Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 32
32 MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÓKTOBER 1993 T Margrét Rögnvalds- dóttir frá Hrólfs- stöðum - Minning Fædd 8. október 1889 Dáin 22. september 1993 Þó að Rögnvaldur Björnsson bóndi í Réttarholti í Blönduhlíð í Skagafirði væri látinn fyrir rúmum áratug, þegar ég fæddist, þá var minning hans fersk og lifandi með- al fólksins í sveitinni öll mín upp- . ivaxtarár þar nyrðra. Oft var um hann rætt og mikið til hans vitnað. Enda mun það mála sannast, að hann hafi borið höfuð og herðar yfir flesta sveitunga sína að and- legu atgervi og þrekmaður var hann slíkur, að hann bar þjáningar og mótlæti með bros á vör. Hannes J. Magnússon skóla- stjóri, se’m ólst upp í nágrenni Rögnvalds, telur hann einna minn- isstæðastan af þeim mörgu og góðu mönnum, sem hann kynntist í bernsku sinni og æsku. Og svo segir Hannes orðrétt: „En stærstur er hann í mínum augum fyrir það, hvernig hann brást við sorgum og þjáningum. Hann óx og stækkaði við mótlætið, en það er jafnan ein- kenni mikilla manna og göfugra." Kona Rögnvalds í Réttarholti var Freyja Jónsdóttir, dóttir sr. Jóns Norðmanns á Barði í Fljótum. Hana man ég að vísu sem gamla konu, komna af fótum fram. En hún var einstaklega barngóð og viðmótshlý. Talin var hún mikil drengskapar- kona, góð húsmóðir, bráðdugleg og gestrisin. Þetta voru foreldrar Margrétar á Hrólfsstöðum, sem í dag er kvödd hinstu kveðjunum á 104. afmælis- degi sínum. Foreldrar hennar hófu búskap í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð árið 1880, en fluttust þaðan að Réttarholti eftir þrjú ár og bjuggu þar upp frá því að undan- skildum þremur árum, er þau bjuggu að Bjarnastöðum í sömu sveit. Þau eignuðust átta börn og var Margrét næstyngst systkina sinna. Elst þeirra var Katrín, sem var nýgift suður á Eyrarbakka þeg- ar hún andaðist þar. María dó í bernsku, Jón bóndi í Réttarholti lést á besta aldri, María (yngri) bjó lengst á Sauðárkróki, Sigríður var húsmóðir í Réttarholti, Filippía . andaðist 11 ára gömul, næst henni var Margrét og yngst var Valgerð- ur. Margrét ólst upp í Réttarholti hjá foreldrum sínum. Vafalaust var það mikill og góður skóli hinni uppvaxandi kynslóð að alast upp á slíku menningar- og menntaheimili sem Réttarholt var. Það kom líka greinilega í ljós, þegar börnin uxu upp, að þar hafði verið vel byggt á traustum grunni. Mörg systkin- anna voru t.d. prýðilegir hagyrð- ingar, eins og faðir þeirra hafði verið, og var Margrét í þeim hópi. Hinn 11. júní árið 1912 giftist Margrét Þorsteini Björnssyni frá Miklabæ í Blönduhlíð, syni sr. Bjöms Jónssonar prófasts og Guð- finnu Jensdóttur, konu hans. Þau settust að á Hrólfsstöðum, sem er í næsta nágrenni Miklabæjar, og bjuggu þar góðu búi um áratuga skeið. Hjónaband þeirra var ein- staklega ástríkt.og farsælt og ynd- isleg voru þau bæði heim að sækja, þess minnist ég skýrt frá mínum æskudögum. Að koma í Hrólfsstaði var eins og að koma heim. Þau Margrét og Þorsteinn eign- uðust þtjár dætur. Elst þeirra er María, búsett í Reykjavík. Maður hennar var Friðjón Stefánsson rit- höfundur. Þá er Birna, sem býr í Hafnarfirði. Hún var gift Sigurði Magnússyni. Þeir Friðjón og Sig- urður eru báðir látnir. Yngst systr- anna var Guðrún, húsmóðir í Hafn- arfirði. Hún lést árið 1980. Maður hennar, Hinrik Albertsson, er á lífi. Eftir að þau hjónin hættu búskap á Hrólfsstöðum voru þau mörg sumur við vörslu á vegum sauðfjár- veikivama við Ytri-Héraðsvatnabrú í Viðvíkursveit. Þar dvöldu þau sumarlangt í dálitlum skúr. Oft var gestkvæmt þar og þröngt á þingi, og þó kannski aldrei þröngt, af því að gestrisnin