Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 17 Fjallað um fjölskyldur ungra barna á landsþingi Þroskahjálpar Hefja líf í nýrri veröld þegar fatlað barn kemur í heiminn LANDSÞING Þroskahjálpar var haldið fyrir skömmu undir yfirskrift- inni Fjölskyldur ungra barna. Þar var fjallað í framsögxierindum og umræðum um stöðu fjölskyldna ungra, fatlaðra barna, erfiðleika sem þær mæta og þau umskipti sem verða hjá foreldrum þegar fatlað barn kemur í heiminn. Landsþingið ályktaði auk þess um málefni sem snerta fatlaða og samtökin telja að þarfnist úrlausna. Asta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði að í framsögu- erindum og umræðum hefði komið í ljós að vandi fjölskyldna fatlaðra bama væri margvíslegur. Fjölskyld- ur verða iðulega fyrir tekjumissi þegar fatlað bam fæðist vegna þess að sjaldnast getur nema annað for- eldri unnið utan heimilis. Þá verður í mörgum tilfellum að skipta um húsnæði. Það þýðir aukna fjárhags- byrði íjolskyldna sem oft eru skuld- settar fyrir vegna húsnæðiskaupa. Stoðúrræði breytast fyrirvaralaust Mjög dýrt er að ala önn fyrir fötluðu barni í heimahúsi og mikla aðstoð þarf til sem aðeins að litlu leyti er veitt af hinu opinbera. Sam- félagið veitir umönnunarbætur sem fara eftir fötlun bamsins og því hve mikla þjónustu það fær utan heimii- is. Ásta segir að undanfarin ár hafi það gerst að bætur hafi verið skert- ar fyrirvaralaust á þeim forsendum að fötlun barnanna hafi verið ofmet- in. Hún segir áberandi að foreldrum finnist kerfið frumkvæðislítið og stoðúrræði geti breyst með litlum eða engum fyrirvara. Fólk þurfi að nálgast allar upplýsingar og aðstoð af miklu harðfylgi. Enginn útrétt hönd bíður þessara foreldra þegar þeir hefja líf í nýrri veröld. Ódýru og góðu stoðkerfi rústað Landsþing Þroskahjálpar mót- mælti í ályktun ákvörðun stjórn- valda að skattleggja þóknun til stuðningsfjölskyldna fatlaðra. Stuðningsfjölskyldur er fólk sem fúst er til að annast fatlað barn, t.d. helgi og helgi, í því skyni að veita foreldrunum hvíld. Fyrir þetta hefur verið greidd ákveðin þóknun, nú 2.434 krónur á sólarhring, og þar til í fyrra var hún skattfijáls en framtalsskyld. Þá var fyrirvara- laust gerð sú krafa að skattur yrði greiddur af þóknuninni og það aftur í tímann. Landsþing Þroskahjálpar hefur beint þeirri áskorun til stjórn- valda að þau endurskoði afstöðu sína varðandi þessa skattlagningu þar sem verið sé að leggja í rúst eitt besta og jafnframt ódýrasta stoðkerfi sem fötluðum börnum standi til boða. Fatlaðir eiga ekki að hafa umframkostnað af fötlun sinni Ásta segir að hægt og bítandi sé verið að skerða ýmis áunnin réttindi fatlaðra. Nú sé t.d. verið að auka kostnaðarhlutdeild fatlaðra í hjálp- artækjum og skerða rétt þeirra til sjúkrapjálfunar. Hún segir að það sé andstætt jafnaðarhugsjón að fatl- aðir þurfi að hafa umframkostnað af fötlun sinni. Þá gangi mjög treg- lega að fá afgreiddar beiðnir um sjúkraþjálfun hjá Tryggingastofnun og þegar úrskurður kemur loks þá sé barn oft búið að vera án sjúkra- þjálfunar í einhvern tíma. Ásta seg- ir að allur þessi kostnaðarauki komi verulega illa við fjölskyldur fatlaðra þar sem þær hafi margar litla fjár- muni milli handanna