Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 J®Jnr0unM&!»ií0> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Uppeldi í ógöngum AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL ÞÓRHALLSSON Hæstiréttur tekur sér laun fyrir yfirvinnu vegna sérstaks álags HÆSTARÉTTARDÓMARAR hafa búið við þau kjör að þeir hafa eingöngu fengið föst laun á meðan flestir aðrir opinberir starfs- menn og þ.á m. héraðsdómarar hafa fengið yfirvinnu greidda. Þegar Kjaradómur felldi sinn síðari úrskurð sumarið 1992 mátti verða ljóst að ekki yrði breyting þar á fyrir tilstilli Kjaradóms. Vegna bráðabirgðalaganna sem á undan höfðu gengið gat Kjara- dómur ekki annað en viðurkennt að áfram yrði við lýði hið tvö- falda kerfi launaákvörðunar sem ríkti. Hæstiréttur greip þá til þess að ákveða að fá greitt fyrir yfirvinnu, sem ekki hafði ver- ið, og fól forsætisráðuneytinu framkvæmdina. Það var samt ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem tekin var ákvörðun af stjórnvöldum um að byrja að borga fyrir yfirvinnuna og var það gert aftur í tímann. Um áramótin höfðu aftur á móti tekið gildi ný lög um Kjaradóm og kjaranefnd þar sem tekin voru af tví- mæli um að engar breytingar mætti gera á kjörum hæstaréttar- dómara án þess að Kjaradómur tæki ákvörðun þar um. Fátt hefur vakið meiri óhug hér á landi að undanförnu en fréttir um ofbeldi unglinga í miðborg Reykjavíkur um síð- ustu helgi, sem hafði hörmu- legar afleiðingar í för með sér. Það er meira en lítið að í ís- lensku þjóðfélagi, þegar ung- lingar misþyrma öðrum ung- lingum á jafn hrottafenginn hátt ög fréttir helgarinnar gáfu til kynna. Þetta er alvarleg vís- bending um að uppeldi á ís- lenskum bþrnum sé komið í ógöngur. Á hvaða leið erum við í uppeldi barna okkar? Get- ur það verið að firring íslensks þjóðfélags sé orðin slík, að voðafregnir sem þessar eigi eftir að verða daglegt brauð og er kannski stutt í, að menn hætti að kippa sér upp við slík- ar fréttir? Orsakir þess að ofbeldi ung- linga færist í vöxt eru ugg- laust margvíslegar. En þær orsakir verður að greina, til þess að komast að rótum vand- ans, svo hægt verði að taka á honum. _ Samkvæmt skýrslu Ólafs Ólafssonar landlæknis um áhrif sjónvarps- og mynd- bandaofbeldis á börn og ung- linga fjölgaði _ morðum og manndrápum á íslandi um 90% á árunum 1970 til 1990 miðað við timabilið 1950 til 1970, eins og greint var frá í frétt hér í blaðinu í fyrradag. Meðal annars er þessi íjölgun mann- drápa rakin til áhrifa ofbeldis- mynda í sjónvarpi, en útsend- ingar þess hófust hér á landi árið 1966. Þessi ógnvænlega fjölgun morða og manndrápa er af þeirri stærðargráðu, að ekki verður fram hjá henni horft, né hún hunsuð. Því er fullt til- efni til þess að taka tilmæli landlæknis og Slysavarnaráðs íslands alvarlega þegar farið er fram á það við fjölmiðla að sýningar á ofbeldismyndum verði takmarkaðar eftir mætti. Máltækið segir: Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Óheft sjónvarpsgláp barna og hálfstálpaðra unglinga hlýtur að móta börnin að vissu marki. Því kemur á þessu sviði, sem og öðrum sem varða uppeldi, fyrst og fremst til kasta for- eldra barnanna, að takmarka aðgang þeirra að ofbeldis- myndum í sjónvarpi. En vissu- lega er ástæða til að gera þá kröfu til sjónvarpsstöðva og myndbandaleiga að gæta hófs í sýningum slíkra mynda og leigu slíkra myndbanda. Uppeldið hefst á heimilinu og ekkert foreldri getur vísað ábyrgð á uppeldi barnanna yfir á stofnanir, hvort sem um er að ræða dagvistarstofnanir eða skóla. Dagvistarstofnanir og skólar hafa vissulega uppeldis- hlutverki að gegna, en það er og verður hlutverk foreldra að kenna