Morgunblaðið - 08.10.1993, Page 23

Morgunblaðið - 08.10.1993, Page 23
4J |f||V19*f*q>*ö-r ■« MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 Töf fram í febrúar Reikningar fyrir yfirvinnu dóm- ara voru svo sendir til fjármála- ráðuneytisins frá og með septem- ber 1992. Þar er um 40 yfirvinnu- tíma á mánuði að ræða í tíu mán- uði á ári. Launahækkunin er um hundrað þúsund krónur á mánuði. Reikningarnir voru ekki greiddir fyrr en í febrúar. Skýringin er sú að sögn fjármálaráðherra að fjár- málaráðuneytið vildi ekki borga fyrr en uppáskrift kæmi frá þeim ráðherra sem æðsta stjórn ríkisins heyrir undir samkvæmt fjárlögum, þ.e.a.s forsætisráðherra. Þegar greiðslurnar hófust í febrúar var greitt aftur í tímann. Fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að á næstunni yrði aflað heimildar í fjáraukalögum fyrir þessum greiðslum. 0g samkvæmt nýfram- lögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 hækkar fjárveiting vegna Hæstaréttar. úr 29,2 milljónum króna í 41,2 milljónir. „Ákveðið var á þessu ári að samræma laun hæstaréttardómara launum ann- arra dómara í dómskerfinu og er hækkunin komin til vegna þess,“ segir þar. Þess má geta að sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa héraðsdómarar fengið aukavinnugreiðslur sem jafngilda 25 tímum á mánuði, eða 25% af fastalaunum. Eins og kunnugt er tóku ný lög um þetta efni gildi um áramótin, þ.e. 1. 120/1992 um Kjaradóm og kjaranefnd. Kjaradómur ákveður samkvæmt þeim laun hæstaréttar- dómara og fleiri aðila. Það er greinilega tilgangurinn með lög- unum að engar breytingar verði á launaskipan æðri embætta nema samkvæmt ákvörðun Kjaradóms eða kjaranefndar. 6. gr. hljóðar svo: „Kjaradómur skal ákvarða föst laun fyrir venjulega dagvinnu og önnur laun sem starfinu fylgja, og kveða á um önnur starfskjör. Hrafn Bragason hjá hæstaréttardómurum áður að þeir skyldu ekki af grundvallar- ástæðum þiggja laun fyrir yfiivinnu? „Jú, en yfirvinnan er svo gífurleg og fólkið í landinu á rétt á því að ; fá mál sín afgreidd. Það er ómögu- legt fyrir okkur að geta ekki komið til móts við það. Það er ekki hægt að hafa réttarkerfið þannig að mál séu ekki afgreidd.“ - Og dómararnir gátu ekki hugs- | að sér að bæta enn við sig vinnu án Kjaradómur skal við úrlausn mála taka tillit til venjubundins vinnu- framlags og starfsskyldna um- fram dagvinnu. Hann úrskurðar hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi og hvað beri að launa sérstaklega. Ennfremur skal Kjaradómur hafa hliðsjón af þeim hlunnindum og réttindum sem tengjast embætti og launum svo sem lífeyrisréttind- um og ráðningarkjörum." Þróun á vinnumarkaði gefur ekki tilefni til breytinga í apríl síðastliðnum var skipað í Kjaradóm og samkvæmt upplýs- ingum formannsins, Þorsteins Júl- íussonar hrl., hefur stjórnvald þetta haldið nokkra fundi og fjall- að um launakjör þeirra aðila sem dómnum ber að fjalla um en ekki fellt neina úrskurði ennþá. „Það er grundvallaratriði að við skulum samkvæmt 5. gr. laganna taka tillit til þróunar á vinnumarkaði. Sú þróun hefur ekki verið með þeim hætti frá því í apríl að sér- stakt tilefni gefi til breytinga," segir Þorsteinn. Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra segir að sér sé ekki kunnugt um hækkanir í kyrrþey til annarra en hæstaréttardómara. Nú sé svo komið að eingöngu ráðherrar og þingmenn fái ekki greitt fyrir yfír- vinnu. Sú spurning vaknar hvort aðrir en hæstaréttardómarar geti tekið sér laun með þessum hætti. Eftir því sem næst verður komist myndi ijármálaráðuneytið ekki líta slíkt sömu augum nú eftir að nýju lög- in voru sett og gert var fyrir ára- mót. Ráðherrar gætu samkvæmt því ekki komið með reikning fyrir yfirvinnu vegna mikils álags og fengið hann greiddan en það hefðu þeir getað gert síðastliðið haust því um þá og hæstaréttardómara gildir í grundvallaratriðum það sama að þessu leyti. þess að fá greitt fyrir? „Nei, það var mikil aukavinna fyrir og þegar réttarfarsbreytingin varð 1. júli 1992 og með breyttri vinnutilhögun Hæstaréttar var hægt að afgreiða meira og jafnar.“ - Þið hafið ekki óttast að það yrði hvellur í þjóðfélaginu miðað við það að vilji bráðabirgðalöggjafans sumarið 1992 virðist hafa verið sá að frysta launamálin í því horfi sem þau voru þá? Hafa dregist afturúr „Staðreyndin er sú að við höfðum haldið að okkur höndum í langan tíma. Kaup hæstaréttardómara dróst aftur úr launum sambærilegra stétta. Það voru fáir farnir að sækja um og þótt við fengjum auðvitað ágæta menn til starfa þurfum við að geta valið úr mönnum hingað. Dómarar seip hingað komu lækkuðu kannski um hundruð þúsunda króna.“ Hrafn segir að staða réttarins sé að því leyti erfið að hann verði að taka þessa ákvörðun um greiðslu fyrir yfirvinnu sjálfur. Ekki væri hægt að fara bónarveg til fram- kvæmdavaldsins því þá væri hægt að segja að það væri verið að stinga dúsu upp í hæstaréttardómarana sem þurfa svo iðulega að dæma í málum milli borgaranna og ríkis- valdsins. Þingsályktunartillaga á Alþingi um valfrelsi í lífeyrismálum Menn ráði til hvaða líf- eyrissjóðs þeir greiði Bönkum og tryggingafélögum verði leyft að starfa á sviði lífeyristrygginga LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar sem felur í sér að menn geti sjálfir ráðið til hvaða lífeyrissjóðs eða samsvarandi stofnunar þeir greiði iðgjöld eða kaupi lífeyristrygg- ingu hjá og að bönkum, sparisjóðum og tryggingafélögum verði leyft að starfa á sviði lífeyristrygginga og veita þá þjónustu sem hingað til hefur tilheyrt lífeyrissjóðum. Flutningsmenn eru Árni M. Mathiesen og Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki, en tillag- an er endurflutt frá síðasta þingi er hún hlaut ekki afgreiðslu. Ekki hugað nægilega að tryggingarþætti . Heildarstærð vandans 74-142 milljarðar Árni M. Mathiesen sagði í framsögu að versta óréttlætið í þessum málum væri skylduaðild að lífeyrissjóðum samkvæmt lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyr- isréttinda frá 1980. Það gerði það að verkum að þúsundir launamanna væru skyldugir til þess að greiða til gjald- þrota lífeyrissjóða, því það væri stað- reynd að hjá mörgum sjóðum vantaði talsvert upp á að þeir gætu staðið undir lofuðum skuldbindingum. Heild- arstærð vandans væri á bilinu 74-142 milljarðar króna og miðaðist hærri talan við áframhaldandi rekstur sjóð- anna. Helmingur vandans væri vegna Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Ámi sagði að orsök eignarýrnunar mætti rekja til fjölda og smæðar sjóð- anna en þeir.hefðu verið 88 á árinu 1991. Þar sem best gerðist væri rekstrarkostnaður ársins 0,33% af ið- gjöldum ársins, en þegar verst léti væri liann margfaldur, að sumra mati tíu- til fimmtánfaldur. Erlendis væri talið eðlilegt að rekstrarkostnaðurinn væri á bilinu 0,01% til 0,1%. Auðvitað hefði þetta gn'ðarleg áhrif á ávöxtun og ávöxtunarmöguleika sjóðanna. í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að