Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 33 J I i I ) I d I I > > Flugfrímerki 9. október _________Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti var sagt frá smáörk þeirri með þremur frí- merkjum, sem póststjórnin gefur út á Degi frímerkisins 9. okt. nk. En jafnframt því koma út fjögur önnur flugfrímerki þennan dag. Þessi útgáfa er í beinu fram- haldi af þeirri útgáfu, sem hófst á Degi frímerkisins 9. okt. 1991, þegar frímerki með myndum af póstskipum voru gefin út í átta frímerkja örk, sem m.a. var sett í mjög smekklegt hefti. Sama gerðist svo aftur ári síðar, en þá var myndefnið póstbílar. Og nú er komið að þriðja farartækinu, sem kemur við póstsögu íslend- inga, póstflugvélum. Nokkrir framsýnir menn fengu enska þriggja manna flugvél hing- að til lands árið 1919, og þá var stofnað Flugfélag íslands hið fyfofo rv-\4-l• —- — - * r rvrsT.a_ Vcu 40 kuma a föstum flugferðum til staða úti á landi, en sökum vantrúar og fjár- skorts varð ekkert úr þessu, en flugvélin einungis notuð til skemmtiferða í nágrenni Reykja- víkur sumurin 1919 og 1920. Síð- an lognaðist félagið út af. Næsta tilraun var gerð -árið 1928 og þá stofnað Flugfélag ís- lands, annað í röðinni. Tók það á leigu þýzka Junkers-sjóflugvél, sem nefnd var Súlan. Tók hún fimm farþega. Var hún notuð til farþega- og póstflugs og einnig sjúkraflugs. Enn fremur var hún reynd við síldarleit fyrir Norður- landi, Árið 1930 bættist síðan önnur flugvél sömu gerðar við, og nefndist hún Veiðibjallan. Árið 1931 rann þessi tilraun einnig út í sandinn sökum fjárskorts. Ann- arri vélinni stjórnaði fyrsti lærði íslenzki flugmaðurinn, Sigurður Jónsson. Árið 1937 var svo þriðja flugfé- lag stofnað hér á landi, Flugfélag Akureyrar. Keypti það fjögurra sæta sjóvél, sem nefnd var TF- Örn. Var hún í förum milli Akur- eyrar og Reykjavíkur með farþega og póst. Er talið, að samflejdt atvinnuflug hefjist á íslandi með þessari flugvél. Árið 1940 var fé- lagið endurskipulagt 0g nefnt Flugfélag íslands. Jafnframt var aðsetur þess flutt til Reykjavíkur. Árið 1944 var stofnað annað flug- félag, Loftleiðir hf. Varð fljótlega hörð samkeppni milli þessara flug- félaga. Árið 1952 sneru Loftleiðir sér eingöngu að utanlandsflum Loks ánð 1973 gengu bæði félög- in til samstarfs og pefndust eftir það Flugleiðir hf. Á þessu ári á félagið ellefu flugvélar með sætum fyrir 1.399 farþega. Er flugfloti þessi einna yngstur í Evrópu. Eru flugsamgöngur íslendinga innan lands og eins til útlanda orðnar svo hraðar, að hætt er við, að frumkvöðlana frá 1919 hafi aldrei órað fyrir slíkri byltingu í sam- göngumálum Islendinga. Á einu frímerkjanna er mynd af Súlunni, sem hóf póst- og farþe- gaflutninga árið 1928. Flugmenn hennar voru þýzkir. Á næsta frí- merki er mynd af TF-Örn, sem Flugfélag Akureyrar fékk árið 1938. Með henni hefst samfellt póst- og farþegaflug, svo sem áður segir. Á þriðja frímerki er mynd af fyrsta Grumman-flugbáti Loftleiða, en þeir urðu alls fimm. Kom hann til lands 1944. Á fjórða frímerkinu er svo mynd af Cata- lina-flugbáti Flugfélags íslands, Sæfaxa (Gamla Pétri). Hann var einnig keyptur hingað til