börnum sínum að greina rétt frá röngu, bera virðingu fyrir náunganum og að haga sér í samræmi við lög þau sem okkur eru sett í lýðræðisríki. Uppeldishlutverk dagvistar- stofnana og skóla á svo að vera félgið í því, að fylgja eft- ir því uppeldi, sem foreldrarnir hafa lagt grunninn að. Hér kann að vera megin- skýringin á því, að nú er kom- ið fyrir of mörgu íslensku æskufólki eins og raun ber vitni. Það eru ekki stofnanir og skólar sem hafa brugðist í mörgum tilvikuín, heldur for- eldrarnir. Oft er það svo að fjárhagur heimilanna krefst þess að tvær fyrirvinnur, móð- ir og faðir, afli heimilinu tekna og í öðrum tilvikum eru kröfur um lífsgæði og þægindi orðnar slíkar að tvær fyrirvinnur verða að vinna utan heimilisins fullan vinnudag, til þess að tekjurnar standi undir kröfum nútímans. Á meðan foreldrarnir ganga efnishyggjunni á vald, í þeim tilgangi að geta veitt börnum sínum allt sem hugur þeirra girnist, kunna sömu börn að ganga sjálfala, með lykla um hálsinn, án nokkurs uppeldis, án tilfínningalegrar ræktunar, án hlýju, án agans sem öllum er hollur og án þess að fá nokkra leiðsögn um það hvað er rétt og hvað er rangt. Við erum í tilvikum sem slík- um að ala upp firrta einstak- Iinga, sem hvorki hafa tilfinn- ingaleg tengsl við foreldra sína né aðra. Einstaklinga sem geta reynst hættulegir ofbeldis- seggir, eins og dæmin sanna. Einstaklinga sem ekki hafa dómgreind til þess að greina rétt frá röngu. Einstaklinga sem hvorki bera virðingu fyrir lífi, limum né tilfinningum ann- arra. Þetta er háskaleg þróun og hana verður að stöðva. Hér hvorki viljum við né megum byggja upp kalt og ómann- eskjulegt samfélag stórborgar- innar, þar sem menn láta sig líðan náungans engu skipta. En að óbreyttu verður ekki annað séð en við stefnum hrað- byri í þá átt og því er mál til komið að foreldrar og börn þeirra, löggæsla, skólayfirvöld og félagasamtök taki höndum saman um að kveða með öllu niður þá óværu sem ofbeldi unglinga er. Með úrskurði 5. janúar 1985 markaði Kjaradómur þá stefnu að laun æðstu embættismanna sem hann ákveður væru heildarlaun fyrir hvert starf og ekki kæmu til fastar aukagreiðslur fyrir venju- bundin störf, þó að utan dagvinnu- tíma væri. Tók Kjaradómur mið af eðli þessara starfa og ákvað að ekki skyldu greidd önnur laun en föstu launin nema við sérstak- ar, óvenjulegar aðstæður. í úr- skurði Kjaradóms frá 26. júní 1992 segir hins vegar að í vax- andi mæli hafi samt komið til greiðslu á yfirvinnu, ýmist mældr- ar eða ómældrar (fastrar) til þeirra sem Kjaradómur ákvarðar Iaun. Greiðslur þessar væru allt frá 20-100 stundir á mánuði. Einstak- ir hópar eins og hæstaréttardóm- arar, ráðherrar og alþingismenn nytu ekki slíkra greiðslna. Væri sérstök ástæða til að gefa gaum að starfskjörum dómara og hvort þau hæfðu því hlutverki sem þeir ættu að gegna. Samkvæmt úr- skurði Kjaradóms var launakerfi æðstu embættismanna stokkað upp og hækkuðu laun hæstaréttar- dómara verulega, í 350.000 kr. á mánuði. Eins og kunnugt er olli þessi úrskurður miklum hvelli. Sett voru bráðabirgðalög þar sem lagt var fyrir Kjaradóm að endurskoða nið- urstöðu sína. Það gerði hann 12. júlí 1992. Þar segir m.a.: „Með hliðsjón af forsendum og tilurð bráðabirgðalaganna og yfirlýsing- um ráðherra um forskrift að nýrri ákvörðun Kjaradóms er það niður- staða dómsins að skýra verði lögin á þann veg að aðstæður í þjóðfé- laginu leyfi ekki meira en 1,7% almenna hækkun á launum þeirra sem undir kjaradómsákvarðanir heyra.