Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1993 SIGLINGAR / WHITBREAD Endeavour með fórystu Southampton - Punta del Este Brottför 25. sept. 5.938 sjómílur, 49 daga sigling. ATLANTS- v . \ Mtðbaú ' SUÐUR AMERÍKA "" JáV' ' M . fpÚ' 1 ÚRUGVÆ' ; -1 Punta del Este Tíóir vindat ‘ Stormasvæði Fyrsta skútan hafði í gær lagt 3.379 mílur að baki eftir 12 daga siglingu og á því 2.559 eftir af fyrsta legg hnattsiglingarinnar. Röð fremstu 6 skútanna er þessi: 1. NewZealand Endeavour 2. Merit Cup (Sviss) 3. Tokio (Japan) 4. Galicia 93 Pescanova (Spánn) 5. Winston (Bandaríkin) 6. Yamaha (Japan / Nýja Sjáland) Wý-Sjálenska skútan Endeavour er með forystu í Whitbread siglingakeppninni eftir 12 daga siglingu. Skúturnar lögðu upp frá Southampton í Englandi laugardag- inn 25. september í keppni umhverf- is jörðina. I gær voru skúturnar búnar að sigla um 6.000 mílur á leið sinni til fyrsta áfangastaðar, Punte del Este í Uruguay, og voru þær suð- vestur af Grænhöfðaeyjum. Grant Dalton og áhöfn hans á Endeavour voru þá 23 mílur á undan næstu skútu sem var spænska skútan Merit Cup. Endevour er ein stærsta skútan í keppninni og hefur haft forystu lengst af. Skútan Tokio frá Japan var í þriðja sæti, en hafði lengi verið í örðu sæti. Tokio var 6 míium á eftir Merit Cup en fast á eftir komu Galica 93 Pescanova frá Spáni og síðan Dennis Conner á amerísku skútunni Winston. „Keppnin hefur verið mjög jöfn og spennandi og áhafnir bátanna hafa eytt miklum tíma í að spá í veðurkort,“ sagði Conner. Spænska skútan Fortuna er úr leik. Hún snéri aftur til Southamp- ton eftir að mastur hennar brotnað á fimmta degi keppninnar. Skútan Odessa frá Ukraínu er síðust enda lagði hún ekki af stað frá Sout- hampton fyrr en viku á eftir hinum skútunum þar sem 'hún var ekki tilbúin í tæka tíð. Staðan í gær: 1. New Zealand Endeavour 3.379 mílur frá endamarkinu í Punte del Este. 2. Merit Cup (Sviss) 3.412. 3. Tokio (Japan) 3.418. 4, Galicia 93 Pescanova (Spáni) 3.421. 5. Winston (Bandar.) 3.449. 6. Yama- ha (Japan-N-Sjáland) 3.460. ■ KATARINA Witt, þýska skautadrottningin sem stefnir á þátttöku í Ólympíuleikunum í Lillehammer á næsta ári, mun keppa á sínu fyrsta móti í fimm ár í Frankfurt í byijun desember. Witt er nú 27 ára. Hún vann gull- verðlaun á Ólympíuleikunum bæði 1984 og 1988, en gerðist síðan atvinnumaður í íþróttinni og var því ekki gjaldgeng á leikana í Al- bertville. Hún hefur nú aftur feng- ið leyfi til að keppa á mótum á vegum Alþjóða listhlaupasam- bandsins. ■ MANCHESTER United skil- aði meira en átta millj. pundum (tæplega 900.000 kr.) í rekstrar- hagnað á síðasta starfsári, en kaup á leikmönnum helminguðu hagn- aðinn. ■ MARTIN Edwards, stjómar- formaður United, sagði að afkom- an skilaði sér í betri leikmönnum og áréttaði að ef ekki hefði verið rétt á spilunum haldið, hefði félag- ið ekki getað keypt Roy Keane, _ besta leikmanninn, sem var í boði T sumar,“ eins og han orðaði það. HANDKNATTLEIKUR / HM A ISLANDI 1995 Morgunblaðið/Þorkell HM 95 fékk þrjár milljónir frá Kópavogskaupstað ÓLAFUR Schram, formaður Handknattleikssambands Islands, sem er til hægri á