lands 1944. Fór hann árið 1945 fyrstu millilandaflugferð íslenzkrar flug- vélar rneð farþega og póst. Frímerki þessi hefur Þröstur Magnússon hannað af sinni al- kunnu smekkvísi eins og fyrri frí- merkin í þessum skemmtilega flokki. Þá eru þau einnig offset- prentuð í sömu prentsmiðju og smáörkin, þ.e. hjá BDT, Internat- ional Security Printing Ltd. í Eng- landi. Nú vill svo til, að Dagur frí- merkjsin? er4ugarsagur. Þá eftr pósthús lokuð, svo sem flestir vita. Hér verður sú undantekning gerð á, að pósthúsið R-1 í Pósthús- stræti 5 verður opið frá kl. 9-1 þennan dag og svo R-3 í Kringl- unni frá kl. 9 og eins lengi og verzlanir eru þar opnar. Safnarar og aðrir áhugamenn um íslenzk frímerki geta keypt nýju frímerkin á þessum stöðum og fengið þau stimpluð á útgáfudegi. Að venju verður sérstimpill not- aður við stimplun frímerkjanna. Er það teikning af flugvélahreyfli. Dagur frímerkisins 9. okt. Þyí miður hefur oft farið lítið Nýju flugfrímerkin 9. október. fyrir þessum degi á undanfömum árum. Þó hefur verið reynt að minna almenning á hann með ýmsum hætti og svo var gert í Kringlunni í fyrra og hitteðfyrra. Að þessu sinni er ætlunin að hafa heldur meira við á sama stað. Þar er ráðp-ert nð ~ ----- •-*? ”* „ ... -0------------- stjórnarinnar nokkur söfn, sem tengjast flugi. Þá verður frí- merkjamarkaður í Kringlunni, og standa að honum Félag frímerkja- safnara, Klúbbur Skandinavíu- safnara og íslenzkir mótífsafnar- ar. Þar geta félagar þessara sam- taka fengið borð til afnota og komið með alls konar efni til skipta og sölu. Er vonandi, að aimennir safnarar geti þar fengið ýmislegt áhugavert í söfn sín. Frá þessu verður vafalaust sagt nánar í blöð- um. Póstflug til Akureyrar 9. okt. í oftnefndri tilkynningu póst- stjórnarinnar er boðað sérstakt póstflug frá Reykjavík til Akur- eyrar laugardaginn 9. okt. nk. Er með því verið að minnast þess, að nú eru rétt 50 ár liðin síðan Douglas-flugvélin Gljáfaxi kom til landsins. Þessi flugvél er enn á lofti sem landgræðslnflpgyg1,;;’ „r áií Svemsson“. Flytur hún póst- inn frá Reykjavík. Að sjálfsögðu verður notaður sérstimpill af þessu tilefni á framangreindum pósthús- um, R-1 og R-3. Einungis verður tekið við ábyrgðarbréfum með sér- stöku aukagjaldi, 160 krónum, sem rennur til Landgræðslunnar. Þannig- verður burðargjald innan lands fyrir 20 g bréf 300 kr., 305 kr. til Evrópu og 325 kr. til ianda utan Evrópu. Bréfin skal merkja nákvæmlega nafni og heimilis- fangi viðtakanda og að auki stöf- unum „TF-NPK“. Bent skal á það, að öll þau bréf, sem eiga að fara með þessari flug- ferð norður, verður að póstleggja fyrir kl. 12.30 nefndan dag. Minning Poul Otto Bemburg Fæddur 8. október 1913 Dáinn 11. september 1993 í dag hefði mjög kær vinur okk- ar hjóna, Poul O. Bernburg, orðið áttræður hefði hann lifað. Því viijum við, með örfáum orðum, þakka hon- um og hans frábæru konu, Ing- unni, fyrir aérstaka vináttu og ræktarsemi, sem við nutum í um tuttugu ár. Við kynntumst Ingu og Poul á Costa Del Sol á Spáni og eftir það rofnaði ekki samband okkar, þótt við hjónin flyttum til útlanda til nokkurra ára dvalar. Slík var þeirra