Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Vígröllur lífsins _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur - Borg- arlcikhúsi ELÍN HELENA Höfundur: Arni Ibsen Hljóðmynd: Hilmar Orn Hilm- arsson Leikmynd og búningar: Guð- rún S. Haraldsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Leikstjórn: Ingunn Asdísar- dóttir Sagan - því hér er á ferðinni leik- rit sem segir sögu - hefst á því að Elín Helena, kona um þrítugt, er að pakka niður í ferðatösku, vegna þess að hún er á leið til Bandaríkjanna til að halda fyrir- lestra Á ráðstefnum. Eða hvað? Það er ljóst á viðbrögðum móð- ur hennar, Elínar, við ferðinni, að eitthvað fleira hangir á spýt- unni. Hún reynir með ráðum og dáðum að fá Elínu Helenu ofan nfu..; •;____- pv: i’j lUnast pessa xero a bend- ur; beitir þögn, reiði, ásökunum, sjálfsmeðaumkun - reynir að ala á sektarkennd Elínar Helenu - án þess að segja hvers vegna. Ástæðan er sú að í Bandaríkjun- um liggur fjölskyldusaga Elínar Helenu; lykillinn að uppruna hennar og örlögum og móðirin veit að tilgangurinn með ferðinni er að rekja í sundur þræðina; fá svör við óleystum gátum og svar- lausum spurningum. 0g þegar þræðirnir rakna í sundur, kemur í ljós harður og sár Ijölskylduharmleikur - þar sem allir hafa lifað samkvæmt bestu getu - en það var ekki nóg og þeir fjóru einstaklingar sem sagan snýst um, liggja sárir og blóðugir á vígvelli lífsins - með eina veika ljóstýru sem flöktir í rökkrinu; Elínu Helenu. „Elín Helena" er einstaklega vel skrifað leikrit. Söguþráðurinn er áhugaverður og framvinda sögunnar mjög spennandi. Bygg- ing verksins er markviss, samtöl nákvæm og persónurnar óhemju vel skrifaðar, dregnar skýrum dráttum, þótt þær séu margflókn- ar í öllum sínum feluleik. Samtöl eru vel skrifuð, sem og eintölin - sem eru mjög dramatísk án þess að verða upphafin. í þessu verki er hold og blóð - það er fullkom- lega mennskt. Það er enginn vafi á því lengur að Árni Ibsen er nú þegar meðal okkar allra, ailra fremstu leikritahöfunda fyrr og síðar. Og í uppsetningunni er engin miskunn; hver og ein persóna hefur sínar sterku forsendur; hin unga og vel lukkaða Elín Helena sem leitar sannleikans um upp- runa síns og finnur allt annað en væntingar hennar stóðu til, móðirin Elín sem flýr í þögnina, móðursystirin Helena - sem ein- angrar sig í Bandaríkjunum og faðirinn Rikki, sem flýr inn á stofnun. Þau þijú síðastnefndu draga sig inn í heim þagnar og sambandsleysis sem stjórnast af tilfinningunum sársauka, reiði, skömm, sektarkennd og hefnd - og halda áfram að tóra meðal lif- enda vegna þess að þau kunna hreint ekkert annað. Þessar til- fmningar eru mjög naktar á svið- inu og leikurinn er óaðfinnanleg- ur. Sigrún Edda Björnsdóttir leik- ur Elínu Helenu og kemur svo undui'vel til skila breytingunni sem á henni verður frá því hún er hörð sökum fáfræði - óþolin- móð og miskunarlaus við móður- ina - yfir í hamingjuna sem hún upplifir þegar hún stendur á þrö- skuldi fortíðarinnar og til þess sársauka on annilfftmgy finnur þegar ferðinni lýkur. Sig- rún Edda þróar persónuna hárf- ínt, stig af stigi og þótt maður spyiji aftur og aftur hvers vegna hún sé að grufla í þessari löngu liðnu tíð, er óhjákvæmilegt annað en standa: með henni - því án forsögu sinnar og skilnings á henni, getur hún ekki orðið heil; sama hversu sár, ógeðfelld og miskunarlaus sem sú forsaga kann að reynast. í hlutverki móðurinnar, Elínar, er Margrét Helga Jóhannsdóttir. Loksins! Loksins fáum við leik- húsgestir að sjá þessa afburða- leikkonu aftur í hlutverki sem henni sæmir. Fyrir utan Sigrúnu Ástrósu man ég ekki eftir að hafa verið sátt við þau hlutverk sem Margrét Helga hefur leikið á undanförnum árum og hefur fundist hæfileikum hennar frekjulega sóað. En ekki hér. Elín er hrædd kona og ótti hennar kemur fram í þögn, reiði og ásök- unum. Þegar svo sannleikurinn kemur í Ijós hellist þessi ótti út í bræði, síðan örvæntingu og upp- gjöf; hennar ferð lýkur engu síður en ferð Elínar Helenu. Margrét Helga lék á alla þessa tilfínninga- strengi af ótrúlegri nákvæmni í