var með eindæmum og hjartarúmið ótakmarkað. Eigin- lega var skúrinn þeirra við brúna eins og skálinn forðum, sem reistur var yfir þjóðbraut þvera. Þar birtist hin forna, íslenska gestrisni í sinni fegurstu mynd. Árið 1970 fluttust þau hjónin alfarið til Reykjavíkur og gerðust vistmenn á Hrafnistu. Þar andaðist Þorsteinn í ágústmán- uði árið 1980. Margrét fluttist árið 1982 á Hrafnistu í Hafnarfirði og átti þar heima það sem eftir lifði ævidagsins. Þrátt fyrir sinn óvenju háa aldur var Margrét ern og tiltölulega heilsugóð fram á síðustu ár. Þegar hún var 100 ára héldu börn hennar og ættingjar henni mikið og veg- legt afmælishóf á Hótel Borg. Þar var margt um manninn og gamla konan naut mjög stundarinnar í samvistum við ástvini sína, ætt- ingja, forna vini og samferðamenn. Síðustu árin var svo lífsþrótturinn smám saman að dvína, en segja má þó með miklum sanni, að sinni fornu reisn hafi hún haldið, lítt skertri, í meira en aldarlangan ævidag. Vissulega var hún farin að þrá hvíldina, Hún átti í hjarta sér ör- ugga sannfæringu um handleiðslu Guðs yfir lífi sínu, vissu um líf að lokinni jarðardvöl í björtum byggð- um á bak við heljarstrauma. Til þeirra fögru feginstranda horfði hún í trú, fagnandi trú hin síðustu árin. Eftirlifandi dætrum og ástvin- um öllum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið þess, að þau megi um langa hríð ylja sér við ljúfa og bjarta minningu um góða og göfuga móður. Björn Jónsson. Bróðir okkar, t SIGURÐUR J. SIGURÐSSON frá Skammbeinsstööum, verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju laugardaginn 9. októ- ber kl. 14.00. Systkini hins látna. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar RAGNARS HALLDÓRSSONAR, Skúiagötu 78, Reykjavik. Fyrir hönd aðstandenda, Maria Ragnarsdóttir, Linda Ragna Marteinsdóttir og Rúnar Bragi Kvaran. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Þetta sígilda erindi úr Hávamál- um kom í huga mér er ég heyrði andlátsfregn minnar gömlu og góðu vinkonu Margrétar Rögn- valdsdóttur frá Hrólfsstöðum. I dag er hún kvödd hinsta sinni, og eru þá liðin rétt 104 ár frá fæðingu hennar, 8. október 1889. Þetta er nnikil og löng mannsævi, margt hefir á dagana drifið, og margþættur lærdómur og átök. Fyrir þrem árum var hún skorin upp við gallsteinum og við þær aðstæður stóð hún sig betur en margur yngri að árum, og hresstist furðu fljótt. Á síðastliðnum vetri var ég svo lánsöm að geta heim- sótt hana, en þá var hún orðin rúmföst. Alltaf var sama hugsunin um að gera gestum gott. Hún bað um kaffí handa okkur, mér og dótt- ur hennar, Maríu. Vinalegt var að koma til hennar, blóm í glugga og bók á borði, gamall vani frá fyrri árum lifði enn, þótt máttur væri að mestu genginn til þurrðar. Margrét var fædd að Réttarholti í Skagafirði, fjórða í röð átta systk- ina. Móðir hennar var Freyja Jóns- dóttir Norðmann, en faðirinn Rögn- valdur Bjamason bóndi í Réttar- holti í Skagafirði. Börn þeirra hjóna voru Katrín, María skáldkona á Sauðárkróki, Jón er tók við búi í Réttarholti, faðir Rögnvaldar í Flugumýrarhvammi, kennara og kirkjuorganista, Margrét sem hér er minnst, Sigríður, Valgerður og tvær stúlkur er dóu ungar. Öll voru systkinin vel hagmælt. Þau hjón Freyja og Rögnvaldur voru bæði af skagfirskum ættum og standa að þeim stórir ættbogar. Heimilið í Réttarholti bar vott um myndar- skap og naut virðingar. Margrét var tápmikil og dugleg stúlka, vel gefín og hugrökk. Ung að árum fór hún til Akureyrar og lærði þar fatasaum. Hún bjó hjá frænda sín- um, Jóni Norðmann föður Katrínar Viðar, sem rak hljóðfæraverslun Reykjavíkur. Þær frænkur Margrét og Katrín bundust þá