Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 228. tbl. 81.árg. FOSTUDAGUR 8. OKTOBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tveir særðir Bosníumenn komu til landsins í nótt Efst í huga þakk- læti til íslendinga Kaupmannahöfn. Frá Önnu G. Ólafsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins. TVEIR særðir Bosníumenn voru væntanlegir til landsins á miðnætti til lækninga á Landspítalanum. „Efst í huga okkar er þakklæti til íslendinga fyrir að hjálpa okkur,“ sagði ann- ar mannanna, Zlatan Mravinac, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær- kvöldi. Hinn maðurinn heitir Davor Purusic. Þeir urðu báðir fyrir sprengjuslysum og missti Zlatan annan fótinn. Með þeim er kona Zlatans, Nasiha, hún er hjúkrunarfræðingur. Ríkisstjórnin ákvað að bjóða sex slösuðum ungmennum frá Bosníu lækningu hér á landi og er búist við að fleiri komi í kjöl- far þeirra tveggja sem komu til landsins í nótt. Glöð og hress Bosníufólkið virtist hresst þrátt fyrir langt og strangt ferða- lag og þau voru glöð í bragði. Þegar þau koma til íslands verða þau búin að vera á flugi í fimm- tán tíma en millilent var í Ítalíu, Hollandi og Kaupmannahöfn á leiðinni frá Sarajevo. Þau vildu lítið tjá sig um ísland enda höfðu þau aðeins fengið að vita það á mánudaginn að þau færu til ís- lands og sögðust því varla vera búin að átta sig á því hvert þau væru að fara. En þau vissu þó um Geysi og Reykjavík og einnig að íslendingar tækju þátt í Euro- vision-söngvakeppninni. Davor sagðist einnig vita allt um ís- lenska knattspyrnu en hann vildi ekki móðga Islendinga með því að minnast á það végna þess að þeir hefðu alltaf tapað fyrir sínum mönnum. Rafmagnslaust hefur verið í Sarajevo í hálft annað ár og eru viðbrigðin því mikii. Zlatan hafði einmitt orð á rafmagninu og einn- ig kókinu sem þau fengu á Kastr- up-flugvelli áður en farið var með þau um borð í Flugleiðaþotuna. Zlatan og Davor fara beint í sóttkví á Landspítalanum. Nasiha er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið á spítala í Sarajevo. Hefur hún meðal annars unnið við það í rafmagnsleysinu undanfarna mánuði að taka útlimi af fólki við ljós frá kveikjara. Höfðu þau á orði að aðstaðan yrði allt önnur á Landspítalanum. Polfoto A leið til Islands SÆRÐU Bosníumennirnir voru væntanlegir til íslands í nótt. Myndin var tekin á Kastrup-flugvelli í gærkvöldi þegar Zlatan Mravinac var borinn út úr flugvélinni sem flutti hann til Kaup- mannahafnar. Reuter Bhutto fagnar sigri BENAZIR Bhutto og flokkur hennar, Pakistanski þjóðarflokkurinn, unnu nauman sigur í þingkosningunum í Pakistan á miðvikudag en þó án þess að fá hreinan meirihluta. Stefnir hún að myndun sam- steypustjórnar með ýmsum smáflokkum en helsti andstæðingur henn- ar, Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur það sama í hyggju og er þegar farinn að bera víurnar í litlu flokkana. Bhutto var forsætisráðherra á árunum 1988-90 en var vikið frá sökum spillingar. Hér ræðir hún við fréttamenn á heimili sínu undir mynd af föður sínum heitnum, Zulfikar Ali Bhutto, en hann var lengi helst- ur ráðamaður í Pakistan. Stjórnvöld í Georgíu biðja vestræn ríki aðstoðar Hætta á uppþotum vegna matarskorts Tbilisi. Reuter. YFIRVÖLD í Georgíu óttast, að til óeirða komi í Tbilisi, höfuðborg landsins, vegna matarskorts og hungurs. Kom þetta fram hjá einum ráðherra ríkisstjórnarinnar í gær. Sagði hann, að eina vonin væri, að vestræn ríki kæmu Georgíumönnum til hjálpar. Allt að 20.000 Georgíumenn á flótta undan aðskilnaðarsinnum í Abkhazíu eiga á hættu að verða úti í snjó og kulda í Kákasusfjöllum. „Ég skora á vestræn ríki að koma okkur til bjargar. Við reynum að róa fólk en hveitibirgðir eru á þrot- um og það er von á fleiri flótta- mönnum til borgarinnar. Ef ekkert verður að gert verða borgarbúar farnir að betjast um brauðið eftir skamman tíma,“ sagði Michael Djibuti, efnahagsmálaráðherra Ge- orgíu, í gær. Kvaðst hann áætla, að nú væru um 200.000 Georgíu- menn heimilislausir og á flótta eftir ósigur stjórnarhersins fyrir aðskiln- aðarsinnum í Abkhazíu. Mannfall í fjöllunum „Undanfarna þrjá daga vitum við um rúmlega 60 manns sem dáið hafa úr vosbúð á flótta frá Abkhaz- íu, þar af 20 börn,“ sagði Irina Sarishvili, aðstoðarforsætisráð- herra Georgíu, í fyrrakvöld. „Við höfum engin ráð til að koma þeim til hjálpar og berist ekki utanað- komandi aðstoð á næstu tveimur til þremur dögum kemst enginn flóttamannanna lífs af,“ bætti hún við. Georgíumennirnir hröktust frá heimkynnum sínum í Abkhazíu í síðustu viku. Þeir sem leituðu til fjalla í héraðinu Svanetiu, sem rísa snarbrött upp frá Svartahafi, hafa hreppt stórhríð. Komast þeir ekki Clinton lagði áherslu á, að Banda- ríkjamenn myndu ekki hlaupast und- an merkjum í Sómalíu þrátt fyrir ýmis áföll þar og óánægju heimafyr- ir. Sagði hann, að bandaríska friðar- gæsluliðið myndi Ijúka sínu verki þar, sem væri að koma í veg fyrir hungursneyð og stuðla að styrkri stjórn í landinu. Ætlunin er að senda 1.700 banda- í skjól í grannhéraðinu Mingrelíu vegna bardaga milli stjórnarhersins og sveita Zviads Gamsakhurdia fyrrum forseta. Sveitir Gamsakhurdia eru á vest- urleið og hafa síðustu daga náð níu borgum og héruðum á sitt vald og lokað samgönguæðum frá Tbilisi til Svartahafsins. ríska hermenn til liðs við þá 5.400, sem fyrir eru, en þar auki eiga 3.600 landgönguliðar að vera til taks á skipum úti fyrir Mogadishu, höfuð- borg Sómalíu. Þá á að bæta verulega vopnabúnað bandaríska herliðsins. Ýmsir þingmenn réðu í gær Clint- on frá því að dagsetja brottflutning bandaríska friðargæsluliðsins og töldu það veikja stöðu þess í landinu. Clinton Bandaríkiaforseti um Sómalíu Liðsaflinn verð- ni' tvöfaldaður Washington, Toronto, Mogadishu. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ætlar að fjölga í bandaríska frið- argæsluliðinu í Sómaltu um 5.100 ntanns eða tvöfalda herstyrkinn þar. Skýrði hann frá þessu í sjónvarpsávarpi í gær og tilkynnti jafn- framt, að stefnt væri að því að draga allt herliðið á brott innan sex mánaða eða ekki síðar en 31. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.