Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 29 Minning Margrét Jenný Guð ■ mundsdóttir, As- bjarnarstöðum I Fædd 11. desember 1903 Dáin 25. september 1993 Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Hún Magga okkar hefur fengið hvíld eftir langa æviferð. Það er margs að minnast frá samferð okk- ar með henni og klökkvi bærir á sér nú að leiðarlokum. Hún hét fullu nafni Margrét Jenný og fæddist á Stöpum á Vatnsnesi 11. desember 1903, en fluttist með fjölskyldu sinni að Gnýsstöðum í sömu sveit á öðru árinu. Þar ólst hún upp hjá foreidr- um sínum, Marsibil Árnadóttur og Guðmundi Jónssyni, ásamt systkin- um sínum þeim Árna, Jóhannesi, ✓ Sesilíu og Emilíu. Á Gnýsstöðum er ákaflega fal- legt og þar átti Magga sterkar rætur. Sagði hún okkur frá leikjum sínum í klettunum við bæinn og niður við sjó og að hún hefði alltaf sóst eftir að elta bræður sína, þeir hefðu gert svo margt skemmtilegt. En auðvitað hefðu þeir verið sárleið- ir að hafa alltaf þessa stelpu í eftir- dragi. Ung að árum fór hún vinnustúlka að Flatnefsstöðum til ömmu okkar og afa, Þórdísar Gísladót.tur og Jó- sefs Guðmundssonar, er bjuggu þar ásamt sonurtl sínum þeim Lofti og Guðjóni. Hjá þeim lengdist dvöl hennar, en þau Loftur giftu sig 11. júlí 1926. Þau bjuggu fyrstu árin á Flatnefsstöðum og síðan á Tjörn, en keyptu svo jörðina Ásbjarnar- staði og fluttist fjölskyldan þangað vorið 1936. Foreldrar okkar, Guðjón og Sigrún, bjuggu einnig á Ásbjarn- arstöðum frá 1940. Þar voru bæði heimilin undir sama þaki til ársins 1955 og er ekki undarlegt þó að okkur hafi alltaf fundist Magga vera ein af fjölskyldunni., Jósef lést sumarið 1936 og eftir það var Þórdís til heimilis hjá Möggu og Lofti en tengdadæturnar önnuðust hana í sameiningu þar til yfir lauk. Hún lést 1965. Á heimili þeirra Möggu og Lofts ílentist einn- ig Guðmundur Jónsson, sem hafði verið hjá fyrri ábúendum jarðarinn- ar, og var hann búsettur á Ásbjarn- arstöðum til æviloka. Það var því jafnan margt um manninn í gamla bænum á þessum árum og þótt Möggu og Lofti yrði ekki barna auðið var ætíð margt af börnum og unglingum hjá þeim til dvalar, sum komu ár eftir ár. Þrír drengir voru þó lengur en aðr- ir og má raunar nefna þá fóstur- syni þeirra. Systursonur Möggu, Guðmundur Eðvaldsson, kom til þeirra aðeins fjögurra ára gamall og var þar fram yfir fermingu. Magnús Ánnasson kom tólf ára og dvaldist hjá þeim í tíu ár og Magn- ús Kristjánsson var á tólfta ári er hann kom til þeirra og átti þar heimili til fullorðinsára. Víst er að Möggu þótti ákaflega vænt um þá alla. Magga hafði yndi af blómum og átti mikið af þeim í gluggunum sín- um og lítinn blómagarð bjó hún til við gamla bæinn á Ásbjarnarstöð- um. Á efri árum, eftir að hún flutt- ist til Hvammstanga, eignaðist hún lítið gróðurhús í garðinum sínum. Þar ræktaði hún rósir og fleiri blóm, tómata, gúrkur og vínvið og var gaman að vera vitni að þeirri ánægju sem þetta veitti henni. Magga var afskaplega kvöld- svæf, svo að okkur unglingunum þótti jafnvel nóg um, en hún vakn- aði líka fyrir allar aldir á morgnana og var oft búin að sitja lengi við hannyrðir er aðrir fóru á stjá, en handavinna þótti henni afskaplega skemmtileg. Það eru líka næstum óteljandi myndirnar og púðarnir — ásamt fjölmörgu öðru — sem hún vann í höndunum. Flesta hlutina gaf hún vinum og vandamönnum og hafði þannig tvöfalda gleði af þessum sköpunarverkum sínum. Mikill dýravinur var hún og nær- færin við þau. Ævinlega var kallað á Möggu ef þurfti að hjálpa kind að bera eða binda um brotinn fót. Síðasta hundinn sinn, Trygg gamla, kvaddi hún með þessum orðum: „Hafðu þökk, blessað dýrið mitt.