Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Fá kvóta fyrir slæm- ar fréttir Peking. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld hafa ákveðið að losa um takið á fjöl- miðium. Fá þau leyfi til að flytja svokallaðar neikvæðar fréttir samkvæmt sérstökum kvóta. Samkvæmt nýja ritfrelsiskvótan- um verður kínverskum fjölmiðlum heimilt næstu þijá mánuðina að flytja „slæm“ tíðindi, að sögn Xin- /ma-fréttastofunnar. Um 100 blaða- og fréttamenn frá Dagblaði alþýðunnar, Xinhua, ríkis- sjónvarpinu og öðrum fjölmiðlum hafa fengið það verkefni næstu þrjá mánuðina að færa þjóðinni fregnir af alls kyns umhverfisvanda í Kína. Kínverskir fjölmiðlar hafa sætt strangri ritskoðun og hefur bann legið við svokölluðum neikvæðum fréttum sem taldar eru geta komið óorði á Kommúnistaflokkinn eða rík- isstjórnina. Þrátt fyrir hið nýja frásagnar- frelsi fylgir þó sá böggull skammrifi að blaðamönnunum er uppálagt að vera jákvæðir í umfjölluninni. Reuter. Major og Thatcher ÞAÐ VAKTI athygli að Major heilsaði ekki Thatcher með kossi er þau hittust á flokksþingi íhaldsflokks- ins í Blackpool í gær. Þó virtist fara ágætlega á með þeim og sést Thatcher hér taka utan um hönd Majors. Leiðtogar mætast á flokksþingi breska íhaldsflokksins í Blackpool Major þótti fá innilegri móttökur en Thatcher Blackpool. Reuter. FULLTRÚAR á þingi breska íhaldsflokksins í Blackpool fögn- uðu Margaret Thatcher ákaft er hún mætti á þingið í gærmorg- un. Fimm þúsund þingfulltrúar stóðu upp og klöppuðu í tvær mínútur og hrópuðu „Maggie, Maggie“ og „ræða, ræða“ er hin bláklædda ,járnfrú“ gekk brosandi inn salinn. Móttökurn- ar þóttu hins vegar ekki jafn yfirþyrmandi og hún fékk á flokksþinginu í fyrra. Væntanlegar endurminningar Thatcher hafa verið mikið til umræðu á þinginu, ekki síst vegna birt- inga blaðsins Daily Mirror á meintum tilvitnunum í þær, þar sem lítið er gert úr hæfileikum Johns Majors forsætisráðherra. Major fékk einnig góður móttökur Major forvera sínum með kossi. er hann gekk inn í salinn hálfri klukkustund á eftir Thatcher og þóttu þær töluvert hlýlegri en þær sem hún fékk. Nokkur spenna ríkti um hvernig Major og Thatcher myndu heilsast en í fyrra heilsaði Vakti það athygli að nú tókust þau einungis í hendur og skiptust á nokkrum vinalegum orðum. Áhersla á samstöðu Flestir helstu leiðtoga íhalds- flokksins hafa lagt gífurlega áherslu á samstöðu með Major á þinginu og nauðsýn þess að flokksmenn standi saman. í gær var röðin komin að Kenneth Ciarke fjármálaráðherra, sem af mörgum er talin líklegasti eftirmaður Majors, hrökklist hann úr embætti. Er talið að hann hafi ekki síst beint orðum sínum að Thatcher er hann sagði: „Allir óvinir Johns Majors eru óvinir mínir. Óvinij Maj- ors eru þar að auki ekki vinir íhalds- flokksins. Því skulum við standa á bak við forsætisráðherrann og leyfa honum að leiða okkur til bjartari framtíðar." Meira að segja Norman Lamont, fyrrum fjármálaráðherra, tók upp Spenna í Bihac vegna innbyrðis átaka múslima Bihac, Belgrad, Lúxemborg. Reuter. SPENNA ríkti í vesturhluta Bosníu, Bihac-héraðinu, í gær og tilraunir til að koma á vopnahléssamningum milli stríð- andi fylkinga múslima tókust ekki. Þá áttu sér stað skotbar- dagar í höfuðborginni Sarajevo og skutu serbneskar leyni- skyttur m.a. á franska friðargæsluliða sem svöruðu fyrir sig með þungavopnum. Bardagar hafa aukist í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu eftir að Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) framlengdu um- boð sitt til friðargæslu í Bosníu, Króatíu og Makedóníu um sex mán- uði. Múslimar í Bihac-héraði hafa lýst yfir sjálfstæði frá Bosníu og sagði bosníska útvarpið í gær að 15 manns hefðu látist og 45 særst í átökum múslima undanfarin sólar- hring. Þar börðust stuðningsmenn uppreisnarleiðtogans Fikret Abdic og stjórnarhermenn. Atti yfirmaður friðargæslusveita SÞ fund með báð- um deiluaðilum í gær til að reyna að stöðva átökin. Utanríkisráðherra „Júgóslavíu", Serbíu og Svartfjallalands, Vladislav Jovanovic, sagði í vikunni að end- urnýjað umboð SÞ minnkaði líkurnar á því að friður kæmist á í Bosníu, þar sem fleiri