Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993. HANDKNATTLEIKUR Við reynum að halda markatölunni niðri - sagði Erla Rafnsdóttir, landsliðsþjálfari, um Evrópuleikinn gegn Rússum í Laugardalshöll íkvöld Guðný Gunnsteinsdóttir er fyrirliði mikið til með að mæða á henni í kvöld. FRJALSAR Chrístie og Gunnell best íslenska kvennalandshðsms og kemur Birgir hættur í landsliðinu BIRGIR Sigurðsson línu- maður úr Víkingi tilkynnti landsliðsþjálfurunum í gær að hann ætlaði ekki að taka þátt í undirbúningi liðsins og færi því ekki með til Finn- iands. Birgir sgaði í samtali r við 'Morgunblaðið að líklega væri hann alveg hættur í landsliðinu. „Álagið á löppina á mér er of mikið þegar ég æfi bæði með Víkingi og landsliðinu og það er ein ástæðan fyrir að ég hætti. Þetta er auðvitað stór ákvörðun, en svona verður þetta að vera,“ sagði Birgir. Einar Þorvarðarson, aðstoðar- landsliðsþjálfari, sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að Hálfdán Þórðarson úr FH kæmi inn í hópinn í stað Birgis en ekki væri enn búið að ákveða hver þeirra þrettán leikmanna sem æft hafa fyrir ferðina sæti heima. Landsliðið heldur til Finn- lands í fyrramálið og leikur fyrsta leikinn í nýstofnaðri Evr- ópukeppni landsliða á sunnudag- inn við Finna. Birglr Sigurðsson íÞfémR FOLK H JIM Holton, fyrrum miðvörður Manchester United, Coventry og Skotlands, andaðist á þriðjudag- inn. Holton, sem var 42 ára, fékk i hjártaslag í bifreið sinni. H ALAN Shearer hefur nánast lofað að skora fyrir England gegn Póllandi í HM-leiknum í næstu viku. Hann skoraði ekki fyrir Blackburn gegn Southampton í 1 deildarbikarnum í vikunni, en átti skot í slá. „Það er ekki alltaf hægt að setja punktinn yfir i-ið, en ég bæti fyrir það á miðvikudaginn,“ sagði miðheijinn. H NERY Pumpido, fyrrum landsliðsmarkvörður Argentínu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Pumpido, sem er 36 ára og fótbrotnaði í HM leiknum gegn Sovétríkjunum í úrslitakeppninni U43491990, ætlar að snúa sér að unglingaþjálfun og síðar stjórn- unarstörfum. H MICHAEL Jordan hefur verið helsta umræðuefnið hér í Banda- rikjunum síðan helsta körfuknatt- leiksstjarna heims tilkynnti í fyrra- dag að keppnisferl- , P . r inum væri lokið. Valgeirssyni Jafnvel hamsmálin í Bandarikjunum urðu að víkja í fjöl- miðlum, en ekki er aðeins litið á Jordan sem íþrótta- hetju heldur tákn fyrir allt sem gott er. H SCOTTIE Pippen, samheiji Jordans hjá Chicago Bulls, sagði að ákvörðun snillingsins snerti alla. „Þetta er eins og að missa náin vin eða fjölskyldumeðlim, en sem lið höfum yið misst þann einstakling, sem hefur verið helsta hvatning okkar.“ Golf um helgina Opið golfmól, Nescafé-mótið“ verður haldið hjá golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði laugar- daginn 9. október 1993. Keppnisfyrirkomu- lag er höggleikur með og án íorgjafar. Mótið er fjórða og næst síðasta mótið af fimm sem haldið er til styrktar A-sveit Keilis sem tekur þátt í Evrópukeppni fé- lagsliða. Skráning í golfskálanum ( s(ma 653360. BRESKU heims- og ólympíu- meistararnir Linford Christie og Sally Gunnell voru í gær kjörin bestu frjálsíþróttamenn Evrópu árið 1993. Þetta er ár- leg kosning hjá evrópska frjáls- íþróttasambandinu. Christie hlaut flest atkvæði en hann bætti heimsmeistaratitl- inum í safnið í Stuttgart í sumar þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi. í öðru sæti varð landi hans Colin Jackson sem setti heimsmet þegar hann sigraði í 110 metra grindahlaupi á HM í Stuttgart. í þriðja sæti varð stangastökkvarinn frá Úkraníu, Sergei Bubka. Gunnell varð heimsmeistari í 400 metra grindahlaupi í sumar og hún er einnig ólympíumeistari í grein- inni eins og Christie. í öðru sæti hjá konunum varð langstökkvarinn Heike Drechsler frá Þýskalandi. í gær var einnig tilkynnt um val á fijálsíþróttamanni ársins að mati lesenda tímaritsins Athletics Inter- national sem gefið er út í Bretlandi en er sent til áskrifenda í 45 lönd- um. Þar varð Gunnell einnig í fyrsta sæti en kínverska hlaupadrottning- in Wang Junxia varð önnur. Hún setti nýlega glæsileg heimsmet í 3 þúsund og 10 þúsund metra hlaupi. Lesendur völdu hlauparann Nou- ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tekur á móti rússneska landsliðinu um helg- ina í Evrópukeppninni og verð- ur fyrri leikurinn í Laugardals- höll kl. 20 