ævilöngum vináttuböndum. Margrét saumaði kápur, kjóla og karlmannaföt. Þessi kunnátta kom sér vel, því að af henni hafði hún töluverðar tekjur. Einnig dreif hún sig til Reykjavíkur og lærði þar matreiðslu, kynntist þar menn- ingu höfuðstaðarins og tók þátt í skemmtunum og dansi. Hún hafði alla tíð yndi af að dansa, allt fram á efri ár. Hinn 11. júní 1912 giftist Mar- grét Þorsteini Björnssyni frá Miklabæ. Hann var einn hinna þekktu og mörgu barna sr. Björns Jónssonar sem lengi þjónaði því prestakalli. Sr. Björn var ættaður frá Broddanesi í Strandasýslu, en Guðfínna Jensdóttir, kona hans, var frá Innri-Veðrará í Önundar- fírði. Þorsteinn var maður prúður, gætinn og góðlegur, ræðinn, minn- ugur og sagði vel frá. Hann veikt- ist í hné þegar hann var tíu eða ellefu ára. Vöxtur minnkaði í fætin- um og varð hann örlítið styttri en heilbrigði fóturinn. Þetta háði hon- um við öll erfiðari verk. Þó heyrði ég hann aldrei tala um það. Þau hjónin, Margrét og Þorsteinn, hófu búskap á Hrólfsstöðum í Blöndu- hlíð í skjóli fjallanna og í nálægð lækjarins, sem renndi sér niður að Héraðsvötnum. Þau hjón eignuðust þrjár dætur, Maríu, Birnu og Guðrúnu. María ERFIDRYKKJURl sími 689509 V_________________/ er þeirra þekktust. Hún giftist Frið- jóni Stefánssyni rithöfundi og kaupfélagsstjóra. Hann er nú lát- inn, sömuleiðis tvö börn þeirra hjóna' ásamt barnabarni. María hefur ekki lifað í logni, það hefur gustað um hana. María var ötull þátttakandi og formaður í Menningar- og friðar- samtökum kvenna. Hún er skyn- söm og dugleg, og hefír tekið þátt í mörgum ráðstefnum bæði hér- lendis og erlendis. Hún hefur barist fyrir bættum kjörum þeirra sem minnst mega sín. Þessi hugsjón hennar átti djúpan hljómgrunn í huga Margrétar móður hennar. Þangað hefur hún sótt kjark, dugn- að og festu í baráttunni. Guðrún giftist Hinriki Alberts- syni sjómanni. Hún er látin eftir langt og strangt sjúkdómsstríð. Bima giftist Sigurði Magnússyni verkstjóra. Hann er látinn og Birna býr hjá börnum sínum. Ég sem þetta rita kynntist þeim hjónum, Margréti og Þorsteini, er hann gerðist vörður við Austur- vatnabrú. Fjárheldar girðingar voru meðfram vötnunum til varnar sýkingu í saúðfé. Garnaveiki heij- aði austan vatna. Hlið voru við brýrnar og verðir gættu þess að þeim væri ætíð lokað þrátt fyrir töluverða umferð. Skúr varðarins stóð norðan vegarins og voru gluggar til austurs og vesturs, svo að sjá mætti alla umferð áður en að hliðinu kæmi. Þarna dvöldust þau hjónin, Mar- grét og Þorsteinn, árum saman, sumar og haust uns fé var tekið á hús. Húsakostur var lítill en hjarta- rúmið var stórt. Við hjónin og börn okkar áttum margar ferðir þarna um, og margan drukkum við kaffí- sopann við litla borðið undir austur- glugganum milli rúmanna, Þor- steinn hallaðist upp við dogg og hvíldi veika fótinn á rúmstokknum. Margrét tók til meðlæti og vatnið sauð á katlinum. Vindurinn gnauð- aði og hvein í rörinu frá kabyss- unni og ylinn lagði um litla skúr- inn. Ég og börnin minnumst þeirra stunda með ánægju og eftirsjá. Þorsteinn sagði frá, þessum rólega og látlausa, seiðandi málrómi. Mar- grét brá sér í geymsluna og sótti kleinur og súkkulaði, sem hún stakk upp í börnin, brosandi og elskuleg. Dóttir mín geymir jóla- gjafír frá henni til minningar um konuna sem henni fannst vera amma, en börnin mín áttu aldrei aðra ömmu. Margir komu að vatnabrú og oft var setið þétt á rúmunum. Allir voru velkomnir, mættu hlýju og gestrisni. Þarna var rætt um lands- ins gagn og nauðsynjar. Ekki sá ég betur en húsbændurnir kynnu þessu vel. Og eitthvað hefir allur þessi gestagangur kostað, bæði í peningum og amstri fyrir