Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Keppni íslenskra hesta liður í landbún- aðarsýningu í Texas Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR íslenskir hestamenn, þeir Axel Ómarsson og Guðni Vignir Jónsson, eru nú staddir í Texas í Bandaríkjunum og munu um næstu helgi taka þátt í fyrstu keppni íslenskra hesta sem þar fer fram. Keppnin verður einn liðurinn í Tex- as State Fair sem er ein viðamesta árlega hátíð sem fram fer í þessu mikla ríki. Þeir Axel og Guðni Vignir stofn- uðu fyrirtæki á íslandi í nóvember í fyrra undir nafninu Víkinghestar sf. Tilgangur félagsins er að kynna íslenska hesta í Bandaríkjunum með aukin útflutning íslenskra hesta þangað fyrir augum. Þeir réðu í vor umboðsmann í Texas, Jerry Steinbroock, og sendu horjum þrjá gæðinga, sem tekið hafa þátt í hestamótum á íslandi, til að kynna íslenska hesta í Texas._ Þessir hestar bera heitið Geisli, Ás og Kapall. Fyrsta keppnin Hestaíþróttir eru stór liður í Texas State Fair og árum saman hefur þar farið fram keppni milli þriggja tegunda bandarískra hesta; American Saddlebred, Ten- nessee Walker og Racking Horses. Nú í fyrsta sinn er bætt við keppni ísienskra hesta og munu þeir Áxel og Guðni Vignir taka þátt í þeirri keppni á Geisla, Ás og Kapli á móti Bandaríkjamönnum sem eiga íslenska hesta. Þessi keppni fer fram á laugardaginn. Keppt er í fjórgangi, fimmgangi og tölti. í stuttu símaviðtali við Axel Ómarsson kom fram að þegar þeir félagar lýstu þeim ásetningi sínum í fyrra að vinna að kynn- ingu íslenskra hesta í Texas töldu sumir að þeir væru gengnir af göflunum. En kynningarstarfið hefur gengið vel að þeirra sögn og talsverður áhugi fyrir hendi. Þeir Texasbúar sem eiga íslenska hesta hafa yfirleitt fengið þá frá búgarði Elizabetar Haug í Kalifor- níu en hún hefur árum saman alið upp og selt íslenska hesta.- íslenskir hestar á skrá Sérstakur félagsskapur í New Jersey, Icelandic Horse Federati- on, heldur skrá um alla íslenska hesta í Bandaríkjunum bæði þá sem þangað eru fluttir frá íslandi og hina sem fæðast í Bandaríkjun- um. Á þeirri skrá eru nú um 700 hestar og fer nokkuð ört fjölgandi. Geirsgata, Miðbakki og Austurbakki Geirsgata verður opnuð fyrir umferð í dag. Auk lagningar Geirsgötu hefur Miðbakka verið breytt og hann endurgerður auk Austurbakka að hluta. Geirsgata opnuð fyrir umferð GEIRSGATA verður opnuð fyrir umferð og ný umferðarljós tekin í notkun á þremur gatnamótum á morgun, iaugardag. Ljósin eru við Kalkofnsveg, Pósthússtræti og Tryggvagötu við Hafnarbúðir. Geirs- gata, sem verður aðalumferðaræð um miðborgina, er nú komin í endan- lega útfærslu en svæði meðfram götunni eru sum hver enn ófrágeng- in. Því verki lýkur á næstu tveimur vikum. Framkvæmdirnar fela í sér lagn- götu en ný bílastæði eru við Tryggva- ingu Geirsgötu og nýrra gangstétta, bílastæði og útivistarsvæði við Mið- bakka og breytingar og endurgerð á Miðbakka og Austurbakka að hluta og hafa verið unnar undir sameigin- legri stjóm gatnamálastjóra og hafn- arstjóra. Ný bílastæði á fjórum stöðum Engin bílastæði verða leyfð á Geirs- götu að austan, á lóðinni Tryggva- götu 15 (þar sem áður var ekið að Akraborg), fyrir norðan Hafnarhúsið og_á tveimur stöðum við Skúiagötu. í fréttatilkynningu frá borgarverk- fræðingi kemur fram að heildarkostn- aður við Geirsgötu, Miðbakka og Austurbakka sé um 440 milljónir króna, 225 milljónir vegna hafnarinn- ar og 215 vegna Geirsgötu. Verkinu skilað á undan áætlun Aðalverktaki við Geirsgötu var Völur hf. og skilar fyrirtækið verkinu á undan áætlun. Undirverktakar við hellu- og steinalögn vom Heimir og Þorgeir en Malbikunarstöð Reykjavík- ur malbikaði. Arkitektar voru Teikni- stofan Bankastræti 11, umferðar- ráðgjöf annaðist Gunnar Ingi Ragn- arsson, verkfræðiráðgjöf Hnit hf. og Fjarhitun hf. Markús Öm Antonsson borgar- stjóri ekur fyrstur á grænu ljósi um gatnamót Geirsgötu og Pósthússtræt- is kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Lúð- rasveit leikur á Miðbakka kl. 9.15. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Forystumenn ríkisstjómai’ lýsa erlendrí skuldastöðu þjóðarinnar með ólíkum hætti Lykilatriði að viðskiptahall- inn sé undir 7 milljörðum Skuldir ríkis og sveitarfélaga tiltölulega litlar í samanburði við OECD-lönd DAVÍÐ Oddssson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Al- þingi síðastliðið þriðjudagskvöld, að nú hefði tekist að stöðva skulda- söfnun þjóðarinnar erlendis og áð erlendar skuldir þjóðarbúsins hefðu lækkað að raungildi á milli áranna 1992 og 1993 og myndu halda áfram að lækka á næsta ári. Jón Baldvin Ilannibalsson utan- ríkisráðherra hefur hins vegar dregið upp mjög dökka mynd af skuldastöðu þjóðarbúsins og benti á við sömu umræður að langtíma- skuldir þjóðarbúsins stefni í allt að 70% af landsframleiðslu á næsta ári og að greiðslubyrðin verði á bilinu 30-40%. Samkvæmt spám verði langtimaskuldirnar um 265 milljarðar á 50 ára afmæli lýðveld- isins á næsta ári. Mismunandi áherslur forsætisráðherra og utanrík- isráðherra stafa af því að þeir nota ólíka mælikvarða á skuldastöð- una og þann vanda sem við er að fást. Áætlað er að erlend langtímalán verði um 251 milljarður á þessu ári og muni aukast í 265 milljarða á næsta ári. Ef gjaldeyriseign þjóð- arinnar er hins vegar dregin frá heildarskuldum verður svokölluð hrein skuldastaða við útlönd rúm- lega 226 milljarðar á þessu ári og mun aukast í 240 milljarða á því næsta samkvæmt spám. Forsætisráðherra lítur á þróun erlendra skulda út frá raungildi þeirra, sem sýnir hvernig höfuð- stóll skuldanna breytist í erlendri mynt að teknu tilliti til verðbólgu erlendis. í nýútkominni þjóðhags- áætlun er bent á að ástæða þess að erlendar skuldir þjóðarbúsins standa í stað eða jafnvel minnka á þessu ári sé hagstæð þróun við- skiptajafnaðarins en horfur eru á að hann verði mun minni en í fyrra. Viðskiptahailinn sýnir í raun hversu miklu þjóðin er að eyða um efni fram á hveijum tíma. Minni halli felur í sér að skuldirnar lækka að raungildi og meiri halli leiðir ti! skuldasöfnunar. Samkvæmt upplýs- ingum Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, þýðir þetta, að ef viðskiptahallinn er 7-8 milljarðar þá standa erlendar skuld- ir þjóðarbúisins í stað að raungildi ef erlend verðbólga er 3% á ári eins og nú er spáð. „Ef menn vilja stöðva skuldasöfnunina að raungildi er lyk- ilatriði að halda viðskiptahallanum innan við sjö milljarða," sagði Þórð- ur. Nú stefnir í að viðskiptahallinn verði um 6 milljarðar á þessu ári samanborið við 12 milljarða í fyrra og er því spáð að hann muni enn minnka á næsta ári. Hækka sem hlutfall landsframleiðslu Utanríkisráðherra hefur aftur á móti miðað við algengari mæli- kvarða, þ.e.a.s. hlutfall skulda af landsframleiðslu. Þótt erlendar skuldir standi í stað að raungildi, eða jafnvel lækki, munu þær samt hækka sem hlutfail af landsfram- leiðslu. Erlendar skuldir sem hlutfall af vergri % af landsframleiðslu vlf --------------------------80 Hrein skuldastaða ísl. þjóðarbúsins —> --------———\---------70 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 Heimild: Fjármálaráðuneytia Að mati Þjóðhasstofnunar hefur