Morgunblaðið - 08.10.1993, Side 18

Morgunblaðið - 08.10.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Kór Glerár- kirkju vantar karlaraddir KÓR Glerárkirkju hefur nú tekið til starfa og er margt á döfinni hjá kórnum í vetur. í haust verður strax farið að æfa aðventu- og jólalög, en hugmyndin er að taka nokkur jólalög með kórn- um sem yrðu tilbúin á snældu í byij- un aðventu. Verður efni snældunnar mjög fjölbreytt, m.a. verða kórlög í útsetningum fyrir blandaðan kór, kvennakór og karlakór. Einnig mun barnakór kirkjunnar syngja með í nokkrum lögum. Eftir áramót verður farið að huga að afmæli kórsins, en 12. febrúar nk. verða 50 ár liðin frá stofnun hans og verður þeirra tímamóta þá minnst. Sumarið 1992 fór kórinn í sína fyrstu utanlandsferð, þá til Þýska- lands og er mikill áhugi hjá kórfélög- um að fara fljótlega aftur í aðra utanlandsferð. í kórnum eru nú rúmlega 40 kór- félagar og vantar enn nokkra í karla- raddir. Kórnum er skipt í þijá hópa sem skiptast á að syngja við mess- ur, en kórinn syngur allur á hátíð- um. Æfingar eru að jafnaði einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00- 22.15, en aukaæfingar á þriðjudagskvöidum á sama tíma. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í Kór Glerárkirkju er bent á að hafa samband við kórstjórann, Jóhann Baldvinsson, í Glerárkirkju eða kór- stjórann, Evu Úlfsdóttur. (Fréttatilkynning.) ------» ♦ ♦------ Morgunblaðið/Rúnar Þór A slysstað UNGUR drengur var fluttur á FSA með alvarlegan höfuðáverka eftir að hafa hjólað á bíl. Drengrir hlaut höfuðáverka SEX ára drengur hlaut alvarlegan höfuðáverka eftir að hafa hjólað á bíl. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að meiðslum hans. Drengurinn var að hjóla á bílaplani fyrir framan fjölbýlishúsið við Hrísalund 16 til 20 skömmu eftir hádegið í gær. Ökumaður bíls af gerðinni Ford Ec- onoline kom akandi eftir Hrísalundi og inn á planið og virðist barnið hafa hjólað inn í hlið bílsins, að sögn varðstjóra lögreglunnar, en hann sagði að öku- maður hefði aldrei séð bamið. Alvarlegur áverki Drengurinn hjólaði inn í hlið bifreiðarinnar og lenti fyrir afturhjóli hennar. Hann hlaut alvarlegan áverka á höfði og var fluttur á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Varðstjóra lögreglunnar var ekki kunnugt um hvort barnið hefði verið með hjálm er atburðurinn varð. 50 manns í atvinnu- hefst í dag- átaki í næstu viku Bjórhátíðin Októberfest BJÓRHÁTÍÐIN Októberfest ’93 hefst í dag, 8. október, og stendur hún í rúma viku, eða til 16. októ- ber, en þetta er í annað sinn sem slík hátíð er haldin. Bjórhátíðin á Akureyri verður sett að þýskum sið í miðbæ Akureyrar í dag kl. 17 þegar októberbjórtunnum verður ekið í kerru sem dregin er af hestum. Homaflokkur Akureyrar leikur undir stjórn Roars Kvams og sungnir verða léttir þýskir slagarar með aðstoð Aðalsteins Bergdals leik- ara og söngvara. Gestum verður gefið að smakka Prezels, þýskt brauð sem vinsælt er með öli. Ekið miili staða í kvöld verður októberfestbjórn- um ekið milli veitingastaða á Akur- eyri í fylgd Hornaflokksins, Roars Kvams og Aðalsteins Bergdals sem stjórnar fjöldasöng. Bytjað verður á veitingastaðnum Við Pollinn kl. 22, hálftíma síðar verður bjórtunna opn- uð í Blómahúsinu, þá verður haldið á Café Karólínu og síðan í Sjallann kl. 23.30. Októberbjórinn verður seldur í útsölum ÁTVR allan októbermánuð. Það er Delta hf/Viking Brugg sem efnir til bjórhátíðarinnar. (Úr fréttatilkynningu.) GERT er ráð fyrir að í næstu viku verði um 50 manns af at- vinnuleysisskrá að störfum í at- vinnuátaki sem nú stendur yfir á Akureyri. Átakið verður í gangi næstu mánuði, en fólk fær at- vinnu í um tvo mánuði. Um nýlið- in mánaðamót voru 377 skráðir atvinnulausir á Akureyri. Sigrún Bjömsdóttir forstöðu- maður Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar sagði að atvinnu- leysi væri svipað á milli mánaða- móta þegar tillit væri tekið til at- vinnuátaksins, en í lok ágúst voru rúmlega 400 manns án atvinnu á Akureyri. Um 50 í átakinu Þeir eru nú 377 og í síðustu viku voru um 25 manns af atvinnuleysis- skrá að störfum við atvinnuátakið. í þessari viku hófu um 20 manns störf við átakið og eftir helgina bætast enn fleiri við þannig að gera má ráð fyrir að um 50 manns af atvinnuleysisskrá verði við ýmis störf á vegum bæjarins í næstu viku. Af þeim 377 sem voru á atvinnu- leysisskrá um síðustu mánaðamót Byggingafulltrúi Héraðsráð Eyjafjarðar auglýsir eftir byggingafulltrúa fyrir bygginganefndir Eyjafjarðarsvæðis, eystra og vestra. Starfið er laust frá 1. janúar 1994. Umsóknum skal skila til Héraðsráðs Eyjafjarðar, b/t Halldórs Jónssonar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, fyr- ir 1. nóvember 1993. Umsóknin greini frá aldri, menntun og fyrri störfum. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jónsson í síma 96-21000 og Guðný Sverrisdóttir í síma 96-33159. Héraðsráð Eyjafjarðar. voru 149 karlar og 228 konur. Langflestir þeirra eru úr Verkalýðs- félaginu Einingu eða tæplega 160 manns, 80 manns úr Félagi verslun- ar- og skrifstofufólks voru skráðir atvinnulausir og rúmlega 60 félags- menn í Iðju, félagi verksmiðjufólks. Sigrún sagði að það sem af væri vikunni hefðu nýskráningar verið svipaðar og verið hefði undanfarna mánuði. „Það kemur alltaf góð gusa hingað á skrifstofuna rétt eftir mánaðamót og þessi voru engin undirtekning," sagði Sigrún. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gjöf afhent TÓLF Rauðakrossdeildir á Norðurlandi hafa gefið nýjan búnað til notkunar í sjúkraflugi. Myndin var tekin við afhendingu búnaðarins. Gáfu búnað til notk unar í sjúkraflugi TÓLF Rauðakrossdeildir á Norðurlandi, frá Hvammstanga til Þórs- hafnar, hafa afhent Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Flugfélagi Norðurlands og Slökkvistöð Akureyrar sérstakan búnað til notkunar í sjúkraflugi, grind sem fest er á sætafestingar í gólfi flugvéla. Þessi nýji búnaður gerir störf og því mikilvægt að sambærilegur sjúkraflutningamanna léttari, eyk- ur þægindi fyrir sjúklinga og gjör- beytir aðstöðu hjúkrunarfólks. í grindinni er geymdur súrefniskútur og fylgir sérstakur skápur sem í er m.a. hjartarafsjá, hjartastuð- tæki, súrefnisskömmtunartæki, öndunarvél og sogtæki. Neyðarbún- aður er í langflestum siúkrabílum búnaður sé tiltækur í flugvélum þannig að tryggð sé viðunandi að- hlynning fyrir sjúklinginn alla leið. Þá er ekki síður mikilvægt að lækn- ar og hjúkrunarfólk þurfí ekki að flytja með sér neyðarbúnað úr hér- aði ef til þess kæmi að hann þyrfti að nota meðan á flugi stendur. Frímerkja- markaður í Kringhmni , DAGUR frímerkisins verður laugardaginn 8. október nk. > Félag frímerkjasafnara á " höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að minnast þessa dags | með nokkuð öðrum hætti en • venja hefur verið. Félögin munu halda frímerkja- markað í göngugötu Kringlunnar á opnunartíma verslana kl. 10 til 16. Þar mun almenningi gefast kostur á að kynna sér starfsemi félaganna og frímerkjasöfnun al- menn. Félagar munu einnig bjóða aukaefni sitt til sölu eða í skiptum. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem efnt er til_ almenns frí- merkjamarkaðar á íslandi og er það von aðstandenda að almenm ingur taki þessari nýbreytni vel. í nágrannalöndum okkar eru slíkir markaðir hluti af borgarbragnum t í flestum stærri sveitarfélögum, * segir í frétt frá frímerkjasöfnur- um. Á höfuðborgarsvæðinu starfa nú þrjú félög: Félag frímerkjasafn- ara, Klúbbur Skandinavíusafnara | og Islenskir mótífsafnarar. Félög- in halda öll fundi síðan að Síðu- múla 17. Unglingastarf er stór hluti af starfsemi félaganna og má benda á að þijú söfn unglinga verða sýnd í Kringlunni 6.-9. október á vegum póststjórnarinn- ar. Einnig verður þar flugsögusafn Páls H. Ásgeirssonar. -----» » ♦---- Námskeið fyrir að- standendur 1 alkóhólista Á NÆSTUNNI verða haldin | kvöld- og helgarnámskeið fyrir * aðstandendur alkóhólista í fjöl- skyldudeild fræðslu- og leið- beiningarstöðvar SÁÁ við Síðu- múla 3-5. Helgarnámskeið fyrir byijendur verður haldið laugardaginn 9. október og sunnudaginn 10. októ- ber frá kl. 9-17 báða dagana. Fimm vikna kvöldnámskeið sem haldið er á mánudags- og miðviku- dagskvöldum hefst 18. október. Á námskeiðunum verður leitast við að auka þekkingu þátttakenda á alkóhólisma og hvaða áhrif sjúk- dómurinn getur haft á þá sem búa eða hafa búið við hann. Reynt | verður að aðstoða þátttakendur við að koma af stað breytingum til bóta í mannlegum samskiptum j innan fjölskyldunnar og utan. Námskeiðin eru sniðin fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Einnig eru ) námskeiðin tilvalin fyrir alkóhól- ista sem hafa verið óvirkir í eitt ár eða lengur og hafa búið við alkóhólisma. Námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir kvöldnámskeið og 5.000 kr. fyrir helgarnámskeið. Nánari upp- lýsingar veitir SÁÁ. --» » «- Geirmundur á Hótel íslandi GEIRMUNDUR Valtýsson og hljómsveit hans leika í kvöld, föstudaginn 8. október, á Hótel Islandi. Geir- mundur hefur átt ýmis vinsæl lög í gegnum tíðina, t.d. Lífsdansinn, Ort í sandinn o.fl. Gcirmundur Vnltvsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.