Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 JAPAN Á TÍMAMÓTUM húmor fyrir þessari kæruleysislegu athugasemd og ef marka mátti svip hans, taldi hann líklegast að ég Átta fiskmáltíðir á móti hverri kjötmáltíð Japana Stærsti fiskmarkaður heims, Fiskmarkaðurinn í Tókýó, beinlínis ólgar af orku og lífi. Að fylgjast með spennuþrungnum fiskuppboðum, hávaðanum og ákefð uppboðshaldara og bjóðenda er engu líkt. hefði framið hið versta guðlast. Fiskar hvaðanæva úr veröldinni virtust vera á uppboði á Fiskmark- aðinum í Tókýó, og mér varð á að hugsa, hvort ekki væri ástæða fyr- ir okkur íslendinga að leggja aukna áherslu 'k Japansmarkað í fiskút- flutningi okkar, einkum og sér í lagi með hinn mikla styrk jensins i huga og hversu hagstæður út- flutningur okkar þangað austur hlýtur að vera í ljósi þessa, að minnsta kosti á meðan skráning gengis á jeninu er jafnhá og raun ber vitni. Möguleikar á auknum viðskiptum við Island Hann var ótrúlegur á að horfa og hlýða þessi japanski uppboðshaldari, sem stjórnaði túnfisksuppboðinu á Fiskmarkaðinum í Tókýó. Orðaflaumurinn, með öllu óskiljanlegur, var nánast á hraða ljóssins, og það var eins og hverju uppboði væri lokið, eiginlega áður en það hófst. Texti og myndir Agnes Bragadóttir ÓTRÚLEGT en satt. Japanir eru slík fiskneysluþjóð, að tölfræði- lega neyta þeir átta fiskmáltíða á móti liverri kjötmáltíð. Þótt Japan sé mikil fiskveiðiþjóð (heildarafli Japana var um tíu milljónir tonna árið 1991) er Japan fjarri því að vera sjálfu sér nægt í þessum efnum, því heildarfiskinnflutningur nemur 2,8 milljónum tonna á ári. Enda eru fiskveiðar Japana innan við 1% af landsframleiðslu, og þarf svo sem engan að undra þegar nöfn iðnaðarstórvelda eins og Toyota, Mitshubishi, Sony og fjölmargra annarra iðnrisa eru höfð í huga. Þessi gríðarlegi fiskinnflutningur Japans n'emur þó ekki nema um 1,5% af heild- arinnflutningi Japana. Fiskveiðar Japana hafa dregist verulega saman á undanförnum árum vegna fiskveiðitakmarkana í verndarskyni og því hafa Japanir með árunum orðið æ háðari fiskinn- flutningi, til þess að geta fulinægt fiskneysluþörf sinni. Þetta verður áþreifanlega ljóst þegar arteg makalaust áhugaverður og sér- stæður staður er heimsóttur, nánast í hjarta miðborgar Tókýó: Fisk- markaður Tókýó, sem höndlaði með um 810 þúsund tonn af fiski á sl. ári. Frómt frá sagt er það vissulega þess virði að rífa sig upp fyrir allar aldir einn morgun eða svo í Tókýó og skregpa í heimsókn á Fiskmark- aðinn. Eg var komin þangað upp úr klukkan fimm að morgni og satt best að segja var slíkt líf og fjör á markaðinum, þar sem uppboðshald- arar töluðu, eða æptu öllu heldur hin óskiljanlegustu orðskrípi af slík- um hraða og ákefð, að hver íþrótta- kappleikur hefði bliknað í saman- burðinum — því að hér var ekki um sviðsetningu eða skemmtun að ræða, heldur gallharðan raunveru- leika lífsbaráttunnar, þar sem tekist var á af hörku um hvem girnilegan físk. Æðar þrútna og tútna Túnfisksuppboðið hófst skömmu eftir að ég kom á staðinn, og ysinn og þysinn var hreint ævintýralegur. Bjöllur klingdu, uppboðshaldarar öskruðu af lífs og sálarkröftum, á þann veg að þegar grannt var skoð- að sá maður hálsæðarnar þrútna og tútna í hálsi þeirra, þegar átök- in voru hvað mest. Uppboð hvers túnfísks varði aðeins í örfáar sek- úndur og svo glumdi bjallan og ein- hver ánægður fiskkaupandi var nú túnfisknum ríkari. Túnfiskurinn var svo sannarlega engin smásmíði, enda sagði einn hreykinn túnfisk- kaupandi mér, að skepnan sem var honum slegin ætti eftir að duga 250 til 300 manns í matinn. „Skyldu það hafa verið þrír svona fiskar, sem Jesú mettaði mörg þúsund manns með!