“ Má telja víst að þá hefur Möggu vöknað brá, þó að ekki væri hún gjörn á að flíka tilfinningum sínum. Hún var stundum snögg uppá lagið og átti til að vera stutt í spuna. Kannski var hún einmitt þá að dylja tilfinningar sínar, en á bak við var hlýtt og tilfinningaríkt hjarta. Ef hún gat, þá rétti hún þeim hjálpar- hönd sem hún vissi að þyrftu þess með og það var þó nokkuð o_ft. Hún sagði þá ef um var rætt: „Ég verð alltaf ríkari af að hjálpa.“ Eflaust var það rétt. Magga hafði þann skemmtilega sið að baka „sólarlummur“ þegar sólin skein á bæinn eftir að hún hafði ekki sést í nokkrar vikur í skammdeginu. Þá sagði Magga „hæ gaman", en þessi tvö orð notaði hún gjarnan er hún gladdist yfir ein- hveiju. Hún hlakkaði alltaf til vors- ins og sumardagurinn fyrsti var sannkallaður hátíðisdagur. Fáni var dreginn að húni og hlustað á skáta- messuna í útvarpinu og Magga hafði sérstakt dálæti á sumarkomu- sálmunum. Ef þú velur þér vorið til fylgdar og vorið er sál þinni skylt og vitirðu hvað þú vilt, þér treginn lækkar og trúin stækkar og himinninn hækkar. (Guðmundur Kamban.) Þetta erindi, sem Magga hafði. skrifað á lítinn miða, fannst nýlega inní bók sem hún átti. Já, vorið var í sál Möggu. Minningar okkar systkinanna um Möggu miðast einkum við æsku- heimilið okkar, Ásbjarnarstaði, og I Elísabet Erlends- dóttir — Minning Fædd 23. október 1899 Dáin 26. september 1993 Elísabet Erlendsdóttir var bæjar- hjúkrunarkona í Hafnarfirði, bjó ein og sinnti starfi sínu á tímum þegar konum var einkum ætlað að giftast og geta börn. Hún fór allra sinna ferða fótgangandi og væri maður á ferli í bænum var eins víst að hún yrði á vegi manns. í huga mér er mynd: Vestur Strandgötu gengur há kona og grönn með hárið vafið í hnút í hnakkanum. Hún er afar vel til fara, í grárri síðri kápu og á svörtum skóm með stóra svarta tösku, undir kápunni glittir í stífaða hvíta svuntu. Hún þekkir hvern mann sem á vegi hennar verður, heilsar öllum en leggur mismikið í kveðjuna. Mannvirðingar ráða því síst hver er kvaddur af mestri hlýju. Hún var á miðjum aldri þegar ég kynntist henni. Hún var vinur móður minnar og þar með okkar allra. Hún var stolt kona en hóg- vær, mjög stillt, greind og vellesin og hafði gaman af að ræða jafnt um pólitík sem bókmenntir. Hún var skýrmælt og lagði þannig áherslur að menn mundu yfirleitt orðrétt það sem hún sagði, líka þeir sem aldrei hafa getað munað neitt hvorki fyrr né síðar. Hún átti til að leggja sína eigin merkingu í orð og nota þau á annan hátt en venja var. Orðið frú var t.d. virðing- arorð sem hún notaði yfirleitt bara um tvær konur og þá með stutt- nefni þeirra. Tæki hún sér það í munn um aðra var það ískrandi háðskt — gott ef ekki löng samfé- lagsádeila. Hún var hins vegar ekki margmál alla jafna. Kannski hafði hún ekki þörf fyrir orð á sama hátt og aðrir. Hún þurfti ekki annað en horfa á mann til að maður vissi hvort henni líkaði betur eða verr og hún var hreinskiptin og lá ekki á skoðun sinni í augunum. Hún stundaði móður mína oft í veikindum hennar en lægi mamma á sjúkrahúsi, kom hún gjarna að vinnu lokinni að líta til með okkur. Þá gaf hún okkur fleira en flestir aðrir sem við höfum kynnst. Ég er ekki bara að hugsa um allt sem hún dró upp úr töskunni