svipbrigðum, látbragði og radd- beitingu. Það er í senn ógnvekj- andi og heillandi að horfa á svona vinnu í leikhúsi; eins og einhver strengur í hjartanu muni bresta ef stigið verður eitt skref í viðbót - svo er það skref stigið... og maður fer ósjálfrátt að leita að njóla til að grípa í. Hanna María Karlsdóttir er móðursystirin Helena, stillt kona og hlýleg sem hefur orðið þvílíkur örlagavaldur - án þess að hafa í Sigrún Edda Sjörnsdóttir í hlut- verki Elínar Helenu rauninni meint neitt illt - að hún hefur sætt sig við að vera svipt tjáningafrelsi. Hún litar yfir sárin með blíðlegum tónum og það er hún sem á ailt að vinna að sann- leikurinn komi í ljós. Enda er hún fús til að leggja sitt af mörkum en eins og sagði í öðru góðu leikriti sem ég sá á dögunum, „það er þannig hér, að sá sem vinnur, tapar.“ Hanna María skil- ar þessari persónu svo ljóslifandi; hún virkar fyrst*svona ósköp pen og til baka ameríkaníseruð kona en í pottinum, undir blíðulokinu, er reið og bitur manneskja, sem leggur sitt af mörkum til að ná fram hefndum. Hún telur það sinn hag að sannleikurinn komi í ljós. Ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni áður séð Hönnu Maríu í hlut- verki þar sem hún fær að leika á svo marga tilfinningastrengi - en það gerir hún svo sannarlega með „bravör“ og mikilli ná- kvæmni. Þótt Hanna María hafi hingað til að mestu verið í söng- og gamanleikjahlutverkum, er ljóst að hún er mikil „karakter" leikkona og ég vona að við fáum að sjá hana meira í því ljósi héð- an í frá en hingað til. Þorsteinn Gunnarsson leikur föðurinn, Rikka. Hann er lengi vel óljós minning í huga Elínar Helenu, bitur reynsla í munni móðurinnar og draumkennd frá- sögn hjá Helenu. Hann er eins og skuggi sem líður um leiksvið þessara þriggja kvenna og ég var farin að hafa áhyggjur af því að hann yrði brotalöm í verkinu - bara skuggi af persónu. En viti menn, hann líkamnaðist svo um munaði - flúinn á vald minnisleys- is; of veikburða í sálinni til að horfast í augu við allan þann sársauka sem mætti honum í líf- inu; of óttaslegin manneskja til að viðurkenna misgjörðir sínar - of andlega fatlaður fyrir þessa tilveru til að geta gengið upjirétt- ur á tveimur jafnlöngum. Áföllin hefur hann notað til að draga sig í hlé frá lífinu og inn á stofnun. Þorsteinn átti glæsilegan leik í hlutverki þessa manns sem hefur komið varnarkerfi sínu fyrir í lík- amanum og tjáningin verður því bæði heft og stjórnlaus í senn; það er ekkert eðlilegt við hann, óttinn hefur heltekið hann og hvert andartak í lífi þessa rnanns komst til skila í meðförum Þor- steins - hvort heldur sem var í svipbrigðum, hreyfingu eða textameðferð. Það er enginn óþarfur eða falskur tónn í þessari sýningu og er „hljóðmyndin" fullkomlega í samræmi við það; í upphafi ' óþreyjufull, með ógnandi undir- takti, á köflum nánast upphafin, trúarleg stef í samræmi við leitina að sannleikanum og svo ógnandi sítónn inn á milli. Þó var hljóð- ....-1‘ * : x.... s:* * , niyiiaxxmi ctiurei uuuiu upp a verk- ið; hún var tempruð og nákvæm og kom einkar vel við þær tilfinn- ingar sem verið var að leika á hverju sinni. Leikmyndin er geysilega vel unnin og lýsingin á móti sömu- leiðis: Umhverfið er þokukenndur blár og grár heimur; á mótum ljóss og skugga, á mótum draums og veruleika, í „tíbránni" á mót- um jarðar og himins, lífs og dauða. Leiksviðið sjálft er vega- mót; þaðan liggur leiðin til allra átta - leiðin að sjálfum sér, öðrum og lífinu. Búningarnir eru mjög vel unnir og undirstrika einkenni hverrar persónu af stakri ná- kvæmni, hvort heldur er í litavali eða sniði. „Elín Helena“ er án efa „stóra tækifærið" fyrir leikstjórann, Ingunni Ásdísardóttur og það er full ástæða til að óska henni til hamingju með að hafa staðist allar þær kröfur sem til hennar eru get'ðar. Hún vinnur einstak- lega vel með táknin í verkinu, hvort heldui’ sem er í texta eða ytri mynd þess. Hreyfingin í sýn- ingunni er vansalaus og staðsetn- ingar leikaranna hvetju sinni mjög vel hugsaðar; þótt áhorfend- ur sitji allt um kring og inni í leikmyndinni, virðst leikararnir alltaf srlúa að þeim öllum. Það er ekki heldur neinn dauður punktur í túlkun þeirra - því pet'- sónurnar bregðast hver við ann- arri þótt þær standi utan við at- burðarásina eða samtölin sem eiga sér stað hvetju sinni. Það er öllum sómi að sýningunni á „Elínu Helenu.