“ varð mér á að segja í gríni, en Japaninn hafði engan Þegar ég bar upp spurningu í þessa veru á fundi með Nozumu Takaoka, næstráðanda í Vestur- Evrópudeild utanríkisráðuneytisins, kvaðst hann telja að íslenskir fisk- útflytjendur ættu möguleika á að auka útflutning sinn til- Japans. Hann kvaðst telja að sá hængur væri á auknum viðskiptum á milli landanna, að þau skiptust ekki á sendiráðum, heldur væri sendiherra Japans á íslandi staðsettur í Ósló og sendiherra ísiands í Japan hefði aðsetur í Rússlandi. „Vandinn er sá, áð þótt Japan sé mjög auðugt land, þá er það einkageiri þjóðfélagsins sem er auð- ugur, en hinn opinberi, þar með talin utanríkisþjónustan, er ávallt í fjársvelti. Því er það hreint ekki svo auðveld ákvörðun að taka, að ákveða að opna nýtt sendiráð. Lík- lega á hið sama við_ um utanríkis- þjónustu ykkar á íslandi," sagði Takaoka. Ég get staðfest orð Takaoka, að minnsta kosti að því er varðar opin- bera geirann í Japan, því hann virð- ist hafa afar knöpp fjárráð. Húsa- kynni ráðuneyta þeirra. sem ég heimsótti, sem voru auk utanríkis- ráðuneytisins, MITI (Ministry of International Trade and Industry), sjávarútvegsráðuneytið og mennta- málaráðuneytið, voru svo fátækleg, að enginn íslenskur embættismaður hefði sætt sig við þau, né þær fá- tæklegu innréttingar og húsgögn sem þau „prýddu". Fjórir og fimm starfsmenn puðuðu í hverri skrif- stofukompu, og þeir sem háttsett- ari voru höfðu lítið afdrep, hólfað € B€ L t h e architects of time SPORT Wf/u/rr/ BORGARKRINGLUNNI SÍMI677230 Gjaldtaka á meðferð áfengissjúklinga í fjárlagafrumvarpi Stofnanimar eiga sjálfar að ákveða gjaldskrárnar í FJÁRLÖGUM næsta árs er gert ráð fyrir 70 milljón króna niður- skurði til meðferðarstofnana ríkisspítalanna, SÁÁ og Hlaðgerðarkots og segir Páll Sigurðsson í heilbrigðisráðuneytinu að stofnanirnar eigi að setja sér gjaldskrá sem ráðherra muni síðan samþykkja. ÓIi Ágústs- son, forstöðumaður Samhjálpar sem rekur Hlaðgerðarkot, segir enn of snemmt að ákvarða hversu mikil gjaldtaka á sjúklinga verði og Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir hjá SAÁ segir að framkvæmd gjald- töku verði ekki rædd fyrr en fjárlög eru endanlega samþykkt. Ottar Guðmundsson læknir á Landspítala segir gjaldtöku illframkvæman- lega. Óli segir að ef miðað sé við 370 innritanir í Hlaðgerðiskoti á ári og tæpra 3 millj. kr. niðurskurð til þeirra, hefði hver sjúklingur þurft að greiða um 7.500 þúsund kr. fyrir meðferð. Að sögn Þórarins voru 2.000 innritanir hjá SÁÁ á síðasta ári, og ef þeim er deilt í áætlaðan niðurskurð, hefði hver sjúklingur átt að greiða um 8.600 kr., og er þá ekki reiknað með mismunandi þjón- ustu sem sjúklingar fá eða afföllum. Greiða menn fyrir fyrstu meðferð? Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir það gera ráð fyrir að meðferðarstofnanir kanni hjá sér hversu mikil gjöld þau þurfi að taka af sjúklingum til að ná áætluðum sértekjum, og settu sér síðan gjaldskrár sem ráðherra myndi staðfesta. Gildistími tilhögunarinnar er 1. janúar og því þurfi tillögur að hafa borist vel fyrir áramót. Páll segir að stofnanirnar eigi sjálfar að hafa frumkvæði að eðli gjaldtökunn- ar, t.d. hvort gjald verði heimt af öllum meðferðarsjúklingum eða hvort það leggist aðeins á þá sem eru að leggjast inn í annáð og þriðja sinn eða oftar, sem hann segir for- dæmi fyrir erlendis frá. Innheimta illframkvæmanleg Óttar Guðmundsson, læknir á geðdeild Landspítala, kveðst ekki hafa heyrt að stofnanir eigi sjálfar að ákvarða gjaldskrá sína vegna áfengismeðferðar, og telur að frum- kvæði um samræmi á gjaldskrám milli meðferðarstöðva hljóti að koma frá heilbrigðisráðuneytinu. „Okkur líst ákaflega illa á að innheimta meðferðargjöld af okkar skjólstæð- ingum og vitum raunar ekki hvernig við eigum að framkvæma slíkt, enda illframkvæmanlegt og spurning hversu miklu gjaldtaka skilar,“ segir Óttar. „Það er afskaplega erfitt að innheimta meðferðargjöld af ein- staklingum sem oft á tíðum eru mjög fjárvana, og hróplegt ósam- ræmi í heilbrigðiskerfinu að heimta gjöld fyrir þessa meðferð þegar önn- ur meðferð með innlagninu á sjúkra- húsunum er ókeypis." Óttar segir að áfengissjúklingar sem eru í meðferð hjá ríkisspítölun- um þjáist oft af öðrum geðrænum truflunum, s.s. þunglyndi, persónu- leikasköddun, fælni, taugaveiklun o.s.frv. „Samkvæmt því þarf áfeng- issjúklingur sem þjáist af þessum geðsjúkdómum ekki að greiða fyrir meðhöndlun sína á geðdeild, en um leið og sjúklingurinn leggst inn á sérhæfða deild sem sinnir bæði þess- um geðsjúkdómum og alkóhólisma, þarf hann að greiða fyrir meðferðina. Við myndum lenda í endalausum vandræðum með slíkar skilgreiningar á okkar skjólstæðingum ef gjaldtaka kemur til framkvæmda," segir Óttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.