Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 5 Frumvarp til laga um verndun nytjavatns Umhverfisráðuneyti hafi yfirumsjón með verndun nytjavatns UMHVERFISRÁÐUNEYTI hefur yfirumsjón með verndun nylja- vatns í nýju frumvarpi til laga um verndun nytjavatns. Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, segir að frumvarpið veiti ráðherra m.a. leyfi til að stöðva framkvæmdir fyrirtækja ef hætta er á mengun í nytjavatni. Frumvarpið er um þessar mundir til umræðu í þingflokkum. ' Össur sagði að frumvarpið byggði á sömu grunnhugmynd og vatnalög frá 1923, þ.e. að vatn væri lífsnauðsyn og tryggja þyrfti öllum nauðsynlegan aðgang að því í dag og til framtíðar. Hann sagði að áður hefðu lög um vatnsvernd verið dreifð en með frumvarpinu færi umhverfisráðuneytið með yfirumsjón með verndun nytja- vatns. Hvað nýjungar varðaði nefndi hann að með frumvarpinu yrði hægt að taka frá sérstök vatns- verndarsvæði og í því væru skýr- ari ákvæði um aðgang að nytja- vatni í eigin landi. Þá hefðu menn, sem ekki hefðu möguleika á vatns- stöku í eigin landi, rétt til að taka nytjavatn í landi annarra, þ.e. fyr- ir sig, fjölskyldu sína og þú. Össur minntist þess ennfremur að samkvæmt frumvarpinu hefði ráðherra völd til að krefjast þess að fyrirtæki, með framkvæmdir á svæði þar sem óttast væri að kom- ið gæti til mengunar, legðu fram sérstaka varnaráætlun með_ við- búnað við slíkum spjöllum. Áætl- unin yrði hluti af starfsleyfi fyrir- tækisins. Þá er ráðherra heimilt að stöðva starfsemi fyrirtækis ef mikil hætta er talin á vatnsmeng- un. Samráðsnefnd Gert er ráð fyrir að sex manna samráðsnefnd verði skipuð um nytjavatnsvernd. Hlutverk hennar verður m.a. að gera tillögur um verndun nytjavatns og nytjavatns- svæða, hafa yfirlit yfir nytjavatns- svæði og vernd þeirra, afla upplýs- inga um ástand nytjavatns, vatn- stöku og vatnsvernd á landinu öllu og gera áætlun um viðbúnað gegn hugsanlegri hættu á vatnsspjöllum á vatnsverndarsvæðum. ------» ♦ ♦----- Már fer ekki á Rock- all-svæðið TOGARINN Már SH mun ekki halda til veiða á Rockall-svæð- inu en útgerð togarans hafði til athugunar að hann færi þangað eftir að skipið landaði í Hull í síðustu viku. Svavar Þorsteinsson útgerðar- maður hjá Snæfellingi á Olafsvík sagði að hætt hefði verið við að senda togarann til veiða á Rockall- svæðinu eftir viðræður við fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Hann sagði að ákveðið yrði hvort Már færi á ný til veiða í Smugunni næstu daga. Áætlað að minnka hlut ríkisins í lyfjaverði Verðmyndun breytt og sala gefin frjáls ÁÆTLAÐ er að draga megi úr kostnaði ríkisins í lyfjaverði sem svarar 150 milljónum kr. á næsta ári, að sögn Guðmundar Árna Stefánssonar, heilbrigðisráðherra. Hann segir að verðmyndunar- kerfi á lyfjum verði breytt þannig að visst hámarksverð verði ákveð- ið á smásölustigi lyfja sem leiði til lækkunar álagningar og einnig verði frelsi vegna reksturs lyfjaverslunar aukið á þann hátt að rekst- ur verði ekki lengur háður úthlutun ráðuneytis, heldur verði hverj- um sem er heimil lyfjasala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heilbrigðisráðherra kveðst telja að breytt fyrirkomulag muni leiða til að samkeppni varðandi innflutn- ing, dreifingu á heildsölustigi og smásölu lyfja aukist til muna. Heilbrigðisráðherra segir tillögur um verð lyfja og sölu koma fram í lagafrumvarpi sem lagt var fram á síðasta þingi og verður endurflutt á næstunni með talsverðum breyt- ingum, og er að sögn ráðherra reiknað með að fáist samþykkt fyr- ir jól. Ef frumvarpið verður sam- þykkt er gert ráð fyrir að lögin taki gildi í byijun næsta árs. A Fjörutíu arnarpör á Islandi Arnarstofninn hef- ur staðið í stað ARNARSTOFNINN er um 40 pör og hefur staðið í stað síðastliðin 5 ár eftir því sem segir í fréttabréfi Fuglaverndarfélags Islands. Varpárangur arna 1993 var með lélegra móti og er talið að um 30 pör hafi reynt varp en aðeins 14-15 þeirra komið upp samtals 15-16 ungum. Nokkrar ástæður eru fyrir því stundum hreiður sín í kjölfar að ernirnir koma ekki upp fleiri ógætilegra mannaferða eða eru ungum að því er segir í fréttabréf- það lengi af hreiðri að egg og inu. í fyrsta lagi verpa ekki öll ungar drepast af vosbúð. Loks arnarpör árlega. í öðru lagi virðist virðast sum arnarvörp verpa ófijó- slæmt tíðarfar, einkum kulda- og um eggju, sennilega einkum þau vætutíð, og þá aðallega í maí og yngri. júní, valda því að egg og litlir Fuglaverndarfélag íslands fylg- ungar misfarast. í þriðja lagi eru ist með arnarvarpi í samvinnu við ernir mjög viðkvæmir fyrir truflun Náttúrufræðistofnun íslands. á varptímanum. Þeir yfirgefa Maxwell KOUSE Heitur ilmur, bragðmikil hressing ÞETTA ER KAFFIÐ sem MÆTIR KROFUM MINUM Þeir sem þekkja gotl kaffi, vita hvaö til þarf. Úrvals Old Java kaffibaunir, þurrkun og brennsla viö kjörskilyröi. Þannig er Maxwell House kaffi. Maxwell House drekka þeir sem þekkja kaffi. MAXWELL HOUSE ...engu öðru líkt! Ný bh ríkara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.