Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 21 Reuter Kommúnistar líta eftir Lenín HÓPUR kommúnista safnaðist saman við grafhýsi Leníns í fyrrakvöld er fregnir bárust af því að heið- ursvörðurinn sem gætt hefur grafhýsisins, hefði verið aflagður. Rússnesk alþýða flykk- ist að grafhýsi Leníns Moskvu. Reuter. FJÖLDI Rússa flykktist í gær að grafhýsi Leníns vegna frétta um að heiðursvörður við það hefði verið lagður af. Vildu Moskvubúar grípa tækifærið og berja smurðling Leníns augum, hinsta sinrii, að því er sumir telja. Ekki voru allir jafnhrifnir af þeirri ákvörðun að leggja heiðursvörðinn af við grafhýsið. Anatólíj Alex- androv, 58 ára verkfræðingur, var einn þeirra sem stóðu í röðinni að kistu Leníns. Hann sagðist aldrei hafa séð smurt _lík, Leníns, lík væri jú aðeins lík. „Ég kom vegna þess að það lítur út fyrir að stjórnvöld ætli að losa sig við það. Lík Leníns hefur sögulegt gildi þrátt fyrir allt.“ Mjög hefur dregið úr aðsókn að grafhýsi Leníns á síðustu tveimur árum, eftir fall Sovétríkjanna. Það var um áratuga skeið einn mesti helgidómur Sovétríkjanna og árlega sóttu milljónir manna grafhýsið. Allt frá árinu 1991 hafa rússneskir vald- hafar vandræðast með hvað eigi að gera við grafhýsið og nálægar grafir kommúnískra hetja en meðal þeirra sem hvíla við Rauða torgið er banda- ríski rithöfundurinn John Reed. Margir telja líklegt að h'k Leníns verði flutt til St. Pétursborgar þar sem hann verði grafinn við hlið móð- ur sinnar, eins og borgarstjórinn í St. Pétursborg hefur lagt til. Einnig eru uppi getgátur um framtið Lenín- safnsins sem var lokað af tæknileg- um orsökum í gær. Akveðið hefur verið að safnhúsið verði aðsetur borgarráðs Moskvu en Júrí Luzhkov borgarstjóri hefur ábyrgst að safn- munirnir verði varðveittir. Hvar það verður er hins vegar með öllu óvíst. Upplýsingamálaráðherra Rússlands Fjölmiðlar beiti „innri ritskoðun“ Moskvu. The Daily Telegraph. RITSKOÐUN var tekin upp í Rússlandi í fyrsta sinn á þriðju- dag frá því að Míkhaíl Gorbatsjov kom á umbótum í þeim efn- um undir lok síðasta áratugar. A mánudag höfðu stjórnvöld bannað nokkur málgögn andstæðinga sinna úr röðum harðlínu- manna, þ. á m. dagblaðið Prövdu. Borís Jeltsín forseti nam ritskoðunarfyrirmælin úr gildi seint á miðvikudag og viður- kenndi að um mistök hefði verið að ræða en sum blaðanna komu út þann daginn með hvítum skellum þar sem þau neituðu að gera þær breytingar á fréttunum sem ritskoðunin hafði krafist. Jeltsín reyndi að draga úr ótta fólks við að þessar tilskipanir hefðu verið fyrstu skrefin í átt til nýs einræðis, sagði að aldrei hefði verið ætlunin að setja á laggirnar „hugsanalögreglu" eins og lýst er í frægri sögu George Orwells, 1984. Talsmað- ur forsetans, Vjatesjlav Kostíkov, bætti um betur. „Hvergi i þeim þrem tilskipunum sem kveða á um neyðarástand er minnst á rit- skoðun,“ sagði í yfirlýsingu hans. Tortryggnin jókst þó fremur en hitt er Vladímír Sjúmeiko, nýskipaður upplýsingamálaráð- herra, sagðist vilja að blaðamenn létu „innri ritskoðun“ stjórna skrifum sínum. Orðaval Sjúmei- kos er hann ræddi við starfsmenn ráðuneytisins, þótti minna á tíma Leoníds Brezhnevs, Sjúmeiko sagði að eitt helsta hlutverk fjöl- miðla væri að hjálpa til við að skapa nýja hugmyndafræði. „Hugmyndafræði lýðræðislegrar endurfæðingar Rússlands verður að byggjast á föðurlandsást, á gríðarlegum möguleikum lands- ins, á anda þess og