“ Þótt sagan sé einstök, er þemað sammannlegt; sjálfsleitin og hversu misjafnlega við erum í stakk búin til að tak- ast þá ferð á hendur. Ókeypis sögustund verður í evr- ópskum leikhúsum á sunnudag- inn. Sögu- stundí Þjóðleik- iiuöillU Næstkomandi sunnudag, 10. október, verður sögustund fyrir • börn í leikhúsum víðsvegar í Evrópu og hér á landi býður Þjóðleikhúsið íslenskum börnum upp á ókeypis sögustund þennan dag á Smíða- verkstæði. I fréttatilkynningu segir: Þetta er býsna óvenjuleg uppákoma vegna þess að tæplega 200 leikhús í Evrópu hafa tekið sig saman um þetta átak og verða öll með sömu dagskrá á þessum degi. Megin til- gangurinn er vitaskuld sá að gefa börnum kost á að hlusta á góða og vel sagða sögu, sem jafnframt vek- ur til umhugsunar. Sagan sem börnin fá að heyra af leiksviðinu er sérstaklega samin fyrir þennan dag og er eftir mikils- metinn hollenskan barnabókahöf- und, Annie M. G. Schmidt að nafni, en hún hefur m.a. hlotið hin virtu H.C. Andersen-verðlaun. Sagan heitir því undarlega nafni „Ungfrú Gamalgeit" og lýsir kátlegum sam- skiptum gamallar og vægast sagt sérkennilegrar konu við borgar-. stjóra sinn. Sagan er einkar hagan- lega gerð; tekst höfundi að koma ótrúlega víða við og hreyfa við fjöl- mörgu sem vert er að íhuga frekar með börnunum. Ætlunin er að flytja dagskrána alls fjórum sinnum, þ.e. kl. 14, 15, 16 og 17. Leikararnir Anna Kristín Arngrímsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Tinna Gunnlaugsdóttir og Flosi Olafsson segja söguna. í fyrsta skipti sem sagan verður flutt, kl. 14, verður hún jafnframt túlkuð á táknmáli fyrir þau börn sem þess þurfa með. Hver flutningur tekur u.þ.b. 40 mínútur. Sérstök athygli er vakin á því að aðgangur er ókeypis og öllum heimill. RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFT __NOV/EIMCO ÞAK¥IFPJR OG HUÁSLáSARAR Staðlaðar einingar hitablásara frá Novenco til loftræsingar og lofthitunar í íbúðarhús, skemmur, bílskúra, veitingahús og verkstæði. Höfum einnig þakblásara og þakhettur fyrir skemmur, skrifstofubyggingar, verkstæði o.fl. Novenco er dönsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsibúnaði og hitablásurum. RAFVÉLAVERKSTÆÐI FÁLKANS HÖFÐABAKKA 9 • SÍMI: 91-685518 Mótorvindingar, dæluviðgerðir og allar almennar rafvélaviðgerðir. Pekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 51 74 Hugur og* hönd RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RÁFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS SÆNSKUR tónlistarkennari og geðlæknir, Áke Lunde- berg, hefur undanfarið leið- beint kennurum Tónskóla Sig- ursveins á námskeiði. Námskeiðið felst í því að sýna tónlistarkennurum hvernig sam- hæfa megi einbeitni hugans og líkamshreyfingar svo öll orka þess sem leikur eða syngur beinist að því að tjá innihald tónlistarinnar. Áke Lundeberg sækir hug- myndir sínar til endurreisnar- tímans. „Góður tónlistarflutningur veltur á samræmi milli þess sem við gerum og hins sem kemur yfir okkur þegar við leikum og syngj- um. Líkami og sál þurfa að verða eitt annars myndast vöðvaspenna og stífni sem skapar neikvæða til- finningu og kemur í veg fyrir að tónlistarmaðurinn geri sitt besta. Allir listamenn finna þegar vel gengur en gera sér ekki alltaf grein fyrir af hveiju. Þeir finna að allt gengur upp og þeir vekja óskipta hrifningu og vellíðan.“ Áke Lundeberg hefur ferðast víða um lönd og haldið námskeið fyrir tónlistarmenn og tónlistar- kennara. Hann hefur m.a. ieið- beint hljóðfæraleikurum í Sinf- óníuhljómsveit íslands. Viðfangs- efni hans er að hjálpa til að forð- ast ótta og kvíða sem oft gerh' vart við sig hjá tónlistarnemum. Á námskeiðinu hélt Áke Lundeberg fyrirlestra og vann með kennurum og nemendum og stjórnaði um- ræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.