjasalan Ármúla 25 nánari upplýsingar. Einungis er tekið við ábyrgðarbréfum með sérstöku aukagjaldi (kr. 160), sem rennurtil Landgræðslu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.