“ Síðan segir að í bráða- birgðalögunum sé að vísu gefið færi á að gera breytingar á kjörum einstakra embættismanna eða hópa en þess skuli gætt að það valdi sem minnstri röskun á vinnu- markaði. Segist Kjaradómur ekki treysta sér til að fara eftir þessu en það myndi krefjast mats á við- brögðum aðila vinnumarkaðarins. Laun hæstaréttardómara voru ákveðin 252.786 kr.' Eins og fram kom hjá fjármála- ráðherra, Friðrik Sophussyni, í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær og í bréfi Hæstaréttar til forsætisráðuneytisins síðsumars 1992 er tvennt í þeim kjaradómi sem þá gilti sem heimilar réttinum, að hans mati, að taka sér laun fyrir yfirvinnu. Annars vegar að föst launin taki einungis til venju- legrar yfirvinnu en álagið á réttin- um sé óvenjumikið og réttlæti sér- stakar greiðslur og hins vegar að í nýjasta kjaradómnum sé ákvæði um hvernig reikna eigi út yfii’vinnu en það sé ekki hægt að skýra öðru vísi en að greiðsla fyrir hana sé heimil. Rétturinn álítur því að með bráðabirgðalögunum og nýjum úrskurði Kjaradóms hafi raknað við það ástand sem kennt hefur verið við „neðanjarðarhagkerfi ríkisins“ að laun embættismanna hækkuðu í kyrrþey. Það hefur verið stefna fjármálaráðuneytisins að færa ákvarðanir um launamál út í ríkisstofnanirnar og þarf því ekki að koma á óvart að Hæstirétt- ur gæti á þessum tíma ákveðið sér laun fyrir yfirvinnu. Afskipti af því hefðu verið á skjön við þá skip- an mála sem verið hafði um ára- bil þar sem laun embættismanna hækkuðu í kyrrþey vegna ýmissa aukagreiðslna. Áuk þess er erfitt fyrir framkvæmdavaldið að skipta sér af slíkum ákvörðunum dóms- valdsins vegna þrískiptingar ríkis- valdsins. Hrafn Bragason varaforseti Hæstaréttar Launin ollu því að of fáir sóttu um HRAFN Bragasonn hæstaréttardómari og varaforseti Hæstaréttar segir að launakjör hæstaréttardómara hafi verið með þeim hætti að menn áttu á hættu að snarlækka í launum settust þeir í dóm- inn. Nauðsyn sé að hinir hæfustu veljist þar til starfa og vegna þess hve launin voru lág hafi of fáir sótt um lausar dómarastöður. Hæstiréttur skrifaði bréf til for- sætisráðuneytisins síðla sumars 1992 þar sem tilkynnt var sú ákvörð- un réttarins að taka laun fyrir hluta af unninni yfirvinnu. Ekki hefur ver- ið farið fram á slíkar greiðslur vegna Þórs Vilhjálmssonar forseta Hæsta- réttar. Skýringuna segir Hrafn vera þessa: „Það stafar af því að hann hefur starfsskyldur úti í Strassborg. Starfið í mannréttindadómstólnum er það umfangsmikið að hann er verulegan tíma þar i hvetjum mán- uði, eða heila viku. Auk þess er hann kannski að taka við nýju starfi í EFTA-dómstólnum ef allt fer sem horfir og hann þarf að undirbúa ■ það. Hann hefur því verið dálítið mikið frá.“ Hrafn rökstyður tilkallið til yfir- vinnugreiðslna svo: „í þeim kjara- dómi sem í gildi var segir að föstu launin eigi að vera fyrir venjubundin störf. En ástandið hjá okkur hefur ekki verið venjulegt. Það hafa borist til dómstólanna svo miklu fleiri mál en áður. Hér á þessari stöð höfum við ekki mannskap til að sinna þessu eða hús til að fjölga og í Ijósi þessa sérstaka álags þótti ekki viðunandi annað en að borga hluta af þessari yfírvinnu." Sívaxandi álag - Vegna hins aukna vinnuálags semsagt? „Já, einmitt. Álagið hefur að vísu farið sívaxandi en jafnframt hefur verið gert átak til þess að reyna að draga úr því sem beið. Okkur tekst að halda í horfinu núna og fyrirliggj- andi málabunki stækkar a.m.k. ekki. Með breyttri löggjöf nú í haust á að reyna að grynnka á þessu. Breyting- ar á löggjöf 1992 leiddu til þess að auðveldara varð að skipuleggja vinn- una í Hæstarétti en áður. Okkur hefur því tekist að afgreiða fleiri mál en áður. En þetta er semsagt gríðarleg vinna hér.“ - En var sú afstaða ekki ráðandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.