myndinni, og Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, undirrituðu í gær samning HSÍ og Kópavogskaupstaðar um að einn riðill HM 1995 og nokkrir leikir í úrslitakeppninni fari fram í hinu nýja íþróttahúsi í Kópavogsdal, sem á að vera tilbúið 1. október 1994. Samningurinn tryggir HSI þijár milljónir frá Kópavogskaupstað og sagði Páll Magnússont formaður íþróttaráðs Kópavogs, sem er til vinstri á myndinni, að um sanngjarnan og góðan samning væri að ræða. Ölafur tók í sama streng og sagði stuðning bæjarfélagsins mikinn styrk fyrir íþróttina, en færði síðan Gunnari Birgissyni, forseta bæjarstjórnar, merki keppninnar í stækkaðri mynd. ERTU AÐ BYGGJA? - VILTU BREYTA? - ÞARFTU AÐ BÆTA? ixdúkur 15% afsláttur • 20% afsláttur Teppadeild: Gólfdúkur í 2ja metra stærðum • verð frá kr. 775,- Frönsku fiftteppin - verð frá kr. 350,- fm Keramik-flísar - 20-25% afsláttur ÓDÝRU STÖKU TEPPIN FYRIR PARKETIÐ EÐA FLÍSARNAR Dæmí: SARAH 160x230 kr. 4.864.- MONACO 160x230 kr. 8.2 Líttu inn í Litaver þvíþað hefur ávallt borgað sig Öll íslensk málning! - Veljum íslenskt visa RAÐGREIÐSLUR TIL 18 MÁNAÐA ■ DIEGO Maradona hefur æft á fullu með argentínska liðinu New- ells Old Boys og spilar fyrsta leik sinn með liðinu í vikunni. Hann hefur lést um 12 kíló síðan hann kom til félagsins frá Sevilla og æfir þrisvar á dag. ■ ARGENTÍNSKI landsliðsþjálf- arinn í knattspyrnu sagði um helg- ina að Maradona kæmi til greina í landsliðið eins og hver annar. Maradona segir sjálfur að það verði bara að koma í ljós hvort hann verði í nógu góðri æfingu til að verðskulda að leika með Iandsliðinu. ■ MARK Bosnich, markvörður hjá Aston Villa, sem hætti að leika með landsliði Ástralíu, gefur senni- lega kost á sér á ný. ■ BOSNICH sagði að Knatt- spyrnusamband Ástralíu hefði haft samband og óskað eftir að hann endurskoðaði afstöðu sína og í ljósi endurkomu Maradona væri hann mun jákvæðari en áður. ■ BOSNICH sagðist samt ekki hafa ákveðið sig. „Ég hef hvorki sagt af eða á, en ef Maradona verður þar er það þess virði að slá til, þó ekki væri nema til þess að geta sagst hafa leikið gegn honum.“ ÚRSLIT Íshokkí NHL-deildin Keppnistímabilið hófst í vikunni og eftirtald- ir leikir hafa farið fram: Boston - N.Y. Rangers............4:3 Philadelphia - Pittsburgh........4:3 Dallas - Detroit.................6:4 Calgary - N.Y. Islanders.........2:1 New Jersey - Tampa Bay...........2:1 Montreal - Hartford..............4:3 Quebec - Ottawa..................5:5 ■eftir framlengingu. Winnipeg - Washington.............6:4 Florida - Chicago................4:4 ) Beftir framlengingu. Vancouver - Los Angeles...........5:2 Edmonton - San Jose..............3:2 Hafnabolti Úrslitakeppnin í Bandaríkjunum Ameríska deildin: Torontó Blue Jays - Chicago......7:3 Torontó - Chicago White Sox......3:1 ■Torontó leiðir 2-0, en mest verða leiknir sjö leikir. Landsdeildin: Philadelphia - Atlanta...........4:3 ■Þetta var fyrsti leikur liðanna. Knattspyrna Vináttulandsleikur Mexíkó - Suður-Afríka............4:0 Patino (24.), Ambriz (39.), Galindo (73., 87.). 