i' kvöld. „Þetta verð- ur mjög erfitt, því við erum að fara að spila við sérstaklega gott lið,“ sagði Erla Rafnsdótt- ir, landsliðsþjáifari. „En það verður ekkert gefið og tak- markið er að reyna að halda markatölunni niðri með það í huga að komast áfram í úrslita- keppnina." ÆT Island er í riðli með Rússlandi, ítal- íu og Portúgal. Stúlkurnar hafa leikið einn leik í keppninni til þessa, unnu stöllur sínar frá Portúgal 16:11 í sumar. ítölsku stúlkurnar koma hingað og leika 17. nóvember reddine Morceli frá Alsír sem besta fijálsíþróttamanninn en hann setti heimsmet í 1.500 metra halupi á árinu og í síðasta mánuði bætti hann heimsmetið í míluhlaupi. Colin Jackson varð í öðru sæti, tékkneski spjótkastarinn Jan Zelezny varð þriðji og Linford Christie fjórði. en seinni leikurinn verður ytra 9. janúar og loks verður leikið gegn Portúgal 15. janúar. Rússland lék báða leikina gegn Ítalíu á útivelli í sumar og sigraði með miklum mun í báðum leikjun- um. Erla sagðist að öðru leyti ekk- ert vita um liðið, en á spólu frá leikj- unum mætti sjá að rússnesku stúlk- urnar væru erfiðar viðfangs. „Við spiluðum við rússneskt fé- lagslið í sumar og töpuðum þá með miklum mun,“ sagði Erla. „Það er víti til varnaðar og ennfremur er ljóst að við megum hvorki taka áhættu né reyna að fylgja hraða þeirra eftir heldur verðum við að leggja áhei-slu á að halda boltanum í sókninni, spila öruggt og mark- visst. í vörninni er aðalatriðið að þvælast fyrir og reyna að halda markatölunni niðri." „Margir sem sendu okkur at- kvæðaseðil tóku sérstaklega fram að þeir vildu ekki kjósa kínversku hlaupakonuna Wang og sumir sem kusu hana gátu þess að þeir væru ekki alveg vissir um hversu áreiðan- legt heimsmet hennar væri,“ sagði aðstoðarritstjóri tímaritisns. í Evrópukeppninni eru sjö riðlar og fara sigurvegararnir áfram, en liðin í öðru sæti leika um réttinn til að mæta í úrsiitakeppnina. Dregi^- verður um hvaða lið mætast og verð- ur síðan leikið heima og að heiman, en staka liðið fer beint í úrslita- keppnina. Erla sagði möguleikana á að ná öðru sæti í riðlinum raun- hæfa, en þess bæri að geta að ít- alska liðið hefði á dögunum fengið góðan liðsstyrk, þar sem þijár góðar handknattleiksstúlkur frá fyrrum Júgóslavíu hefðu öðlast ítalskan rík- isborgararétt. „Við eigum að sigra Portúgai hérna heima og því erum við í baráttu við Ítalíu um áfram- haldandi keppni. Markatalan getur skipt máli og þess vegna er mikil- vægt að ná sem hagstæðustu úrslit- um gegn Rússum. Þetta verður erf^-^ itt, en við reynum okkar besta." íttémR FOLK H ÍSLENSK landsliðskonurnar, sem tryggðu íslandi Norðurlanda- meistaratitilinn 1964, verða sérstak- ir heiðursgestir áleiknum í Laugar- daishöll í kvöld. 4| H ALLIR, sem hafa greitt_ heim- senda happdrættismiða HSÍ geta sýnt miðana við innganginn og þurfa ekki að greiða aðgangseyri. H UNDIRB ÚNING UR fyrir Evr- ópukeppnina hófst í janúar 1992 og síðan hefur liðið leikið 12 landsleiki. H STÚLKURNAR hafa þrisvar verið styrkleikaprófaðar sfðan í ág- úst í fyrra og hafa verið settar viðm- iðunarkröfur um líkamsástand leik- manna landsliðsins. H ATLI EðvaJdsson hefur verið í viðræðum við HK um að taka við þjálfun 2. deildar liðsins í knatt- spyrnu. KNATTSPYRNA ÞjáEfár lan Ross ECefEvíkinga? lan Ross Forráðamenn 1. deildar liðs ÍBK í knattspyrnu fóru til Englands í gær og meðan á dvöl þeirra stendur koma þeir til með að ræða við Ian Ross um að hann taki við þjálfarastöðu liðsins. Ross, sem þjálfaði Valsmenn og KR-inga með góðum árangri fyrir nokkrum árum, var á íslandi á dögunum og sagðist þá vera tilbúinn að koma aftur og þjálfa. Hann ræddi lauslega við talsmenn nokkurra félaga og m.a. Keflvík- mga, en engar ákvarðanir voni teknar. Ross sagði við Morgunblaðið í gær að það gæti verið áhugavert að taka við Keflavíkurliðinu, en of snemmt væri að segja til um hvort af yrði þar sem alvarlegar viðræður hefðu ekki enn átt sér stað. „Þar til annað kemur í ljós nýt ég þess að vera til og það eina sem ég get staðfest varðandi mig og íþróttimar er að mér hef- ur farið fram í golfi.“ H HJÁ veðbönkum í Las Vegas voru möguleikar Chicago á að veija titilinn taldir vera tveir á móti ein- um, en eftir að Jordan hætti hefur liðið heldur fallið í áliti; möguleikar þess eru nú taldri 25 á móti einum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.