sá mælikvarði á stöðu þjóðarbúsins út á við ýmsa annmarka. Skulda- hlutfallið hækki nú fyrst og fremst vegna lækkunar á raungengi krón- unnar en ekki vegna raunverulegr- ar skuldaaukningar. Landsfram- leiðsla hækki minna í íslenskum krónum en skuldirnar í krónum talið. Greiðslubyrðin af þessum lán- um þyngist einnig vegna lægri út- flutningstekna á þessu ári en láns- tími og mismunandi niðurröðun afborgana af lánum skiptir miklu í þessu sambandi Erlendar skuldir þjóðarinnar serh hlutfall af landsframleiðslu eru með því allra hæsta sem þekkist meðal aðildarríkja OECD. Hins Raunbreyting erlendra skulda Vísí- Árið 1980 er sett á 100 lala onn 189 185^^ ~ 188 1 ftn 175 i7n mn '8 | | |— 8 '89 '90 '91 '92 '9 Heimild: j -j 50 3 '94 ^jóðhagsstofnun vegar njóta íslendingar ágætra lánskjara hjá erlendum lánastofn- unum og er viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd talinn þýðingarmikill þáttur í að viðhalda trausti erlendra lánastofnana. Mikilvægur greinarmunur er gerður á erlendum langtímalánum og hreinni skuldastöðu þjóðarbús- ins. Erlend langtímalán voru 209 milljarðar á síðasta ári. í ár er áætlað að þau verði 251 milljarður og fari í 265 milljarða á næsta ári, sem er 67,6% af landsfram- leiðslu, eins og utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á. Ef gjaldeyris- eign þjóðarinnar er dregin frá, en hún er áætluð 36 milljarðar á þessu ári og 36,4 milljarðar á næsta ári, kemur í ljós að hrein skuldastaða þjóðarbúsins verður væntanlega 226,3 milljarðar í ár, eða 58% af landsframleiðslu, og spáð er að hún aukist í 240,4 á næsta ári (61,4% af landsframleiðslu). „Það skiptir meginmáli að menn horfi á hreinu skuldastöðuna og viðskiptahallann, vegna þess að það tengist beint saman,“ sagði Þórður. Hann sagði að hlutfall langra erlendra lána segði hins vegar lítið sem ekkert vegna þess að það kunni að hækka af þeirri ástæðu einni að skammtímalánum væri breytt í langtímalán. Skuldir hins opinbera 217 milljarðar 1994 Enda þótt erlendar skuldir þjóð- arinnar séu með því hæsta sem þekkist meðal OECD-landanna, eru heildarskuldir hins opinbera, ríkis- ins og sveitarfélaga, tiltölulega litl- ar í samanburði við önnur OECD- ríki, skv. upplýsingum Þórðar Frið- sjónssonar. Heildarskuldir hins op- inbera hér á landi stefna í tæplega 200 milljarða á þessu ári, eða um 51% landsframleiðslu og 217,5 milljarða á því næsta eða í 55,6% af landsframleiðslu. Þar af eru er- lendar skuldir ríkis og sveitarfélaga rúmlega 100 milljarðar. Skuldir opinberra aðila í OECD-löndunum eru hins vegar að meðaltali um 66% af landsframleiðslu. Á næsta ári er spáð að heildarskuldir hins opin- bera hér fari í 54% af landsfram- leiðslu samanborið við tæp 70% í löndum OECD í Evrópu. I nýju fjárlagafrumvarpi er bent á að skuldaaukning hins opinbera sé þrátt fyrir þetta mun örari hér á landi en í öðrum löndum og það sé hættumerki.. Tekið er fram að aukin skuldasöfnun stafi ekki ein- göngu af hallarekstri hins opin- bera. Mikil gengslækkun krónunn- ar í nóvember 1992 og í júní sl. skýri að verulegum hluta hækkun skulda hins opinbera. Þannig hafi gengisfellingin í nóvember hækkað skuldahlutfallið um 1%. Einnig er bent á að þótt skuldir hins opin- bera séu lægri en í flestum OECD- ríkjum þá sé rétt að hafa í huga að samsetning opinberra skulda sé önnur hér á landi en víðast hvar annarsstaðar og rúmlega helming- ur þeirra í erlendri mynt. í flestum OECD-löndum mæti opinberir aðil- ar lánsfjárþörf sinni að mestu með útgáfu verðbréfa í innlendri mynt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.