12.578. Sviss Kriens - Yverdon.........:........2:0 FC Ziirich - Young Bóys...........1:2 Aarau - Sion......................0:2 Neuchatel Xamax - Grasshopper....0:0 Lausanne - Luzern................0:2 Staðan: Grasshopper.........12 7 3 2 21: 8 17 Sion................12 5 5 2 16: 8 15 Lugano..............12 6 3 3 16:12 15 FCZiirich...........12 5 4 3 17: 8 14 YoungBoys...........13 5 4 4 20:11 14 Lausanne............13 6 2 5 15:17 14 Luceme..............12 5 3 4 17:17 13 Servette............12 4 4 4 18:23 12 Neuchatel...........12 3 5 4 17:19 11 Aarau...............12 4 2 6 13:20 10 Yverdpn.............13 2 4 7 13:21 8 Kriens..............13 1 3 9 10:29 5 Svíþjóð Leikir um síðustu helgi: Gautaborg - Malmö..................5:1 AIK - Degerfors....................3:0 Helsingborg - Örgryte..............3:0 Halmstad - Brage...................3:2 Örebro-Öster.......................2:1 Frölunda - Norköping...............3:2 Trelleborg - Hacken................6:2 ■Gautaborg er efst með 54 stig og Norköp- ing kemur næst með 52 stig, en þijár um- ferðir eru eftir. Allt bendir til að Hlynur Stefánsson og samheijar í Örebro verði að leika aukaleiki um sæti í deildinni, en Arn- ór Guðjohnsen og félagar í Hácken sigla iygnan sjó. England Bikardráttur Dregið var í þriðju umferð ensku deildar- bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær: Manchester United - Leicester, Man- chester City - Chelsea, Sunderland - Aston Villa, Derby - Tottenham, Oldham - Coventry, Blackburn - Shrewsbury, Liverpool - Ipswich, Everton - Crystal Palace, Middlesbrough - Sheffield Wed- nesday, Portsmouth - Swindon, Tranmere - Grimsby, Wimbledon - Newcastle, Arsenal - Norwich, QPR - Millwall, Blackpool - Peterborough, Nottingham Forest - West Ham. Fyrstu leikirnir verða i síðustu viku mánaðarins. FELAGSLIF Herrakvöld KR Herrakvöld KR-inga verður haldið í fé- lagsheimili KR við Frostaskjól í kvöld, föstu- daginn 8. október, og opnar húsið kl. 19. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, verður ræðumaður kvöldsins, en Tro- els Bendtsen veislustjóri. Aðalfundur samtak- anna íþróttir fyrir alla Aðalfundur landssamtakanna íþróttir fyrir alla verður haldinn í menningarmið- stöðinni Gerðubergi n.k. laugardag, 9. októ- ber, og hefst kl. 13.30. Fyrst verða flutt ávörp og síðan verður Rolf Nyhus, stjómar- maður í Iþróttasambandi Noregs og forystu- maður í endurskipulagningu almennings- íþrótta í Noregi, með kynningarerindi um stöðu almenningsíþrótta í Noregi. Þessi htuti er öllum opinn, en að loknu hléi verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Vetrarstarf hjá f rjáls- íþróttadeild Armanns Vetrarstarf fijálsíþróttadeildar Ármanns er hafið, en æfingar eru í Baldurshaga og íþróttahúsi Vörðuskóla. Kristján Harðarson er þjálfari meistaraflokks og Svanhildur Kristjónsdóttir aðal unglingaþjálfarinn, en Ilalla Heimisdóttir og Haukur Sigurðsson eru henni til umsjónar. Eyjólfur Magnússon hefur yfirumsjón með allri þjálfun. Nánari upplýsingar hjá Svanhildi (s. 813234/628411), Kristjáni (s. 668608), Magnúsi (s. 656469/680030) eða í Ár- mannsheimilinu (s. 618140). Úr fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.