og hún leyfir sér að fullyrða að sumar þeirrá lifi við verulega fátækt. Landsþing Þroskahjálpar lýsti yfir áhyggjum sínum varðandi trygg- inga- og réttindamál fatlaðra barna og skorar á stjórnvöld að virða áunn- in réttindi þeirra. Málefni fatlaðra flytjist ekki til sveitarfélaga án undirbúnings Ásta segir eitt helsta baráttumál fatlaðra að færa þjónustu við þá til heimabyggðar og sé Þroskahjálp því mjög hlynnt sameiningu sveitarfé- laga. Nú þurfi flestar fjölskyldur fatlaðra barna á landsbyggðinni að sækja mikinn hluta þjónustu til höf- uðborgarinnar og það hljóti að vera hagsmunamál mun fleiri en fatiaðra að geta sótt félagslega- og heilbrigð- isþjónustu í eigið byggðarlag. Þroskahjálp hefur varað við þeim hugmyndum sem hreyft hefur verið að taka út einstaka þætti eins og leikskólagöngu fatiaðra barna og flytja yfir til sveitarfélaga án þess að það verði undirbúið vandlega og að fjármagn fylgi með. „Við sjáum þetta sem hluta af heildai-verkefna- flutningi til sveitarfélaganna. Við vitum af reynslu að ef ekki er vel Ásta B. Þorsteinsdóttir að staðið og ekki fylgir fjármagn þá er þessum úrræðum stefnt í voða. Við fögnum hins vegar hugmyndum um sameiningu og vonum að þær nái fram að ganga,“ sagði Ásta. Miklar væntingar vistmanna Kópavogshælis Landsþingið ályktaði um málefni Kópavogshælisins og harmar seina- gang þann sem orðið hefur á flutn- ingi íbúa þess á sambýli. Skorað er á heilbrigðisráðuneytið og félags- málaráðuneytið að hafa samráð um framgang málsins. Ásta segir að miklar væntingar hafi verið skapað- ar meðal íbúa Kópavogshælisins og aðstandenda þeirra og innan hælis- ins háfi mikil vinna farið fram til að undirbúa vistmennina, sem eru um 130 talsins,_og fjölskyldur þeirra undir flutning. í ályktun landsþings- ins um málið er minnt á að búseta fatlaðra á Kópavogshæli samrýmist ekki lögum um málefni fatlaðra. Ásta segir að það sem á skorti séu stöðugildi eða mannafli til þess að annast fólkið utan hælisins og þess- vegna gera samtökin kröfu um að stjórnarnefnd ríkisspítalanna ljúki við raunhæfa áætlun um flutning fólksins og fari að hrinda verkefninu í framkvæmd. Gildir frá Id. 17.30 til 19.00 EIKHÚSKVÖLDVERÐUR FORRETTIR: Sjávarréttarsúpa. Skeldýr á kartöfluköku með tómat-hvítlauk og ólífum. Reyksoðin lundabringa með linsubaunum og salati. AÐALRÉTTI R: Grísalundir með koníaks-sveppasósu. Nautalundir Ðijon. Pönnusteiktur skötuselur með humar og pasta. E FTI RRÉTTU R: Perur og döðlur með vanilluís. BORÐAPANTAN1R í SÍMA 25700 FORRÉTTUR, AÐALRÉTTUR OG EFTIRRÉTTUR 2.500 KR. Á MANN. STÓRÚTSÖLIIMARKMVRINN • i Nýr 12 km kafli lagður í Suðursveit LÆGSTA tilboð sem Vegagerðiii fékk í lagningu 12 km kafla á Austurlandsvegi, frá Staðará að Reynivöllum í Suðursveit, hljóð- aði upp á 32,1 milljón kr. sem er 70,5% af kostnaöaráætlun. Tilboðið var frá Árvélum hf. á Selfossi. Veginn í Suðursveit á að leggja í ár og á næsta ári, þannig að hon- um verði lokið 1. júlí. 11 verktakar buðu í veginn og voru öil tilboðin undir 39 milljónum. Kostnaðaráætl- un var 45,5 milljónir. Enn lægri tilboð bárust í Skaga- veg, frá Hafnaá að Hrauni. Lægsta tilboðið, frá V.Brynjólfssyni hf. á Skagaströnd, hljóðaði upp á 6,6 