hús- freyju, en aldrei hefí ég heyrt orð um_ það. Árið 1970 hætti Þorsteinn brúar- vörslu og þau fluttust til Reykjavík- ur. íbúð fengu þau á Hrafnistu. Þorsteinn andaðist 1980, en þá hafði sambúð þeirra hjóna staðið í 69 ár. Eftir lát hans fluttist Margrét á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar átti hún dóttur og mörg barnabörn. Hún andaðist 22. september sl. Ég og fjölskylda mín erum þakk- lát fyrir öll okkar kynni við Mar- gréti Rögnvaldsdóttur. Hér vit skiljumk og hittask munum á feginsdegi fíra. Dróttinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Emma Hansen. Margrét Rögnvaldsdóttir frá Hrólfsstöðum í Blönduhlíð í Skaga- fírði lézt 22. september síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði, tæpra hundrað og fjögurra ára, en hún var fædd 8. október 1889. Margrét var dóttir hjónanna Rögnvalds Björnssonar og Freyju Jónsdóttur búenda að Réttarholti í Blönduhlíð. Eiginmann sinn, Þorstein Björnsson frá Miklabæ í Blöndu- hlíð, missti Margrét í ágúst 1980. Þeim Margréti og Þorsteini varð þriggja dætra auðið. Þær eru, tald- ar eftir aldri, María, Birna og Guð- rún. Hin síðastnefnda lést fyrir röskum áratug. Þegar Þorsteinn og Margrét bjuggu á Hrólfsstöðum var jafnan allmikill samgangur milli heimilis- fólksins á Miklabæ og Hrólfsstöð- um, enda um náinn skyldleika og gróna vináttu að ræða. Og einmitt nú við þessi miklu vegaskil Mar- grétar verður huga manns alveg sérstaklega reikað til hinna löngu horfnu ára, þá er það var einkar góð skemmtan fyrir ungan dreng á Miklabæ að trítla hinn skamma spöl milli bæjanna og heimsækja nágrannana á Hrólfsstöðum. Var þá, ef svo má segja, fastur punktur í tilverunni, að Margrét hafði þann starfa um árabil, að snyrta hár hins unga gests með tilhlýðilegu millibili. Hjá þeim Margréti og Þorsteini og dætrum þeirra ríkti svo sannar- lega hin ósvikna, íslenska gest- risni. Þar var jafnan á borðum fyr- ir unga gesti rjúkandi súkkulaði ásamt ríkulegu meðlæti. Og Margréti var einkar lagið að krydda þessar samverustundir með léttri gamansemi, enda þótt þáttur alvörunnar væri og sterkur í skap- gerð hennar. í því efni sem og mörgum öðrum voru þau Margrét og Þorsteinn mjög svo samhent. Með árunum urðu samfundir stijálli miklu, enda forsendur allar breyttar. Og löngu síðar brá Þorsteinn á það ráð að gerast brúarvörður við Héraðsvatnabrúna ytri gegnt He- granesi. (Brýrnar eru nú orðnar þijár.) Var það starf einungis yfír sumartímann. Að sjálfsögðu fylgdi Margrét manni sínum í þessu nýja starfi hans og annaðist húsmóður- störfin af sömu kostgæfni og heima á Hrólfsstöðum. Undirritaður staldraði a.m.k. einu sinni við í litla skúrnum þeirra við brúna og fann þar gerla sömu hlýjuna, sömu ósviknu gestrisnina og heima hjá þeim á Hrólfsstöðum forðum. Þegar þau Þorsteinn og Margrét brugðu búi á Hrólfsstöðum fluttust þau suður og dvöldust þar fyrst á Hrafnistu í Reykjavík. U.þ.b. tveim árum eftir lát Þor- steins fluttist Margrét að Hrafnistu í Hafnarfirði og þar varð heimili hennar til dauðadags. Þessi minningarorð eiga fyrst og fremst að vera þakkarkveðja til Margrétar vegna þeirrar góðu við- kynningar undirritaðs við hana og heimili hennar, sem hér að framan hefur verið lýst. Og með virðingu og þökk minnist ég líka frænda míns, Þorsteins. Og nú þegar Margrét er horfín af hinu jarðneska sviði eftir svo langa vist hér, bið ég henni blessun- ar Guðs í nýjum hýbýlum vors mikla föðurhúss. Megi Guðs bless- un umvefja ástvini hennar alla. Guð blessi minningu Margrétar Rögn- valdsdóttur frá Hrólfsstöðum. Stefán Lárusson. i i i í I í í í í i í T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.