í skýrslu bankaeftir- lits um lífeyrissjóði komi fram að munur á ávöxtun fjár og reksturs- kostnaði sé svo mikill að ekki sé við- unandi fyrir félaga þeirra sjóða sem njóta lakastrar ávöxtunar eða bera mestan rekstrarkostnað. Það sé „ekki á nokkurn hátt veijandi að iögum sé á þann veg skipað að tilteknir hópar manna séu skikkaðir til að greiða ið- gjöld til og ávinna sér lífeyrisréttjndi í sjóðum sem vegna lélegrar stjórnun- ar (eða stærðar) koma til með að greiða mun lélegri Iífeyri en almennt gerist og miklu lægri lífeyri en hjá þeim sjóðum sem bestum árangri ná. Verði einstaklingum gefinn kostur á að velja sér lífeyrissjóð til þess að fulinægja skyldutryggingu sinni er ljóst að það verður lífeyrissjóðunum meiri hvatning til samkeppni um að ávaxta fé á sem hagstæðastan hátt, svo og að gera reksturinn eins hag- felldan og kostur er. Þetta yrði einnig hvati að frekari samruna Iífeyrissjóða, en þótt nokkuð hafi miðað þar í rétta átt þarf að gera miklu betur á því sviði.“ Þá rifjaði Árni upp að umræða hefði orðið í þjóðfélaginu um hvort skyldu- aðild samrýmdist félagafrelsi og góð rök hefðu verið færð fyrir því að þetta væri brot á mannréttindum. Það væri skylda Alþingis að taka tillit til slíkra sjónanniða. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Framsóknarflokki, sagði að hér væri vissulega hreyft stóru og mikilvægu máli. Fyrir þinginu lægi hins vegar frumvarp þriggja þingmanna um þessi atriði. Frumvarpið er um eftirlauna- réttindi launamanna og flutnings- menn eru Guðni Ágústsson, Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson. Markmiðið með alþjóðlegum fugla- dögum er einkum að vekja athygli almennings á mikilvægi náttúruvernd- ar, einkum verndunar fugla og bú- svæða þeirra. Um heim allan er sí- fellt verið að ganga á mikilvæg bú- svæði fugla og þau eyðilögð i þágu mannsins. Hérlendis hefur þróunin verið svipuð. Mýrlendi hafa verið ræst fram, röskun hefur orðið á íjörum og ferksvötnum m.a. vegna mengunar. Fuglaverndarfélag ísland vill með þessum fugladögum 9. og 10. október Guðmundi Hallvarðssyni, Sjálf- stæðisflokki, þótti framsögumaður hafa farið nokkuð fijálslega með stað- reyndir um lífeyrissjóði og upphaf þeirra. Sagði hann menn ekki huga nóg að tryggingarlegum þætti lífeyris- sjóðanna, en örorkubætur væru þung^ ur baggi á mörgum sjóðum. Dæmí væri um sjóði sem greiddu jafnmikið í örorkubætur og þeir greiddu í lífeyr- isbætur. Hvar ætluðu menn að fínna því stað? Hann sagðist hitta unga menn sem segðust ekki vita hvar þeir stæðu ef þeir hefðu ekki verið skikkað- ir til að borga í lífeyrissjóð vegna þess að þeir fengju örorkubætur úr sjóðnum. Það gerðist með þeim hætti að maður sem fengi örorkubætur þrít- ugur væri reiknaður upp eins og hann hefði greitt til sjóðsins meðaltal launa síðustu fimm starfsára til 65-70 ára aldurs. Þetta væri mikilvægur þáttur sem hann héldi að flutningsmenn hefðu ekki skoðað, en það væri vissu- lega fagnaðarefni ef hægt væri a^. finna tryggingarlegum þætti lífeyris- ' sjóðanna annan farveg en í dag, því hann væri að verða sjóðunum mikil byrði bg gerði þeim erfitt um vik að standa við skuldbindingar sínar. Vanda lífeyrissjóðanna mætti hins vegar rekja til áranna fyrir 1980 þeg- ar ekki var fyrir hendi verðtrygging á fé sjóðanna. Hann væri ekki sam- mála flutningsmönnum, að það væri gríðarlegt óréttlæti að vera með skylduaðild að lífeyrissjóðum. vekja athygli