menningu", sagði hann. Leiðbeiningar Sjúmeikos í hugmyndafræðinni tryggja varla að fjölmiðlun verði hlutlæg og sanngjörn fyrir kosningarnar sem boðað hefur verið til í desem- ber. Þess má geta að sjónvarps- og útvarpsstöðvar ríkisins hafa stutt Jeltsín afdráttarlaust í deil- unum við harðlínumenn. Ritskoð- urum tókst að hindra að birt væri í Rússlandi lýsing blaðs, sem styður að jafnaði Jeltsín, á ástandinu í Kreml meðan barist var við harðlínumenn. Blaðamað- urinn sagði að Jeltsín hefði virst lamaður og algert stjórnleysi hefði ríkt fyrst í stað; frásögnin birtist í Morgunblaðinu í gær. Varað við lagabrotum Sjúmeiko sagði að bein rit- skoðun af hálfu stjórnvalda væri „ekki eingöngu mannréttinda- brot, hún rýrir einnig álit stjórn- valda“. Hann sagði að ritskoðar- arnir, sem hlutu starfsþjálfun sína á sovétskeiðinu, myndu hætta að skipta sér af blöðunum. Hins vegar yrðu fjölmiðlar að taka afleiðingunum ef þeir brytu gildandi lög sem banna m.a. að hvatt sé til stjórnarbyltingar, að röngum upplýsingum sé vísvit- andi komið á framfæri og kynt sé undir kynþáttadeilum. Bókmenntaverðlaun Nóbels ______________________ / Toni Morrison varð fyrir valinu Stokkhólmi. Reuter. TILKYNNT var í gær í Stokk- hólmi að bandaríska skáld- konan Toni Morrison hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Eins og svo oft áður kem- ur val sænsku akademíunnar á óvart en nafn Morrison var ekki á meðal þeirra sem þóttu líklegustu verðlaunahafarnir. Morrison er blökkukona, virt- ur og víðlesinn höfundur vestanhafs. Hún hefur skrif- að sex skáldsögur, þar af hefur ein komið út á íslensku „Ástkær" (Beloved). Morri- son, sem er 62 ára, hefur um árabil kennt við bandaríska háskóla og er prófessor í húmanískum fræðum við Princeton-háskóla. I umsögn sænsku akademíunnar segir að verk Morrison séu óvenju- lega vel samin og að hún hafi fullkomið vald á frásögn- inni. Dragi skáldkonan upp raunsanna mynd af svertingj- um, viðhorfum þeirra og lífi. Toni Morrison er áttunda konan sem hlýtur Nóbelsverðlaun í bók- menntum. Hún er dóttir verka- manns, fædd Chloe Anthony Wof- ford. Morrison hlaut Pulitzer-verð- launin árið 1988 fyrir „Ástkæra“, sem Úlfur Hjörvar íslenskaði. „Ástkær“ segir sögu strokuþræls í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Þekktust er Morrison þó fyrir Reuter Verðlaunahafi BANDARÍSKA skáldkonan Toni Morrison hlýtur bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. bók sína „Song of Solomon" (Söngur Salómons) sem út kom 1978. í umsögn akademíunnar er frá- sagnartækni Morrison sögð breyti- leg frá einni bók til annarrar en sagt að rætur hennar liggi í verk- um Suðurríkjamanna á borð við William Faulkner, sem hlaut Nó- belsverðlaunin árið 1949. RENAULT -fer á kostum IMOKKRIR RENAULT BÍLAR ÁRGERÐ 1993 ..<£ veiði Þú sparar allt aó kr. 200.000,- TEGUND 2 stk. Clio RN, 3 dyra > 3 stk. Clio S, 3 dyra 2 stk. Clio RT, 5 dyra 2 stk. Clio RT, 5 dyra, sjdlfskiptir 3 stk. Renault 19 RT, sjálfskiptir 3 stk. Renault 19 RTi Vetrarbónus á öllum Renault bílum í október: 4 vetrardekk í skottið Bílaumboðið hf. Krókhálsl 1,110 Reykjavík, síml 686633 VERÐ A ÁRGERÐ 1993 VERÐ A ÁRGERÐ 1994 869.000,- 995.000,- l.019.000,- 1.049.000,- 1.350.000,- 1.345.000,- 969.000,- 1.099.000,- 1.119.000,- 1.169.000,- 1.495.000,- 1.545.000,- ‘ Innifalið í verði er málpnlitur, skráning og ryövörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.