stóru sem stundum var eins og hvítur dúkur í ævintýri: Hókus pókus — hand- klæði með fangamarkinu okkar, pílarókus — vettlingar út í snjóinn. Ég er ekki heldur bara að hugsa um allt sem hún hjálpaði okkur við; að elda, að hreinsa, að finna snið og telja út krosssaum. Nei, mest gaf hún með því sem hún var. Sem barn fannst mér hún alltaf svo merkilega fín og rakti það til fat- anna hennar sem ég stalst stundum til að þukla af því að þau voru svo falleg. Uppkomin vissi ég að í tötr- um hefði hún verið jafnfín. Hún var einfaldlega siðfáguð í bestu merk- ingu þess orðs. Slíkt fólk er fágætt en það hverfur manni aldrei, hafi það orðið á vegi manns. Ekki held- ur þegar það deyr og maður þakkar því samfylgdina. Bergýót S. Kristjánsdóttir. xtraStarka Beiskur brjóstsykur - einnig án sykurs gamla bæinn. Þar sjáum við hana fyrir okkur enn í dag. Eftir að við fluttumst í nýja hús- ið bárum við leikföng og hvers kyns dót fram og aftur milli bæjanna og mátti segja að við ættum heima á tveimur stöðum. Oft leituðum við til hennar ef á bjátaði, þá þurrkaði hún tár, gerði að smáum sárum og vermdi kaldar hendur. Hún var til- búin að taka þátt í svo mörgu, söng með okkur í rökkrinu, hjálpaði til að fela í feluleiknum og leikurinn að „hugsa sér hlut“ var sérstaklega vinsæll. Henni datt svo margt snið- ugt í hug til að láta okkur geta upp á og skemmti sér þá ekki síður en við. Og mikið var spennandi þegar hún fór á mótorhjólið 'með Obbu. Ekki vorum við heldur öll há í loftinu þegar við létum vekja okkur fyrir allar aldir á bolludagsmorgun til að fara upp i gamla bæ að flengja fólkið þar. Þessar ferðir voru ómiss- andi fyrir okkur krakkana og gilti þá einu að þó oft væri kalt að koma út og ekki laust við að sumir hlypu skjálfandi þennan stutta spöl á milli bæjanna. Þegar við höfðum svo vakið heimilisfólkið — sem eflaust þóttisf bara sofa — fór Magga á fætur, bakaði bollur og hitaði kakó handa okkur og vorum við þá fljót að gleyma kulda og hrolli. Þá eru jólin í gamla bænum sér- stök í minningunni. Hátíðleikinn við aftansönginn í útvarpinu, kertaljós- in á jólatrénu, fína bollastellið henn- ar Möggu sem við drukkum súkkul- aðið úr og leyndardómsfulli kassinn sem hún var búin að passa svo vandlega en dró þá fram og hafði að geyma alla pakkana. Þetta gleymist aldrei. Því miður var Magga ekki heilsu- hraust, sérstaklega var astmi henni þungur fylginautur um árabil. Við héldum stundum að hún væri að kafna er verst lét og oft varð hún að leggjast ásjúkrahús. Miklir erfið- leikar voru líka samfara veikindum manns hennar sem lést sumarið 1964. Og þungt varð henni að missa hann, en mjög var kært með þeim hjónum og enginn vafi að þau mátu hvort annað mikils í trú og kær- leika. Fyrir fáum árum sagði Magga að hún kviði ekki fyrir að fara, hún vissi að Loftur sinn tæki á móti sér. Móðir okkar, sem nú er ein orðin eftir af fullorðna fólkinu í gamla bænum, þakkar Möggu _svilkonu sinni samveru liðinna ára. Á kveðju- stund er okkur einnig efst í huga- þakkæti fyrir að hafa átt hana Möggu og fyrir að vita að henni fannst hún líka eiga svo mikið í okkur. Öllum ástvinum Möggu biðjum við blessunar og kveðjum hana með orðum sálmaskáldsins Valdimars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Systkinin frá Ásbjarnar- stöðuni. Skeifunni 13 Auðbrekku 3 Norðurtanga3 Reykjavík Kópavogi Akureyri (91) 68 74 99 (91)4 04 60 (96) 2 66 62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.