skilyrði væru nú fyrir því að viðskiptabanni á landið yrði aflétt. Þá hafa Serbar í Krajina-hér- aði í Króatíu mótmælt harðlega áframhaldandi veru friðargæslu- sveita SÞ og segja að þar með sé verið að taka afstöðu með Króötum gegn Serbum. hanskann fyrir Major en hann hefur verið gagnrýninn í garð forsætisráð- herrans eftir að honum var vikið úr embætti fyrr á árinu. Töldu margir jafnvel hugsaniegt um tíma að Lam- ont byði sig fram gegn Major. „íhaldsflokkurinn verður að vinna næstu kosningar. Það er meginverk- efni okkar. Ég er í engum vafa um það að John Major geti leitt okkur til sigurs,“ sagði Lamont hins vegar í gær. Flokkurinn til hægri? Sumir fréttaskýrendur hafa túlkað fyrstu tvo daga flokksþingsins sem svo að John Major hyggist færa flokkinn til hægri til að koma til móts við Thatcher og skoðanabræður hennar og reyna þannig að sameina flokkinn. Þessu til sönnunar benda menn á þá hörðu stefnu í löggæslumálum sem Michael Howard inannríkisráð- herra kynnti á miðvikudag og boðað- ar aðgerðir Peter Lilley félagsmála- ráðherra gegn þeim einstaklingum sem nýta sér velferðarkerfið í auðg- unarskyni. Þá hefur grein er Major ritaði um Evrópuhugsjón sína í tímaritið Ec- onomist fyrir tveimur vikum hlotið góðar undirtektir í flokknum. „Ég veit ekki um neinn íhaldsmann sem gæti ekki stutt þessa stefnu," sagði til dæmis Michael Portillo, fjárlaga- ráðherra sem nú er helsta átrúnaðar- goð hægrimanna í flokknum í ríkis- stjóminni. Það eina sem benti til annars en hægrisveiflu á þinginu var ræða fjár- málaráðherrans Clarke en hann gaf í skyn að skattahækkanir yrðu lagð- ar til í næsta fjárlagafrumvarpi. Innanlandslína Flugleida Farpantanir og saía farmiða í innanlandsflugi. Upplýsingar um ferðargjöld og ferðir innanlands. Opið alla daga frá kl. 08.00 - 18.00. FLUGLEIDIR W0 Rættum aðgang að Jerúsalem ; YITZHAK Rabin, forsætisráð- . herra ísraels, og Yasser Ara- fat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestíunu, samþykktu á mið- vikudag að ræða aðgang Pal- estínumanna að Jerúsalem en strangar reglur um hann hafa gilt síðustu sjö mánuði. Samn- ingaviðræður um stöðu Jerúsal- em verða hins vegar látnar bíða síðari tíma. Hermálafull- trúar reknir PÓLVERJAR vísuðu hermála- fulltrúa rússneska sendiráðsins í Varsjá, Vladímír Lomakín, úr landi í síðustu viku vegna njósna. Svöruðu Rússar fyrir sig í fyrradag með því að reka Roman Hormoza, pólska her- málafulltrúann í Moskvu, heim. Ræða um mörk milli Færeyja og- Hjaltlands FULLTRÚAR Færeyinga og Dana annars vegar og Breta hins vegar hófu á miðvikudag viðræður sem vonast er til að skili árangri í deilu ríkjanna um mörk lögsögunnar milli Fær- eyja og Hjaltlands. Deilan hefur tafið olíuleit á þessum slóðum. Færeyingar vilja að svonefnd miðlína gildi en Bretar eru því andvígir, segja slík mörk færa Færeyingum yfirráðasvæði sem sé í engu samræmi við stærð landsins. Rússnesk kosning HAYDAR Aliyev, fyrrum full- trúi í stjórnmálaráði Sovétríkj- anna og leyniþjónustumaður, vann öruggan sigur í forseta- kosningum í Azerbajdzhan, sem fram fóru 'á sunnudag en úrslit voru fyrst birt í á mið- vikudag. Aliyev hlaut 98,8% atkvæða. Kjörsókn var 96%. Handtökur í Flórída FJÓRIR táningspiltar hafa ver- ið handteknir á Flórída vegna morðs á breskum ferðamanni, Gary Colley, 14. september. Er 13 ára piltur þeirra yngstur. Spara orku í Ukraínu STJÓRNVÖLD í Úkraínu hafa skipað fólki og fyrirtækjum að spara gas og raforku til þess að koma í veg fyrir neyðar- ástand í vetur vegna fyrirsjáan- legs orkuskorts. Rússar hafa dregið úr gas- og olíusölu til Úkraínu og óvissa ríkir um framtíð þeirra viðskipta. Tengsl há- spennu og krabbameins? VERIÐ getur að börn sem búa innan 50 metra frá háspennu- línum eigi frekar á hættu að fá krabbamein en önnur börn. Þetta kemur fram í grein sem birtist í læknaritinu Brítish Medical Journal í dag. Orsökin er talið vera segulsvið í kring- um raflínurnar, sein er öflugra en venja er. Greinin er byggð á rannsóknum í Danmörku og Finnlandi. Tekið er fram í greininni að ekki sé þó um meiriháttar heilsufarsvanda að ræða. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.