tryggð. Við viljum þakka þeim fyrir ógleymanleg sumarleyfi ,er við átt- um saman á Spáni. Þar var Poul alltaf sami gleðigjafinn á sinn iát- lausa en þó innilega hátt. Á öllum þessum árum heyrði ég aldrei hnjóðsyrði um nokkurn frá þessum sómadreng. Hann var afar hógvær í sínum skoðunum, var ekki alltaf að flíka þeim og engan hef ég þekkt sem gat staðið við sitt álit með meiri hógværð og festu og án þess að særa nokkurn mann. Það leið aðeins um ár frá því að hann sagði mér frá þeim sjúkdómi er dró hann til dauða. Mig setti hljóðan er ég heyrði þetta, en þá kom eitt gullkornið frá Poul: „Ef þú getur ekki minnst mín nema gráti nær, þá skaltu gleyma mér, því að ég vil láta minnast mín með gleði.“ Svo sannarlega veitti hann gleði og góðmennsku inn í líf okkar. Fyrir þetta þökkum við ykkur, Inga og Poul, og gleðjumst yfir minning- unni. Jakobína og Árni. MINNINGARKORT SJALFSBJARGAR REYKJAVÍK 0G NÁGRENNIS ii 78 68 Innheimt með gíróseðli t Elskulegur sonur okkar, fóstursonur, faðir, bróðir og eiginmaður, SIGURÐUR MARKÚS SIGURÐSSOIM, er látinn. Jarðarförin verður auglýst sfðar. Sigríður Hjelm, Bragi Eyjójfsson, Sigurður Ingimarsson, Ingibjörg Árnadóttir, Alexander Rafn Sigurðarson, Ásdís Halla, Aðalheiður Þóra, Sivar Sturla, Árni Ingi, Ingimar, Sonja, Embla Arnardóttir. t Eiginmaður minn, ODDUR ÁGÚSTSSOIM fyrrverandi útvegsbóndi, Ystabæ, Hrísey, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 6. október. Fyrir hönd barnanna, Rannveig Magnúsdóttir. t SIGURGEIR L. SIGURJÓNSSON, Hrauntúni 22, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Halla Bergsteinsdóttir, Svea Sigurgeirsdóttir, Halla María Þorsteinsdóttir og aðrir vandamenn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. t Móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langammma, DAGMAR ÓSKARSDÓTTIR, frá Skálateigi, Norðfirði, Hrafnistu, Hafnarfirði, er lést 1. október verður jarðsungin frá Grindavfkurkirkju, laugardaginn 9. októ- ber kl. 14.00. Óskar Karlsson, Marteinn Karlsson, Þórdís Ágústsdóttir, Björg Karlsdóttir, Helgi Jónsson, Gerður Karlsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Þórarna Hansdóttir, Nikulás Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNDÍSAR EIRÍKSDÓTTUR Ijósmóður frá Fosshólum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fyrir hlýju og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. María Sigurjónsdóttir, Sigurleif J. Sigurjónsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson, Sigrún Haraldsdóttir, Þórður Matthías Sigurjónsson, Vilborg Gísladóttir, Sigrún Erna Sigurjónsdóttir, Tómas Gunnar Sæmundsson, ömmubörn og langömmubörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SJAFNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Kirkjuvegi 80, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir flytjum við elskulegum vinum okkar í Golfklúbbi Vestmannaeyja, Kiwanisklúbbi Vestmannaeyja og Sinawikklúbbi Vestmannaeyja. Guð blessi ykkur öll. HörðurJónsson, Hrönn Harðardóttir, Grettir Guðmundsson, Alda Harðardóttir, Eyþór Harðarson, Laufey Grétarsdóttir, Katrfn Harðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.