milljónir sem er 56% af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Vegurinn er rúmlega 7 km langur og á verk- inu að vera lokið fyrir 1. júlí á næsta ári. RILDSHOFDA 10 -SÁGAMLI GÓOI - AÐEINS TVEIR DAGAR > i__________________________________; Fatnadur - skór ■ skífur ■ skart ■ barnaföt - íþróttavörur ■ vefnaðarvara ■ skólavörur ■ blóm og gjafavörur og margt margt fleira Opið í dag föstudag frá kl. 13-19, á morgun laugardag frá kl. 10-16. Það má enginn missa af þessum meiriháttar markaði Fjörug bilaviðskipti: Vantar á skrá og á staðinn góða bíla, helst skoðaða '94. Ath.: Bón og þvottur á staðnum. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 571800 ^ OPIÐ SUNNUDAGA KL. 13 - 18. Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 47 þ., PontSac Transam '77, hvítur, sjálfsk., ek. aðeins 48 þ. mílur, læst drif, flækjur o.fl. o.fl. Óvenju gott eintak. V. 790 þús. Toyota Corolla XL ’90, grásans, 4 g., ek. 89 þ. V. 590 þús. stgr. Honda Prelude EX 2.0i 16v '91, grásans, 5 g., ek. aðeins 29 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum, álfelgur, sóllúga o.fl. Sem nýr. V. 1700 þús. Ný tímareim o.fl. V. 900 þús. Toyota Llte Ace bensín, ’91, vsk bíll, rauð- ur, ek. 64 þ. V. 950 þ. M. Benz 250 ’82, beinsk. Óvenju gott ein- tak. V. 550 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL Sedan '88, 5 g., ek. 105 þ. V. 550 þús., tilboðsverð 450 þús. stgr. MMC Galant GLSi '89, sjálfsk., m/öllu, ek. 71 þ. V. 990 þús., sk. á ód. Range Rover 2ja dyra '82, beinsk., ek. 127 þ. Góður jeppi. V. 450 þús. BMW 520 IA '90, sjálfsk., ek. 64 þ., m/öllu. V. 2.2 millj. Mazda 626 LX 2000 '88, 5 g., ek. 91 þ., spoiler o.fl. V. 680 þús. Daihatsu Charade CX '88, 5 dyra, grá- sans, ek. aðeins 32 þ. V. 430 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., ek. 98 þ., góður bíll. Tilboðsverð 550 þ. stgr. Toyota Corolla Twin Cam 16v '85, hvít- ur. Gott eintak. V. 395 þús. Toyota Corolla XL '88, svartur, 4 g., ek. 56 þ. Toppeintak. V. 550 þús. stgr. Ford Bronco II XL '85, sjálfsk., ek. 50 þ. á vól. V. 650 þús. stgr. Mazda 323 1.5 GLX Sedan '86, sjalfsk. V. 330 þús. Cherokee Chlef, 4 L, '87 3ra d., sjálfsk., ek. 130 þ. V. 1150 þ. Sk. ód. Toyota Corolla Liftback GTi 16v '88, 5 g., ek. 98 þ. V. 750 þús. Chevrolet Blazer Thao '86, grár (tvílitur), sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 1050 þús. Chrysler Voyager V-6 '90, brúnsans, sjálfsk., ek. 101 þ., 7 manna, einn eig andi. V. 1390 þús. MMC L-300 4x4 '88, 8 manna, grár, 5 g., ek. 87 þ. V. 1090 þús., sk. á ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 44 þ. V. 760 þús. Cherokee Pioneer 2,5L '84, sjálfsk., ek. 79 þ. mílur. V. 690 þús., sk. á ód. (eða 2 bílum). MMC Colt GLXI '91, 5 g.t ek. 47 þ. V. 890 þús. Daihatsu Feroza DX '89, svartur/grár, 5 g., ek. 60 þ. km., topplúga o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. MMC Pajero bensín '86, brúnsans, 5 g. ek. 89 þ., Óvenju gott eintak. V. 790 þús. MMC Lancer 4x4 station '88, 5 g., ek. 107 þ. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Galant GLSi 4x4 '90, hvítur, 5 g., ek. 67 þ., rafm. í öllu, hiti í sætum, saml. stuðarar, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.