Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 fclk f fréttum Morgunblaðið/Björn Blöndal Eiríkur Alexandersson útbússtjóri íslandsbanka í Keflavík, til vinstri, og Olafur iiiyjóiissun 1U1 UJOVUI körfuknattleiksdeildar UMFN innsigla samkomulagið. KÖRFUBOLTI Mikill hugiir í Njarðvíkingum Við eram ákaflega ánægðir með þennan samning og ég vona að hann leysi fjárhagslegan vanda körfuknattleiksdeildarinnar þann- ig að Njarðvíkingar njóti þess í leik og starfi," sagði Eiríkur Alex- andersson útibússtóri íslands- banka í Keflavík eftir að hann hafði fyrir hönd bankans undirritað tveggja ára styrktarsamning við körfuknattleiksdeild UMFN. - * Njarðvíkingar hafa löngum verið þekktir fyrir körfuknattleikslið sitt og eftir fremur slakt ár í fyrra era þeir ákveðnir í að láta meira að sér kveða á komandi keppnistíma- bili og hafa þeir nú endurheimt tvo landsliðsmenn, Val Ingimundarson og Friðrik Ragnarsson. Ólafur Eyjólfsson formaður körfuknattleiksdeildar UMFN sagði við þetta tækifæri að samn- ingurinn við íslandsbanka væri þannig upp byggður að því betur sem liðinu gengi því hærri yrðu greiðslumar. „Það ríkir mikil bjart- Þeir eru komnir aftur í herbúðir Njarðvíkinga, Valur Ingimundar- son, til vinstri, en hann hefur leikið með liði Tindastóls á Sauðár- króki undanfarin ár, og Friðrik Ragnarsson, sem lék með KR-ingum. sýni í okkar herbúðum, Banda- miklar vonir um góðan árangur ríkjamaðurinn Rondey Robinson liðsins í vetur,“ sagði Ólafur Eyj- verður áfram og við gerum okkur ólfsson ennfremur. Reuter Tímaritið Vanity Fair vekur oft athygli — og stundum hneyksli — fyrir forsíðumyndir sínar. Hér situr Sylvester Stallone fyrir sem „Hugsuðurinn". LEIKARAR Yöðvafjallið langar að leika Edgar Allan Poe Leikarinn Sylvester Stallone sem prýðir nóvemberforsíðu tímaritsins Vanity Fair segist í viðtali við tímaritið sennilega aldr- ei fá tækifæri til að leika drauma- hlutverkið, sem er að vera ljóð- skáldið Edgar Allen Poe. Hann segist gera sér grein fyrir því að vegna vaxtarlagsins verði hann ekki trúverðugur sem veikburða, óframfærið skáld. Stallone var' við upptökur á nýrri kvikmynd „Demolition Man“ þegar viðtalið var tekið, en sú mynd er í líkingu við þær myndir sem hann er einna þekktastur fyr- ir, „Rocky“ og „Rambo“. Hann segist hafa gert sér grein fyrir því eftirá að það var frægð hans ekki til framdráttar að leika í róman- tískum gamanmyndum eins og „Oscar“ og „Stop! Or My Mom Will Shoot!“ Af þeim sökum tók hann að sér hlutverkið í „Cliffhan- ger“. Kvikmyndin „Demolition Man“ er spennusaga sem gerist í fram- tíðinni og næsta mynd sem hann leikur í „Fair Game“ er einhvers konar rómantísk spennumynd. Þriðja mynd hans á næstunni er „Judge Dredd“, þar sem mikið verður um tæknibrellur, en sú mynd er gerð eftir samnefndri bók. EVROPURAÐIÐ Þorvaldur Garðar heiðraður orvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður, var 28. september síðastliðinn sæmdur æðsta heiðursmerki þings Evrópuráðsins fyrir framúrskarandi störf á vettvangi þess. Þorvaldur átti sæti á þinginu í aldarfjórðung og var um árabil einn af varaforset- um þess og formaður íslensku • sendinefndarinnar. Þorvaldur var 22. febrúar árið 1988 gerður að heiðursþingmanni Evrópuráðsins. Myndin var tekin er Þorvaldur Garðar var heiðraður í höfuðstöðv- um Evrópuráðsins í Strassborg við hátíðlega athöfn. Frá vinstri eru Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands, Miguel Martinez, forseti þings Evrópuráðsins, Þorvaldur Garðar og eiginkona hans, Elísabet Kvaran. TONLIST Madonna á tónleika- ferðalagi í ísrael Kynbomban Madonna, sem er á söngferðalagi um ísrael um þessar mundir, brá sér yfir á Vesturbakkann síðastliðinn mánudag til að taka þátt í messu í Fæðingar- kirkju Jesús í Betlehem. Aldr- ei þessu vant var hún ekki mikið fyrir að láta á sér bera og ferðaðist um í lokuðum vagni falin bak við sólgler- augu og með slæðu um höfð- uðið. Hún þekktist ekki af almenningi en henni tókst ekki að blekkja blaðaljós- myndarana, enda eru þeir öllu vanari að sjá frægt fólk í ýmsu dulargervi. Madonna sem er kaþólikki hefur notað ýmis trúarleg tákn í sýningum sínum og fer það mjög fyrir brjóstið á kristnu fólki. Sló um sig á hebresku Síðastliðinn þriðjudag kom hún til Tel Aviv í fylgd her- manna, en þá um kvöldið hélt hún „stelputónleika" sína fyrir um 40.000 áhorfendum. Hún lýsti því yfir að sér þætti Reuter Madonna lét lítið fyrir sér fara þegar hún heimsótti Fæðingarkirkju Jesú í Betlehem. Hún gat þó ekki blekkt fréttaþ’ósmyndar- ana. mikið til þess koma að vera komin til Israel, því það hefði verið langþráður draumur sinn. Hún sló um sig með herbreskum orðum sem hún kvaðst hafa lært af ísraelsk- um vini sínum. Ekki kom fram í fréttaskeytum Reuters hvernig viðbrögð áhorfenda voru, en Madonna er þekkt fyrir að vera fáklædd og hafa kynferðislegt athæfi í frammi á sýningum sínum. Rauk út af hótelinu Herútvarp í ísrael sagði frá því, að aðeins tveimur tímum eftir að Madonna kom á Kon- ungs Davíðs-hótelið í Jerúsal- em síðastliðinn sunnudag hafi hún strunsað út úr hótel- inu. Ástæðan var sögð sú, að hún fékk ekki heila hæð fyrir sjálfa sig. Að sögn starfsmanna hótelsins flutti hún yfir á Dan hótelið í Tel Aviv, þar hafa þeir eflaust geta orðið við óskum söng- konunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.