fólks á mikilvægi íslands fyrir hinar ýmsu tegundir varpfugla og fargesta, segir í fréttatilkynningu. Fuglaskoðun er víða vinsælt tóm- stundargaman, hún er ekki bara úti- vera heldur eykur fulgaskoðun skiln- ing okkar á marbreytileika náttúrunnjgfr ar. Skipuleggjendur þessara alþjóð- legu fugladaga, Birdlife International, gera ráð fyrir að um ein milljón manna í yfir fimmtíu löndum verði þátttak- endur í starfi þessu. Halim dæmt forræði í annað sinn í undirrétti Alþjóðlegir fug’la-" dagar um helgina FUGLAVERNDARFÉLAG íslands gengst dagana 9. og 10. október fyr- ir fuglaskoðun hér á landi í samviunu við Birdlife International, Al- þjóða fuglaverndarráðið. ‘ HALIM Al, fyrrum eiginmanni Sophiu Hansen, var dæmt forræði yfir dætrum þeirra í undirrétti í Istanbúl í gærmorgun. Sophia á að fá að vera einn mánuð á ári, í júlí, með dætrum sínum samkvæmt úrskurðinum. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að þó niðurstað- an hafi verið áfall fyrir sig hafi hún engu að síður verið það besta, lagalega séð, sem hafi getað gerst. Sophia íhugar að gera alvöru úr hungurverkfalli í Istanbúl á mánudag. Sophia sagði að henni og systkinum hennar hefði verið boðin lögreglu- fylgd að dómshúsinu en þegar þau hafi verið farið að lengja eftir lög- reglumönnunum hafi þau haft sam- band við lögreglustöðina. Þar hafi þeim verið sagt að aðeins liefði vant- að heimilisfang þeirra og fylgdarliðið kæmi von bráðar. Eitthvað hafi það hins vegar dregist á langinn og því hafi þau á endanum tekið leigubíl að dómshúsinu. Hópur fólks var þar fyr- ir utan en á annað hundrað lögreglu- þjónar stóðu vörð og fylgdu Sophiu og systkinum hennar inn í herbergi dómarans. Aðspurð segir Sophia að dómarinn hafi aðeins verið stuttan tíma að kveða upp dóminn og á eftir hafi Halim kastað glaðlega á þau kveðju, rétt eins og hann hafi vitað fyrirfram hver niðurstaðan yrði. Þá hefði dóm- arinn hins vegar kallað hann til sín og spurt hann, eins og hann væri að tala við barn, hvort hann hefði ekki leyft Sophiu að sjá stelpurnar. Halim hefði þá svarað því til að hann væri hræddur um að þeim yrði rænt en dómarinn hefði á móti bent honum á að ef hann leyfði móður systranna ekki að hitta þær færi hann í fang- elsi. Þess má geta að réttað verður vegna brota Halims á umgengnisrétti Sophiu 29. nóvember nk. íhugar að fara í hungurverkfall Sophia, sem ekki hefur fengið að sjá dætur sínar í eitt og hálft ár, seg- ir að jafnvel þó niðurstaðan hafi ver- ið áfall fyrir sig hafi hún engu áí® síður verið það besta, lagalega séð, sem hafi getað gerst. Málinu hefði ekki verið frestað eins og hugsanlegt hefði verið og það yrði ekki tekið fyrir aftur í undirrétti. Dómarinn hef- ur hálfan mánuð til að koma niður- stöðu sinni til hæstaréttar sem að sögn Hasíps Kaplans, lögmanns Sop- hiu, tekur málið væntanlega fyrir eft- ir 4-6 mánuði. Sophia sagði að ekki væri afráðið hvenær af hungurverkfalli sínu yrði en hún væri að íhuga að hefja það við bækistöð mannréttindasamtaka^^ Istanbúl á mánudag. Hvort úr yrði færi þó eftir því hvort íslenskir lækn- ar gæfu leyfi sitt. Þá skipti máli hvort hún fengi að hitta dætur sínar um helgina en annar iögfræðinga Hal- ims, sem kom með honum til réttar- haldanna, kvaðst í samtali við Hasíp Kaplan ætla að beita sér fyrir því að Sophia fengi að hitta dætur sínar uj® helgina. Kaplan fékk ekki að flytja mál sitt í réttinum í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.